Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 Ný heimsmynd séð af norrænum sjónarhól eftirJón Sigurðsson Helsta viðfangsefni 41. þings Norðurlandaráðs sem haldið var í Árósum í þessari viku var framtíð norrænnar samvinnu. Fyrir þinginu lá skýrsla forsætisráðherra Norður- landa og starfshóps á þeirra vegum um endurskipulagningu hins nor- ræna samstarfs. Meðal tillagna for- sætisráðherranna er að samstarf Norðurlanda á sviði utanríkis- og öryggismála verði aukið. í samræmi við þetta var á þessu þingi almenn umræða um utanríkis- og öryggis- mál í fyrsta sinn í sögu Norður- landaráðs. Það er því rík ástæða til að fjalla um norrænt samstarf út frá þessu sjónarmiði — skoða það í nýju ljósi — til að meta stöðu Norðurlandanna í heild — og íslands sérstaklega — í nýrri heimsmynd. Þær stórfelldu pólitísku breyting- ar sem átt hafa sér stað í umheimin- um á undanfömum árum gera það nú að verkum að norrænt samstarf þarf í auknum mæli að laga sig að kröfum nýrra tíma, óvissunni, sem einkennir þróunina í austanverðri Evrópu annars vegar, og samruna- ferlinu í álfunni vestanverðri hins vegar. Breytingamar í Austur-Evrópu Það er ljóst að efnahagsástandið í ríkjum Austur-Evrópu, þ. á m. Rússlandi, mun hafa afgerandi áhrif á það hvort lýðræðislegir stjórnarhættir ná að festa þar ræt- ur. Takist það ekki, er hætta á að grafið verði undan stöðugleika og friði, með alvarlegum afleiðingum fyrir löndin í kring, ekki síst á norð- urslóðum. Það er því mikilvægt fyr- ir Norðurlöndin að stuðlað sé að lýðræðislegum stjómarháttum í þessum ríkjum og viðskipti við þau verði aukin á grundvelli markaðsbú- skapar. í iok október var haldin í Tókýó ráðstefna um aðstoð við nýsjálf- stæðu ríkin. Þetta er þriðja ráð- stefnan sem haldin er um þetta efni. Þetta starf hefur beint at- hygli heimsins að þeim mikla vanda sem steðjar að fyrrnrn lýðveldum Sovétríkjanna og stuðlað að efna- hagssaðstoð til þeirra og samræm- ingu hennar. Norðurlöndin hafa tekið þátt í þeirri aðstoð með ýms- um hætti. Málefni Eystrasaltsríkjanna hafa á undanförnum árum skipað verð- ugan sess í samráði Norðurland- anna, sem eiga það sameiginlegt að vilja styðja þessi nágrannaríki sín sem best þau geta, enda tengj- ast þau Norðurlöndum með ýmsu móti. Það er t.d. mikilvægt að vinna að því af alefli að Rússar dragi her sinn á brott frá þessum ríkjum í samræmi við skuldbindingar sínar. Með stofnun Eystrasaltsráðsins munu fjögur Norðurlandanna eiga nánara samstarf við ríkin við Eystrasalt. ísland hefur áhuga á að tengjast því samstarfi. Upplausnin sem einkennir Aust- ur-Evrópu er gerólík því ferli til aukins samstarfs sem nú er farið eftir í Vestur-Evrópu. Samrunaferl- ið í Evrópu kallar á grundvallar- breytingar á Norðurlandasamstarf- inu. Á fundi utanríkisviðskiptaráð- herra Norðurlanda í Kaupmanna- höfn í byijun þessa mánaðar var það t.d. niðurstaðan að viðskipta- samvinna Norðurlanda færist alfar- ið inn á vettvang EES-samstarfsins. Samstarf á viðskiptasviðinu Við gildistöku EES-samningsins munu Norðurlöndin taka þátt í víð- tækari samstarfi ríkja Vestur-Evr- ópu með ríkari réttindum og skyld- um en verið hefur. Þótt vettvangur- inn verði annar minnkar ekki