Morgunblaðið - 30.10.1992, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992
Um át þorsksins
eftir ÓlafK. Pálsson
og Gunnar
Stefánsson
Þegar illa árar í sjávarútvegi
landsmanna, þessum undirstöðuat-
vinnuvegi Islendinga frá upphafi
byggðar á landi hér, er mönnum
tamt að leita sökudólga. Því ekki
getur það staðist, að vér íslendingar
getum með nokkru móti talist ábyrg-
ir fyrir því sem miður fer í landsins
sveiflukennda búskap.
Fyrir um það bil tveimur áratug-
um, þegar þorskstofninum hafði
hnignað verulega, að fróðustu
manna yfirsýn, var það auðvitað
Bretinn sem gengið hafði svo í
skrokk á þorskinum að til vandræða
horfði. Það eina sem talið var duga
til að bjarga stofninum og koma
sæmilegum skikk á stjórn veiðanna
var að friða þorskinn fyrir útlending-
um. Þetta gekk blessunarlega eftir.
Ríkti nú friður um hríð meðan
togarafloti landsmanna var byggður
upp í snarhasti, í stað þorskstofns-
ins, og liðu ekki nema örfá ár þar
til floti vor hafði fyllt það skarð sem
Bretamir höfðu eftir sig látið. I kjöl-
far þeirra sigldu síðan Þjóðveijar,
Belgar og Færeyingar og má segja
að umráða okkar yfir fiskimiðum
landsins hafí verið óskoruð um 15
ára skeið. Nánar tiltekið: Óskoruð
hvað varðar samkeppnisaðila úr
mannheimi.
Ætla verður að lífríki hafsins
hafí ekki þróast sérstaklega í þeim
tilgangi að uppfylla þarfír einhvers
útvalins dýrastofns. Af því leiðir að
„hinn viti borni maður“ verður að
gera sér að góðu að deila þessum
nægtarbrunni með lífverum sjávar.
Að minnsta kosti svo lengi sem hon-
um hefur ekki tekist að ráða þær
gátur þessa vistkerfis, sem geri hon-
um kleift að draga „vistfræðilega
landhelgislínu" í því skyni að útiloka
tiltekna dýrastofna sjávar frá sam-
neytinu. Slík fyrirætlan á eðlilega
undir högg að sækja þegar haft er
íhuga að það erum við sem emm
„aðskotadýrin" í vistkerfí sjávar,
hafandi yfirgefið þá vist fyrir alln-
okkmm milljónum ára.
Fæðuvistfræði sjávarlífvera
Á undanförnum ámm hefur sam-
keppni sjávarlífvera við „nytja-
stofna" okkar verið talsvert mikið
til umfjöllunar meðal hagsmunaaðila
í sjávarútvegi. Einkum hefur verið
rætt um þátt sjávarspendýra í þessu
samhengi, þ.e. sela og hvala. Ekki
fer á milli mála að þessir sjávarbúar
era stórtækir í sínu fæðunámi og
hafa, að öllum líkindum, bein eða
óbein áhrif á þann hlut sem okkur
stendur til boða á þeim fæðuþrepum
sem okkur em aðgengileg. Hitt fer
þó ekki síður á milli mála að umfjöll-
un þessi hefur oftar en ekki ein-
kennst að miklum glannaskap varð-
andi reikniaðferðir og mat á forsend-
um og er þá vægt til orða tekið.
Síðasta framlagið í þessum efnum
„Þorskstofninn hefur
oft verið miklu stærri
en nú er. Á þeim tíma
hefur þorskurinn líka
étið eigin afkvæmi, en
samt fékkst að jafnaði
betri nýliðun og meiri
afli en nú.“
er grein Árna Gíslasonar sem birtist
í Morgunblaðinu þann 30. september
sl. Viðfangsefni greinarinnar er m.a.
át þorsksins og botnfískstofna í heild
og ekki síður át þorsks á eigin af-
kvæmum. Það skal tekið fram hér
að annar undirritaðra, sem Árni vitn-
ar nokkuð til, hefur ekki „staðfest"
eitt eða neitt í j)essu sambandi.
Meginniðurstaða Árna hvað varðar
át þorsksins virðist vera sú að þorsk-
urinn sé þvílíkur vargur í eigin véum
að honum stafí umtalsverð hætta
af sjálfum sér. Kannski má eiga von
á tillögu í þá vem að rétt sé að út-
rýma þorskstofninum til þess að
koma í veg fyrir að hann tortími
sjálfum sér!
