Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NOVEMBER 1992 KIRKJUTONLIST Tónlist Jón Ásgeirsson Sönghópur sem nefnir sig Voc- is Thulis og Caput-hópurinn héldu tónleika í Kristskirkju sl. þriðju- dag. Á efnisskránni voru íjögur verk eftir Arvo Párt og eitt, Duo Sancto, eftir Hildigunni Rúnars- dóttur. Á milli þessara verka voru sungin tónstef og lög úr þjóðlaga- safni séra Bjama Þorsteinssonar. Tónleikamir hófust á Pari Int- ervallo eftir Párt, sem Hilmar Örn Agnarsson lék á orgel. Efnisuppi- staða verksins er einn mollhljómur og mótraddirnar þrástefjaður tón- bilaleikur, sem var ágætlega út- færður af Hilmari. Annað verkið eftir Párt, Ein Wallfahrtlied, er samið fyrir karlrödd og strengja- kvartett. Textinn var fluttur á tveimur tónum, fyrst á lágu tón- sviði en seinni hlutanum lyft á hærra svið. Undir þessu fábrotna tónlesi, sem flutt var ágætlega af Guðlaugi Viktorssyni, hljómaði þrástefjaður úndirleikur strengj- anna, er var mjög vel fluttur af Zbigniev Dubik, Hildigunni Hall- dórsdóttur, Guðmundi Krist- mundssyni og Sigurði Halldórs- syni. í þriðja verkinu eftir Párt, Es sang von langen Jahren, samið fyrir kontratenór, fiðlu og lág- fiðlu, söng Sverrir Guðjónsson og þar var tónferli „lagsins" unnið úr mollhljómi en undirleikurinn nokkuð sparlega en skemmtilega unninn. Og var hann mjög vel fluttur af Hildigunni og Sigurði. Sverrir söng verkið fallega og náði að gæða þetta einfalda en þokkafulla söngverk innileika og hlýju. Fjórða verkið eftir Párt nefnist De Profundis og er samið fyrir fjórar karlraddir, orgel og slagverk. Verkið er eins og fyrri verkin magnað upp með þrástefja- leik, ákaflega kyrrstætt en á köfl- um stemmningsfullt og var mjög vel flutt. Duo Santo (Helgitvísöngur), fyrir fiðlu og selló, vinnur Hildi- gunnur Rúnarsdóttir upp úr stefi úr Grallaranum og er form verks- ins eins konar tilbrigði, þar sem heyra mátti skemmtilega unnið með sinkópur, er um síðir urðu samstiga í hryn og lagferli en þá andstæðar í tónstöðu. Þetta ágæta verk var mjög vel flutt af Hildigunni Halldórsdóttur og Sig- urði Halldórssyni. Milli tónverkanna, sem hér hafa verið tilgreind, söng Vocis Thulis stef og sálma úr þjóðlagasafni séra Bjarna Þorsteinssonar og var þessi seiðmagnaða tónlist og söngþokki félaganna tii að gefa tónleikunum einstaklega fallegan svip. Auk fyrrnefndra sungu Sig- urður Halldórsson, Eggert Páls- son, er einnig lék á slagverk, og Ragnar Davíðsson. Stykkishólmur 25 ára afmælissýning Grímnis Stykkishólmi LEIKFÉLAGIÐ Grímnir í Stykkishólmi minnist um þessar mundir 25 ára starfsafmælis síns með sýningu á sjónleiknum Síldin er komin eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur við tónlist Valgeirs Guðjónsson- ar. Leikstjóri er Ingibjörg Björnsdóttir. Hljómsveit Hafsteins Sigurðs- sonar og fleiri tónlistarmenn sjá um undirleik. Leikritið hefur verið vel sótt og mættu þær systur á frumsýninguna og í leikskrá er haft eftir þeim „við sömdum leikritið hlæjandi". Sýn- ingin er góð, leikarar vel æfðir og hvergi sést að þeir bregðist sínu hlutverki enda ekki gott að gera upp á milli 25 aðila sem fram koma. Jón Svanur Pétursson. listmálari og hljóðfæraleikari, hefur séð um sviðið og er það bæði athyglisvert og smekklegt hvernig öllu hefur þar verið vel komið fyrir og á sviðinu gengur allt fyrir sig eðlilega. og óskiljanlega fljótt. Þar var sýnt að ekkert er ómögulegt. Þórður Njálsson hefur með hönd- um sviðsljósin af frábærri snilld og hvernig hinum gamla símbúnaði var komið fyrir og samtölum lands- horna á milli vakti athygli og símadaman stóð sig vel. Hljómsveitin var góð og lyfti