Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVÆMBER 1992 ----------------------------------------- NEYTENDAMAL 20-50% AFSLÁTTUR ATH. nýkomnir skíðagallar á hreint frábæru verði. Fulloröins kr. 7.990.- Barna st. 80 - 120 kr. 3.500.- Barnast. 120 - 170 kr. 5.990,- Kartöflur á mark- aði betri en áður Það er mikið ánægjuefni fyrir neytendur að nú er boðið upp á mun betri kartöflur en áður í mat- vöruverslunum. Yfirleitt er minna um smælki (sem reyndar á ekki að sjást nema e.t.v. sérpakkað) og kartöflurnar eru jafnari að stærð í pokunum. Þessa dagana er að koma á markað nýtt afbrigði kartaflanna frá Jaðri í Þykkvabæ og verða þær seldar í Hagkaup. Kartöflurnar eru óvenjulegar í útliti að því leyti að þær hafa sterkrautt hýði en eru hvítar að innan. Þetta eru þéttar, mjölmiklar kartöflur og mjög bragðgóðar. Þær hafa notið vin- sælda í tilraunaeldhúsi neytendasíð- unnar. Jens Gíslason á Jaðri í Þykkvabæ segir að þessar kartöflur, „Jaðar rauðar“, hafi fyrst verið settar á markað fyrir jólin í fyrra og hafi þær reynst vinsælar hjá neytendum. Hann segir það áberandi erlendis, t.d. í Bretlandi, að þessi gömlu, kjarnmiklu og þéttu kartöfluaf- brigði séu orðin mun eftirsóttari af neytendum en fljótsprottnu afbrigð- in sem komið hafa á markaðinn undanfarin ár. M. Þorv. ið svo til í nokkrar vikur eða þar til losna tók um þeirra innri spennu. Þá fyrst voru þeir tilbúnir að tala. Eftir það komu þeir sjálfviljugir án lögreglufylgdar og þá fyrst var hægt að nálgast þá og ræða málin og hefja meðhöndlun. Markvissar aðgerðir fækkuðu afbrotum Árangur þessara aðgerða sem hér hefur verið greint frá þótti ein- stakur og fékk talsverða fjölmiðla- kynningu á sínum tíma. Dómarinn hélt því fram, að flestum unglingum væri hægt að hjálpa ef tekið væri á málum nógu snemma. En því væri ekki að neita að í u.þ.b. einu prósenti tilfella virtist einhvers kon- ar andleg brenglun geta vera til staðar, hjá ákveðnum hópi einstak- linga, og væri engin viðunandi skýr- ing á því. Oft væru þessir einstakl- ingar frá ágætum heimilum svo þar væri ekki skýringu að finna. En brenglunin gæti verið það alvarleg að veija þyrfti þjóðfélagið fyrir þessum einstaklingum, og þar yrðu stofnanir að taka við. Umhyggja áhrifaríkasta fyrirbyggjandi aðgerðin Það var orðið skuggsýnt þetta vorkvöld þegar hann lauk máli sínu með þessum orðum: „Eitt vil ég biðja ykkur um, góðir foreldrar, gefið bömum ykkar tíma, sinnið þeim, hlustið á þau, lesið fyrir þau og biðjið með þeim bænir á kvöldin. Ég á sjálfur sjö börn, og þó að ég sé mjög tímabundinn maður þá gef ég mér alltaf tíma til að lesa með þeim bænirnar á kvöldin, jafnvel þó það verði til þess að ég komi seint á fundi eins og þennan hér í kvöld. Ég læt börnin mín alltaf ganga fyrir, því reynsla mín í þessu starfi hefur kennt mér að þegar eitthvað fer úrskeiðis hjá barni eða unglingi, er það oft vegna þess að þar hefur umhyggju skort.“ Dómarinn auglýsti þetta vor eftir einhverjum sem tilbúinn væri til að taka við starfí hans og halda því áfram. Enginn gaf sig fram. M. Þorv. Dæmi um verð LA. GEAR SKÓR H20 JOGGING GALLAR H20 EROBIKK SETT BARNA JOGGING GALLAR H20 HETTUBOLIR H20 PEYSUR KÖRFUBOLTAR TÖSKUR ÁÐUR NÚ -7490r- 3.745,- -Tör9501- 5.475.- 3.990.- 3.990.- æmor.- 2.925.- -éæo-.- 3.475,- 1.183.- --zæo-.- 1.530.- Laugavegi 62-Sími 13508 Harðsvíraðir afbrotaunglingar 18-20 ára í sérstakri meðferð Dómarinn hélt áfram: „Erfiðastir viðureignar voru margir þessir 18- 20 ára piltar sem voru orðnir harðsvíraðir og áttu mótaðan af- brotaferil að baki. Þeir voru margir orðnir svo harðir og andlega kreppt- ir að mjög erfitt var að ná eðlilegu sambandi við þá, svo hægt væri að hjálpa þeim.“ Dómarinn fékk þá til umráða tveggja hæða óíbúðarhæft hús, og til liðs við sig fékk hann reynda sálfræðinga, eingöngu karla. Piltamir vom síðan skikkaðir til að mæta þar, nokkrir saman í hóp, ákveðinn tíma dag hvern. Þeir vora í fyrstu fluttir þangað með lögregluvaldi. Inni í húsinu mættu þeim 2-3 sálfræðingar sem aðhöfð- ust ekkert til að byija með. Beiskja út í allt og alla var svo djúpstæð að þeir gengu berserksgang og börðu og spörkuðu í veggi. Þeir voru látnir í friði og gat þetta geng- Við Fiöldum nokkra tilboðsdaga í verslun okkar að Laugavegi sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara Afbrot Fyrsta afbrot ákall um hjáp Afbrot unglinga hafa farið vaxandi hér á landi og virðist fátt vera til ráða. Þau ráð sem helst hafa verið notuð