Morgunblaðið - 30.10.1992, Síða 12
MOKGUNBLAÐIÐ ■ FÖSTU&AGUR 30; OKTÓBER 1992
»12
Einþrykk
Sam Francis
Myndlist
Bragi Asgeirsson
Menningarstofnun Bandaríkj-
anna kynnir um þessar mundir
listform sem notið hefur mikillar
útbreiðslu á undanfömum árum
og nefnist á ensku Monotype en
á íslenzku einþrykk.
Er þá átt við að myndin sé
þrykkt beint af plötunni, en að-
ferðin er síður en svo einhæf, því
nálgast má ferlið á margvíslegan
hátt. Þetta telst grafísk aðferð
og er bæði alfarið unnin í höndun-
um eða með aðstoð þrykkpressu.
Til skamms tíma þótti aðferðin
ekki vera nægilega grafísk til að
hljóta náð inn á grafíksýningar,
en nú er öldin önnur, enda má
vinna mjög hreint og yfírvegað í
einþrykki.
Oftar er það þó að tilviljanir
séu hagnýttar og stundum til hins
ýtrasta og má ná mjög ásjálegum
árangri jafnvel þótt viðkomandi
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Höggmyndalistin hefur nú um
nokkurt árabil verið einn öflugasti
meiðurinn í myndlistarlífi íslend-
inga og sterkur hópur ungra
myndhöggvara hefur komið fram
með ný viðhorf, viðfangsefni og
nýja verktækni, sem hefur vakið
athygli landsmanna á hinum ótrú-
legu möguleikum sem er að finna
á þessu sviði myndlistar.
Steinunn Þórarinsdóttir er ein
úr þessum hópi. Hún hefur lengi
fengist við að lýsa manninum og
þöglum, einmanalegum heimi
hans í verkum sínum, hvort sem
þau hafa verið unnin í leir, gler,
steinsteypu eða jámplötur, eins
og gat að líta á síðustu einkasýn-
ingu hennar á Kjarvalsstöðum fyr-
ir tveimur árum. Líkt og margir
af yngri kynslóð myndhöggvara
hefur Steinunn undanfarin ár tek- •
ið til við að að vinna með málma,
einkum jámið, og sú ímynd mann-
sé ekki stór bógur í listinni. Að-
ferðin getur þannig verið tvíbend,
en að ná marktækum og úrsker-
andi árangri er hægara sagt en
gert, ekki síður en á sviði hinna
sígildu grafísku aðferða.
Sjálf tæknin er þekkt frá 17.
öld er Rembrandt og Castiglioni
gerðu tilraunir með blektóna á
plötur til að framkvæma samfelld-
an tón.
Sýningin á menningarmiðstöð-
inni nefnist „Samvinna í einþrykki
11“ og kemur öll frá verkstæði
Gamer Tullis í Santa Barbara og
New York, og er liður í listkynn-
ingu á vegum Bandaríkjanna.
Það em 19 listamenn sem taka
þátt í þessari sýningu og eiga
flestir 1-2 verk og öll verkin em
nafnlaus, þekktasti listamaðurinn
er vafalítið hinn heimsfrægi Sarn
Francis, en annars þekki ég fæst
nafnanna.
Það sem einkennir þessa sýn-
ingu er hve mjög verkanna eru
köld og vélræn og er þá eins og
vemnnar sem skarst út úr fletin-
um var afar sterk í einfaldleik sín-
um.
Nú hefur Steinunn opnað einka-
sýningu í Listmunahúsinu, í Hafn-
arhúsinu við Tryggvagötu, og þar
kemur fram mikil breyting á
myndheimi listakonunnar. Mað-
urinn er horfínn af sviðinu, og
annað tekið við; fuglar himinsins,
fískar hafsins og gróður jarðarinn-
ar fylla nú fletina. Þessi umskipti
marka kaflaskipti í listsköpun
Steinunnar, og um leið áherslu-
breytingu. Nú er ekki lengur ein-
blínt á þröngt markaða mannlega
tilvist og erfiðleika, heldur er nátt-
úran tekin fyrir, og einkum það
sem minnir á undirstöður lífsins á
jörðinni, dýralíf og gróður.
