Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 URSLIT FH-Valur 17:25 Kaplakriki, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild kvenna, miðvikudaginn 11. nóvem- ber 1992. Mörk FH: Hildur Pálsdóttir 5, Heiga Egils- dóttir 3, Eva B. Sveinsdóttir 3, María Sig- urðardóttir 2, Ingibjörg Þorvaldsdóttir 2, Arndís Aradóttír 1, Brynja Thórsdóttir 1. Mörk Vals: Hanna Katrin Friðriksen 7, Kristín Amþórsdóttir 4, Guðrún Kristjáns- dóttir 4, Sigurbjörg Kristjánsdóttir 3, írina Skorobogadyrk 3, Soffía Hreinsdóttir 2, Gerður B. Jóhannsdóttir 1, Ama Garðars- dóttir 1. ■Valsstúlkur voru §ómm mörkum yfír í hálfleik, 13:9, og sigurinn var aldrei í hættu þrátt fyrir að fyrsta mark þeirra eftir hlé hafi ekki komið fyrr en á 9. mínútu. Eva B. Sveinsdóttir var kjörin best hjá FH en Amheiður Hreggviðsdóttir, markvörður, hjá Val. Haukar- Fylkir 17:22 Selfoss - Víkingur 14:17 Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 3:6, 4:8,4:9, 5:9, 6:10, 7:12,10:13,12:13,14:14,14:15, 14:16,14:17. Mörk Selfoss: Kristjana Aradóttir 4, Auður Á. Hermannsdóttir 4, Hulda Bjamadóttir 3, Heiða Erlingsdóttir 1, Drifa Gunnarsdótt- ir 1, Guðrún Hergeirsdóttir 1. Mörk Víkinp: Halla Maria Helgadóttir 4, Elísabet Sveinsdóttir 4, Matthildur Hannes- dóttir 3, Svana Sigurðardóttir 3, Inga Lára Þórisdóttir 2, Valdís Birgisdóttir 1. Áhorfendur: 30. Dómarar: Láms Lámsson og Jóhannes Feiixson komust þokkalega frá leiknum. ■Með frábærri markvörslu tryggði Marja Samardigja Víkingum sigur. Víkingsstúlkur höfðu yfirburði framan af en í síðari hálf- leik komst Selfossliðið í gang og náði að jafna stöðuna og hleypa lífi í lokamínútur leiksins. Bæði liðin misstu af góðum tæki- fæmm þegar þeim mistókst að gera sér mat úr hraðaupphlaupum en það var eins og endahnútinn skorti. Selfossliðið náði að vinna upp Qögurra marka mun strax í síð- ari hálfleik og svo virtist sem Víkingsstúlk- umar ættu ekki svar en það var Maija markvörður sem kom í veg fyrir það. Auk Maiju markvarðar átti Inga Lára Þórisdótt- ir góðan leik og í Selfossliðinu vom það Kristjana Aradóttir og Hulda Bjamadóttir sem áttu einna bestan leik. Sig. Jónsson 2. deild karla: UBK-Ármann......................32:22 Ikvöld Körfuknattleikur Japisdeild: Keflavík: ÍBK-Snæfell......kl. 20 1. deild kvenna: Hagaskóli: KR-UMFG.........kl. 20 Handknattleikur 1. deild karla: Akureyri: Þór-ÍBV.......kl. 20.30 1. deild kvenna: Höllin: KR-Stjaman.........kl. 18 Höllin: Ármann - Grótta.kl. 21.15 2. deild karla: Austurberg: Fylkir-UMFA....kl. 20 Seltj.nes: Grótta-HKN......kl. 20 Höllin: KR-Ögri............kl. 20 Fjölnish.: Fjölnir - ÍH.kl. 20.30 ■Þetta er fyrsti leikurinn sem fram fer í hinu nýju [þróttamiðstöð í Graf- arvogi. FELAGSLIF Herrakvöld Víkings Fulltrúaráð Víkings gengst fyrir herra- kvöldi í Vikinni við Stjömugróf á morgun, föstudaginn 13. nóvember, og hefst sam- koman með borðhaldi klukkan 19.30. Ræðu- maður verður Ellert B. Schram, ritstjóri. Miðar em seldir hjá Jóhannesi Guðmunds- syni, formanni fulltrúaráðsins, hjá fram- kvæmdastjóra félagsins í Víkinni í Fossvogi og við innganginn. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Magnús barg Haukum - varði frábærlega á lokamínútunum gegn Víkingi íVíkinni HAUKAR lögðu Víkinga að velli, 18:19, í miklum baráttu- leik í Víkinni í gærkvöldi. Magnús Árnason markvörður var hetja Hauka. Hann varði frábærlega á lokakaflanum og það skóp sigur Hafnfirðinga öðru fremur. Haukar höfðu eins marks forskot í hálfleik, 9:10. Haukar höfðu frumkvæðið í leiknum nær allan leikinn og náðu mest þriggja marka forskoti. Víkinga voru aldrei langt undan og náðu nokkrum sinn- um að jafna. Leikur- inn einkenndist af sterkum vömum og góðri mark- vörslu heggja liða þar sem úrslitn réðust ekki fyrr en á síðustu sek- úndum leiksins. Lokamínúturnar voru spennandi. Þegar rúmar þijár mínútur voru til leiksloka minnkaði Birgir mun- jnn fyrir Víking í eitt mark, 17:18 og Páll Ólafsson kom Haukum í 17:19 skömmu síðar. Magnús Árnason varði síðan tvívegis glæsi- lega, fyrst frá Birgi og síðan frá Stefáni Halldórssyni, áður en Dag- ur minnka muninn í eitt mark þeg- ar ein mín. var eftir. Baumruk Valur B. Jónatansson skrifar Magnús Árnason. missti boltann í síðustu sókn Hauka þegar 25 sek. voru til leiksloka. Víkingar hófu sókn og Árni Frið- leifsson skaut að marki þegar 10 sek. voru eftir en Magnús, bjarg- vættur Hauka, var enn á réttum stað. Dagur, Gunnar og Revine í markinu voru bestu leikmenn Vík- ings. Vömin var góð en sóknarleik- urinn var ekki nægilega beittur, sérstaklega vinstri vængurinn. Vík- ingar eiga þó hrós skilið fyrir bar- áttuvilja og kraft í lokin, sem hefði að öllu jöfnu átt duga til að ná jöfnu. Haukar léku sterka vörn og sóknir þeirra vora markvissari en Víkinga. Sveinberg Gíslason og Siguijón komust vel frá leiknum, Baumruk og Páll Ólafsson áttu góða spretti en ems og áður segir var það Magnús Ámason sem stal senunni. „Ef lið ætlar sér að komast í úrslitakeppnina verður það líka að vinna á útivöllum. Þetta var því mikilvægur útisigur fyrir okkur. Með sigrinum náðum við einnig að kveða niður þá tröllasögu, að Vík- ingar hefðu tapað viljandi fyrir okkur í síðasta leik íslandsmótsins í fyrra,“ sagði Jóhann Ingi Gunn- arsson, þjálfari Hauka. ÍR valtaði yfir HK UPPGJÖF HK íseinni hálfleik hleypti lífi í ÍR sem valtaði yfir gestina i gærkvöldi og vann með níu marka mun, 26:17. „Ef ég bara vissi hvað væri að. Við náum ekki saman, klárum ekki leikinn og ég veit ekki hvort menn hafa slappað af því þeir héldu sig svo góða en það er greinilega eitthvað mikið að,“ sagði Eyjólfur Bragason þjálf- ari HK. Fum og fát einkenndi leikinn í byijun og lítið var um mörk enda vamarleikur betri hlið beggja ■■■■ liða. ÍR var þó yfir- Stefán leitt einu eða tveim- Stefánsson ur mörkum yfir skrifar nema hvað HK náði að jafna 7:7. Gestimir jöfnuðu og komust yfir strax eftir hlé en síðan ekki söguna meir. Þeir misstu mann útaf fyrir að setja boltann ekki strax niður eftir dóm og annan fyrir óþarfa röfl. Heimamenn náðu þá að skipu- leggja sóknir sínar aðeins betur, héldu boltanum og nýttu færin á meðan HK-menn hjökkuðu á vöm ÍR og þegar ÍR-ingar skoruðu nokk- ur heppnismörk hristu þeir bara hausinn. Undir lokin leystist leikur- inn upp en ÍR-ingar höfðu betur. Róbert Þór Rafnsson og Branilav Dimitrijv bára hitann og þungann af sóknunum ÍR, Jóhann Ásgeirs- son og Matthías Matthíasson áttu homin en útslagið gerði Magnús Sigmundsson með frábærri mark- vörslu. „Þetta var erfitt en hafðist. Sóknin var slök í fyrri hálfleik en vömin var góð og þá kemur mark- varslan. Ég