Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 T MÖRGUNBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 27 fMtogMSifelitfrti Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson,' Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vigrfir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Norðmenn sækja um EB-aðild [orska ríkisstjómin mun á næstu dögum sækja formlega um a3il3 að Evrópubandalaginu í kjölfar samþykktar þings Verkamanna- flokksins þess efnis um síðustu helgi. Meirihlutinn á flokksþinginu var nokkuð skýr. Alls voru 182 þingfull- trúar samþykkir aðildarumsókn en 106 voru því andvígir. Skoðanakann- anir benda hins vegar til, að andstað- an við aðild sé enn ríkari meðal al- mennra flokksmanna. Um 42% kjós- enda Verkamannaflokksins eru fylgj- andi aðild og um 37% andvíg. Þá birtust, um svipað leyti og flokks- þingið hófst, kannanir sem benda til að 54% Norðmanna séu andvíg aðild, sem er nokkur fjölgun frá síðustu könnun, og einungis 29% fylgjandi. Sautján prósent kjósenda hafa ekki enn tekið afstöðu. Margir hafa haft efasemdir um hversu mikla áherslu Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra legði í raun á EB-aðild. Þær efasemdir hljóta hins vegar að hafa horfið eftir tilfinningaþrungtia, klukkustundar- langa ræðu, sem hún fiutti við upp- haf þingsins. Þar útskýrði Brundt- land hvers vegna hún teldi rétt að Norðmenn sæktu um aðild og hvers vegna hún teldi að ekki væri hægt að bíða lengur. Helstu rök Brundt- land eru að EB-aði!d sé besta leiðin til að tryggja atvinnu og frið og standa vörð um umhverfíð. Þá myndu bestu samningamir nást í samfloti með Svíum og Finnum. Líkt og flest- ir aðrir talsmenn norskrar aðildar Ieggur hún jafnframt áherslu á að í aðildarviðræðunum verði að ná fram undanþágum varðandi norskan sjáv- arútveg, landbúnað og byggða- stefnu, eigi hún að geta mælt með því að aðildin verði samþykkt þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, líklega'árið 1994 eða 1995. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Norðmenn standa frammi fyrir af- drifaríkri ákvörðun á þessu sviði. Evrópumáþn hafa verið eitt hat- rammasta deilumál þjóðarinnar í þijá áratugi og klofnaði hún í tvennt er gengið var til þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópubandalagsaðild árið 1972. Þá greiddu 53,5% þjóðarinnar at- kvæði gegn aðild og það var ekki fyrr en í lok níunda áratugarins að málið komst fyrir alvöru á dagskrá norskra stjómmála á ný. Hægriflokkurinn tók það upp í stefnuskrá sína árið 1989 að Norð- menn ættu að ganga í EB og for- ysta Verkamannaflokksins tók einn- ig af skariðJ þessum efnum fyrr á þessu ári., Verkamannaflokkurinn hefur farið mjög varlega í sakimar enda var hann lengi að sleikja sárin eftir þær innbyrðis deilur sem urðu í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðsl- una 1972. Norska alþýðusambandið hefur líka miklar efasemdir um ágæti aðildar en það er mjög áhrifamikið innan flokksins. Loks benda kannan- ir til að Verkamannaflokkurinn sé líklegri til að tapa fylgi en græða með einörðum stuðningi við EB, sem er flokksforystunni