Morgunblaðið - 30.10.1992, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992
ARNAÐ HEILLA
Upphafið og endirinn
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Tvídrangar: Eldur gakk með
mér („Twin Peaks: Fire Walk
With Me“), Sýnd í Háskólabíói.
Leikstjórn og handrit: David
Lynch. Kvikmyndataka: Ron
Garcia. Tónlist: Angelo Badala-
menti. Aðalhhitverk: Kyle
MacLachlan, Sheryl Lee, Ray
Wise, Chris Isaak, Moira Kelly,
Kiefer Sutherland, David
Lynch, Harry Dean Stanton,
David Bowie, Dana Ashbrook.
Fáir sjónvarpsþættir hafa vakið
jafnmikla athygli fyrir frumleika
og almenn skemmtilegheit í
Bandaríkjunum og víðar (t.d. á
Islandi) og Tvídrangar eftir einn
sérstæðasta leikstjóra þeirra
vestra, David Lynch. Þættimir,
sem voru nýmeti í stöðluðu banda-
rísku sjónvarpi, sögðu frá morð-
máli í bænum Tvídröngum og voru
uppfullir af sérkennilegum persón-
um og unaðslegum húmor áður en
Lynch missti takið á sögunni og
áhuginn á þáttunum fjaraði út þar
til framleiðslu þeirra var hætt.
Fólk las allt mögulegt úr einhveij-
um endalausum táknum og skop-
ast Lynch skemmtilega að því í
byrjun bíómyndarinnar Tvídranga,
sem hann gerir eftir þáttunum, og
er það eini húmorinn í henni allri.
Það er eins og Lynch nái heldur
aldrei taki á sögunni í bíómynd-
inni. Þess í stað reiðir hann sig á
drauma, skyggnigáfur og yfirskil-
vitlegt plan sem varla er neitt ný-
meti Iengur í höndum hans og
eykur enn á ruglinginn sem fyrir
er. í myndinni er spurningunni
svarað um það hver Lára Palmer
var en líkið af henni finnst í byijun
þáttanna og markar upphafið á
morðrannsókn í bænum, sem veltir
upp ýmsu soralegu undir sléttu
yfírborði smábæjarins. Bíómyndin
er forsaga þáttanna og lýsir at-
burðunum sem leiddu til þess að
Lára Palmer var myrt. En myndin
hefur í raun ekkert nýtt fram að
færa svo að þeir sem sáu sjón-
varpsþættina verða líklega fyrir
vonbrigðum og þeir sem ekki sáu
þættina geta alveg eins horft upp
til stjarnanna eins og að reyna að
botna í henni.
í dularfullum inngangi að sjálfri
sögunni um Láru Palmer eru FBI-
mennirnir Dale Cooper (Kyle
MacLachlan) og hans fólk — Lynch
fer sjálfur með hlutverk yfir-
mannsins — kynntir til sögunnar
til þess eins að hverfa úr henni
strax aftur en þó ekki fyrr en
David Bowie hefur birst þeim
svona eins og Elvis líklega. Þegar
við kynnumst Láru er hún af ein-
hverjum orsökum á kafí í Sódómu
Tvídranga. Hún er dópisti sem
stundar kynsvall með mestu
óbermum bæjarins og faðir hennar
er haldinn hinum illa anda Bobs
(óðs manns æði að ætla að skýra
það út fyrir ókunnugum í stuttu
máli) heldur framhjá með ungri
stúlku sem hann myrðir og leggur
síðan dóttur sína í einelti. Aukaper-
sónum er hent inní söguna að vild,
sumar úr þáttunum, en hafa í raun
sáralítið erindi í myndina.
Tónlist Badalamentis er sérstak-
lega góð, gráglettin sem fyrr, og
einstök atriði eru áhrifamikil og
vel útfærð af Lynch en það sem
sárlega vantar, fyrir utan vits-
munalegt handrit, er léttgeggjaður
húmor þáttanna, kyndugar per-
sónugerðir og alvöruleysi. Myndin
er bæði upphafið og líklega sem
betur fer endirinn á Tvídröngum.
Ljósmyndarinn — Jóhannes Long.
HJÓNABAND. Dagný R. Péturs-
dóttir og Guðmundur F. Jóhannsson
voru gefín saman í Kópavogskirkju
3. október sl. Prestur var sr. Ægir
Fr. Sigurgeirsson. Heimili þeirra er
í Efstahjalla 23, Kópavogi.
Ljósm. Sigr. Bachmann.
HJÓNABAND. Eydís Aðalbjöms-
dóttir og Þorkell Logi Steinsson
voru gefín saman í Dómkirkjunni
19. september sl. Prestur var sr.
Hjalti Guðmundson. Heimili þeirra
er á Eggertsgötu 9.
Ljósm. Sigr. Bachmann.
HJÓNABAND. Jóhanna Erlings-
dóttir og Jón Guðmar Jónsson voru
gefin saman í Seltjamarneskirkju
29. ágúst sl. Prestur var sr. Solveig
Lára Guðmundsdóttir. Heimili
þeirra er á Bámgötu 11.
Ljósmyndarinn — Jóhannes Long.
HJÓNABAND. Guðný Rúnarsdótt-
ir og Bjarni Ólafsson voru gefín
saman í Selfosskirkju 1. október sl.
