Morgunblaðið - 30.10.1992, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992
Hátíðarhöld í tilefni af
80 ára starfsafmæli skáta
SKÁTAHREYFINGIN á íslandi
er 80 ára um þessar mundir og
af því tilefni verður efnt til fjöl-
skylduhátíðar í Laugarsdals-
höll næstkomandi sunnudag. Á
milli 5-6 þúsund manns eru
virkir skátar og áætlað er að
50-60 þúsund manns hafi starf-
að innan skátahreyfingarinnar
frá því hún festi rætur hér á
landi.
Afmælisárið fékk heitið „Ár
græna bakpokans", en „Græni
bakpokinn" er verkefnahefti fyrir
skáta þar sem lögð er áhersla á
að kynna landið og náttúru þess
og að betri umgengni við það.
Skátafélög um allt land hófu há-
tíðarhöld 22. febrúar sl. á fæð-
ingardegi Baden Powells, stofn-
anda skátahreyfmgarinnar.
Fyrstu straumar skátastarfs bár-
ust hingað til lands þremur árum
eftir upphaf félagsskaparins á
Englandi. Hinn eiginlegi afmælis-
dagur skátastarfs á íslandi er 2.
Morgunblaðið/Sverrir
Frá blaðamannafundi í Fjósinu þar sem starfsemi skátanna og afmælishátíðin var kynnt. Frá vinstri:
Ólafur Ásgeirsson, formaður Skátasambands íslands, Eiður Guðnason umhverfisráðherra og fyrrum
skáti, Danfríður Skarphéðinsdóttir formaður afmælisnefndar Bandalags íslenskra skáta, Hrönn
Pétursdóttir fundarstjóri, Gunnar Eyjólfsson skátahöfðingi, Anna Gunnhildur Sverrisdóttir varafor-
maður Evrópustjómar skáta, og Helgi Grimsson skáti.
nóvember en skátar munu að
þessu sinni halda daginn hátíðleg-
an sunnudaginn 1. nóvember, en
fyrsta skátafélagið, Skátafélag
Reykjavíkur, var stofnað í Fjós-
inu, einu af útihúsum Menntaskól-
ans í Reykjavík árið 1912. Skátar
af öllu suðvesturhorni landsins
munu fagna í Laugardalshöllinni
í Reykjavík og þá eru íbúar á
svæðinu velkomnir til að kynnast
skátum og starfi þeirra þann dag.
Hátíðin hefst kl. 14 með opnun
skátatívolís og sýningu úr sögu
skátastarfs á Islandi. Þá hafa eldri
skátar um land allt unnið ötullega
að því að safna myndum og mun-
um úr skátastarfi og verður örlít-
ið brot af því til sýnis á hátíð-
inni. Um kl. 18 hefst skátakvöld-
vaka þar sem m.a. verða rifjuð
upp atriði úr gömlum skáta-
skemmtunum. Hátíðinni lýkur kl.
2°,
í heiminum eru nú starfandi
meira en 26 milljónir skáta í 136
löndum. Starf skáta hefur það að
markmiði að gefa ungu fólki tæki-
færi til að taka þátt í uppbyggi-
legu starfi er miði að því að auka
persónulegan og félagslegan
þroska þeirra.
Núverandi skátahöfðingi ís-
lands er Gunnar Eyjólfsson.
Verndari skátastarfs á Islandi er
forseti íslands, Vigdís Finnboga-
dóttir.
Söngleikir frá gömlum skátaskemmtunum fluttir í Laugardalshöll
F.ins og aldrei hafi ver-
ið gert hlé á starfinu
- segja höfundarnir, Páll Ásmundsson og Pálmar Ólason
Skátaskemmtanirnar voru ávallt fjölsóttar, bæði af börnum og
fullorðnum. Emilía Jónasdóttir leikkona sést lengst til hægri á
myndinni, en hún aðstoðaði skátana við uppsetningar árum saman.
Frá uppsetningunni á „Raula ég við rokkinn minn“ árið 1957.
