Morgunblaðið - 30.10.1992, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992
15
Fjörkippir í tónlistarlífinu
eftirAtla Heimi
Sveinsson
Um helgina var starfsáætlun ís-
lensku hljómsveitarinnar kynnt, en
nú hefst ellefta starfsár hennar.
Hljómsveitin hefur þá sérstöðu í
tónlistarlífi okkar, að hún leggur
aðaláherslu á íslenska tónsköpun,
eldri sem yngri, og hefur gert það
frá upphafí. Ég vil ekki gera lítið
úr hlut annarra — nefni nokkra af
handahófí — Hamrahlíðarkórinn,
Kammersveit Reykjavíkur og
margra tónlistarmenn — _en um
þessar mundir virðist mér íslenska
hljómsveitin fremst meðal jafningja
í því að stuðla að tónsköpun hér-
lendis og ræktar við tónlistarar-
fleifð okkar.
íslenska hljómsveitin hefur feng-
ið fjölda íslenskra tónskálda til að
skrifa verk, sem flutt hafa verið á
tónleikum hennar. Má þar á meðal
nefna tónleikaröðina Námur, þar
sem leggjast saman sköpunarkraft-
ar tón-, ljóð- og myndlistarskálda.
Við munum heyra í vetur nýtt verk
um Jón Arason, þar sem Mist Þor-
kelsdóttir og Illugi Jökulsson stilla
saman sálarstrengi sína.
Einnig er lögð rækt við tónlistar-
hefð okkar. Til dæmis verða tónleik-
ar með lögum Inga T., hins aust-
fírska ljúflings, í tilefni af hundrað
ára afmæli hans og fluttur verður
strengjakvartett eftir Helga Helga-
son, þess sem samdi Öxar við ána
á síðustu öld. Þá verður einnig
minnst aldarafmælis Páls ísólfsson-
ar, sem verðugt er.
Stefna hljómsveitarinnar er
rammíslensk og það er gott. Við
eigum að stunda nýsköpun og muna
um leið eftir fortíðinni og ávallt
bera okkur saman við það besta,
sem er að gerast í öðrum löndum,
þeim sem við köllum gjarnan „hinn
stóra heim“.
Meginhöfundur þessarar íslensku
tónmenningarstefnu — ásamt góð-
um samstarfsmönnum — er Guð-
mundur Emilsson, hljómsveitar-
stjóri og tónlistarstjóri Ríkisút-
varpsins. Hann hefur verið óþreyt-
andi við að kynna íslenska tónlist
í gegnum tíðina, hér heima og á
erlendri grund. Fyrr á þessu ári var
ég á tónleikum í Grenoble, en hann
stjórnaði hljómsveitinni þar og flutti
eitt af hljómsveitarverkum mínum.
Þetta var mikið upplifelsi og mikil
hrifning. Franskir gagnrýnendur
höfðu orð á því hve hógvær Guð-
mundur væri, en öruggur í túlkun
sinni, þar væri ekkert óþarfa
handapat, ekkert nema það sem
máli skipti. Eitthvað á þessa leið
sagði einn og annar talaði um ná-
kvæma stjórn, litríka og ástríðu-
fulla. Og fleira í þessum dúr. Og
næst mun Guðmundur stjórna Fíl-
harmóníuhljómsveitinni í Búkarest
og verður þar með fyrstur íslend-
inga til að stjórna erlendri þjóðar-
hljómsveit. Vonandi fylgja fleiri í
kjölfarið.
En tónlistardeild Ríkisútvarpsins
er æ meir í sviðsljósinu, enda margt
að gerast á vegum hennar — ný
tónlistarmenning er að verða þar
til. Ríkisútvarpið er að færast kröft-
uglega í aukana á tónlistarsviðinu.
Það er gott og löngu tímabært.
Það er oft talað um hina dauðu
hönd ríkisins og ríkisfýrirtækja, en
svo er ekki alltaf, ekki þegar góðir
menn sitja við stjórnvölinn. Þá get-
ur höndin verið lifandi og skap-
andi. Og sú er raunin nú í tónlistar-
deild Ríkisútvarpsins.
Á hennar vegum hefur verið
haldin ráðstefna tónvísindamanna,
sem tókst mjög vel. Miklum tónleik-
um, yfírlit ellefu hundruð ára ís-
lenskrar tónlistar, var útvarpað
beint til u.þ.b. 30 landa í fyrsta
sinn, frumflutningur íslensks verks,
frábærir flytjendur sem starfa hér.
Djasshátíð er mikil vítamínssp-
rauta. Samkeppni hljóðfæraleikara
fékk einstaklega góðar undirtektir
og var mikil uppsveifla hjá ungu
metnaðargjörnu tónlistarfólki. Þá
eru í aðsigi heiðursverðlaun og tón-
verkasamkeppni, sem væntanlega
verður mönnum hvati til margra
góðra verka.