áhyggjuefni, ekki síst í ljósi þess að þingkosningar verða næsta haust. Jafnvel innan Hægriflokksins er allt að þriðjungur stuðningsmannanna á móti aðild. Hörðustu andstæðingana er hins vegar að finna innan Miðflokksins og Sósíalíska vinstriflokksins. Mið- flokkurinn hefur ávallt haft miklar efasemdir um of nána alþjóðlega samvinnu. Hann var á móti ÉES og greiddi jafnvel á sínum tíma atkvæði gegn því að Norðmenn tækju þátt í norrænni samvinnu. Sósíalíski vinstriflokkurinn leggur hins vegar áherslu á að markaðsöflin séu alls- ráðandi innan EB og að umhverfis- málastefna bandalagsins sé ekki til fyrirmyndar. f báðum þessum flokk- um er þó þrátt fyrir allt einnig að finna einhvem fjölda stuðnings- manna. Það er engin leið að spá fyrir um hver verði niðurstaða norsku þjóðar- innar þegar hún greiðir loks atkvæði um niðurstöður aðildarviðræðnanna. Stuðningsmenn aðildar Ieggja allt sitt traust á að þegar að því komi hafí Finnar og Svíar þegar samþykkt aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu og að viðunandi lausn hafi fundist á Maastricht-vanda Dana, sem þeir hafí þá einnig samþykkt í þjóðarat- kvæðagreiðslum. Líkt og í Noregi benda hins vegar skoðanakannanir í Svíþjóð til að andstæðingar aðildar séu mun fleiri en stuðningsmenn. Ríkisstjórnir landanna segjast sann- færðar um að þetta muni breytast þegar umræðan fer í gang af fullum krafti og niðurstöður samninga liggja fyrir. Allt bendir hins vegar til að deil- umar í Noregi verði jafn magnaðar að þessu sinni sinni og þær voru 1972. Það er mönnum sérstakt áhyggjuefni að svo virðist sem þjóðin muni klofna landfræðilega í tvennt í afstöðunni til málsins. íbúar suður- hluta landsins og höfuðborgarinnar Óslóar em mjög hlynntir aðild en íbúar Norður-Noregs mjög andvígir. Þjóðaratkvæðagreiðslan er einungis ráðgefandi og norska þingið verður að staðfésta niðurstöðuna. Andstæð- ingar aðildar hafa segja að nái flokk- ar þeirra meirihluta í næstu þing- kosningum muni þeir ekki staðfesta EB-aðiId verði meirihluti með aðild naumur. Þetta hefur kallað fram mjög hörð viðbrögð stuðningsmanna, sem segja slíkt eiga eftir að leiða tií pólitískrar borgarastytjaldar í Nor- egi. Því hefur stundum verið haldið fram að aðildarumsókn sjávarútvegs- þjóðarinnar Noregs muni knýja á Islendinga að gera slíkt hið sama. Hagsmunum okkar sé best borgið í aðildarviðræðum með hinum Norður- löndunum. Þetta er ekki rétt. Mikil- vægustu hagsmunir okkar íslend- inga, þeir er tengjast sjávarútvegi, hafa þegar verið tryggðir á fullnægj- andi hátt með samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið. Menn ættu að hafa það hugfast að samtök norska sjávarútvegsins eru í hópi þeirra sem hvað harðast hafa mælt gegn aðild. Deilur þær sem einkennt hafa Evrópuumræðuna í Noregi, og setja munu áfram svip sinn á stjórn- mál þar næstu ár, ættu líka að verða þeim sem mæla með aðild íslendinga að Evrópubandalaginu umhugsunar- efni. Megum við við slíku? YFIRTAKA LANDSBANKANS A SAMBANDSFYRIRTÆKJUM Bankinn yfirtekur eignir frá Sambandinu fyrir 2,5 milliarða HÖMLUR hf., eignarhaldsfélag Landsbankans, kaupir