átti von á þeim sterk- ari en það er eitthvað að hjá þeim þvf þeir eru miklu betri en þetta enda með marga toppmenn," sagði Magnús. Michal Tonar var eini leikmaður HK sem aldrei gafst upp en flestir aðrir vora heldur betur daufir og ótrúlegt að horfa á svona reynda leikmenn leyfa sér að gefast upp. STAÐAIM VALUR .9 5 4 0 207:186 14 SELFOSS.... .9 5 2 2 235:216 12 FH .9 5 2 2 233:218 12 STJARNAN. .9 5 2 2 224:222 12 HAUKAR.... .9 5 1 3 234:213 11 ÍR .9 4 2 3 216:207 10 VÍKINGUR. .9 5 0 4 207:198 10 ÞÓR .8 3 2 3 196:207 8 HK ..9 2 1 6 211:229 5 KA .9 2 1 6 198:214 5 ÍBV .8 1 2 5 176:203 4 FRAM ..9 1 1 7 204:228 3 KNATTSPYRNA / HM Ungverjar náðu jöfnuíAþenu UNGVERJAR sluppu með skrekkinn, þegar þeir náðu markalausu jafntefli gegn Grikkjum á útivelli f gærkvöldi. Þetta var fyrsta tapstig Grikkja í 5. riðli undankeppni HM, en þeir eru í efsta sæti riðilsins. B-STIG KSI KSÍ heldur B-stigs þjálfaranámskeið í íþróttamið- stöðinni í Laugardal 20.-22. nóvember nk. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Meðal efnis er: Lífæra- og lífeðlisfræði Leikfræði Sálarfræði Þjálffræði Leikreglur Markmannsþjálfun Verð: kr. 10.000,- Inntökuskilyrði: A-stíg KSÍ. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu KSÍ, sími 814444. Góð þjálfun - betri knattspyrna! Fræðslunefnd KSÍ Zsolt Petry, markvörður, var hetja Ungveija og varði meistara- lega hvað eftir annað. Snemma í leiknum átti miðjumaðurinn Tsalou- hides skalla í stöng hjá Ungverjum, en Petry varði hörkuskot frá varnar- manninum Apostolakis og skalla frá Tsalouhides og miðheijanum Dimitr- iades. Jozef Kiprich fékk eina marktæki- færi Ungveija, en skaut framhjá af 10 m færi á 14. mínútu. Hann meidd- ist um miðjan fyrri hálfleik og fór af velli 10 mínútum síðar, en eftir það var enginn broddur í gestunum. Peter Lipcsei var vikið af velli á 73. mínútu fyrir brot. Grikkland: George Mirtsos, Stratos Apostol- akis, Theodore Pahatourides, Stelios Manolas, Thanasis Kolitsidakes, Yotis Tsalouhides, Tas- os Mitropoulos, George Toursounides (Costas Franzescos, 66.), Vassilis Dimitriades (George Vaitsis, 46.), Nikos Nioplias, Nikos Tsiantakis. Ungveijaland: Zsolt Petry, Tibor Nagy, Laszlo Disztl, Florian Urban, Emil Lorincz, Zsolt Limberger, Jozsef Kiprich (Istvan Salloi, 32.), Tibor Balor, Peter Lipcsei, Ferenc Mesza- ros (Zsolt Paling, 78.), Kalman Kovacs. Svíar með fullt hús Anders Limpar var i aðalhlut- verki, þegar Svíar unnu ísrael 3:1 í 6. riðli, en þetta var þriðji sigur þeirra í jafn mörgum leikjum. Limp- ar gerði fyrsta markið með glæsilegu skoti átta mínútum fyrir hlé, en jöfn- unarmark Banins fímm mínútum síðar var ekki síður gott. Dahlin gerði 10. mark sitt í 17 Iandsleikjum með skalla eftir sendingu frá Limpar í byijun seinni hálfleiks og Ingesson innsiglaði síðan sigurinn. Heimamenn vora óheppnir í fyrri hálfleik, þegar þeir áttu skot í stöng og annað í slá. „Lánið lék við okkur í fyrri hálfleik," sagði Tommy Svens- son, þjálfari Svía. „En við bættum við okkur og höfðum undirtökin eft- ir það. Ég er sérstaklega ánægður með að tvö markanna voru gerð með skalla við fjærstöng, en við æfðum slíkt sérstaklega." FOLK ■ BRYNJAR Kvaran þjálfari ÍR þekkir sína stuðningsmenn og skrif- aði ábendingar til leikmanna á spjöld og notaði táknmál