Morgunblaðið - 30.10.1992, Síða 52
MORG UNBLADl
SÍMI 691100, 31
JAL8TRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK
)F 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1992
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Heilbrigðisráðherra vill bylta lyfsölu
Þarf að spara
300 milljónir
SIGHVATUR Björgvinsson heilbrigðisráðherra hyggst grípa til frekari
aðgerða til að lækka lyfjakostnað Tryggingastofnunar. Hann gerir ráð
fyrir að leggja frumvarpsdrög þar að lútandi fyrir ríkisstjórnina í dag
og segist ætla að gerbreyta dreifingu lyfja, heildsölu og smásölu. Sig-
hvatur segir einna mikilvægast að skilja eigi í sundur skráningu lyfja
og greiðslu, nefnd muni ákveða hvaða lyf ríkið taki þátt í að borga.
Á flárlögum næsta árs er gert ráð
fyrir 2,2 milljörðum króna vegna
kostnaðar Tryggingastofnunar af
lyfjakaupum landsmanna og segir
Sighvatur að við bætist 15% vegna
nýrra lyfja og upphæðin verði 2,53
milljarðar. Á þessu ári greiðir Trygg-
»- Jngastofnun 300-400 milljónum
Háskólinn
Takmarkan-
ir á innrit-
un í skoðun
HÁSKÓLARÁÐ hefur til athugun-
ar að fara fram á breytingar á
v^^lögum um Háskóla íslands þannig
að mögulegt verði að takmarka
aðgang að skólanum. Samkvæmt
núgildandi lögum eiga allir sem
Iokið hafa stúdentsprófi eða jafn-
gildi þess rétt á að verða skráðir
háskólaborgarar.
Tillaga þessa efnis hefur verið
send einstökum deildum skólans svo
og samtökum stúdenta til umsagnar.
Reiknað er með að niðurstaða geti
fengist í málið í næsta mánuði.
Að sögn Sveinbjörns Bjömssonar,
rektors Háskóla íslands, eru skiptar
skoðanir um þessa tillögu innan skól-
ans. Annars vegar er það sjónarmið
að nauðsynlegt sé fyrir skólann að
hafa slíka heimild til að stjóma fjár-
málum sínum. Til dæmis ef fyrirsjá-
"*"^anlegt sé að gæðum námsins geti
hrakað vemlega vegna ónógra fjár-
veitinga miðað við fjölda stúdenta,
en annar möguieiki í þeim efnum sé
að leggja niður námsbrautir. Hins
vegar eru þeir sem telji að ekki eigi
að breyta inntökuskilyrðum og óttist
þeir að það geti leitt til misnotkun-
ar. Mönnum eigi að vera frjálst að
hefja nám og námskröfur sjái til
þess að vinsa þá úr sem erindi eigi
í skólann.
meira fyrir lyf en ætlað var, þrátt
fyrir aðgerðir til að draga úr kostn-
aði. Þessi tala færist yfir á næsta
ár og býst heilbrigðisráðherra því við
að stofnunin greiði þá að óbreyttu
hátt í 2,8 milljarða fyrir lyf. Hann
segir að þannig bíði sá starfi sérfræð-
inganefndar Tryggingastofnunar,
fáist fmmvarpið samþykkt, að
ákveða hvaða lyf verði á greiðslulista
og hver falli út. Við blasi að ná þurfi
ríflega 300 milljóna spamaði.