þörfm fyrir áframhaldandi náið norrænt samráð. Norræn samvinna mun geta hjálpað Norðurlöndunum við að koma á framfæri sameiginlegum sjónarmiðum eins og gert hefur verið með góðum árangri á vett- vangi annarra alþjóðastofnana. Því hefur oft verið haldið fram að EES sé tímabundinn áfangi á leið EFTA-ríkjanna inn í Evrópu- bandalagið og víst er að stjórnvöld í mörgum EFTA-ríkjanna líta EES- samstarfið þeim augum. En ef til vill verður EES lengur við lýði. Á síðustu mánuðum hefur hrikt í stoð- um EB vegna erfiðleika í gengis- málum og vegna ósamkomulags um framtíð Maastricht-sáttmálans. Öll saga Evrópubandalagsins segir það að framgangur EB, hvort sem er í sambandi við dýpkun bandalagsins eða breikkun, er háður ytri skilyrð- um og pólitísku andrúmslofti á hveijum tíma. EB um aldamótin verður ekki sama og EB í dag. Og þótt þijú Norðurlandanna sæki um „Orð og gjörðir Evr- ópumanna geta haft áhrif á þá stjórnmála- umræðu í Bandaríkjun- um sem ákvarðar fram- tíð Atlantshafstengsl- anna á komandi misser- um ekki síst nú þegar þessi mál eru í deiglu eftir forsetakosning- arnar. Fyrstu yfirlýs- ingar Clintons að afloknum forsetakosn- ingunum gefa góðar vonir um framtíð Atl- antshafssamstarfsins.“ aðild að EB er aðild þeirra ekki orðinn hlutur. Við íslendingar leggjum mikla áherslu á tengslin við nágranna- þjóðir okkar beggja vegna Atlants- hafsins. Eins og önnur Norðurlönd þá byggjum við okkar afkomu að verulegu leyti á milliríkjaverslun. Okkur er mikið í mun að samkomu- lag náist sem fyrst í GATT-viðræð- unum og er vonandi að ekki komi til viðskiptastríðs milli Bandaríkj- anna og Evrópubandalagsins. Við munum einnig leita nýrra leiða til þess að tryggja viðskipta- hagsmuni okkar í N-Ameríku og Asíu. Ríkisstjórnin hefur nýlega ákveðið að láta skoða sérstaklega möguleika á gerð fríverslunarsamn- inga við N-Ameríkuríkin. Samstarfí Norðurlandanna, þótt það hafi verið náið, hafa ætíð verið takmörk sett. Fjögur þeirra hafa kosið tengsl sín á milli á viðskipta- sviðinu með samstarfi í EFTA en eitt í EB. Á varnarsviðinu hafa Norðurlöndin skipst í tvo hópa, þijú hafa valið aðild að Atlantshafs- bandalaginu og tvö kosið hlutleysi. Breytingar á sviði alþjóðamála hafa varpað nýju ljósi á aðild Danmerk- ur, íslands og Noregs að Atlants- hafsbandalaginu. Tengslin yfir N orður-Atlantshaf Þau pólitísku og hernaðarlegu straumhvörf sem fylgdu í kjölfar brotthvarfs sovéskra hersveita frá Mið- og Austur-Evrópu, hruns kommúnismans og upplausnar Sov- étríkjanna, hafa m.a. valdið því að ríki Vestur-Evrópu verða að leggja nýtt mat á öryggi sitt, jafnhliða því að öryggismál álfunnar í heild eru endurmetin. Flest þessi ríki hafa átt samleið innan Átlantshafsbandalagsins í rúma fjóra áratugi og það er ljóst að aðrir raunhæfir samstarfskostir í öryggis- og vamarmálum virðast ekki koma til greina í fyrirsjáan- legri framtíð. Á hinn bóginn á sam- starfið eftir að taka breytingum sem munu leiða til þess að evrópsk aðildarríki Atlantshafsbandalagsins verða í auknum mæli að axla byrð- arnar af varðveislu eigin öryggis. Það er því nauðsynlegt að styrkja Evrópustoð bandalagsins enn frek- ar. Efling Vestur-Evrópusambands- ins er mikilvæg