Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 38
3$ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 Vilhjálmur Björnsson fv. framkvæmdasljóri Látinn er í Reykjavík Vilhjálmur Björnsson, á áttugasta og sjötta aldursári. Með honum er genginn góður og vandaður maður, einstakt ljúfmenni, sem vildi hvers manns vanda leysa. Vilhjálmur Björnsson var fæddur 16. september 1907 í Narfakoti í Njarðvíkum. Hann lauk prófi frá Verzlunarskóla íslands 1925 og var starfsmaður hjá Pósthúsinu í Reykjavík frá 1926 tii 1928 og aft- ur frá 1930 til 1941. Á árunum frá 1928 til 1930 bjó hann í Winnipeg í Kanada og stundaði þar ýmis störf. En í desember 1941 hóf hann að starfa hjá H. Benediktsson & Co., síðar H. Benediksson hf. Hann byrj- aði sem sölumaður, en árið 1950 var hann gerður að fulltrúa og 1954 varð hann annar af framkvæmda- stjórum fyrirtækisins. Þeirri stöðu gegndi hann þangað til 31. marz 1980, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir, þá sjötíu og þriggja ára gamall. Vilhjálmur Björnsson kvæntist 4. nóvember 1933 Bjamveigu Helgadóttur. Hún lifír mann sinn. Þau eignuðust eina dóttur, Helgu lyfjafræðing. Hún er látin. Við Vilhjálmur Bjömsson vomm samstarfsmenn hjá H. Benedikts- son hf. í tæplega þijá áratugi. Tókst með okkur mikil og góð vinátta, sem aldrei bar nokkum skugga á. Vil- hjálmur var afskaplega heiðarlegur og vel gerður maður og naut hann óskoraðs traust allra og var hann vinsæll maður. Hann hafði ríka kímnigáfu og var yfirleitt stutt í brosið, þó svo mikið væri að gera. Vilhjálmur og Bjarnveig, eftirlifandi kona hans, sýndu mér og fjölskyldu minni alla tíð mikla ræktarsemi og tryggð. Fyrir það og fyrir vináttu þeirra verðum við Sjöfn ævinlega þakklát. Ég kveð Vilhjálm vin minn á þessari stundu með eftirsjá og söknuði. Hvíli hann í friði. Björn Hallgrímsson. Samtíðarmennirnir hverfa smám saman á braut - það er lífsins saga. Vinur minn Vilhjálmur Bjömsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, lést 31. október sl. á Landspítalanum. Hafði hann legið þar sjúkur um nokkurn tíma og síðustu mánuði rúmfastur að mestu. Þótt sjúkur væri naut hann þess að fá heim- sóknir vina sinna og fyrmm sam- starfsmanna og það mátti glöggt sjá þegar hann tók á móti gestum á 85 ára afmælinu sínu nú í haust. Ég hef þekkt Vilhjálm í tæp 50 ár og tengdumst við sterkum vin- áttuböndum í tímans rás. Það er síður en svo sjálfgefíð að menn verði vinir. Halldór Laxness segir einhver staðar að vinátta sé venslun með kærleika. Hvað sem um það má segja er þó víst að kunnings- skapur okkar Vilhjálms þróaðist upp í vináttu sem mér 'er mikils virði. Er nú skarð fyrir skildi þegar Vilhjálms nýtur ekki lengur við. Kynni okkar Vilhjálms hófust innan Oddfellow-reglunnar og styrktist mest á þeim vettvangi. En þar var hann búinn að starfa í rúm 50 ár er hann lést. Vilhjálmur var athugull, varkár og greindur maður er ávann sér traust félaga sinna. Hann var því fljótlega kjörinn til forystu og öll þau störf er hann vann þar leysti hann svo vel af hendi að honum verður seint full- þakkað. Vilhjálmur fæddist 16. septem- ber 1907 að Narfakoti í Njarðvík- um. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Níelsdóttir og Björn Bjömsson bókari hjá verslunarfé- lagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík og þar ólst Vilhjálmur upp til 14 ára aldurs, er hann fluttist til föður- bróður síns Guðmundar póstfulltrúa Bergssonar í Reykjavík og bjó Vil- hjálmur lengst af hjá honum áður en hann kvæntist að undanskildu tveggja ára tímabili sem hann dvaldist í Kanada (1928-1930). Vil- hjálmur lauk prófi frá Verslunar- skóla Islands árið 1925. Hann starf- aði hjá verslun Bjöms Kristjánsson- ar í eitt ár en réðst síðan sem starfs- maður til Póststofunnar í Reykjavík þar til hann hóf störf hjá H. Bene- diktssyni og varð hann síðar fram- kvæmdastjóri hjá því fyrirtæki þar til hann lét af störfum sökum ald- urs. Hinn 4. nóvember 1934 kvæntist yilhjálmur Bjamveigu Helgadóttur Árnasonar safnhúsvarðar í Reykja- vik og bjuggu þau alla tíð hér í Reykjavík. Þau eignuðust eina dótt- ur, Helgu Þuríði, sem nam lyfja- fræði og var lyfsali í Mosfellsbæ. Rak hún þar apótek með miklum myndarbrag. Hún var gift Reyni Eyjólfssyni lic. pharm. og eignuðust þau eina dóttur, Kristínu sjúkra- þjálfara. Fyrir tveimur árum urðu þau Vilhjálmur og Bjarnveig fyrir þeirri miklu sorg að missa Helgu sína. Kristín hefur, ásamt Reyni föður sínum og systurdætrum Bjamveigar, reynst ömmu sinni og afa einstök hjálparhella í veikindum Bjarnveigar í sumar og nú síðast í veikindum afa síns og við fráfall hans. Við hjónin áttum margar ánægjulegar stundir með þeim Bjarnveigu og Vilhjálmi. Það var ætíð ánægjulegt að koma á heimili þeirra og vorum við þar tíðir gestir og þau hjá okkur. Margs er að minnast frá skemmtilegum sam- vemstundum á ferðalögum innan- lands sem utan. Nú er komið að leiðarlokum hjá Vilhjálmi. Kæra Veiga, við hjónin og ijöl- skylda okkar vottum þér og fjöl- skyldu þinni innilega samúð okkar og þökkum allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman á liðnum ámm. Blessuð sé minning Vilhjálms Bjömssonar. Hilmar Garðarsson. Jörðin leggst í langan vetrardvala. Lífíð sefur rótt um myrka stund. En seinna kemur sumarrós á bala og sólin kyssir lautir, hæðir, sund. + ÁSDÍS SVEINSDÓTTIR THORODDSEN gullsmiður, lést að morgni hins 10. nóvember. Jarðarförin fer fram í kyrrþey. Börn, tengdabörn, barnabörn og systur. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR ELÍN JÓNASDÓTTIR frá Lisudal, Staðarsveit, til heimilis á Álfhólsvegi 30, Kópavogi, andaðist miðvikudaginn 11. nóvember. Fríðgeir Ágústsson, Jónas Friðgeirsson, Sigurveig Runólfsdóttir, Sigurveig Friðgeirsdóttir, Ágúst Friðgeirsson, Sigurbjörg Traustadóttir, Ásgeir Friðgeirsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför HELGU SVEINSDÓTTUR, Grjótá, Fljótshlíð. Þorbjörn Jónsson, börn, tengdadóttir og sonardætur. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðar- för systur okkar og frænku, GUÐRÚNAR ANDRÉSDÓTTUR, Hellukoti, Stokkseyri. Margrét Andrésdóttir, Jórunn Andrésdóttir Ester Þorsteinsdóttir og aðrir vandamenn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR, Stigahlíð 30, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Oddgeir Ólafsson, Einar Oddgeirsson, Valgerður Brand, Oddgerður Oddgeirsdóttir, Daníel Pétursson, Ólöf Oddgeirsdóttir, Magnús Magnússon og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför dóttur minnar og systur okkar, INGER ÁGÚSTU KRISTJÁNSDÓTTUR, San Jose, Kaliforníu. Sigríður Á. Söebech, Pétur Kristjánsson, Kristján Kristjánsson, Ellen Kristjánsdóttir og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall eigin- konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDU SIGURÐARDÓTTUR, Sólvöllum 5, Húsavík. Halldór Bárðarson, Bárður Halldórsson, Jóhanna M. Kristjánsdóttir, Sigurður Halldórsson, Laila