Höfundurinn, Pálmar Ólason, sýnir tilþrif þar sem hann krýpur
á sviðinu.
Morgunblaðið/Júlíus
Pálmar Ólason og Páll Ásmundsson á planinu við Skátaheimilið
þar sem braggarnir er hýstu gamla skátaheimilið stóðu.
Á fjölskylduhátíð sem haldin
verður í Laugardalshöllinni
næstkomandi sunnudag vegna
80 ára afmælis skátahreyfing-
arinnar á íslandi verður efnt til
varðelds þar sem meðal annars
verða flutt skemmtiatriði frá
Skátaskemmtunum sem haldnar
voru um aldarfjórðungs skeið í
gamla skátaheimilinu við Snor-
rabraut. Fluttar verða styttar
útgáfur af tveimur söngleikjum
sem skátar settu upp á árunum
1956 og 1957, en þeir heita
„Goðgá“ eftir Pál Ásmundsson
og „Raula ég við rokkinn miun“
eftir Pálmar Ólason, en þeir
félagar höfðu ásamt fleirum
umsjón með Skátaskemmtunun-
um þegar þeir voru ungir menn
á sjötta áratugnum. I samtali
við Morgunblaðið sögðu þeir að
í byijun hefðu þeir fallist á það
með semingi að taka þátt í
skemmtuninni á sunnudaginn,
en þegar þeir hefðu hitt krakk-
ana sem nú annast flutninginn
og séð áhuga þeirra og viðbrögð
hefðu allar efasemdir í huga
þeirra samstundis vikið fyrir til-
hlökkun.
„Það voru mjög blendnar tilfinn-
ingar þegar leitað var til okkar,
en við töldum hættu á að þetta
efni sem flutt var á Skátaskemmt-
ununum í gamla daga væri orðið
of gamaldags. Þarna er hins vegar
um minningu gömlu Skáta-
skemmtananna að ræða og okkur
fannst þessi atriði geta höfðað vel
til nútímans," sagði Pálmar.
Skátar fengu braggana sem
hýstu gamla skátaheimilið við
Snorrabraut til afnota árið 1945,
og eftir að hafa innréttað þá fyrir
starfsemi sína voru þeir teknir í
gagnið árið 1946. Fyrir utan al-
mennt skátastarf varð til aðstaða
til samkomuhalds með leiksviði,
og strax á fyrsta ári efndu skátam-
ir til kabarettsýninga sem þegar
öðluðust miklar vinsældir hjá íbú-
um Reykjavíkur. Þannig varð
Skátaskemmtunin árlegur við-
burður í bæjarlífmu auk þess sem
efnt var til varðelda og annarra
samkoma, og stóðu skátamir að
þessum skemmtunum sem stóðu
óslitið þar til skátaheimilið var rif-
ið á sjöunda áratugnum. Að sögn
Páls var undir það síðasta farið
að draga aðeins úr Skátaskemmt-
ununum vegna samkeppni við
ýmsar aðrar skemmtanir sem þá
höfðu rutt sér til rúms, en einnig
varð sú breyting á skátastarfinu
sjálfu í Reykjavík að farið var að
skipta því niður eftir hverfum og
byggð vom upp skátaheimili í
þeim. Þá hefði samkenndin sem
myndast hafði hjá þeim sem eldri
vom og byggt höfðu upp Skáta-
skemmtanimar jafnframt tekið að
dvína af þeim sökum.
„Skemmtanirnar vom opnar
fyrir allan almenning og skiptust
þær í sýningar fyrir fullorðna og
sýningar fyrir börn. Þær vom
kannski ekki alltaf alveg eins, en
þó að uppistöðu þær sömu. Á þess-
um tíma voru haldnar skemmtanir
á sumardaginn fyrsta um allan bæ
á vegum Barnavinafélagsins Sum-
argjafar og þá vom oft atriði frá
okkur tekin til flutnings. Þá fórum
við með þessar skemmtanir nokkuð
víða, til dæmis upp á Akranes,
Selfoss, á Suðurnesin og jafnvel
lengra,“ sagði Pálmar.