því _að venju var hávaðinn á heimavelli IR, íþróttahúsi Seljaskóla, gífurlegur. ■ BJARNI Frostason , mark- vörður HK, fékk fingur í augað — ekki frá mótheija, heldur dómara. Hann hafði varið nokkram sekúnd- um fyrir leikhlé í óðagoti að ná boltanum og henda fram en hljóp á Guðjón L. Sigurðsson dómara sem stóð teinréttur með puttann útí loftið. ■ GUÐJÓN dómari var aumur í fingrinum það sem eftir lifði leiks- ins. Hann hafði á orði áð þetta væri í fyrsta sinn á 20 ára dómaraferli sem hann slasaði sig. ■ BIRGIR Sigurðsson, línumað- ur Víkings, fékk skurð á augabrún í byijun leiksins gegn Haukum og varð að fara útaf. Hann lét plástra augabrúnina og kom fljótlega inná aftur eins og ekkert hafði í skorist. ÚRSLIT Knattspyrna HM 3. RIÐILL Tirana, Albanía: Albanía - Lettland................1:1 Ilir Kepa (69.) - Oleg Aleksejenko (3.). 3.500. STAÐAN: Írland.............3 2 1 0 6:0 5 Litháen...........5. 1 3 1 5:5 5 N-Irland...........3 1 2 0 5:2 4 Spánn..............3 1 2 0 3:0 4 Lettland...........6 0 4 2 3:8 4 Danmörk............3 0 3 0 0:0 3 Albanía............5 1 1 3 2:9 3 HM 5. RIÐILL Salonika, Gríkklandi: Grikkland - Ungveijaland..........0:0 45.000. Staðan: Grikkland..........3 2 1 0 2:0 5 Rússlnd............2 2 0 0 3:0 4 Ungveijaland......3 111 4:2 3 ísland.............4 1 0 3 2:4 2 Lúxemborg..........2 0 0 2 0:5 0 HM 6. RIÐILL Tel Aviv, ísrael: ísrael - Sviþjóð..................1:3 Banin (42.) - Anders Limpar (37.), Martin Dahlin (58.), Klas Ingesson (74.). 40.000. Svíþjóð.......:....3 3 0 0 6:1 6 Búlgaría...........3 2 0 1 5:2 4 Austurríki.........2 1 0 1 5:4 2 Frakkland..........2 1 0 1 2:2 2 Finnland...........2 0 0 2 0:4 0 ísrael.............2 0 0 2 3:8 0 Vináttuleikur París, Frakklandi: Portúgal - Búlgaria...............2:1 Jose Semedo (16.), Oceano da Cruz (33. - vítasp.) - Krassimir Balakov (29.). 12.000. England 3. umferð deildarbikarkeppninnar Liverpool - Sheffield Utd.........3:0 ■Steve McManaman gerði tvö marka Li- verpool og Mike Marsh það þriðja úr víta- spymu. Paul Stewart og Mark Walters, leik- menn Liverpool, meiddust báðir í leiknum og urðu að fara útaf. Liverpool fær Crystal Palace í heimsókn í 4. umferð. Scarborough - Plymouth............2:1 ■Scarborough á heimaleik gegn Derby eða Arsenal i 4. umferð. Skotland Úrvalsdeildin Aberdeen - Motherwell.............2:0 Dundee United - Celtic............1:1 Rangers - Dundee..................3:1 ■Ally Mc Coist gerði tvö af mörkum Ran- gers og hefúr nú gert 31 mark í 25 leikjum á þessu keppnistímabili. Rangers hefur ekki tapað í síðustu 18 leikjum. Spánn Meistarakeppnin: Seinni leikur Atletico Madrid - Barcelona.......1:2 Manolo Sanchez (30.) - Aitor Beguiristain (21.), Hristo Stoichkov (57.). 19.000. ■Barcelona vann 5:2 samanlagt. Körfuknattleikur NBA-deildin Nokkrir leikir voru á þriðjudagskvöldið: Cleveland - Washington Bull....131: 92 Miami Heat - Boston Celtics....110:106 New York - NewJersey...........99: 96 Minnesota Timberw. - Dallas....118:104 Chariotte - Orlando Magic......112:108 SA Spurs - Milwaukee Bucks.....104: 98 Utah Jazz - Denver Nuggets.....118:109 LA Lakers - Golden State ......107:106 Portland - Phoenix.............100: 89 Sacramento - LA Clippers.......99: 97

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.