hún stemmningunni vel, aldrei of sterk og lagaði sig vel eftir tali og um- hverfi. Hún var skipuð 6 hljóðfæra- leikurum. Leikfélagið Grímnir var stofnað árið 1967 og hefur starfað síðan og veitt Hólmurum og fleirum marga ánægjustund. Stjórn félags- ins á þessu afmælisári skipa: Bára Marta Tikkanen Johannes Salminen Sænska akademían Finnlands-Svíar vilja fá fulltrúa Jónsdóttir formaður, Þorsteinn Ólafsson gjaldkeri, Sesselja Krist- insdóttir ritari og meðstjórnandi Eydís K. Björnsdóttir og Erna Guð- mundsdóttir. Það skal enn tekið fram að þeir sem lögðu lið að því að sýning þess komst upp eiga mikið starf og þakk- ir þeirra sem nutu verka þeirra og stjórn Grímnis fyrir að hafa þorað að taka leikrit sem þurfti um 50 leikara og starfsmenn. Það sýnir hvað mikið er hægt að gera ef vilja ekki vantar og hugur getur stefnt hátt. - Árni. Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson FINNLANDS-SVÍAR gera nú æ háværari kröfur til þess að eiga fulltrúa í sænsku akademíunni. Málið vandast sé farið eftir regl- um akademíunnar því að í þeim stendur að félagar hennar skuli vera sænskir. Sæti er laust í akademíunni eftir fráfall Pers Olafs Sundmans sem eins og kunnugt er beitti sér mjög fyrir samvinnu Norðurlanda. „Nú getur akademían bætt fyrir hundr- að ára gömul mistök þegar gengið var framhjá Runeberg og viður- kennt loks að jafnvel utan landa- mæra Svíþjóðar sé til fólk sem hugsar og skrifa á sænsku og lætur sér annt um að rækta og vernda málið,“ sagði rithöfundurinn og blaðamaðurinn Herman Lindqvist í sænska útvarpinu. Lindqvist benti á að í frönsku akademíunni sitja fulltrúar sem búa í Senegal, Kanada, Belgíu og Bandaríkjunum. Meðal þeirra Finnlands-Svía sem Herman Lindqvist telur eiga heima í akademíunni eru Johannes Salm- inen, kunnur ritgerðahöfundur og menntamaður, og skáldin Marta Tikkanen, Bo Carpelan og Lars Huldén. Með breyttum aðstæðum í heim- inum, nú þegar staða stjórnmálanna er önnur en áður, er tími til kominn að velja Finnlands-Svía í sænsku akademíuna, segir Lindqvist. Undir orð hans er tekið í grein eftir Gust- af Widén í Hufvudstadsbladet í Helsinki. Innganga í sænsku akademíuna er því Finnlands-Svíum kappsefni og varla ætti það að skaða akadem- íuna, en á þeim bæ hefur ekki allt verið með kyrrum kjörum að undan- förnu. Ágreiningsefni, m. a. vegna máls Salmans Rushdie, hafa valdið því að nokkrir félagar í akadem- íunni hafa ekki mætt á fundi lengi. Reynt hefur verið að yngja aka- demíuna upp, síðast með því að velja unga skáldkonu, Katarinu Frostenson, í hana. Smásögrir eftir Böðv- ar Guðmundsson Morgunblaðið/Árni Helgason Frá sýningu Leikfélags Grímnis á leikverkinu Síldin er komin. ÚT ER komið smásagnasafnið Kynjasögur eftir Böðvar Guð- mundsson. _ í kynningu útgefandans segir: „í bókinni er brugðið á leið um íslenskan samtíma. Georg dreka- bani hinn helgi, Adam og Eva, Jane og Tarzan apafóstri gerast hér ríkisborgarar Iýðveldisins og laga sig að amstri þess og undrum. Hversdagslegri þegnar mæta síðan óvæntum kynum úr fortíð og fjörr- um stöðum, Hinrik og Anna á sum- arferðalagi fram af Múlanum, Svarri Víkingur leigubílstjóri kemst í hann krappan þegar hann ákveður að kaupa sér eina tæ- lenska. Engillinn Snorri Sturluson verður æfur af bræði við að lesa það sem fræðimenn höfðu skrifað í sjöhundruð ár. Hann gerir hlé á Hvolfi himinsins og ákveður að snúa aftur í Iteykholt." Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 203 blaðsíður, prentuð í G.Ben. prenstofu hf. Sigurborg Stefánsdóttir gerði myndskreyt- ingar og kápu. Böðvar Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.