eignir af Sambandinu fyrir 2.513 milljónir króna, samkvæmt þeim samning- um sem Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, Jakob Bjarnason, framkvæmdasljóri Hamla, Sigurður Markússon, stjórnarformaður Sambandsins, og Þorsteinn Sveinsson, varafor- maður Sambandsstjómar, kynntu fréttamönnum á fundi í Lands- bankanum laust fyrir hádegi í gær. Bókfært verð þessara eigna var í ársskýrslu Sambandsins um síðastliðin áramót nálægt 3.400 milljónum króna. Að sögn Sigurð- ar Markússonar er áætlað að eign- ir þær sem Sambandið heldur eft- ir séu um 1.000 milljóna króna virði, en skuldir Sambandsins muni í efnahagsreikningi þessa árs verða liðlega hálfur milljarður króna. Þannig áætlar stjórnar- formaðurinn að hlutfall eiginfjár Sambandsins um áramót verði á milli 47% og 48%. A blaðamannafundi sem fjór- menningarnir héldu sameiginlega í gær í kjölfar undirritunar samninga lýstu báðir aðilar því yfir að þeir væru sáttir við þá samninga sem gerðir hafa verið, svo og við sam- starfið við samningagerð og allan undirbúning málsins. Samningarnir verða væntanlega samþykktir af bankaráði Landsbankans og stjórn Sambandsins í dag. „Það gekk vonum framar að ná samkomulagi í þessu flókna og viða- mikla máli,“ sagði Sverrir á fundin- um með fréttamönnum, „Lands- bankinn er sáttur við niðurstöðuna.“ Sverrir greindi frá því að yfirtaka Landsbankans á ákveðnum eignum Sambandsins, til skuldajöfnunar við bankann, næmi 2.513 milljónum króna, en hann vildi ekki sundurliða hvað hefði samist um í verðmati á hverri einstakri eign. Þær eignir sem Landsbankinn eignast nú að miklu eða öllu leyti eru: 33% hluti í Olíufé- laginu, sem þegar hefur verið seldur ESSO fyrir 1.048 milljónir króna. 84% í Samskipum fyrir 710 milljónir króna, en bókfært verð þess hlutar um síðustu áramót var um 790 millj- ónir króna. íslenskar sjávarafurðir hf., bókfært verð 45,5% er 300 millj- ónir króna. Landsbankinn jrfirtekur um 41% í íslenskum sjávarafurðum og samkvæmt bókfærða verðinu er verðmæti þess eignarhlutar um 286,5 milljónir króna. Efnaverk- Morgunblaðið/Kristinn Frá blaðamannafundinum í gær. Sigurður Markússon, sljórnarformaður Sambandsins, er til vinstri, þá Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, og Jakob Bjarnason, framkvæmdasljóri Hamla hf. smiðjan Sjöfn hf., 50%, bókfært verð þeirrar eignar var 172 milljónir króna. Samvinnusjóður íslands hf., 32%. Bókfært verð um síðustu ára- mót var tæp 121 milljón króna, en nafnverð 116 milljónir króna. Lands- bankinn yfirtekur einungis þau hlutabréf í Samvinnusjóðnum sem bankinn hafði að handveði, en það var 17,5% hluti sjóðsins og var hann metinn á um 50 milljónir króna, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Kaffibrennsla Akureyrar, 49%, bókfært verð 85,8 milljónir. Sam- vinnuferðir-Landsýn, 33%, sem voru bókfærð sem 16 milljóna króna virði. Reginn hf., 100%, sem voru með bókfært verð upp á 716 milljónir króna. Kirkjusandur hf., sem bók- færður var fyrir 60 milljónir króna, þ.e.a.s. 100% hlutur í fyrirtækinu. Loks fær Landsbankinn hlut Sam- bandsins í Þróunarfélaginu hf. og eitthvað af