Kristján Guðjónsson deildarstjóri
hjá Tryggingastofnun segir að þær
300-400 milljónir sem bætast við
áætlaða 2,2 milljarða í kostnað á
árinu stafí einkum af eftirfarandi;
nýjum og dýmm lyfjum á markaðin-
um, þjóðinni fjölgi og hlutfall aldr-
aðra aukist, sjúkrahús útskrifí sjúkl-
inga fyrr en áður og meira sé því
keypt af lyfjum í apótekum. Hann
segir að kostnaður stofnunarinnar
væri 800 milljónum meiri ef ekki
hefði verið gripið til spamaðarað-
gerða.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Lögreglan snarar mannýgt naut á Akureyri
Mannýgt naut slapp þegar verið var að flytja það
til slátmnar í Kjötvinnslu B. Jensen á Lóni við Akur-
eyri síðdegis í gær og stefndi það inn í bæinn. Lög-
reglan var kölluð til aðstoðar enda hætta talin stafa
af tarfinum. Eini víkingasveitarmaður lögreglunnar
á Akureyri var á vakt þegar atburðurinn átti sér
stað og greip hann með sér vopn sitt, skammbyssu,
ef skjóta þyrfti nautið. Gunnar Randversson, varð-
stjóri lögreglunnar á Akureyri, sagði að hætta hefði
verið talin stafa af nautinu fyrir gangandi vegfarend-
ur og í fyrstu hafí verið hugmyndin að skjóta það
af færi en myrkur og nauðsynlegur vopnabúnaður
komið í veg fyrir það. Lögreglumenn höfðu aðeins
með sér skammbyssu víkingasveitarmannsins og
fjárbyssu og varð því horfíð frá því að farga bola
þama í útjaðri byggðarinnar við Akureyri. Misstu
menn sjónar af tarfínum en hann fannst aftur eftir
ábendingu frá vegfarendum austan við Hörgár-
braut. Er hann varð mannaferða var tók hann á rás
inn í Krossaneshaga þar sem upphófst mikill eltinga-
leikur og ríkti andi kúreka vestursins er víkingasveit-
armanninum tókst að snara nautið. Nautið var flutt
að Lóni aftur og verður því sennilega ekki slátrað
fyrr en það hefur verið róað niður eftir flóttann.
Sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna
Afleiðing gjaldþrotastefnu
skyndileg byggðaröskun
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði í ræðu á aðalfundi
Landssambands íslenskra útvegsmanna á Akureyri í gær að ef fimmt-
ungur sjávarútvegsframleiðslunnar yrði fluttur frá minnstu sjávarút-
vegsplássunum myndi slík gjaldþrotastefna jafngilda því að sjávarútveg-
ur legðist niður í sem svarar 37 bæjum og þorpum sem hann nafn-
greindi. Hann sagðist ekki sjá að þetta yrði stutt með hagfræðilegum
eða félagslegum rökum, og niðurstaða hans væri sú að setja yrði það
sem markmið að sjávarútvegurinn væri að meðaltali rekinn án halla.
í ræðu sinni vék Þorsteinn Pálsson I mætti afkomu fyrirtækja í sjávarút-
að því að nefnt hefði verið að bæta | vegi um fjögur til fimm prósent með
því að fækka fyrirtækjum í greininni
um 20-25%, þannig að fyrirtæki
með fímmtung eða fjórðung umsvifa
í sjávarútvegi hætti rekstri og afli
þeirra og framleiðsla færðist til ann-
arra fyrirtækja. Hann sagði að ef
fimmtungur sjávarútvegsframleiðsl-
unnar yrði fluttur frá minnstu sjávar-
útvegsplássunum myndu botnfisk-
veiðar og vinnsla í 37 bæjum og
Dýr bílakaupalán hjá eignaleigufyrirtækjum
Dæmi um 13% lántökukostnað
DÆMI eru um að kostnaður við lántöku vegna kaupa á nýjum
bílum hjá bOaumboðunum fyrr á þessu ári hafi verið allt að 13%,
samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Kjör lántakenda hafa
þó batnað að undanförnu vegna aukinnar samkeppni á þessum
markaði. Það eru einkum eignarleigufyrirtækin Glitnir og Féfang
ásamt Sjóvá-Almennum tryggingum sem bjóða fjármögnun á nýj-
um bílum gegnum bílaumboðin. Auk lántökugjalds sem þessi fyrir-
tæki taka til sín er í sumum tilvikum bætt við sérstöku álagi á
verð bílsins sem ýmist rennur til þeirra eða bílaumboðanna sjálfra
þannig að kaupendur njóta ekki staðgreiðsluafsláttar.
