Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apnl) fHfc Sumir eyða deginum í góð- um félagsskap vina, aðrir eru með ný áform á prjón- unum. Ferðalag gæti verið á næstu grösum. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér ætti að vera óhætt að taka áhættu í viðskiptum í dag. Eitthvað sem valdið hefur vangaveltum skýrist síðdegis. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Það er ráðlegt að þiggja góð ráð frá öðrum í dag. Þú færð góðar ábendingar varðandi starfið og fjár- málin. Krabbi (21. júní - 22. júlí) H8f Þeir krabbar sem eru er- lendis ættu að drífa sig heim. Fjölskyldumál verða krufin til mergjar. Þú færð enga happatölu. Ljón (23. júl! - 22. ágúst) Lífgaðu upp á ástarsam- bandið. Breytið út af van- anum því tilbreyting er krydd í tilveruna og getur bætt sambandið. Meyja ' (23. ágúst - 22. september) SÍ'f Þú gætir bætt um betur heima fyrir og tekið tækn- ina í þjónustu þína. Bjóddu samstarfsmanni í kaffi til að greiða úr misskilningi. T (23. sept. - 22. október) Einhver í fjölskyldunni vill kynnast þér nánar. Óvænt- ar fréttir berast úr félags- lífinu. Hvíldu þig í kvöld. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) ®Kj0 Réttu að fyrra bragði fram sáttarhöndina. Þú ert í inn- kaupahugleiðingum fyrir heimilið og fjölskyldulífið er með ágætum. Bogmaöur (22. nóv. -21. desember) m Varastu hroðvirknisleg vinnubrögð, þau geta kom- ið þér í koll. Óvænt ferða- lag getur verið framundan fljótlega. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gjöf frá þér getur komið einhverjum ánægjulega á óvart. Þú leitar betri upp- lýsinga um mál sem er þér mjög hugleikið. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þú vilt fá frið til að sinna ákveðnu verkefni, en heim- boð freistar þín. Þú eignast trúlega nýja vini. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) -Sk Þú getur lært ýmislegt með því að hafa augun opin í dag. Óvænt þróun mála á vinnustað er þér hagstæð. Stjörnusþána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. GRETTIR TOMMI OG JENNI LJÓSKA !*/• f/fi IW/L Éat / rrfL*» CTiiD/ C/Aíií/ 'i c G'AÉ L. -r/ £/" /Terpi /iLtfWU. bd snw/KJeárrvauN Þ/nn) “fM FERDINAND i SMAFOLK I KM0LU t M NOT TME ONLV PER50N UiMO NEVER &ET5 ANV L0VE LETTER5.. TMERE MU5T BE MILLION5 OF PE0PLE ALL OVER TME UJ0RLP UJMO NEVER 6ET ANY LOVE LETTER5... L 1 a /1 C0ULP Ég veit að ég er ekki sá eini sem Það hljóta að vera milljónir manna Ég gæti verið foringi þeirra. aldrei fæ ástarbréf. í öllum heiminum sem aldrei fá ást- arbréf... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson íburðarmesti bridsklúbburinn í London (og þó víðar væri leit- að) er TGR-klúbburinn á mótum Oxfordstrætis og Hyde Park. Hann var stofnaður um síðustu áramót af tveimur auðkýfingum og áhugamönnum um rúb- ertubrids, en það er fyrrum landsliðsmaðurinn Irving Rose sem rekur klúbbinn frá degi til dags. Spil dagsins kom upp í TGR nýlega: Suður gefur; allir á hættu. Norður 4- V 8754 ♦ K10762 ♦ 9654 Austur' ♦ ö VKDG103 ♦ 94 ♦ G10872 Suður ♦ DG10876432 V 96 ♦ Á5 *- Norður Austur Suður — — Pass Pass 3 hjörtu 3 spaðar Allir pass Útspil: laufás. Suður var Martin Barbour, þekktur spilari í London, og greinilega sjóaður í rúbertunni úr því hann kaus að passa í upphafi með nílitinn. Vestur hélt að hann væri kominn í feitt þegar Barbour stakk sér inn á 3 spöðum, doblaði og lagði niður laufás. Við fyrstu sýn virðist spilið vera einfalt í úrvinnslu. Eða fær vörnin nema tvo slagi á tromp og tvo á hjarta? Já, hugsanlega verður spaðanía vesturs slagur líka. Segjum að suður trompi og spili spaðadrottningu. Vestur drepur og spilar hjartaás og meira hjarta. Austur heldur áfram með hjartað og byggir þannig upp slag fyrir makker á trompníuna. Þessa hættu sá Barbour fyrir og leysti vandann með því að henda hjarta í laufásinn! Einfalt og glæsilegt. SKAK Vestur ♦ ÁK9 ¥Á2 ♦ DG83 ♦ ÁKD3 Vestur 2 grönd Dobl Umsjón Margeir Pétursson Heimsmeistarinn Gary Kasparov var nýlega í Buenos Aires. Þar heimsótti hann HM- unglinga og tefldi klukkufjöltefli við argentíska landsliðið í kaup- höllinni í Buenos Aires að við- stöddum 3.000 áhorfendum. Þessi staða kom upp í fjölteflinu. Al- þjóðameistarinn Ricardi (2.485) hafði hvítt og átti leik, en Kasparov (2.790) var með svart. 29. Hxc7! (E.t.v. hefur Kasparov aðeins reiknað með 29. Re6 — c5!) 29. - Dxc7, 30. Df6+ - Hg7, 31. Re6 - Re8, 32. Dxg7+ - Rxg7, 33. Rxc7 - Hc8, 34. Re6 og Kasparov gaf þetta tapaða endatafl, væntanlega til að geta einbeitt sér betur að hinum skák- unum. Þetta var eina tap hans. Fyrri daginn sigraði hann 4-2 en þann seinni 5-1. Hann vann einn- ig hraðskákmót með yfirburðum, hlaut 10 v. af 11 mögulegum. Sá eini sem vann hann var hrað- skáksérfræðingurinn J. de las Heras (2.310). Kasparov gat þó ekki leyft honum að njóta sigurs- ins. í stað hamingjuóska sagði hann: „Hræðilegt! Eg hef aldrei tapað fyrir svona lélegum skák- manni“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.