Morgunblaðið - 30.10.1992, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992
1
AF INNLENDUM
VETTVANGI
ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN
Landsfundur Kvennalistans hefst í dag
Stefnir í samkomulag um
að vera ósammála um EES
MEIRI athygli beinist að landsfundi Kvennalistans, sem hefst á Laug-
arvatni í dag, en flestum fyrri landsfundum flokksins. Ástæðan er þær
deilur, sem komið hafa upp á milli þingkvenna flokksins undanfarnar
vikur um afstöðuna til Evrópska efnahagssvæðisins. Líklegast er að
niðurstaða landsfundarins verði sú, að fyrri andstaða Kvennalistans
við aðild að EES verði ítrekuð, en jafnframt tekið fram að ekki sé
hægt að binda hendur kjörinna fulltrúa flokksins í málinu. Það má
því segja að kvennalistakonur ætli að verða sammála um að vera ósam-
mála. Verði niðurstaðan þessi, mun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem
lýst hefur stuðningi við EES, sitja áfram í utanrikismálanefnd og aðr-
ar þingkonur Kvennalistans fylgja sínu striki. Hins vegar getur svo
farið að þetta mál dragi dilk á eftir sér hvað varðar stefnumótun
Kvennalistans í fleiri málum í framtíðinni og landsfundarfulltrúar
munu standa frammi fyrir ýmsum erfiðum spurningum varðandi stefnu
og vinnubrögð flokksins.
Kvennalistinn er yngsti flokkur-
inn á Alþingi og hefur þurft
að beijast fyrir viðurkenningu sem
alvöru stjómmálaflokkur. Ein afleið-
ing þessa hefur verið sú, að farið
hefur verið vel með allan ágreining
innan flokksins og reynt að leysa
mál með samkomulagi allra og fyrir
luktum dyrum. Kvennalistakonur,
sem rætt er við, segja að þetta hafí
ævinlega tekizt til þessa; málin hafi
verið rædd þangað til málamiðlun
var fundin og síðan hafi hreyfingin
staðið sameinuð út á við. Kvennalis-
takonur hafa ekki viljað skiptast í
meirihluta og minnihluta.
Ingibjörg Sólrún
knýr fram umræður
Nú blasir hins vegar við, að enga
málamiðlun er hægt að gera um af-
stöðuna til EES. Málið er einfaldlega
þannig vaxið, að menn eru annað
hvort með því eða á móti. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir hefur brotið blað
með því að gera ágreining innan
flokksins opinberan með jafn áhrifar-
íkum hætti og hún hefur gert. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
vakti Ingibjörg máls á efasemdum
sínum um stefnu flokksins um EES
á fundi Kvennalistans síðastliðið vor.
Fáir virtust telja að henni væri al-
vara, og hún tók því þann kost að
knýja fram umræður stuttu fyrir
landsfund með því að lýsa opinber-
lega yfír stuðningi við EES.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er nokkur hópur kvenna
efnislega sammála Ingibjörgu Sól-
rúnu um afstöðuna tii EES, þó ekki
fjölmennur. Á fundi Reykjavíkur-
anga Kvennalistans um síðustu helgi
skiptust þær konur, sem tóku til
máls, í þijá hópa; margar voru tví-
stígandi, margar andvígar og nokkr-
ar fylgjandi EES-samningnum. Nið-
urstaða fundarins varð sú að leyfa
allar skoðanir á málinu innan flokks-
ins.
Ingibjörg Sólrún áfram
í utanríkismálanefnd
Nú stefnir allt í að það sama verði
uppi á teningnum á landsfundi
Kvennalistans. Drög að ályktun um
utanríkismál voru enn í smíðum á
fundum flokkskvenna í gær. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins
er þó ljóst að efnisinnihald þeirra
verður með þeim hætti að rifjuð er
upp og ítrekuð fyrri afstaða Kvenna-
listans gagnvart EES; þvert nei. Hins
vegar er tekið fram að ekki sé hægt
að þvinga einstaka kjörna fulltrúa
flokksins til að fara eftir þessari
stefnu. Með þessu er auðvitað verið
að veikja mjög stefnu Kvennalistans
í málinu, enda hefur hann hingað til
staðið einn flokka óskiptur gegn EES
alveg frá upphafí.