í þessu skyni en það er mikilvægt að öll evrópsku Atlantshafsbandalagsríkin komi þar við sögu. Þess vegna ber að fagna núverandi viðræðum um væntanlega aukaaðild íslands, Nor- egs og Tyrklands að Vestur-Evr- ópusambandinu. Á hinn bóginn er nauðsynlegt að leggja áherslu á að þetta má ekki verða á kostnað Atl- antshafsbandalagsins og Atlants- hafstengslanna. Efling Vestur-Evrópusambands- ins er ekki til þess ætluð að ein- angra Norður-Ameríkuríki innan bandalagsins, veikja skuldbindingar þeirra gagnvart bandalagsríkjum eða leysa Atlantshafsbandalagið af hólmi. íslensk stjórnvöld hafa ekki síst gengið til viðræðna um aukaað- ild að Vestur-Evrópusambandinu á þessum forsendum sem tengiliður milli vinaþjóða yfir Atlantshafið og hlekkur í öryggiskeðju vestrænna lýðræðisríkja. Það er mikilvægt að ríki Vestur- Evrópu standi vörð um Atlantshafs- tengslin í víðri merkingu. Samvinna á sviði efnahags- og viðskiptamála verður t.d. ekki skilin frá öðrum þáttum öryggismála. Bandaríkin hafa skuldbundið sig gagnvart bandamönnum í Vestur-Evrópu og staðfest það með bandarísku herliði austan megin Atlantshafsins. Við skulum vera minnug þess að þetta hefur verið grundvöllur þess friðar og jafnvægis sem ríkt hefur í Vest- ur-Evrópu frá stríðslokum og á sér ekki hliðstæðu í sögu álfunnar. Að kalda stríðinu loknu þurfa Bandaríkin að glíma við verulegan Jón Sigurðsson efnahagsvanda og munu draga úr kostnaðarsömum skuldbindingum við önnur ríki. Þetta er eðlilegt og skiljanlegt í ljósi þeirra verkefna sem bíða hvarvetna í Bandaríkjun- um en má ekki þýða afturhvarf til einangrunarstefnu. Evrópubúar eiga að hafa það hugfast að hag- sæld Bandaríkjanna er mikilvæg fyrir efnahag heimsins alls. Orð og gjörðir Evrópumanna geta haft áhrif á þá stjórnmálaum- ræðu í Bandaríkjunum sem ákvarð- ar framtíð Atlantshafstengslanna á komandi misserum ekki síst nú þeg- ‘ar þessi mál eru í deiglu eftir for- setakosningamar. Fyrstu yfirlýs- ingar Clintons að afloknum forseta- kosningunum gefa góðar vonir um framtíð Atlantshafssamstarfsins. Hjálparstarf og umhverfismál Aðstæður í alþjóðamálum hafa á stuttum tíma breyst með þeim hætti að opnast hafa ný verkefni og tæki- færi á sviði hjálparstarfs, þróunars- amvinnu og umhverfismála. Heim- urinn hefur tengst nánari böndum og ekkert ríki getur lengur staðið hjá og látið sig litlu skipta hörm- ungaratburði þótt fjarlægir séu. Líkur benda til að gífurlegt neyð- arástand kunni að skapast meðal flóttamanna í fyrrum Júgóslavíu þegar vetur gengur þar í garð. Það er biýnt að hugað verði að því með hvaða hætti unnt er að efla mann- úðaraðstoð við fómarlömb styijald- arinnar á svæðinu jafnframt því sem leita þarf allra leiða til að fínna pólitíska lausn í málefnum Bosníu- Herzegóvínu. Sama gildir einnig um hjálparþörfina í Sómalíu þar sem meira en fjórðungur barna hefur látið lífið sökum næringarskorts. Norðurlöndin hafa raunar þegar lagt myndarlegan skerf af mörkum í þessu efni, en þörfin er mikil. Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfí og þróun, sem haldin var í Rio de Janeiro á síðastliðnu sumri, markar sögulegan áfanga í Fremstur HEKLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.