Hjá Glitni eru veitt svonefnd
staðgreiðslulán og var t.d. lán-
tökukostnaður á láni til 3 ára til
skamms tíma 6% en hefur nú
lækkað í 4,5%. Kristján Óskars-
son, framkvæmdastjóri Glitnis,
segir fyrirtækið hafa haft frum-
kvæði að því að lækka lánskjörin
á þessum markaði og liggi fyrir
®|ítreikningar sem sýni að kjör
- Glitnis séu hagstæðari en annarra
aðila með bílalán. Dæmi séu um
að aðrir aðilar hafi verið með allt
að 7—13% lántökukostnað af bíla-
lánum. Hann segir að Glitnir leggi
áherslu á að kaupendur njóti stað-
greiðsluafsláttarins. Hins vegar
séu kjörin ýmist þannig að lán-
tökugjald er lágt og vextir hærri
eða öfugt. Það skipti kaupendur
máli hver heildarkostnaður við lán-
ið sé á lánstímanum og taka beri
tillit til lántökukostnaðar og vaxta.
„Við fylgjum vöxtum bankanna
en það þýðir hins vegar aðeins
hærri lántökukostnað. Lántöku-
kostnaður er 2% hjá bönkunum
þannig að 6% kostnaður var í
hærra lagi.“
Hjá Féfangi eru veitt lán með
2% lántökugjaldi en síðan er bætt
við sérstöku álagi á staðgreiðslu-
verð sem er á bilinu 1,6—4,2%.
„Það eru fímm ár síðan Féfang
reið á vaðið með að bjóða einstakl-
ingum lán til bifreiðakaupa,“ sagði
Kjartan Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Féfangs. „Þessum
lánum hefur verið mjög vel tekið
og hafa þau öðlast æ stærri sess
á markaðnum. Þetta hefur gefið
fólki kost á að kaupa bíl og greiða
hann á allt að þremur árum. Vext-
ir og lántökukostnaður eru einnig
lægri en gerist erlendis en þar er
algengt að þessi kostnaður sé 5-7%
hærri en af sambærileg bankalán-
um.“
Sjóvá-Almennar hafa veitt lán
með 2% lántökugjaldi og dæmi eru
um að til viðbótar komi sérstakt
4% álag bílaumboðsins á verð bíls-
ins. Þegar um er að ræða lán að
fjárhæð 300 þúsund krónur vegna
bíls sem kostar 1 milljón verður
höfuðstóll skuldabréfs í upphafi
um 355 þúsund krónur. Að sögn
Ólafs Jóns Ingólfssonar, deildar-
stjóra hjá Sjóvá-Almennum, er
tekið mið af vaxtatöflu og gjald-
skrá íslandsbanka við ákvarðanir
um kjör bílalána. Hann sagði hins
vegar að mismunur á afborgunar-
verði og staðgreiðsluverði væri
alfarið ákvörðun bílaumboðanna.
þorpum leggjast niður. „Ég ætla
ekki að halda því fram að gjaldþrota-
stefna af þessu tagi myndi leggja
niður sjávarútveg einmitt á þessum
stöðum. Gjaldþrotin myndu sjálfsagt
koma víðast hvar niður, bæði í stór-
um plássum og smáum. En þetta
sýnir umfang málsins og þá skyndi-
legu byggðaröskun sem af myndi
hljótast,“ sagði hann.
Sjávarútvegsráðherra sagði að sitt
álit í þessu efni væri alveg skýrt, og
hann sæi ekki að það yrði stutt með
hagfræðilegum eða félagslegum rök-
um að leggja sem svaraði þessum
37 sjávarútvegsstöðum á landinu nið-
ur eða önnur fyrirtæki sem jafngilda
framleiðslugetu þeirra.
„Niðurstaða mín er þvi sú að við
hljótum að setja okkur það sem
markmið að sjávarútvegurinn sé að
meðaltali rekinn án halla. Þrátt fyrir
það myndu mörg fyrirtæki í sjávarút-
vegi fara á höfuðið eða neyðast til
þess að sameinast öðrum,“ sagði
hann.
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, sagði m.a. í ræðu sinni á aðal-
fundinum að þrátt fyrir áherslu
stjómvalda á nauðsyn þess að renna
þyrfti fleiri stoðum undir atvinnulífíð
hefði allt sem gert hefði verið í þeim
efnum mistekist.
„Þeirra skylda er að skapa skilyrði
fyrir atvinnustarfsemina, en ekki
segja fyrir um hvað skuli gert. Því
höfnum við forsjá þeirra um hver
þróunin á að vera í sjávarútvegi í
framtíðinni,“ sagði Kristján.
Sjá fréttir á miðopnu.