Morgunblaðið - 30.10.1992, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992
39
Minning
Ólafur Ólafsson
Fæddur 29. júlí 1921
Dáinn 25. október 1992
Kveðja til afa
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Hann afi okkar er dáinn.
Hann varð bráðkvaddur á sunnu-
daginn þegar hann og amma voru
í heimsókn hjá dóttur sinni á Sauð-
árkróki. Þegar við vorum búin að
átta okkur á því sem gerst hafði
fóru minningarnar að fá á sig hinar
ýmsu myndir.
Afi hafði mikinn áhuga á stanga-
veiði og öll fórum við með honum
að veiða. Afi reyndi að miðla okkur
af sinni lífssýn, hvernig hann skynj-
aði náttúruna og hvernig hann sam-
einaði það öðrum áhugamálum sín-
um, það var eins og afi vildi að við
sæjum og fengjum að upplifa þessa
fegurð.
Margar nætur sváfum við hjá afa
og ömmu og nutum umhyggju
þeirra. Alltaf átti afi nammi í hand-
raðanum handa okkur og ef við lit-
um inn á matmálstíma var hann
ekki í rónni fýrr en við vorum sest
niður og farin að borða. Aldrei
heyrðum við afa tala ljótt orð um
aðra og er það gott veganesti fyrir
ungar sálir. Við minnumst afa okk-
ar með þakklæti og minningarnar
um hann munu lifa með okkur í
framtíðinni.
Elsku amma, megi Guð styrkja
þig í sorg þinni á þessari erfiðu
stund.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.
(Úr Spámanninum
eftir Kahlil Gibran.)
Barnabörn.
Ég kynntist Óla þegar systir mín
giftist syni hans. Þar sem Silla og
Guðjón og strákarnir voru á ísafirði
en ég, Óli og Dagga hér syðra var
það svo að alltaf þegar ísfirðingarn-
ir komu í bæinn var ég mætt í
Miðvanginn. Ég var alltaf jafnvel-
komin og alltaf fannst mér jafn-
indæjt að koma þangað og spjalla
við Óla og Döggu. Við Óli vorum
ákveðin í því að athuga veiðina í
einhverri ánni fyrir vestan eitthvert
sumarið. Því miður varð ekkert úr
því þetta sumarið og verður ekki.
I staðinn fer ég með sonarsyni hans
næsta sumar og kenni þeim að
nota stöngina sem Haukur litli fékk
í afmælisgjöf frá Óla afa í sumar
sem leið.
Elsku Dagga og aðrir aðstand-
endur, Guð blessi minningu Óla og
veri með ykkur.
Vala Dröfn.
Peti’a Kelly - Kveðja
París, vorið 1989, borgin
blómstrar, það er apríl og heitt er
í lofti. „5 eme Congres des Verts
Europeens“, ráðstefna græningja,
er haldin í Centre la Villette,
Friðrik
Þórhallsson
Vegna mistaka við vinnslu greina
um Friðrik Þórhallsson sem birtust
í blaðinu í gær vantaði mynd með
greinunum. Myndin birtist hér með
og eru hlutaðeigendur beðnir vel-
virðingar.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
tækni- og ráðstefnumiðstöð í norð-
urhluta Parísarborgar.
Ráðstefnan byijar 7. apríl og
umræðan snýst um Evrópu árið
1993. Laugardagurinn 8. apríl
heitir „Evrópa íbúanna" og fulltrúi
íslands heldur ræðu „Konur og
stjómmál“ fyrir þúsund manna
samkomu. Sara Parkin, græningi
frá Bretlandi, sem stjórnar degin-
um, heldur í hendur hennar. Allir
fara á ball um kvöldið.
Sunnudaginn 9. apríl talar
Petra Kelly. Hún vitnar í áratugs
sögu Græningja. Þá rís hún upp
með spjald, þar sem Evrópa er
merkt sem lönd Evrópubandalags-
ins og spyr: „Hugsum við, græn-
ingjar, þannig? Gleymum hinum?
Er Evrópa einnig fyrir okkur, bara
Evrópubandalag?" Þá segir hún
frá Austur-Evrópu og mörgum
umhverfisvandamálum, sem hún
hafði séð þar.
Margir græningjar komu í kjöl-
far ráðstefnunnar til íslands. Petra
Kelly kemur ekki meir.