fasteignum. Gróflega áætlað má segja að þær eignir sem Landsbankinn tekur nú yfir fyrir 2,5 milljarða króna hafí verið bókfærðar í síðasta ársreikningi Sambandsins Hömlur yfirtaka: Söluverð millj. kr. Olíufélagið hf. 33% 1.169 1.048 Samskip hf. 84% 790 710 íslenskar sjávarafurðir hf. 41% 286 ? Efnaverksmiðjan Sjöfn hf. 50% 172 ? Samvinnusjóður íslands hf. 17,5% 50 ? Kaffibrennsla Akureyrar hf. 40% 86 ? Samvinnuferðir-Landsýn hf. 33% 16 ? Reginn hf. 100% / 716 0 Kirkjusandur hf. 100% 60 ? Þróunarfélag íslands hf. ? Nokkrar fasteignir - ? SAMTALS : 3.345 2.513 Sambandið heldur eftir: Dráttarvélar hf. 100% 77 (slenskur skinnaiðnaður hf. ^á. m> ' 233 Jötunn hf. 97% 127 MikligarÖur hf. 94% o^ f Prentsmiðjan Edda hf. 74% 21 íslenskar sjávarafurðir hf. >, 4,5% 13 |§ Samvinnusjóður íslands hf. 14,5% 71 Nýjateiknistofan hf. ** 2S% ■w/, 2 Þrjár hæðir í Sambandshúsinu 500 SAMTALS 1.044 fyrir um 3,4 milljarða króna, eða fyrir 900 milljónum króna hærri upphæð en Landsbankinn yfirtekur eignirnar á. Sigurður Markússon tók í sama streng og Sverrir og sagði Sam- bandsmenn vera sátta við þá niður- stöðu sem náðst hefði. „Þarna er um tvo og hálfan milljarð króna að ræða og Sambandið mun þá greiða niður skuldir sínar að sama skapi,“ sagði Sigurður. Hann sagði að útlit væri fyrir að efnahagsreikningur Sam- bandsins í lok þessa árs, þegar búið væri að ganga frá öðrum hlutum í kjölfar samninga Sambandsins og Landsbankans, liti þannig út, miðað við að eignir væru mjög hóflega metnar, að eignir yrðu um 1.001 milljón króna, en skuldir Sambands- ins yrðu aðeins rúmlega 500 milljón- ir. „Þar af leiðandi getur eigið fé Sambandsins í árslok orðið 47% eða 48%,“ sagði Sigurður. Hann rifjaði upp að þegar endurskipulagningar- starf Sambandsins hófst fyrir rúm- um tveimur árum hefðu heildar- skuldir Sambandsins numið rúmum 10 milljörðum króna, sem framreikn- aðir til dagsins í dag, miðað við bygg- ingarvísitölu, væru um 13 milljarðar króna. „Þetta þýðir að væntanlega erum við að koma skuldum Sam- bandsins niður í um 4% af því sem þær voru fyrir tveimur til þremur árum,“ sagði Sigurður. Þær eignir sem eftir standa í Sam- bandinu eru Mikligarður hf., Jötunn hf. og Islenskur skinnaiðnaður, en fyrirtækið á yfír 90% í þessum fyrir- tækjum. Auk þess á Sambandið 49% í Goða hf. Þá heldur Sambandið eft- ir um 4,5% eignarhlut sínum í ís- lenskum sjávarafurðum hf. að sögn Sigurðar. Sigurður sagði að línur myndu skýrast um áframhald á starfsemi Sambandsins að loknum stjórnar- fundi þess í dag. „Mér sýnist alveg ljóst að við munum halda áfram á þeirri braut að selja hlutabréf til þess að greiða skuldir, nákvæmlega eins og við höfum verið að gera nú,“ sagði Sigurður. Sverrir Hermannsson sagði að skuldir Sambandsins við erlenda lán- ardrottna hefðu lækkað verulega síð- ustu misserin, eða úr tæpum 2,6 milljörðum króna í tæpan milljarð króna. Hann sagði að með söluand- virði þeirra eigna sem Hömlur hefðu nú keypt af Sambandinu hygðist Landsbankinn einnig gera upp við erlenda viðskiptabanka Sambands- ins. „Eftir að þessum samningum hefur verið náð er það mat Lands- bankans