hafa Iítinn árangur gefið. Af þeim ástæðum er rétt að íhuga vel þau úrræði sem komið hafa fram á sjónar- sviðið og skilað meiri árangri. Árangursríkar aðgerðir felast oft í markvissu forvarnastarfi. Börn á eigin vegum hættara við afbrotum Ég minnist dómara, í 80 þúsund manna bæ í Michigan í Bandaríkj- unum, sem náði að draga úr afbrot- um unglinga sem svarar 80 prósent á 10 ára tímabili. Þessi bær var Royal Oak og er rétt utan við Detro- it. Bær þessi hafí stækkað hratt á árum seinni heimsstyijaldarinnar m.a. vegna vopnaframleiðslu sem hafði verið sett upp í nágrenninu. Eftir miðjan sjötta áratuginn, þegar hagur fólks fór að eflast, fluttu hin- ir betur stæðu í burtu og inn í bæinn fluttu einstæðar mæður og lágtekjufólk bæði af hvítum og svörtum kynstofni. Börnin vora mikið á eigin vegum vegna þess að foreldramir unnu úti, fíkniefna- neysla var að halda innreið sína og á seinni hluta áratugarins var mál- um svo komið að afbrot og ofbeldi ungmenna voru hvergi meiri í Bandaríkjunum en í þessum litla bæ. Unglingadómstóll Yfirvöld gripu þá til þess ráðs að setja upp unglingadómstól, þar sem mál bama og ungmenna undir tvítugu voru tekin fyrir. Til starfs- ins var fenginn maður sem reyndist einstaklega farsæll í starfi. Aðferð- ir hans þóttu nokkuð nýstárlegar en mannlegar og byggðar á heil- brigðri skynsemi. En þær vora einn- ig umdeildar af sumum áhrifamikl- um sálfræðingum sem töldu að ætur afbrota næðu dýpra en að skorti á umhyggju. Dómarinn safnaði um sig fjölda sérfræðinga, 80 manna hjálpar- sveit. í henni vora kennarar fjöl- mennastir, einnig voru þar sálfræð- ingar, geðlæknar og lögfræðingar. Það var vegna aðdáunar kunningja, kennara úr hjálparsveitinni, á þessu árangursríka starfi dómarans, að farið var á foreldrafund í fram- haldsskóla þar sem þessi áhuga- verði maður hélt ræðu kvöldsins. Oft erfitt að ná til foreldra barna í erfiðleikum Hann gekk í stofu og við litum undrandi upp. Hann virtist koma flestum á óvart. Maðurinn var há- vaxinn, stórgerður, luralegur, burstaklippur, í flókaskóm og hann kom of seint. „Ég vona að þið haf- ið ekki á móti því að ég sitji á meðan ég held ræðuna," sagði hann, „ég er ekki heill heilsu". Hann leit síðan rannsakandi yfír hópinn og sagði: „Ég sé að hér era ekki þeir foreldrar sem ég hefði helst viljað ná til,“ og hann bætti við eins og við sjálfan sig: „Þeir láta venjulega ekki sjá sig á fundum sem þessum.“ Og hann hélt síðan áfram: „Ég ætla þá að segja ykkur frá starfi mínu, ég veit að fólk hef- ur mikinn áhuga á því.“ Hann tal- aði rólegri röddu og þó að hún væri nokkuð hijúf var í henni ákveðin hlýja. Það var auðvelt að skilja hversvegna honum reyndist svo auðvelt að vinna traust bæði skjólstæðinga sinna og þeirra sem með honum störfuðu. Fyrsta afbrot ákall um hjálp Hann lýsti ástandinu eins og það hafði verið og hvernig tekið hafði verið á málum. Mikil áhersla væri lögð á að tekið væri á fýrsta af- broti af festu. „Fyrsta brot unglings er ákall um hjálp,“ sagði hann. Það mætti sjá á því að unglingurinn skildi alltaf eftir sig spor, hvort hann gerir sér grein fyrir því eða ekki, spor sem gerir öðram auðvelt að fínna hann. Enda fyndust þeir alltaf. Þó aðeins sé um hnupl að ræða þarf að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig, því þá er um leið farið að mótast ferli sem mun erfíð- ara er að ráða við. Eftir fyrsta brot er nauðsynlegt að unglingurinn fái ákveðna meðferð, þá er aðili, sem þau geta borið traust til, fenginn til að ræða við þau og komast að undirrót vandans. Þetta sagði dóm- arinn að væri nauðsynlegt til að reyna að hindra að brot yrði endur- tekið. Hindra þarf mótun afbrotaferlis Ef um annað eða þriðja afbrot var að ræða vora sálfræðingar kall- aðir til, enda hafði þá mótast ákveð- ið ferli sem mjög erfítt var að bijóta upp. Dómarinn sagði að fljótt hefði orðið ljóst að erfíðleikar í skóla vora áberandi hjá börnum sem lentu í afbrotum. Lélegur námsárangur virðist tengjast skertri sjálfsímynd, þessvegna var mikil áhersla lögð á að fá kennara til að veita þessum ungmennum stuðning og hjálpa þeim að ná tök'um á náminu. í hjálp- arsveit hans vora 60 kennarar. Ég minnist orða kunningjakonu minnar sem var að reyna að hjálpa 16 ára gömlum þeldökkum pilti við námið. Hún sagði: „Hann langar svo til að gera vel, en hann hefur dottið út úr náminu fyrir svo löngu, að ég veit ekki hvort hann nær að vinna það upp.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.