Nokkrar niðurstöður hafa birst á
undanfömum ámm um át þorsks
hér við land. Þar á meðal kemur
fram að át þorsks á dag er misjafnt
eftir stærð fisksins, frá 0,6% hjá 100
sm þorski upp í 1,5% hjá 5 sm þorski
(sbr. Kjartan G. Magnússon og Ólaf-
Ólafur K. Pálsson
ur K. Pálsson 1989). Út frá þessu
má áætla gróflega að meðalát þorsks
á ári sé nálægt fjórfaldri þyngd
físksins. Ef þetta er margfaldað með
stærð stofnsins (þriggja ára og eldri)
sem er talinn um 800 þúsund tonn
um þessar mundir fæst heildarát af
stærðargráðunni 3,2 milljónir tonna
á ári. Vart þarf að taka fram að
útreikningar af þessu tagi eru háðir
mörgum óvissuþáttum og skekkju-
mörk því víð. Erfítt er að meta át
yngstu aldursflokka stofnsins þar
sem stærð þeirra er ekki þekkt.
Át þorsks á þorski
Áti þorsks á eigin afkvæmum -
stundum nefnt sjálfrán - hefur ver-
1
r
Gunnar Stefánsson
ið gerð nokkur skil á undanförnum
ámm (sbr. Ólafur K. Pálsson 1985).
Helstu niðurstöður eru þær að sjálfr-
án beinist einkum að yngstu aldurs-
flokkum þorsksins, þ.e. seiðum á
fyrsta ári og eins og tveggja ára
ungviði. Ennfremur að sjálfrán sé
helst ástundað af stærstu fiskum
stofnsins, þ.e. þorski stærri en 90
sm að lengd, og þá fremur að haust-
lagi heldur en á öðrum tímum árs.
Þó hefur einnig komið í ljós að yngri
þorskur getur lagst á þorskseiði á
haustin. Samkvæmt rannsóknum
um mánaðamótin október-nóvember
1985 reyndist þriggja til sex ára
þorskur hafa étið talsvert af þorsk-
seiðum af árgangi 1985 (SBR.
Hefjum hvalveiðar að nýju
eftir Guðjón
Guðmundsson
Um fátt hefur verið meira rætt
að undanförnu en aflasamdrátt, erf-
iðleika stóriðjufyrirtækja, samdrátt
í landbúnaði og ýmsum greinum iðn-
aðar og áhrif alls þessa á þjóðarbúið
og atvinnulífíð í Iandinu. Þjóðartekj-
ur minnka, störfum fækkar og menn
leita með logandi ljósi að nýjum at-
vinnutækifæram.
Við þessar aðstæður er það ekki
áhorfsmál að helja hvalveiðar að
nýju. Við getum ekki og megum
ekki afsala okkur réttinum til að
nýta hvalastofnana við landið.
Slakir áróðursmenn
Hvalveiðum í atvinnuskyni var
hætt árið 1985, en þá höfðu þær
verið stundaðar í 38 sumur. Vísinda-
veiðar voru síðan stundaðar í 4 sum-
ur, en frá árinu 1990 hafa engar
hvalveiðar verið stundaðar af íslend-
ingum.
Ástæða þess að hvalveiðar lögðust
af em öllum kunnar. Andstæðingum
veiðanna tókst með skefjalausum
áróðri að spila á þekkingarleysi fjar-
lægra þjóða á lífríki N-Atlantshafs-
ins. Ófrægingarherferðir og við-
skiptaþvinganir vora þau vopn sem
hvalveiðiþjóðirnar gáfust upp fyrir
að Jokum.
Ég held að íslendingar hafí á
þessum ámm verið slakir í áróðri
og gert allt of lítið af því að koma
sínum sjónarmiðum á framfæri og
mótmæla linnulausum óhróðri and-
stæðinganna. Við þumbuðumst við
og skildum ekkert í öllu þessu órétt-
Iæti, en hefðum þurft að beita mark-
vissri kynningu á okkar málstað þar
sem andstaðan var mest.
Mikil verðmæti, mörg störf
Útflutningsverðmæti hvalafurða
árið 1985 var um 1,5% af heildarút-
flutningi íslendinga. Þá störfuðu um
240 manns hjá Hval hf. yfir sumar-
mánuðina og hluti þeirra allt árið.
Að meðtöldum störfum við hrefnu-
veiðar munu hafa verið amk. 150
ársverk við hvalveiðar og vinnslu
þetta síðasta ár sem íslendingar
stunduðu hvalveiðar í atvinnuskyni.
Hopum ekki fyrir hótunum
í sumar sýndi sjónvarpið breskan
þingmann sem var að halda ræðu
gegn hvalveiðum, og sagði m.a. að
ef menn þyrftu tilbreytingu í matar-
æði gætu þeir eins snætt mannakjöt
og hvalkjöt. Um svipað leyti hótaði
bandarískur starfsbróðir hans inn-
flutningsbanni á vörur frá þeim þjóð-
um sem stunda hvalveiðar. Þetta
sýnir glöggt hvernig skefjalaus áróð-
ur svokallaðra umhverfisverndar-
sinnar hefur ruglað suma og hve
mikil nauðsyn er á öflugri kynningu
á okkar málstað. Það er einhver feil-
nóta á ferðinni þegar menn meta líf
hvala jafnvel meira en líf manna og
telja eðlilega nýtingu hvalastofna
giæpsamlega.