að hann hafí náð andvirði þess sem hann þarf að standa skil á í uppgjöri við bankann og erlendu bankana," sagði Sverrir, en bætti við að ekki væri hægt að segja ná- kvæmlega til um hvernig til tækist með sölu eigna eða hversu mikil verðmæti bankanum tækist að gera sér úr eignunum. Hann sagði að bankinn myndi kappkosta að selja eignirnar eins fljótt og auðið væri. Sverrir benti á að ekki færi vel á því að Landsbankinn ræki Samskip til frambúðar, í hörkusamkeppni við stóran viðskiptavin sinn, Eimskip. Aðspurður hvort það færi þá vel á því að Landsbankinn seldi þessum stóra viðskiptavini sínum það skipa- félag sem hann nú hefur eignast að miklum hluta, svaraði bankastjóri Landsbankans: „Ég á ekkert að gá að samkeppni hér sérstaklega. Landsbankinn er ekki félagsmála- stofnun. En ég vil engu svara um það. Við hljótum að selja hæstbjóð- anda, að öðru jöfnu.“ Hann bætti við að Eimskip hefði ekki sýnt slikum kaupum áhuga, „ekki með hálfu orði.“ Hann sagðist ekki ætla að dæma um það hvort Eimskip teldi það vera sér í hag, að vera eitt á skipaflutningamarkaðnum, nú þegar svo mikið væri rætt um eðlilega sam- keppni. Sverrir sagði að ýmsir menn hefðu sýnt áhuga á ákveðnum eignum sem nú heyrðu Landsbankanum til og nefndi sérstaklega að núverandi eig- endur íslenskra sjávarafurða hf. hefðu sýnt því áhuga að eignast þessi rúmu 40% í fyrirtækinu sem Landsbankinn hefur nú eignast. Hann sagði að hann vildi gjarnan ræða við Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna (SH) því það kynni að vera spurning um hvort rétt væri að hafa tvöfalt sölukerfi á íslenskum sjávar- afurðum í Bandaríkjunum. Sverrir sagði að Landsbankinn myndi sækja út fyrir bankann, nú þegar að því kæmi að skipa stjórnar- menn fyrir hönd bankans í þau fyrir- tæki sem hann hefur nú eignast að hluta eða öllu leyti. Fulltrúar Sam- bandsins í stjórnunum myndu segja af sér í þeim stjórnum sem þeir nú sætu. Texti Agnes Bragadóttir AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGÁDÓTTIR Eigið fé Regins uppurið Landsbankinn tekur yfir hlutabréf Regins í Sam- einuðum verktökum fyrir örfáar þúsundir króna LANDSBANKI íslands mun fara með umboð hlutabréfa Regins hf. í Sameinuðum verktökum frá og með deginum í dag, það er að segja þegar stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga og bankaráð Lands- bankans hafa samþykkt þá samninga um kaup eignarhaldsfélags Lands- bankans, Hamla hf., á ýmsum eigum Sambandsins, til skuldajöfnunar við Landsbankann, sem undirritaður var í Landsbankanum laust fyrir hádegi í gær af forsvarsmönnum Landsbanka og Sambandsins. Ekki er þar með sagt að mikil verðmæti fylgi þessu umboði þegar í stað, sem nú færist á hendur Landsbankans, þar sem Reginn hf. var af Landsbank- anum yfirtekinn gegn nánast engu kaupverði, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Samkvæmt sömu heimildum er ástæða þessa sú að þrátt fyrir bókfært verð Regins hf. í ársskýrslu Sambandsins fyrir síðastliðið ár upp á tæpar 716 milljónir króna hefur Sambandið veðsett þessa eign sína algjörlega í botn, þannig að verðlaus umgjörðin, nafnið Reginn