Jámið er enn mest áberandi
efni verkanna, en hlutverk þess
hefur breyst nokkuð, frá því að
vera efniviður myndefnisins í að
vera hin fasta undirstaða þess og
rammi. Steinunn notar að þessu
sinni blý, gler og blaðgull til að
að viðkomandi séu að reyna að
keppa við sígilda miðilinn í stað
skapa þær ímyndir, sem ráða í
myndfletinum hveiju sinni. Þann-
ig er efnisnotkun hennar fjöl-
breyttari en oft áður, en um leið
hnitmiðuð, því efnið nær að vinna
afar vel saman í hinum einstöku
verkum á sýningunni.
þess að hagnýta sér sérkenni
tæknibragðanna. Slík verk verða
Sem fyrr er það einföld og sterk
myndbygging sem einkennir verk
Steinunnar. Tónninn er gefinn í
verkinu „Kveðja“ (nr. 1), þar sem
blaðgull og blýkerti mynda sterka
heild í því tignarlega rými sem
gotneski boginn er. Náttúmtilvís-
ekki hreinni grafík fyrir vikið né
meiri einþrykk heldur virka þvert
á móti eins og í einskismanns-
landi.
Það er helst er hinar lífrænni
hliðar einþrykksins fá að njóta sín
að brúnin lyftist á skoðandanum
og gott dæmi um það eru myndir
Carles Arnoldi, Kathy Mue-
hlmann, Rona Pondick, Sam
Francis, David Trowbridge og
William Tucher. Þetta telst fróð-
leg sýning fyrir þá sem hafa
áhuga á grafík og þessari sér-
stöku tækni, og hún ætti einnig
að sannfæra ýmsa um að það er
hægt að vinna á annan hátt í ein-
þrykki en að sulla með prent-
svertu og liti á glerplötur, sem
er einhver ódýrasta aðferðin.
Galli við sýningarhúsnæðið er
að þar inni er sýningarvél, sem
gegnir að vísu góðu og gildu hlut-
verki, en á ekki heima innan um
myndlistarkynningar, nema það
sem sýnt er sé í beinum tengslum
við þær.
Vönduð sýningarskrá liggur
frammi og í henni er drjúgur fróð-
leikur um einþrykk almennt, sögu
þess og listamennina sjálfa.
anir koma fram á einfaldan og
hnitmiðan hátt í myndunum „Úr
jörðu“ (nr. 4) og „Af himni“ (nr.
5), þar sem gróður jarðar ríkir
annars vegar og regn himins hins
vegar. Eitt sterkasta verk sýning-
arinnar er síðan myndin „Himinn
og jörð“ (nr. 7), þar sem fuglar
himins og frskar sjávar brjótast
úr fletinum og stefna í sitthvora
áttina, en tengjast þar sem einn
fuglinn hefur gripið fisk sér til
matar; lífsbaráttan er þannig ætíð
til staðar.
Steinunn er með þessari ágætu
sýningu að leggja út á nýjar braut-
ir í listsköpun sinni, og því fylgir
alltaf nokkur eftirvænting. Sýn-
ingin ber vissulega með sér að
myndsýn hennar og fjölbreytt
efnisnotkun kann að skila ágætum
verkum á þessu nýja sviði, og
verður áhugavert fyrir listunnend-
ur að fylgjast með hvert hin nýju
viðfangsefni eiga eftir að bera
listakonuna í framtíðinni.
Sýning Steinunnar Þórarins-
dóttur í Listmunahúsinu, Hafnar-
húsinu við Tryggvagötu, stendur
til sunnudagsins 8. nóvember.
Steinunn Þórarinsdóttir
Steinunn Þórarinsdóttir: Himinn og jörð. Járn og blý, 1992.
Amerískir hvíldarstólar
í '• : • - ■ '' i írrlfi
Ruggustóll.. hvíldarstóll.. og jafnvel svefnstóll
ALLT ÞETTA í E ilNUM OG SAMA STÓLNUM
Verð frá kr. 38* OOOf " afb verð CO húsgagnaverslun Langholtsvegi 111, sími 680 690