Og ekki má gleyma tónlistardeg-
inum, sem er að taka á sig form,
og ráðstefnu íslenskra tónlistar-
manna, sem er á næsta leiti í Efsta-
leitinu! Þar má búast við fjörugum
skoðanaskiptum, sem eru forsenda
allra framfara. Og fleira má tína
til, en hér læt ég staðar numið.
„Meginhöfundur þess-
arar íslensku tónmenn-
ingarstefnu — ásamt
góðum samstarfsmönn-
um — er Guðmundur
Emilsson, hljómsveitar-
stjóri og tónlistarstjóri
Ríkisútvarpsins. Hann
hefur verið óþreytandi
við að kynna íslenska
tónlist í gegnum tíðina,
hér heima og á erlendri
grund.“
Atli Heimir Sveinsson
Öll þessi starfsemi hefur vakið
athygli á menningu okkar erlendis,
meðal tónlistarfrömuða. Um það er
mér persónulega kunnugt. Menn-
ingarvitar annarra landa sjá að um
þessar mundir er eitthvað að gerast
uppi á „litla“ íslandi. Það er verið
að koma okkur á landakort heims-
menningarinnar. Svoleiðis á það að
vera.
Það er ánægjulegt þegar raun-
veruleg menningarstefna er að fæð-
ast, sem tekur mið af okkur sem
þjóð og einstaklingum. Ég vona
aðeins að þetta sé upphafíð að ein-
hveiju meiru, að þessi menningar-
stefna lognist ekki útaf eða staðni.
Þess vegna verðum við að styðja
hana. Halda vöku okkar og vera
áhugasöm og gagnrýnin. Þá halda
fjörkippirnir áfram.
Höfundur er tónskild.
Borland kynnir
EINSTAKT TILBOÐ
á töflureiknum!
Sameinadu kostina
Núna getur þú gert mjög góð kaup
á töflureiknum frá Borland. Þú getur
fengið frábæran töflureikni fyrir DOS
og Windows á verði annars þeirra.
Þetta einstaka tilboð kallar Borland
WinDOS™
Nýjung: Quattro Pro ffyrir
Windows með minnis-
blokkum
í Quattro Pro fyrir Windows er hægt að
gera fjölmargt sem er ómögulegt með
öðrum töflureikni. Frumlegar minnis-
blokkir (Notebooks) með flipum sem
gefa má nöfn gera þér auðveldara en
nokkru sinni að skipuleggja töflumar
þínar og halda þeim við. Hlutaskyggnir
(Object Inspector) opnar valseðla sem
veita með nýjum hætti aðgang að við-
eigandi möguleikum. Og í Quattro Pro
er rómuð grafík sem jafnast á við sjálf-
stæð grafíkforrit. Auðvelt er að sækja
gögn í gagnagrunna og nota ný og öflug
verkfæri við að greina samhengi hlut-
anna. Auk þess er allt sem þarf til að
búa til sérsmíðuð notendaforrit. Allt
þetta og margt fleira gerir Quattro Pro
fyrir Windows öflugra og aðgengilegra
en áður hefur þekkst.
Hafðu samband,
þú færð hvergi
öflugri teflwreikni!
Quattre Pre i
fyrir j
Windows eg DOS i
__________________ l
Tvöfaldur pakki |
á einföldu verði J
Tímabundið tilboð,
gríptu tœkifærið!
Stf-ÓLAFÓI&
Kynning á
Borland hugbúnaði,
laugardaginn 31. okt. í Yersló
frákl. 13.30 til 15.
^ÖLaTILBO^'
Meðfylgjandi er
„Quattro Pro 4.0...
hinn fullkomni
DOS töflureiknir"
InfoWorld, apríl 1992
Enginn annar töflureiknir hefur unnið til
jafn margra viðurkenninga og Quattro
Pro fyrir DOS. Milljónir notenda hafa
þegar valið Quattro Pro því í honum
sameinast á einstæðan hátt öflugir
þrýstihnappar og gröf sem laga sig eftir
breytingum gagnanna.
Fróbær samhæfni við
Lotus og Excel
Það er ekki nóg að Quattro Pro lesi og
visti skrár með Lotus og Excel sniði auk
margra annarra heldur getur forritið líka
notað fjölva og umbrot úr öðrum forritum.
Af hverjw WinDOS?
Með WinDOS tilboðinu er mun auð-
veldara en áður að flytja sig milli DOS
og Windows. Hægt er að nota bæði
DOS og Windows ef það hentar t.d.
Windows í vinnunni og DOS á fartölv-
unni eða heima. Þú hefur alveg einstakt
tækifæri til að fá þér Quattro Pro
WinDOS núna. Gríptu tækifærið strax í
dag og fáðu þér fullkominn töflureikni
fyrir DOS og Windows á tilboðsverði.
ORTOLVUTÆKNI
Tölvukaup hf • Skeifunni 17 • Sími 687220 • Fax 687260
VZterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiöill!