Morgunblaðið - 30.10.1992, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992
23
Aukin bjartsýni í her-
búðum Bush forseta
Forsetinn þarf þó að vinna sigur í öllum
þeim ríkjum sem helst er tekist á um
Washington. Frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
VAXANDI bjartsýni gætir nú í herbúðum George Bush Banda-
ríkjaforseta og fullyrða talsmenn hans að hann eigi enn mögu-
leika á að sigra í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á þriðju-
dag. Forsetinn hefur bætt stöðu sína í mikilvægum ríkjum og
virðist nú sem baráttan á lokasprettinum muni einkum snúast
um atkvæði kjósenda í Michican og Ohio. Með tilliti til kjörmanna-
atkvæða, en næsti forseti Bandaríkjanna þarf að minnsta kosti
að tryggja sér 270 slík, er þó ljóst að Bush þarf að vinna sigur
í flestum ef ekki öllum þeim ríkjum sem enn er slegist um en
þau eru trúlega 16.
Skoðanakannanir sem birtar
voru í gær og á miðvikudag í
Bandaríkjunum gefa til kynna að
dregið hafi saman með frambjóð-
endum stóru flokkanna tveggja
þeim George Bush forseta og Bill
Clinton, ríkisstjóra frá Arkansas.
Samkvæmt tveimur könnunum
hefur Clinton nú tveggja og fimm
prósenta forskot á Bush forseta
og svo virðist sem fylgi við auðkýf-
inginn orðheppna, Ross Perot, fari
minnkandi.
í könnun sem Gallup-fyrirtækið
og CMV-sjónvarpsstöðin stóðu að
reyndist- Bill Clinton njóta stuðn-
ings 40 prósenta þeirra sem þátt
tóku en 38% kváðust ætla að
greiða Bush forseta atkvæði sitt
í kosningunum á þriðjudag. Var
þessi fylgisaukning forsetans
skýrð á þann veg að traustir stuðn-
ingsmenn Repúblikanaflokksins,
sem áður hefðu íhugað að snúa
baki við Bush forseta, væru nú
teknir að efast um réttmæti þessa.
Þá þótti og sýnt að fylgi Ross
Perots hefði náð hámarki og
kæmu þau sinnaskipti kjósenda
Bush til góða. Nokkrir fréttaský-
rendur létu í ljósi efasemdir um
könnun þessa en það er á hinn
bóginn mat manna að mjög hafi
dregið saman með þeim Bush og
Clinton. Athyglisvert er að kann-
anir gefa til kynna að George
Bush hafí nú yfirhöndina í tveimur
sérlega mikilvægum ríkjum, Texas
og Flórída. Þessi ríki verður forset-
inn að vinna ætli hann sér að búa
næstu fjögur árin í Hvíta húsinu.
Könnun ATBC-sjónvarpsstöðvar-
innar og dagblaðsins Wall Street
Journal þótti gefa trúverðugri
mynd af stöðu mála en samkvæmt
henni hefur Clinton fimm prósenta
forskot á forsetann. Sérfræðingar
í herbúðum þeirra Bush og Clint-
ons voru sammála um að þennan
fylgismun þyrfti forsetinn trúlega
að vinna upp fyrir kjördag. Stan
Greenberg, sem vinnur að gerð
skoðanakannana fyrir Bill Clinton,
kvaðst þó vera þeirrar hyggju að
ríkisstjórinn hefði sjö til tíu pró-
senta forskot á keppinaut sinn.
Greenberg sagði það ekki koma
mönnum á óvart í herbúðum Clint-
Reuter
George Bush forseti hélt mikinn útifund í Strongsville í Ohio í
gær og sagði þá, að fréttin um efnahagsbata í Bandaríkjunum
hefði gert tilkall Clinton til forsetastólsins að engu.
KJÖRMANNAKERFIÐ
í bandarísku forsetakosningunum velja kjósendur ekki frambjóðendur beint.
Þess í stað velja þeir kjörmenn sem kjósa svo forseta. Kjörmennirnir eru
538 talsins. í hverju ríki fær sigurvegarinn alla kjörmennina nema í Maine
og Nebraska, þar sem kjörmenn geta skipst
t.toss
N.H.
Tenn.
C. 11
Riki með
flesta
kjörmenn
Fræðilega naegir
til sigurs að vinna ...
í 11 ríkjum sem
hofa ctamfalc 0~7C\
Hawaii
hafa samtals 270
kjörmenn
KJÖRMANNAFJÖLDI í HVERJU RÍKI
Kjðrmennimir eru jafnmargir og þingmenn viðkomandi ríkis'
Rfló Kjörmenn Rlki Kjörmenn Ríki Kjðrmenn
Ala. Alabama 9 Ky. Kentucky 8 N.Dak. Norður Dakota 3
Alas. Alaska 3 La. Louisiana 9 Ohio Ohio 21
Ariz. Arizona 8 Me. Maine 4 Okla. Oklahoma 8
Ark. Arkansas 6 Md. Maryland 10 Oreg. Oregon 7
Kalif. Kalifomía 54 Mass. Massachusetts 12 Penn. Pennsylvanía 23
Colo. Colorado S Mich. Michigan 18 R.l. Rhode Island 4
Conn. Connecticut 8 Minn. Minnesota 10 S.C. Suður Karólína 8
Del. Delaware 3 Miss. Mississippi 7 S.Dak. Suður Dakota 3
D.C. Washington D.C. 3 Mo. Missouri 11 Tenn. Tennessee 11
Fla. Flórída 25 Mont. Montana 3 Tex. Texas 32
Ga. Georgía 13 Nebr. Nebraska 5 Utah Utah 5
Hawaii Hawaii 4 Nev. Nevada 4 Vt. Vermont 3
Idaho Idaho 4 N.H. New Hampshire 4 Va. Virginia 13
ILL. lllinois 22■ N.J. New Jersey 15 Wash. Washington 11
Ind. Indiana 12 N.Mex. Nýja Mexíkó 5 V.Va. Vestur Virginía 5
lowa lowa 7 N.Y. New York 33 Wlsc. Wisconsin 11
Kans. Kansas 6 N.C. Norður Karólína 14 Wyo. Wyoming 3
| ‘nema i Dislricl ol Columbit sem á enga þingmenn en þrjá kjörmenn. REUTER
ons að bilið .hefði minnkað. Slíkt
mætti heita regla síðustu dagana
fyrir kosningar hér vestra.
Bush forseti tók þessum nýju
skoðanakönnunum fagnandi og
kvað þær staðfesta þá viðhorfs-
breytingu sem hann hefði orðið
var við á ferðalögum sínum undan-
fama daga. Clinton og undirsátar
hans væru komnir í vamarstöðu.
„Þeir vita að við emm komnir á
mikinn skrið,“ sagði forsetinn.
Frambjóðendur héldu í gær
áfram að ata keppinauta sína auri.
Bush forseti ítrekaði eina ferðina
enn að Clinton ríkisstjóri væri
ekki traustsins verður, en Clinton
kvað það vera hneyksli að George
Bush tæki sér orðið „traust" í
munn. Ummæli dagsins átti hins
vegar auðkýfingurinn sérlundaði,
Ross Perot, en andstæðingar hans
höfðu látið þau orð falla að ásak-
anir hans um persónunjósnir und-
irsáta Bush væm bijálsemislegar.
„Við getum unnið. Ef ég er brjál-
aður, þá er mikið af bijáluðu fólki
í Bandaríkjunum." Aðdáendur og
stuðningsmenn Perots fögnuðu
þessum orðum hans ákaft.
Fyrsta tilbob í ríkisvíxla
verbur mibvikudaginn
4. nóvember
Næstkomandi miðvikudag fer fram fyrsta tilboð í
ríkisvíxla. Um er að ræða 1. fl. 1992 í eftirfarandi
verðgildum:
Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000
Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000
Ríkisvíxlarnir eru til 3 mánaða, með gjalddaga
5. febrúar 1993. Þessi flokkur verður skráður á
Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki íslands
viðskiptavaki ríkisvíxlanna.
Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomu-
lagi. Lágmarkstilboð samkvæmt tilteknu tilboðs-
verði er 5 millj. kr. og lágmarkstilboð í meðalverð
samþykktra tilboða er 1 millj. kr.
Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa-
miðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum
kostur á að gera tilboð í ríkisvíxlana samkvæmt
tilteknu tilboðsverði.
Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ríkisvíxla eru
hvattir til að hafa samband við framangreinda
aðila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og
veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim
heimilt að bjóða í vegið meðalverð samþykktra
tilboða (meðalávöxtun vegin með fjárhæð).
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
LÁNASÝSLA RÍKISINS RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40,
Öll tilboð í ríkisvíxlana þurfa að hafa borist
Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14, miðvikudaginn
4. nóvember. Tilbobsgögn og allar nánari
upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins /
Þjónustumibstöb ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6,
í síma 62 60 40.