hf., stendur ein eftir og eigið fé er uppurið. Allar skuldir Regins eru við Landsbankann og má því segja að bankinn skuldajafni þær skuldir Regins með því að yfirtaka bréf fyrirtækisins í Sameinuðum verktökum Landsbankinn hefur að sjálfsögðu fullan hug á því að breyta þessari mynd, þannig að duldar eignir Regins í Sameinuðum verktökum, þar sem hann á 16% hlut, og íslenskum aðal- verktökum komi bankanum til tekna. Auk þess á Reginn Holtagarða. Því mun það hafa verið ákveðið, bæði af forsvarsmönnum Landsbankans og Sambandsins, að greina ekki frá því við hvaða verði bankinn keypti Regin hf., en þótt ótrúlegt kunni að virðast mun það hafa verið frágengið í samn- ingunum að kaupverðið væri aðeins talið í þúsundum króna, en ekki millj- ónum eða hundruðum milljóna eins og flestir munu hafa átt von á. Hjá Sameinuðum verktökum mun ekki ríkja neinn áhugi á því að kaupa af Landsbankanum bréf Regins í Sameinuðum, eftir því sem næst verð- ur komist. Hlutafélagalögin eru á þann veg að þar sem hluthafar í Sam- einuðum verktökum eru fleiri en 200 talsins (þeir munu vera um 210) gild- ir það ekki að aðrir hluthafar í félag- inu hafi forkaupsrétt, eins og hægt er að hafa í félagasamþykktum sé hluthafafjöldinn innan við 200. Raun- ar munu Sameinaðir ekki hafa tekið neina afstöðu til þess hvort þeir tækju aftur upp gömlu félagasamþykktirnar um forkaupsrétt hluthafa ef hluthöf- um fækkar niður fyrir 200. Þótt svo væri ekki myndu aðrir hluthafar í Sameinuðum verktökum ekki hafa áhuga á að kaupa bréf Regins, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Raunar fer nú fram á vegum Sameinaðra verktaka verð- mat á hlutabréfum í Sameinuðum og er þess vænst í félaginu að því verð- mati verði lokið annaðhvort í lok þessa mánaðar eða í byijun þess næsta. Hver og einn hluthafí í Sameinuðum verktökum mun væntanlega bíða með sölu á hlutabréfum sínum í Sameinuð- um, hafi hann á annað borð áhuga á að selja, þar til því verðmati er lokið. Að verðmati loknu kynnu margir hlut- hafa að hafa áhuga á að selja sinn hlut í Sameinuðum, enda telja hlut- hafar að með því að fá fram verðmat hafí skapast grundvöllur fyrir við- skipti á hlutabréfamarkaði. Heimildir blaðsins herma að Lands- bankinn hyggist undir engum kring- umstæðum ætla að láta draga sig inn í aðra hvora þeirra stríðandi fylkinga sem nú takast á í Sameinum verktök- um, heldur einungis að reyna að tryggja eignarhlut sinn í félaginu sem best. Ákveðnir aðilar halda því fram að þar sem Landsbankinn fari nú með bréf Regins í Sameinuðum hafí staða þeirrar stjórnar sem kjörin var á átakamiklum aðalfundi félagsins 18. september sl. styrkst, án þess þó að Landsbankinn ætli að skipa sér í lið í Sameinuðum. Sá hópur sem varð undir á aðalfundi Sameinaðra í sept- ember, hefur eins og kunnugt er kraf- ið stjórnina um að haldinn verði nýr aðalfundur félagsins eigi síðar en 27. nóvember næstkomandi. Eins og ít- rekað hefur komið fram hér í Morgun- Signrður hættir sem stjómar- formaður í OKufélaginu hf. FULLTRÚAR Sambandsins í flestum dóttur- og samstarfsfélögunum sem Hömlur hf. hafa keypt munu segja sig úr stjórnum