Alena F. Anderlova.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma
MARGRÉT EIRÍKSDÓTTIR,
Blikalóni,
Melrakkasléttu,
er lést 20 þ.m., verður jarðsungin frá Raufarhafnarkirkju laugar-
daginn 31. október kl. 14.00.
Ingibjörg Þorsteinsdóttir,
Sigriður Þorsteinsdóttir,
Magnús Þorsteinsson,
Eiríkur Þorsteinsson,
Grétar Þorsteinsson,
Sigmar Þorsteinsson,
Jóhann Kristinsson,
Árni Guðnason,
Björk Ingólfsdóttir,
Þorbjörg Jónatansdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Bólstað,
Garðabœ,
sem lést 25. október, verður jarðsungin frá Garðakirkju þriðjudag-
inn 3. nóvember kl. 13.30.
Ólafur Vilhjálmsson,
Ólafur Helgi Ólafsson,
Guðmundur Tr. Ólafsson,
Vilhjálmur S. Ólafsson,
Marfa Ólafsdóttir,
Guðbjörg Ólafsdóttir,
Logi Olafsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Alda Hauksdóttir,
Soff ía Vala T ryggvadóttir,
Sveinn Jónsson,
Gunnar Á. Arnórsson,
Guðbjörg Ó. Andrésdóttir,
t
Föðursystir okkar,
ÞÓREY JÓNSDÓTTIR,
Moldnúpi,
verður jarðsungin frá Ásólfsskálakirkju laugardaginn 31. október
kl. 14.00.
Guðjón Einarsson, Sigrfður Einarsdóttir,
Eyþór Einarsson, Baldvin Einarsson,
Guðrún Einarsdóttir, Sigurjón Einarsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN LOVÍSA HANNESDÓTTIR,
Heiðmörk 9,
Hveragerði,
verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 31. október
klukkan 14.00.
Hannes Sigurgeirsson, Guðrún Magnúsdóttir,
Valgerður Magnúsdóttir, Guðmundur Kr. Jónsson,
Emma Magnúsdóttir, Hörður Diego Arnórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR,
Hásteinsvegi 62,
Vestmannaeyjum,
lést í Landspítalanum laugardaginn 24. október.
Jarðarförinferframfrá Landakirkju laugardaginn 31. október kl. 14.
Ágúst Karlsson,
Árný Heiðarsdóttir,
Jensína Guðjónsdóttir,
Ólafur Guðjónsson,
Hörður Guðjónsson,
Hrefna Guðjónsdóttir, Sigurður Sigurbergsson,
Bryndís Guðjónsdóttir, Böðvar Bergþórsson,
og börn.
t
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
útför dóttur minnar, móður, tengamóður og ömmu,
EYGLÓAR JÓNSDÓTTUR.
Guðrún Þórðardóttir,
Guðlaug Steinunn Ólafsdóttir, Valgarður Zophanfasson
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför
PÁLÍNU G. ÞORGILSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til allra, eru önnuðust hana og heimsóttu í veik-
indum hennar.
Hansfna Þóra Gfsladóttir,
Hansfna Ósk Lárusdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
INGIBJARGAR VÍDALÍN JÓNSDÓTTUR,
áður Velli, Hvolhreppi,
til heimilis á Hvammabraut 16,
Hafnarfirði.
Ingvar Sigurðsson,
Vilborg Sigrún Ingvarsdóttir, Hjörtur Vilhelmsson,
Sigurður Ingvarsson, Guðlaug Kristinsdóttir,
Hildur Ingvarsdóttir, Arngrímur Jónsson,
Hjálmar Ingvarsson, Hulda Jónsdóttir,
Sigfús Bergmann Ingvarsson, Ingigerður Kristjánsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega samúð og vinarþel við
andlát og útför
BJARNHÉÐINS ELÍASSONAR
skipstjóra og útgerðarmanns,
Skólavegi7,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sjúkra-
húsi Vestmannaeyja og á Landspítal-
anum.
Guð blessi ykkur.
Ingibjörg Á. Johnsen,
Árni Johnsen,
Áslaug Bjarnhéðinsdóttir,
Þröstur B. Johnsen,
Elfas Bjarnhéðinsson
og aðrir ættingjar.