Að sögn þeirra félaga tóku oft-
ast á bilinu 20-30 manns þátt í
þeim sýningum sem fluttar vom á
Skátaskemmtununum, en jafnvel
fleiri lögðu hönd á plóginn við alls
kyns undirbúning. í byijun vora
skemmtanirnar í hálfgerðum sirk-
usstíl, en fljótlega varð revíuformið
ráðandi auk stuttra leikþátta, sem
annaðhvort voru eftir þekkta inn-
lenda eða erlenda höfunda eða
fmmsamdir. Skátarnir sáu sjálfir
um allan flutning og leiksviðsgerð,
en snemma kom Emilía Jónasdótt-
ir leikkona þeim til aðstoðar við
leikstjórn og annaðist hún það
starf í fjöldamörg ár. „Hún var
einstök, mikilhæf leikkona, strang-
ur stjórnandi, góður félagi og full
af eldmóði. Metnaður hennar fyrir
hönd okkar var mikill, og Skáta-
skemmtanirnar hefðu ekki fengið
þetta fágaða yfirbragð ef hennar
hefði ekki notið við,“ sagðt Pálmar.
Þátttakan í Skátaskemmtun-
unum hafði að sögn Páls tvímæla-
laust mikil og góð áhrif á þá sem
þátt tóku í sýningunum á hveijum
tíma.
„Nú var þetta gjarnan þannig
að hvert stykki mótaðist í hóp sem
hélt mikið saman, og til dæmis
þegar ég skrifaði Goðgá hafði ég
ákveðna menn í huga fyrir hvert
hlutverk, og sama átti raunar við
hvað Pálmar varðar þegar hann
samdi sitt stykki. Allur hópurinn
var eins og stór fjölskylda og þetta
var einungis partur af leiknum, en
þegar allir gefa sig í þetta af öllum
krafti eins og gert var þá kemur
þetta nokkuð vel út,“ sagði hann.
„Þetta hafði í raun og veru já-
kvæð uppeldisleg gildi og hjálpaði
okkur á vissan hátt til að takast
á við það sem við höfum verið að
fást við á lífsleiðinni. Þarna vorum
við að fást við bein stjórnunar-
störf, kornungir mennimir, og það
var einhvernveginn ekkert sem var
ómögulegt að hrinda í fram-
kvæmd, og það hefur síðan haldið
áfram á vissan hátt eftir að maður
var kominn út í lífið," segir Pálmar.
Þeir félagar vom sammála um
að miðað við þá krafta, sem nú
fengust í þessa tvo söngleiki sem
fluttir verða í Laugardalshöllinni,
væri mögulegt að halda uppi góðri
og fjölbreyttri Skátaskemmtun í
dag. Skátarnir koma sumir langt
að til að taka þátt í söngleikjunum,
og þeir eru úr mörgum skátafélög-
um. Jakob Þór Einarsson er leik-
stjóri, Ragna Ragnarsdóttir sér um
dansana og Magnea Tómasdóttir
sér sönginn.„Það er eins og það
hafi aldrei verið gert hlé á starf-
inu, og hver veit nema 80 ára af-
mælishátíðin lífgi við Skáta-
skemmtunina í því formi sem hún
var í gamla daga,“ sögðu þeir fé-
lagar og brostu kankvíslega.
--------♦ » ♦---
Sérstakur
póststimp-
ill í tilefni
afmælisins
í tilefni af 80 ára skátastarfi á
íslandi verður sérstakur póstst-
impill í notkun á póstútibúinu
Reykjavík-1, Pósthússtræti 5,
mánudaginn 2. nóvember.
Fyrsta skátafélagið á íslandi,
Skátafélag Reykjavíkur, var
stofnað 2. nóvember 1912, og
hefur þessa dags síðan verið
minnst sem afmælisdags íslensku
skátahreyfingarinnar.