Prestur var sr. Sigurður Sigurðs-
son. Heimili þeirra er á Háengi 4,
Selfossi.
______________Brids_________________________
Umsjón ArnórG. Ragnarsson
Bridsfélag Akureyrar
Á þriðjudaginn hófst Akureyramót-
ið í tvímenningi. 28 pör mættu til leiks
og eru spiluð 5 spil milli para. Staðan
eftir 5 umferðir af .27:
JakobKristinsson-PéturGuðjónsson 64
Gylfi Pálsson—Helgi Steinsson 63
OrmarSnæbjömsson-JónasRóbertsson 59
Sigurbjöm Þorgeirsson - Skúli Skúlason 38
Grettir Frimannsson - Frimann Frimannsson 36
Dynheimabrids
Kolbrún Guðveigsd. - Sveinbjöm Sigurðss. 128
MagnúsMagnússon-JakobKristinsson 128
Soffía Guðmundsdóttir - Ármann Helgason 111
Spilað verður í Dynheimum á
sunnudagskvöldum í allan vetur og
er byijað kl. 19.30. Góð verðlaun,
bronsstig. Allir velkomnir.
Kvennabrids
Jónína Pálsdóttir - Una Sveinsdóttir 101
Ragnhildur Gunnarsdóttir - Gissur Jónasson 93
Marggét Kristinsdóttir—Sunna Borg 85
Soffía Guðmundsdóttir - Júlíana Lárusdóttir 85
Mæting í kvennabrids er ekki sem
skyldi. Konur eru hvattar til að not-
færa sér þetta tækifæri að eiga
skemmtilega kvöldstund í afslöppuðu
umhverfí. Næst verður spilað í Dyn-
heimum mánudagskvöldið 9. nóvem-
ber.
Bikarkeppni Norðurlands
Umsjónarmaður hefur frétt af 2
leikjum í bikarkeppninni. Gunnar Berg
renndi á Blönduós og spilaði við Bjöm
Friðriksson. Bjöm hafði betur í jöfnum
leik. Sigurbjörn Þorgeirsson og Stefán
Vilhjálmsson mættust svo síðasta
sunnudag. Sveit Sigurbjörns sigraði
mjög sannfærandi. Nokkrir leikir
verða spilaðir um helgina.
Næstkomandi laugardag verður
spiluð bæjarkeppni milli Akureyringa
og Siglfírðinga í Verkmenntaskólan-
um. Verður spilað á 6 borðum og gert
ráð fyrir spennandi keppni.
Bridsfélag Tálknafjarðar
Mánudagskvöldið 26. október var
spilaður eins kvölds tvímenningur hjá
félaginu og urðu úrslitin þessi:
Kristín Magnúsdóttir - Guðlaug Friðriksdóttir 125
Ágúst Pétursson og Ingveldur Magnúsdóttir 124
BrynjarOlgeirsson-ÞórðurReimarsson 122
Landstvímenningurinn - Philip
Morris Evróputvímenningurinn
Föstudagskvöldið 20. nóvember
nk. verður spilaður lands- og Evróp-
utvímenningur samtímis um alla
Evrópu. Sama fyrirkomulag verður
haft og á síðasta ári, félögin úti á
landi tilkynna þátttöku til Brids-
sambandsins og síðan tilkynna spil-
ararnir sig til félaganna. Bridssam-
bandið dreifir til félaganna gögnum
og fyrirframgefnum spilum. Nú
þegar hafa 14 félög tilkynnt þátt-
töku en alls voru 25 félög með á
síðasta ári. Frestur bridsfélaganna
til að tilkynna þátttöku er til föstu-
dagsins 13. nóvember nk. Úrslitin
eru reiknuð út á landsvísu hjá Brids-
sambandinu en þangað eru þau
send frá félögunum með símbréf-
um. Síðan eru líka send gögn frá
hveiju félagi beint til Evrópusam-
bandsins í París þar sem skor þátt-
takendanna reiknast inn í heildar-
fjöldann sem spilar um alla Evrópu.
A síðasta ári áttu íslendingar metið
í Evrópu í fjölgun spilara og þá
tóku þátt alls 316 pör á 23 stöðum
víðs vegar um landið. í Reykjavík
verður spilað í Sigtúni 9, en þar
geta 60 pör spilað. Skráning er í
síma 91-689360 og gildir skráning-
arröð ef húsfyllir verður.
AUGLYSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00
1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 01.11.92-01.05.93 12.11.92-12.05.93. kr. 56.907,33 kr. 63.874,84
*)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, október 1992.
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Blaðió sem þú vaknar við!
Andrés Bjamason—Egill Sigurðsson 134
Ámi Helgason — Erla Hafliðadóttir 125
Þessi ungmenni héldu nýverið hlutaveltu í Norðurbænum í Hafnar-
firði og gáfu ágóðann, 1.640 krónur, í Hjálparsjóð Rauða kross ís-
lands. Þau heita (f.v.) Sævaldur Arnar Gunnarsson, Þóra Kristín Gunn-
arsdóttir, Gísli Gunnar Gunnlaugsson, Nikulás Ágústsson og Guðríður
Gunnlaugsdóttir og eiga heima við Hjallabraut í Hafnarfirði.