Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 4
MQRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUE, 9,, OKTÓffSg, 1992,,
Mál o g menning fær út-
gáfurétt Menningarsjóðs
MENNTAMÁLARÁÐ gekk að tilboði Máls og menningar í Orða,bók
Menningarsjóðs, útgáfurétt hennar og 17 annarra tilgreindra titla á
fundi sínum á fimmtudag. Bessí Jóhannsdóttir, formaður ráðsins, seg-
ir að eftir að tilboð í titla og útgáfurétt hafi verið reiknuð á núvirði
hafi tilboð Máls og menningar reynst hæst, 25,5 miHjónir króna.
í upphafi fundar óskaði minni- því til menntamálaráðherra að flytja
hluti ráðsins eftir að honum yrði
frestað. Formaður sagði hins vegar
að gengið yrði til fyrirhugaðrar dag-
skrár og voru í framhaldi af því lögð
fram tilboð í titla og útgáfurétt
Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Eftir
að tilboðin höfðu verið reiknuð á
núvirði kom í Ijós að tilboð Máls og
menningar í Orðabók Menningar-
sjóðs, útgáfurétt hennar og 17 ann-
arra tilgreindra titla var hæst, eða
25,5 milljónir. Ákveðið var að taka
tilboðinu. Engin tilboð voru í bóka-
lager útgáfunnar en viðræður standa
yfír við tvo aðila um kaup á bókun-
um. Um er að ræða 30 þúsund bindi
bóka.
Bessí sagði að í lok fundar
menntamálaráðs hefði verið sam-
þykkt tillaga þar sem stjómin beinir
VEÐUR
frumvarp um nýjan útgáfusjóð.
Hlutverk hans yrði að styrkja útgáfu
bókmennta- og fræðirita. Gert ér ráð
fyrir að verði tekjur af eignaupp-
gjöri gangi þær upp í stofnfé sjóðs-
ins.
Minnihluti ráðsins tók þátt í öllum
störfum nefndarinnar fyrir utan af-
greiðslu mála. Þau voru því öll sam-
þykkt með 3 atkvæðum meirihluta.
Forsætisnefnd Alþingis fjallaði í
gær um bréf minnihlutans í Mennta-
málaráði, þar sem m.a. var farið
fram á að Alþingi úrskurðaði um
hver væri þeirra ábyrgð og ráðsins
á þeirri ákvörðun að leggja Menning-
arsjóð og starfsemi hajis niður. Full-
trúar minnihlutans vitnuðu í bréfi
sínu til þess að það væri á valdi
Alþingis að leggja lögbundnar stofn-
anir niður en ekki annarra. Forsætis-
nefndin tók ekki afstöðu til þessa
erindis.
Að beiðni Kristínar Einarsdóttur
alþingismanns voru málefni Mennta-
málaráðs og Menningarsjóðs rædd
utandagskrár í gær á Alþingi. Þor-
steinn Pálsson, sem fer með emb-
ætti menntamálaráðherra í fjarveru
Ólafs G. Einarssonar, sagði það mis-
skilning að verið væri að leggja
Menntamálaráð niður. Hins vegar
stefndi menntamálaráðuneytið að
því að leggja bókaútgáfuna niður í
því formi sem hún hefði verið og
koma á nýrri skipan.
Þorsteinn sagði að sérhver fulltrúi í
Menntamálaráði bæri ábyrð á því
Menningaijóður tæki ekki á sig fjár-
skuldbyndingar umfram það sem
fjárhagsáætlanir segðu til um. í gild-
andi fjárlögum væri heimild um að
semja um ráðstöfun eigna og skulda.
Menntamálaráð hefði unnið í sam-
ræmi við þessa- skýru lagaheimild.
VEÐURHORFUR IDAG, 9. OKTOBER
YFIRUT: Víðáttumikið 1035 mb háþrýstisvæði er yfir og suður af land-
inu, en austan við Lófót er 975 mb lægð á austurieið. Lægðardrag er
við Hvarf og hreyfist það norður yfir Grænland.
SPÁ: Suðvestan- og vestanátt, víðast fremur hæg. Þokusúld við suðvest-
urströndina, en að öðru leyti bjart og hið fegursta haustveður. Hitl 7-12
stig að deginum, en sums staðar vægt næturfrost.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Fremur hæg suðvestan-
og vestanátt, skýjað og dálítil súld um landið vestanvert en bjart veður
að mestu á Norður- og Austurlandi. Hlýtt í veðri, einkum austanlands.
HORFUR Á MÁNUDAG: Snýst í norðan- og norðvestanátt og kólnar.
Rigning eða skúrir norðanlands og vestan en úrkomulítið suðaustan-
lands.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22.30. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnlr: 990600.
Ó
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
V ^ V
Skúrir Slydduél Él
r r r * / *
r r * r
r r r r * r
Rigning Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.,
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
itig..
FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30ígær)
Sumarfæri er á öllum helstu þjóðvegum landsins. Ekkí er vitað um færö
á hálendisvegum á norðanverðu landinu, má þar nefna Sprengisandsveg
norðanverðan, sem er Eyjafjarðarfeið og Skagafjarðarleið, og ekki er
vitað um færiá Gæsavatnaleið. Kjalvegur og Fjallabaksleiðir, nyrðri og
Srðri, eru snjólausar og sama er að segja um Lakaveg.
pplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sfma 91-631500 og
ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðfn.