hlutafélaganna. Á stjórnarfundi Olíufélagsins hf. síðdegis í gær sagði Sigurður Markús- son, stjórnarformaður Sambandsins og formaður stjórnar Olíufélagsins hf., af sér vegna þess að Sambandið hefur selt Olíufélaginu eignarhlut sinn. í einhveijum félaganna eru líkur á að núverandi stjórnarmenn sitji áfram. Þannig er rætt um að fulltrúar Sambandsins í stjórn ís- lenskra sjávarafurða, Samvinnuferða-Landsýnar hf. og Samvinnusjóðs íslands hf. sitji til næsta aðalfundar. Guðjón B. Ölafsson, forstjóri Sam- bandsins, Signrður Gils Björgvinsson, hagfræðingur hjá fyrirtækinu, og Sigurður Markússon, stjórnarformað- ur Sambandsins, þurfa nú að víkja úr þremur til fjórum stjórnum hver en aðrir úr færri. Stjórnir félaganna eru þannig skip- aðar: Samskip hf.: Guðjón B. Ólafsson formaður, Magnús Gauti Gautason varaformaður, Gunnar Sveinsson, Þórólfur Gíslason og Sigurður Gils Björgvinsson. Guðjón, Gunnar og Sig- urður Gils eru fulltrúar Sambandsins í stjórninni. Islenskar sjávarafurðir hf.: Hex-j mann Hansson formaður, Guðjón B. Ólafsson varaformaður, Rögnvaldur Friðbjörnsson, Einar Svansson, Gísli Jónatansson, Jón Guðmundsson og Sigurður Markússon. Guðjón og Sig- urður eru taldir fulltrúar Sambands- ins. Olíufélagið hf.: Stjórn félagsins var þannig skipuð þar til síðdegis í gær: Sigurður Markússon l'ormaður, Kristján Loftsson varaformaður, Magnús Gauti Gautason, Margeir Daníelsson og Karvel Ögmundsson. Olíufélagið hf. keypti sjálft hlut Sam- bandsins á dögunum. Sigurður var fulltrúi Sambandsins í stjórninni en sagði af sér á stjórnarfundi í gær og tekur varamaður sæti hans. Reginn hf.: Guðjón B. Ólafsson formaður, Axel Gíslason og Sigurður Markússon. Sambandið kýs þá alla. Kaffibrennsla Akureyrar hf.: Magnús Gauti Gautason formaður, Sigurður Gils Björgvinsson varafor- maður, Þorkell Jóhann Pálsson og Björn Ingimarsson. Sigurður Gils og Björn eru fulltrúar Sambandsins. Efnaverksmiðjan Sjöfn hf.: Magnús Gauti Gautason formaður, Sigurður Jóhannesson, Guðjón B. Ólafsson og Sigurður Gils Björgvins- son. Tveir þeir síðarnefndu sitja í stjórninni fyrir hönd Sambandsins. Kirkjusandur hf.: Ríkharð Ó. Jónsson formaður, Halldór K. Hall- dórsson og Sigurður Gils Björgvins- son. Sambandið hefur átt öll hluta- bréfin og eru allir stjórnarmenn skip- aðir af Sambandsstjórn. Samvinnusjóður íslands hf.: Þor- steinn Sveinsson formaður, Benedikt Sigurðsson varaformaður, Gunnar Sigurðsson, Ólafur Sverrisson og Morgunblaðið/Kristinn Þeir Sigurður Markússon, stjórnarformaður Sambandsins, og Þor- steinn Sveinsson, varaformaður stjórnar Sambandsins, að afloknum fundi með fréttamönnum í gær. Björn Ingimarsson. Samvinnuferðir-Landsýn hf.: Vilhjálmur Jónsson formaður, Ás- mundur Stefánsson, Axel Gíslason, Ögmundur Jónasson, Guðjón B. Ólafsson, Benedikt Valsson og Hauk- ur Halldórsson. Guðjón er fulltrúi Sambandsins. blaðinu var ágreiningur minnihlutans við meirihlutann í því fólginn að minnihlutinn vildi að ákvörðun væri tekin um að leysa upp starfsemi Sam- einaðra og greiða hluthöfum út and- virði eignarhluta síns. Samkvæmt mínum upplýsingum mun Landsbank- inn