Samkvæmt heimildum blaðsins
getur Ingibjörg Sólrún sætt sig
ágætlega við að niðurstaðan verði
með þessum hætti. Hugmyndir hafa
verið uppi um að hún víki úr utanrík-
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur
hrist upp í hugum Kvennalista-
kvenna, sem mæta til landsfundar
á Laugarvatni í dag.
ismálanefnd Alþingis, þar sem hún
túlki ekki afstöðu meirihluta þing-
flokks síns. Sennilega mun Ingibjörg
þó sitja sem fastast. Fyrir því eru
ýmsar ástæður. í fyrsta lagi gera
Kvennalistakonur sér grein fyrir að
Ingibjörg Sólrún er vinsæll þingmað-
ur og hefur aflað flokknum mikils
fylgis. í öðru lagi er í raun ekki
hægj; að víkja henni úr utanríkis-
málanefnd, þar sem hún er kjörin í
hana af Alþingi og víkur þaðan ein-
göngu með eigin samþykki. Lands-
fundurinn gæti þó þvingað hana til
að endurskoða setu sína þar með því
að samþykkja harða andstöðu við
EES og krefjast þess að þingmenn
stæðu við þá samþykkt, en eins og
áður segir bendir ekkert til að svo
fari, að mati þeirra flokkskvenna,
sem við er rætt. Ingibjörg Sólrún
mun treysta sér til að sitja áfram í
utanríkismálanefnd og túlka þar
jafnt vilja meirihluta þingflokks
Kvennalistans sem eigin afstöðu.
Erfiðar spurningar
Sú lausn, sem spáð er að verði
ofan á í ályktun landsfundarins er
þó tvíbent og vekur upp ýmsar spum-
ingar. Mun hún skapa fordæmi?
Verða erfíð deilumál innan Kvenna-
listans í framtíðinni líka leyst með
því að lýsa því yfír að þingmenn
flokksins megi hafa þá skoðun á
þeim, sem þeim sýnist? Hvernig verð-
ur þingflokkurinn þá starfhæfur?
Getur Kvennalistinn farið í ríkis-
stjómarsamstarf ef þingmenn hans
hafa ævinlega óbundnar hendur?
Hvemig er þá hægt að tryggja stuðn-
ing þeirra við stjómarfmmvörp?
Kvennalistakonur hafa líka sagt að
kjósendur Kvennalistans kjósi stefnu
en ekki persónur og þannig hafa þær
réttlætt að setja tímamörk á þing-
setu kjörinna fulltrúa sinna og að
skipta um þingmenn á miðju kjör-
tímabili. Hvernig getur slíkt staðizt
ef hver þingkona má hafa sína
stefnu?
Skipulögð grasrótarsamtök?
í þessu sambandi hefur verið bent
á að þingkonur Kvennalistans hafí í
raun minna flokkslegt aðhald en
þingmenn annarra flokka. í Kvenna-
listanum em engar formlegar flokks-
stofnanir sem halda þingmönnum við
efnið. Skipulag og vinnubrögð
Kvennalistans verða til umræðu á
landsfundinum og búast má við að
EES-málið tengist þeirri umræðu.
Sumum þykir sem þingkonur flokks-
ins séu nú um of einráðar um stefnu-
mótun milli landsfunda. Fyrir fundin-
um liggur því tillaga um að efla
flokksskipulagið með því að setja á
stofn málefnanefndir, sem starfí
AF INNLENDUM
VETTVANGI
RAGNHILDUR SVERRISDÓTTIR
Hjúkrunarfræðingar fá kjara-
bót með skipulagsbreytingum
Hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa sagt upp störfum vegna
óánægju með launakjör. Óánægja þeirra hefur magnast eftir að
breytt skipulag sem tekið var upp innan Borgarspítala og Landa-
kotsspítala skilaði hjúkrunarfræðingum í fullu starfi mun hærri
launum en starfsfélagar þeirra á Landspítala hafa. Þá eru
þjúkrunarfræðingar á Landspítala afar ósáttir við launamun inn-
an sjúkrahússins.
Astæða þess að hjúkrunar-
fræðingar á Landspítala hafa
tilkynnt uppsagnir sínar er að
þeir telja laun sín lægri en á öðr-
um sjúkrastofnunum. Hjúkrunar-
fræðingar, sem rætt var við í
gær, bentu á að sjúkrahús á lands-
byggðinni hefðu löngum greitt
hjúkrunarfræðingum hærri laun
en sjúkrahús á höfuðborgarsvæð-
inu með staðaruppbótum og röðun
í hærri launaflokka. Sú ástæða,
sem oftast væri nefnd, væri að
erfitt væri að fá faglært fólk til
starfa á landsbyggðinni nema
launin freistuðu. Hins vegar hefði
einnig lengi verið skortur á hjúkr-
unarfræðingum til starfa á höfuð-
borgarsvæðinu án þess að sú eftir-
spurn skilaði sér í hærri launum.