Ýmsir óttast að íslendingar verði
beittir viðskiptaþvingunum ef við
heijum hvalveiðar að nýju. Ef við
hefðum hopað fyrir slíkum hótunum
hefðum við aldrei fært fiskveiðilög-
söguna út í 200 mílur. Þegar það
var gert urðum við að sæta hörðum
viðskiptaþvingunum fyrst í stað.
Með einurð og festu vom þær þving-
anir brotnar á bak aftur og óskorað-
ur réttur okkar yfir fiskveiðilögsög-
unni viðurkenndur.
Fyrsta skrefið stigið
Á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins
sem haldinn var í Skotlandi fyrr á
þessu ári gengu íslendingar úr ráð-
inu og tóku þar með fyrsta skrefið
í þá átt að hefja hvalveiðar að nýju.
Eftir þennan fund sagði breska
stórblaðið The Times að hvalveiði-
bannið væri að renna út í sandinn.
Svo virðist sem umíjöllun þekktra
fjölmiðla sé smám saman að breyt-
ast og snúist í minna mæli en áður
um að vekja andúð á takmörkuðum
hvalveiðum og skynsamlegri nýtingu
hvalastofna.
Sú ákvörðun Norðmanna að hefja
hvalveiðar að nýju sl. sumar vakti
mikla athygi og léttir íslendingum
og öðmm hvalveiðiþjóðum róðurinn,
ekki síst þegar litið er á viðbrögðin
við þessum veiðum. Það kom nefni-
lega í ljós að baráttukraftur and-
stæðinga hvalveiða var ekki sá sami
og áður, m.a. vegna þess að við-
brögð almennings og fjölmiðla voru
miklu jákvæðari en búist hafði verið
við. Einnig var mikil eftirspurn eftir
hvalkjötinu sem seldist á háu verði.
Hefjum hvalveiðar
næsta sumar
Mér fínnst það sjálfsagt mál að
Islendingar heiji hvalveiðar á ný.
Fyrsta skrefið í þá átt var stigið
með úrsögn úr Alþjóða hvalveiðiráð-
inu. Næsta skref var stofnun
Guðjón Guðmundsson
„Offriðun hvala og sela
leiðir af sér vaxandi
ójafnvægi í hafinu. Á
sama tíma og veiði-
heimildir fara stöðugt
minnkandi sækja þessi
spendýr með vaxandi
þunga í fiskstofnana.
Nýjustu upplýsingar
þar að lútandi eru ógn-
vekjandi.“
NAMMCO, en að þeim samtökum
standa íslendingar, Norðmenn, Fær-
eyingar og Grænlendingar.
Nú ríður á að halda vel á spilunum
og vinna markvisst að því að hval-
veiðar geti hafíst á ný næsta sum-
ar. Við eigum að nýta hvalastofnana
innan þeirra marka sem stofnstærð-
ir þeirra Ieyfa.
Offriðun hvala og sela leiðir af
sér vaxandi ójafnvægi í hafínu. Á
sama tíma og veiðiheimildir fara
stöðugt minnkandi sækja þessi spen-
dýr með vaxandi þunga í fiskstofn-
ana. Nýjustu upplýsingar þar að lút-
andi eru svo ógnvekjandi að enginn
Islendingur getur álitið þær sér óvið-
komandi.
Höfundur er alþingismaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn /í Vesturlandi.
Tölvusýning EDI-félagsins á Hótel Loftleiðum
er opin í dag kl. 10-17 og á morgun kl. 10-14.
í dag kl. 13-15 verður boðið upp á tæknilega fyrirlestra
í NESI (auditorium):
13:00 Dagskráin opnuó.
Bjarki Már Karisson,
skrifstofustjóri EDI-félagsins.
13:05 Gangsctning pappírslausra
viðskipta
Pálmi Bjamason, stjórnarmaóur, EDl-félaginu.
13:15 Aivís og pappírslaus viðskipti
Theodór Ottósson, markaðsstjóri, Kerfi hf.
13:30 EANCOM staóallinn fyrir
pappírslaus verslunarskjöl
Óskar B. Hauksson,
framkvæmdastjóri EAN á íslandi.
13:45 EDI-TIE þýðandinn
Dagný Halldórsdóttir,
kerfisfræðingur, Nýherja.
14:00 Gagnahólf Pósts og síma, X-400
Magnús Hauksson, Pósti og síma.
14:15 Reynslan af X-400 fyrir EDI-skeyti
HoJberg Másson, framkvæmdastjóri, Netverk.
14:30 Ný þjónusta á sviði gagnaflutninga
Pálmi Egilsson, Sérsviði,
14:45 Samantekt á því sem fram
kom í tæknilegum fyrirlestrum.
15:00 Tæknilegum fyririestrum lokið.
Fundarstjóri: Stefán Hrafnkelsson,
Eimskipaféiagi íslands og stjórnarmaður
í EDI-félaginu.