Valgeirsdóttir, Lissý Halldórsdóttir, Halldór Halldórsson, Birna Sigbjörnsdóttir, Sigurbjörg Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar VILHJÁLMS BJÖRNSSONAR, fyrrverandi framkvæmdastjóra, verður skrifstofa okkar lokuð í dag, fimmtudaginn 12. nóvember, frá kl. 13.00. H. Benediktsson hf., Suðurlandsbraut 4. Þannig lífið einlægt áfram heldur og ávallt sigrar myrkur dauðaþrauL í sálu manns er óslökkvandi eldur og er í leit að nýrri þroskabraut. (Elín Eiríksdóttir) Lífsbókinni hans afa lauk rétt eftir miðnætti 31. október, en hún hófst fyrir rétt rúmum 85 árum. Afi fæddist í Garðinum, sonur hjón- anna Bjöms Björnssonar (f. 31. október 1875, d. 31. október 1950) og Guðbjargar Níelsdóttur (f. 21. desember 1883, d. 10. júlí 1964). Sem barn fluttist hann með fjöl- skyldu sinni norður á Hólmavík þar sem hann ólst upp, elstur fimm systkina. Á unglingsárunum kom hann til R.eykjavíkur þar sem föður- bróðir hans kom honum til mennta. Hann lauk verslunarskólaprófi 18 ára. Hann átti góðar minningar úr Verslunarskólanum og minntist hann sérstaklega kennslustund- anna hjá íslenskukennara sínum, skáldinu Þórbergi Þórðarsyni. Rétt rúmlega tvítugan greip ævintýra- þráin hann og vin hans og héldu þeir til Vesturheims þar sem afi dvaldi í 2 ár við ýmis störf við Winnipegvatn. Fljótlega eftir heim- komuna kynntist hann ömmu, Bjarnveigu Helgadóttur, en þá vann hann á pósthúsinu í Reykjavík. Þau giftu sig 4. nóvember 1933 og 17. júní 1934 fæddist þeim einkadóttir- in, Helga Þuríður. Afi var dulur að eðlisfari, mikill nákvæmnismaður og góður samn- ingamaður, sem kom sér vel í hjá H. Benediktssyni, en þar vann hann samfleytt í 40 ár. Barngóður var hann og áttu börn öruggt skjól þar sem hann var. Þau hændust bók- staflega að honum. Afí hafði gaman af að spila brids og var í spila- klúbbi með félögum sínum úr póst- húsinu í mörg ár. Einnig fannst honum um tíma ganga að grípa í litkrít og teikna sér til skemmtunar og einhvern tíma tók hann nokkra tíma í olíumálun. Afi og Bensinn hans eru óaðskiljanleg tvennd í æskuminningum mínum, reisn yfir þeim báðum. Það voru stórkostlegar stundir að fá að fara með þeim í bíltúr. Minnist ég sérstaklega einn- ar er ég kom ásamt foreldrum mín- um til íslands frá Danmörku. Þá vorum við drifín í útilegu með ömmu, afa og Bensa. í úrhellisrign- ingu í Borgarfirði datt púströrið undan og var það bundið svo ræki- lega upp að aðeins var hægt að fara út úr bílnum farþegamegin og það með herkjum. Það var mikill harmur kveðinn að ömmu og afa er þau misstu einkadóttur sína langt um aldur fram 18. júní 1990. Eftir það fór afí að hægja ferðina. Þá sat hann gjarnan uppi í holi með spilastokk- inn sinn og kaffíbrúsann og lagði kapalinn sinn. Hann varð svo fyrir áfalli í vor og var lagður inn á öldr- unardeild Borgarspítalans og þar hélt amma honum veislu í tilefni 85 ára afmælis hans. Vinir og vandamenn komu til að minnast þess með honum og virtist hann njóta þess síðdegis mjög vel. En svo kom að því að síðustu blaðsíðu lífs- bókarinnar var flett og hann sofn- aði vært á koddanum sínum, saddur lífdaga. Elsku amma, guð blessi þig og styrki á þessari kveðjustund. Bless- uð sé minning afa míns. Kristín Bjarnveig. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A N sími 620200 Fákafeni 1 1 s. 68 91 20 Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opiðalla daga frá kl. 9-22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.