Borgarspítali og
Landakot riðu á vaðið
Borgarspítali og Landa-
kotsspftali sömdu fyrir nokkru við
hjúkrunarfræðinga sína um breytt
skipulag starfsins. Eftir því sem
næst verður komist mun sú breyt-
ing vissulega vera einhver í raun,
þ.e. ýmis verkefni bættust við
formlegt verksvið hjúkrunarfræð-
inga, en greinilega var þessi
breyting fyrst og fremst til að
koma til móts við kröfur hjúkrun-
arfræðinga um bætt kjör. Sem
dæmi má nefna að hjúkrunar-
fræðingur í fullu starfi á Borgar-
spítala, sem áður hafði rúmar 70
þúsund krónur á mánuði í grunn-
Iaun, heitir nú deildarhjúkrunar-
fræðingur og hefur rúmar 80
þúsund krónur í laun. Þessi breyt-
ing er innan ramma kjarasamn-
ings enda hætt við að bein launa-
hækkun innan tvö þúsund manna
stéttar hefði mikið fordæmisgildi
fyrir aðrar stéttir. Raunar munu
forsvarsmenn Ríkisspítalanna t.d.
óttast að breyting sem þessi þýði
mikið launaskrið sem ekki verði
séð fyrir endann á. Þar á bæ
benda menn einnig á að Landakot
og Borgarspítali hafí skorið niður
á móti kostnaðinum með því að
loka deildum.
Aukafjárveitingin
kom ekki til greina
Viðmælendur Morgunblaðsins
voru ekki sammála um, hvort
breytingamar á Borgarspítala og
Landakoti næðu til allra hjúkr-
unarfræðinga í 100% starfí. Ekki
er þó hægt að skilja hjúkrunar-
fræðinga sem Morgunblaðið
ræddi við og frétt sem hjúkrunar-
stjóm Borgarspítalans sendi frá
sér í gær öðruvísi en að svo sé,
a.m.k. þar á bæ. Þar segir m.a.
að þetta breytta skipulag hafi leitt
til hagræðingar og sparnaðar.
Fleiri hjúkrunarfræðingar séu nú
í 100% starfí á sjúkrahúsinu og
það lækki kostnað við greiðslu á
annars óumflýjanlegri yfirvinnu
meira en þeim kostnaði nemi, sem
hljótist af hærri grunnlaunum
þessara hjúkmnarfræðinga. Einn-
ig er bent á að almennir hjúkrun-
arfræðingar í hlutastarfi á Borg-
arspítala búi við sömu kjör og
hjúkrunarfræðingar á Landspít-
ala.
Stjóm Ríkisspítala ræddi við
hjúkrunarfræðinga um kaup og
kjör í sumar. Þá voru lagðar fram
ákveðnar tillögur, í svipuðum dúr
og breytingarnar á Landakoti og
Borgarspítala. Fram kom hug-
mynd um að stjóm Ríkisspítala
færi fram á aukafjárveitingu til
að mæta auknum launakostnaði
vegna slíkrar breytingar. Kostn-
aðurinn er áætlaður um 100 millj-
ónir króna á ári. Þegar slíkur
möguleiki var nefndur við stjórn-
völd mun stjórn spítalanna hins
vegar hafa verið gerð grein fyrir
því strax að slík aukafjárveiting
kæmi ekkí til greina.
Óánægja vegna samanburðar
við aðrar fagstéttir
Hjúkrunarfræðingarnir á Land-
spítalanum, sem nú hafa sagt upp
störfum, hafa einnig tilgreint þá
ástæðu fyrir óánægju sinni, að
aðrar sambærilegar fagstéttir
innan sjúkrahússins hafi mun
hærri laun, t.d. sjúkraþjálfarar og
sálfræðingar, og muni þar allt að
30 þúsund krónum. Skýringin sé
sú, að þessir hópar hafi náð að
semja um mun betri kjör, í krafti
þess að stétt þeirra er miklu fá-
mennari en stétt hjúkmnarfræð-
inga. Þessi skýring dragi hins
vegar ekkert úr óánægju hjúkrun-
arfræðinganna.
í gær unnu hjúkrunarfræðing-
ar á Landspítala að því að safna
saman uppsögnum og í dag ætti
að skýrast hversu margir þeirra
segja upp störfum. Sjálfir eiga
hjúkrunarfræðingarnir á Land-
spítaia von á að 80% þeirra segi
upp störfum. í gær samþykktu
Ijósmæður á sjúkrahúsinu einnig
að segja upp störfum frá og með
1. nóvember.
H