Morgunblaðið - 30.10.1992, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992
51
l
I
I
>
>
>
KÖRFUKNATTLEIKUR
KNATTSPYRNA
ÚRSLIT
Haukar- UMFG 78:77
Dan Krebs þjálfari Grindvíkinga
lék vel gegn Haukum með Grindvík-
ingum og skoraði 32 stig. Það dugði
hinsvegar ekki.
Naumt hjá
Haukum
ÞAÐ munaði ekki nema því
sem munaði að Haukar glopr-
uðu unnum leik út úr höndun-
um, þegar þeir mættu Grind-
víkingum á heimavelli sínum í
Hafnarfirði í gærkvöldi, í úr-
valsdeildinni í körf uknattleik.
Þeir höfðu tiu stiga forskot
þegar rúmlega þrjár mínútur
voru eftir, en unnu leikinn að-
eins með einu stigi, 78:77.
Leikurinn var baráttuleikur og
bar öll merki þess. Haukar
náðu frumkvæðinu um miðjan fyrri
hálfleik og náðu á
Stefán tímabili eilefu stiga
Eiríksson forskoti. Grindvík-
skrifar ingar voru sex stig-
um undir er tvær
mínútur voru til leikhlés, en gerðu
sér lítið fyrir og jöfnuðu. Staðan í
leikhléi var 35:35.
Síðari hálfleikur var svipaður
þeim fyrri, Haukar höfðu yfírhönd-
ina lengi vel, en á lokamínútunum
sýndu Grindvíkingar klæmar. Þeir
náðu að minnka muninn í eitt stig
er 10 sekúndur voru eftir, en Hauk-
ar héldu knettinum það sem eftir
var, og tryggðu sér sigurinn.
Grindvíkingar voru daufír, ef
undanskyldar em lokamínútumar í
fyrri og seinni hálfleik. Bakverðim-
ir náðu sér engan veginn á strik,
Haukar höfðu góðar gætur á fyrr-
um félaga sínum Pálmari Sigurðs-
syni, sem fékk fyrir vikið lítið að
spreyta sig. Dan Krebs átti stórleik
í sókninni, gerði 32 stig.
John Rhodes átti frábæran leik
fyrir Hauka, gerði 21 stig og tók
19 fráköst í vöm og sókn. Jón Am-
ar Ingvarsson átti köflóttan leik,
en gerði þó átján stig, og Jón Öm
Guðmundsson var sprækur. „Það
var klaufaskapur að tapa þessu nið-
ur, en við ætluðum okkur sigur í
þessum leik eftir tap í síðasta leik.
Fyrir okkur var það annað hvort
sigur eða dauði," sagði Jón Öm
eftir leikinn.
Nökkvl og Eiöur Smári.
Fenguboð
frá Bremen
Eiður Smári Guðjohnsen og
Nökkvi Gunnarsson, dren-
gjalandsliðsmenn í knattspymu
fengu í vikunni boð um að koma
og æfa með þýska félaginu
Werder Bremen í vikutíma. Eið-
ur ætlar ekki að taka boðinu
vegna anna í skóla en Nökkvi
er áhugasamur og bíður eftir
að heyra meira frá þýska félag-
inu.
Margir útsendarar eriendra
féiaga fylgdust með leik Dana
og Islands í Evrópukeppninni.
Meðal þeirra var unglingaþjálf-
ari Bremen, hann hreifst af þeim
féiögum og setti sig í samband
við þá í gegn um Magnús Björg-
vinsson, en sonur hans Björgvin,
leikur með liðinu.
fþróttahúsið við Strandgötu, úrvalsdeildin,
fimmtudagur 29. október 1992.
Gangur leiksins: 0:2, 11:11, 20:15, 27:20,
33:22, 35:29, 35:35, 35:37, 39:39, 48:41,
52:45, 60:59, 68:59, 76:65, 76:74, 78:77.
Stig Hauka: John Rhodes 21, Jón Amar
Ingvarsson 18, Jón Öm Guðmundsson 15,
Pétur Ingvarsson 14, Tryggvi Jónsson 8,
Sigfús Gizurarson 2.
Stig UMFG: Dan Krebs 32, Guðmundur
Bragason 19, Sveinbjöm Sigurðsson 10,
Bergur Hinriksson 6, Pálmar Sigurðsson
6, Pétur Guðmundsson 2, Helgi Guðfinnsson
1, Hjálmar Hallgrímsson 1.
Dómarar: Kristinn Albertsson og Helgi
Bragason, ágætir.
Áhorfendur: 130 greiddu aðgangseyri.
1. DEILD KVENNA
ÍBK-fS...........................63:44
íþróttahúsið í Keflavík, þriðjudaginn 27.
október 1992.
Gangur leiksins: 15:0, 15:2, 28:8,32:14,
38:21 49:39, 61:39, 63:44.
Stig IBK: Hanna Kjartansdóttir 13, Kristín
Blöndal 12, Elínborg Herbertsdóttir 8, Olga
Færseth 8, Guðlaug Sveinsdóttir 7, Sigrún
Skarphéðinsdóttir 7, Anna María Sveins-
dóttir 6, Lóa Gestsdóttir 2.