VEÐUR IfÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hltl veður
Akureyri 4 léttakýjað
Reykjavlk 8 léttskýjaö
Bergen 13 alskýjaö
Helslnki 10 rigning
Kaupnnannahöfn 16 skýjað
Narssaraauaq 11 rigntng
Nuuk 0 Í I
Osló vantar
Stokkhólmur 15 rigning á síð.klst.
Þórahófn 11 rigning
Algarve 20 léttskýjað
Amsterdam 13 skýjað
Barcelona 15 rigning
Berlín 11 skýjað
Chicago 13 skýjað
Feneyjar 18 þokumóða
Frankfurt 16 skýjað
Glasgow 14 léttskýjað
Hamborg 12 skýjað
London 13 skýjað
Los Angeles 13 þoka
Lúíemborg 13 skýjað
Madríd 19 skýjað
Malaga 19 rigning
Mallorca 23 alskýjað
Montreal 8 léttskýjað
NewYork 12 heiðskirt
Orlando vantar
París vantar
Madelra vantar
Róm 24 skýjað
Vín 15 léttskýjað
Washington 11 skýjað
Winnlpeg +1 reykur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sjúkraliðar krefjast samninga
Sjúkraliðar fóru í kröfugöngu niður Laugaveginn í gær og söfnuðust
saman á Austurvelli. Þar var Friðrik Sophussyni afhentur undirskrifta-
listi þar sem skorað var á ríkisstjórnina að koma á viðræðum um
nýja. kjarasamninga við sjúkraliða, en þeir hafa háft lausa samninga
í hálft annað ár. Kristín Guðmundsdóttir, formaður Félags sjúkraliða,
segir að félagið sé tilbúið að skrifa undir þjóðarsáttarsamningana
óbreytta, en samninganefnd ríkisins hafi krafíst launalækkunar sjúkral-
iða á landsbyggðinni, sem starfa eftir kjarasamningum sem gerðir
voru við viðkomandi sveitarfélög, sem þá voru viðsemjendur sjúkral-
iða. Sagði Kristín að laun sjúkraliða í Reykjavík væru allt að 15 þús-
und kr. lægri en úti á Iandi. Ef lækká ætti laun þeírra til samræmis
við laun sjúkraliða í Reykjavík, yrði ófaglært starfsfólk úti á landi
með um 14 þúsund kr. hærri laun en sjúkraliðar.
Eldri veðskuldabréf-
um ennþá þinglýst
DÆMI eru þess að þinglýst hafi verið veðskuldabréfum sem miðuðu
við það dómskerfi sem gilti fyrir breytinguna á dómstólaskipuninni
1. júlí í sumar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru dæmi
þessa meðal annars frá Hafnarfirði, Akureyri og Reykjavík.
Ný lög um aðför og nauðungar- Samkvæmt upplýsingum Morg-
sölu tóku gildi 1. júlí en veðskulda- unblaðsins hefur þetta .ekki annað
bréf sem vísuðu til eldri laga hafa í för með sér, en að sækja þarf
verið í gangi eftir þann tíma og málið með tilvísun til eldri laga ef
hefur verið þinglýst án athuga- vanskil leiða til aðfarar.
semda.
Borgarspítali
Kjaradeila röntgen-
tækna stendur enn
SAMKOMULAG hefur enn ekki
tekist milli röntgentækna á
Borgarspítalanum og yfirmanna
spítalans. Hafa röntgentæknar
ákveðið að framlengja neyðar-
vakt á spítalanum fram til kl. 16
í dag.
Röntgentæknar á Borgarspítala
komu saman til fundar í gær ásamt
ráðgjafa frá Borgarspítala til að
ræðá túlkun bréfs, sem spítalinn
hefur sent þeim. Að sögn Guðrúnar
Friðriksdóttur, formanns Röntgen-
tæknafélags Islands, voru stjórn-
endur spítalans ekki tilbúnir til að
breyta bréfinu. Ákveðið var að leita
eftir túlkun borgarlögmanns og er
búist við hans áliti í dag.
Bjamhéðinn Elíasson
fv. skipsijóri látinn
BJARNHÉÐINN Elíasson fyrr-
verandi skipsljóri og útgerðar-
maður í Vestmannaeyjum andað-
ist á sjúkrahúsinu í Vestmanna-
eyjum aðfaranótt fimmtudags-
ins. Bjarnhéðinn var á 72. aldurs-
ári er hann lést.
Bjarnhéðinn fæddist á Oddhól í
Rangárvallasýslu 27. ágúst 1921,
sonur hjónanna Elíasar Steinssonar
bónda á Oddhól og Sveinbjargar
Bjamadóttur. Bjarnhéðinn fluttist
ungur til Vestmannaeyja og bjó þar
síðan. Hann stundaði sjómennsku
alla sína tíð, bæði á togurum og
bátum, en varð síðar skipstjóri og
útgerðarmaður.
Eftirlifandi eiginkona Bjarnhéð-
ins er Ingibjörg A. Johnsen, en þau
áttu fjögur uppkomin börn.