ekki telja að slík aðferð samrým- ist þeim hagsmunum sem bankinn á að gæta í þessum efnum, þ.e. að hámarka virði hlutabréfanna. Stjórn Sameinaðra verktaka fjall- aði á fundi í gær um þessa kröfu, og niðurstaðan varð sú að óska lög- fræðilegrar álitsgerðar á kröfu minni- hlutans um nýjan aðalfund. Páll Gústafsson sagði í gær þegar hann var spurður hvort hann teldi að staða minnihlutans í Sameinuðum hefði veikst við yfirtöku Landsbank- ans á Regin hf.: „Ég sé ekki að það breyti neinu. Ég á ekkert endilega von á því að Landsbankinn muni ganga í lið með okkur, enda hefur það ekkert með málefnið að gera, sem við erum að berjast fyrir, það er að fá haldinn löglegan aðalfund. Við vilj- um að aðalfundarstörf fari fram. Það var fullt af óloknum málefnum á þess- um fundi í september og við viljum að kosning fari löglega fram.“ Eins og kom fram hér í Morgun- blaðinu í síðustu viku er nú um það ' rætt að íslenskir aðalverktakar, fyrir- tæki og sveitarfélög á Suðurnesjum stofni í sameiningu eignarhaldsfyrir- tæki með um 500 milljón króna hlut- afjárframlagi, sem stuðli að atvinnu- uppbyggingu á Suðurnesjum. Stjórn- völd, sem eiga 52% í íslenskum aðal- verktökum, hafa þegar lýst jákvæðri afstöðu í þessum efnum, sömuleiðis Sameinaðir verktakar, en ekki liggur fyrir að Landsbankinn, sem eigandi Regins, sé reiðubúinn til þess að ráð- stafa fjármunum með þessum hætti til Suðurnesja. Þó benda menn á að Landsbankinn sé ríkisbanki, þannig að ef slíkt verður á endanum sam- þykkt bæði af ríkisstjórn, Sameinuð- um verktökum, fyrirtækjum og sveit- arfélögum, sé ekki ólíklegt að pólitísk- ur meirihluti í bankaráði Landsbank- ans myndi jafnframt fallast á slíka aðgerð. Þar er þó ekki átt við pólitísk- an meirihluta stjórnarflokkanna, enda er stjómarandstaðan með meirihluta í bankaráði Landsbankans, þótt ótrú- legt sé, en hann mynda þau Lúðvík Jósepsson, fulltrúi Álþýðubandalags- ins, Kristín Sigurðardóttir, fulltrúi Kvennalista og Steingrímur Her- mannsson, fulltrúi Framsóknar- flokksins. En á það er bent að einn bankaráðsmaður Landsbankans úr liði stjórnarandstöðunnar er þingmað- ur Reykjaneskjördæmis, þ.e. Stein- grímur Hermannsson, og menn fá í fljótu bragði ekki séð hvernig hann ætti stöðu sinnar vegna að geta lagst gegn slíkri hugmynd. Því er alveg til í dæminu að ákvörðun sem þessi verði knúin í gegn í bankaráði Landsbank- ans þó svo að bankastjóm hans verði því hugsanlega andvíg. En þá er líka mögulegt að Lands- bankinn leggi höfuðkapp á að selja hlutabréf Regins í Sameinuðum hið allra fyrsta til þess að forðast að þurfa að taka þátt í Suðurnesjadæm- inu. En þá vaknar spumingin um það hverjir vilja kaupa. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins er áhugi ekki fyrir hendi hjá stjórnvöldum á ' slíkum kaupum, og eins og að framan segir ekki heldur hjá öðmm hluthöf- um í Sameinuðum og miðað við þá efnahagslegu lægð sem nú ríkir í þjóðfélaginu verður ekki séð í fljótu bragði að kaupendur að þessum hlut bíði í röðum eftir að eignast hlut í fyrirtæki með framtíð í algjörri óvissu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.