Stig ÍS: Ásta Óskarsdóttir 10, Unnur Hall-
grimsdóttir 7, Hafdís Helgadóttir 7, Díana
Gunnarsdóttir 6, Marta Guðmundsdóttir 6,
Vigdís Þórisdóttir 4, Vanda Sigurgeirsdótt-
ir 4.
Dómarar: Karl Friðriksson og Björgvin
Einarsson.
Áhorfendur: Um 100.
Keflavíkurstúlkumar gerðu nánast út um
þennan leik þegar í upphafi með mikilli leift-
ursókn. Þær skomðu fyrstu 15 stigin og
eftir það var ljóst að róðurinn yrði erfiður
hjá Stúdínum. Þær náðu þó aðeins að klóra
í bakkann í síðari hálfleik þegar þær náðu
að minka muninn í 10 stig, 49:39, en stúlk-
umar i ÍBK áttu síðasta orðið og þegar
flautað var til leiksloka var munurinn orð-
inn 19 stig. BB, Keflavík.
Knattspyrna
Samanlögð úrslit í ítölsku bikarkeppninni
skoluðust til f blaðinu í gær - þau era hér
rétt innan sviga:
Cagliari — AC Milan......0:0 (0:3)
Inter —Foggia............2:0 (2:0)
Fiorentina — Roma........1:1 (3:5)
Verona — Napólí..........0:5 (1:7)
Tórínó —Bari.............1:0 (2:1)
Lazio —Cesena............3:1 (4:2)
Genoa —Juventus..........3:4 (3:5)
Frakkland
St. Etienne - Nantes...........1:0
Handknattleikur
2. DEILD KARLA:
KR - Fjölnir.................30:27
Grótta-ÍH....?...............20:20
UMFA-UBK.....................28:18
í kvöld
Körf uknattleikur
Úrvalsdeild:
Njarðvík: UMFN - Snæfell „kl. 20.00
Digranes: UBK - KR ..ki. 20.00
1. deild karla:
Akureyri: UMF Ak. - Reynirkl. 20.30
l...deild..kuenna:
Kennaraháskóli: ÍS - UMFTkl. 20.00
NjanMk:. .UMJÍN.UMF.G- _kl. 21.30
Blak
1. deild karla:
KA-húsið: KA - Stjarnan.. ..kl. 20.00
Neskaupst.: Þróttur - ÍS... ..kl. 20.00
1. deild kvenna:
Neskaupst.: Þróttur-ÍS... ,.kl. 21.15
HANDKNATTLEIKUR / ÞÝSKALAND
Héðinn Gllsson í landsleik.
HANDKNATTLEIKUR
Stelpumar níu tíma í rútu
Islenska kvennalandsliðið hélt utan í gærniorgun, til þátttöku í fjögurra
þjóða móti sem hefst í kvöld í Sviss. ísland mætir Litháen í seinni
leik kvöldsins en á undan mætast Sviss og Tékkóslóvakía.
Flogið var til Lúxemborgar í gærmorgun og þaðan ekið með rútu til
bæjarins Buchs í Sviss, sem er nálægt landamærum Liechtenstein. Öku-
ferðin tók níu klukkustundir.
ísiand mætir Tékkóslóvakíu á morgun, laugardag, og síðan Sviss í síð-
astas leik mótsins á sunnudag.
Héðinn ofar-
legaáblaði
- yfir bestu hægrihandarskyttur Þýskalands
HÉÐINN Gilsson, landsliðs-
maður í handknattleik, sem
leikur með Dusseldorf, er i
tíunda sæti yfir bestu hægri-
handarskytturnar í þýska
handknattleiknum - hann er
skráður í landsliðsgæðaflokk
af þrjátíu sérfræðingum, sem
skrifa um handknattleik í
Þýskalandi.
Sigurður Bjamason, Grosswall-
stadt, er fyrstur á blaði yfir
þá leikmenn sem taldir eru í aug-
sýn - að komast inn á listann.
Fjórir leikmenn eru taldir vera í
heimsgæðaflokki og er Jochen Fra-
atz, Essen, þar efstur á blaði.
Aðrir leikmenn í efsta gæðaflokki
eru Laszlo Marosi, Lemgo, Tomasz
Lebiedzinski, Dessauer og Stephan
Schoenen, Massenheim.
Þeir leikmenn sem eru í landsl-
iðsgæðaflokki era:
5. Rune Erland, Gummersbach
6. Wolfgang Winter, Schutter-
wald
7. Frank-Michael Wahl, Hameln
8. Wolfgang Schwenke, Kiel
9. Jiirgen Hartz, Niederwiir-
zbach
10. Héðinn Gilsson, Diisseldorf
11. Bernherd Woithe, Cottbus
„Ánægður með stöðu Héðins“
Horst Bredemeier, fyrrum
landsliðsþjálfari Þýskalands, sagði
að það væri engin spuming um
að Fraarz ætti að vera efstur á
blaði, en hann sagði að Wahl hefði
orðið ofar hefði hann ekki meiðst
á miðju síðasta keppnistímabili.
„Ég er mjög ánægður með hvað
Héðinn Gilsson er ofarlega á
blaði," sagði Bredemeier, en hann
var þjálfari Héðins þegar hann hóf
að leika með Diisseldorf.