Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 16
 T Eitt ærlegt heilræði til fjár- laganefndar alþingis eftir Hjörleif Stefánsson Helstu atvinnuvegir þjóðarinnar eru í mikilli kreppu eins og fjárlaga- nefndarmenn vita mætavel. Um þá skelfilegu pínu hef ég hvorki efni né ástæðu til að fjölyrða svo slæmt sem ástandið er, en þó verða fáein orð þar að lútandi að standa hér sem inngangur að heilræði mínu til fjárlaganefndar Alþingis. Kreppa þessi er bæði bölvuð og illskiljanleg og á henni eru margar hliðar, hver annarri verri. Óvíða er glætu að finna. Fjölmiðl- ar hafa reyndar þá náttúru að fínnast meira til slæmra tíðinda koma en góðra og því verður þeim kreppa atvinnulífsins nánast til framdráttar. Þegar bjartsýnin ræð- ur ríkjum í huga mínum leik ég mér því jafnvel við þá hugmynd að fjölmiðlar hafi búið til þessa kreppu og sagan um fjöðrina sem varð að fimm hænum sé enn að eiga sér stað. Því miður er það þó varla svo. Við þessar aðstæður trúi ég þó að vel verði þegin góð ráð og ábend- ingar um heilbrigð samfélagsleg viðfangsefni, sem stuðli að atvinnu og spornað geti gegn búseturöskun, helst viðfangsefni sem séu svo „pottþétt" að þau séu í eðli sínu mannbætandi og efli trú þeirra sem við þau fást á nytsemi vinnunnar. Slíkt viðfangsefni þarf auk þess að Viktoríuhúsið í Vigur í Isafjarðardjúpi er meðal 38 húsa í húsasafni Þjóðminjasafns íslands. Unnið er að viðgerð hússins á vegum Hús- friðunarnefndar ríkisins í samvinnu við bændurna í Vigur. Að lok- inni viðgerð verður húsið notað til móttöku ferðamanna. vera þeirrar náttúru, að það geti ekki undir neinum kringumstæðum talist „slæm íjárfesting" því af þeim er komið nóg. Ekki er þörf á lengri formála að heilræði mínu, en ég hef einmitt á takteinum tillögu um viðfangsefni sem getur búið yfir slíkum töfra- mætti. Varðveisla og aðhlynning menn- ingarminja hefur fram til þessa varla talist atvinnuvegur, enda hafa lengst af aðeins örfáir menn sinnt slíkum störfum, helst sérvitringar eða hálfgerðir utangarðsmenn. Þetta hefur þó breyst á undanföm- um misserum og nú er svo komið að umtalsverður hópur manna fæst við slík störf víða um Iand. Þjóðminjasafn íslands byrjaði að taka undir verndarvæng sinn gömul torfhús snemma á þessari öld þegar sýnt þótti að torfhúsamenningin væri að líða undir lok. Þá voru torf- kirkjurnar einnig að týna tölunni og safnið tók nokkrar þeirra upp á sína arma til að bjarga þeim frá algerri glötun. Nú er svo komið að aðeins eru til sjö torfkirkjur í land- inu, þar af sex í vörslu Þjóðminja- „Heilræði mitt til fjár- laganefndar er að nefndin veiti nú umtals- verðu fé til þess að unnt verði að halda vel við húsasafni Þjóðminja- safnsins og auka það og bæta. Einhverjum kann að þykja það bí- ræfið á þessum kreppu- tímum að ætlast til þess að auknu fé verði varið til einhverra verkefna. Þegar betur er að gáð þá er það alls ekki svo. I þessu tilviki er það skynsamlegt og ber vott um framsýni.“ safnsins. Safnið tók að sér nokkra torfbæi víða um land og hefur hald- ið þeim við af litlum efnum síðan. Forsjálni fyrstu þjóðminjavarða okkar er að þakka að við skulum enn eiga nokkrar torfkirkjur og torfbæi uppi standandi. Án dirfsku þeirra og þrautseigju hefði það lík- lega ekki orðið. Seinna bættust önnur hús í húsasafnið, ýmiss konar hús sem valin hafa verið vegna þess að þau geta talist góð dæmi Hjörleifur Stefánsson um húsagerðir og híbýlamenningu þjóðarinnar á ýmsum skeiðum. Nú eru tæplega 40 hús í safni Þjóðminjasafnsins, á víð og dreif um landið. Enn vantar samt nokkuð á að öll helstu þróunarstig eða gerð- ir torfbæjanna á seinasta skeiði þeirra eigi sér fulltrúa i safninu, svo að enn verður það að vaxa ef vel á að vera. Einnig vantar enn nokkur staðbundin afbrigði af fyrstu timburhúsagerðunum og lík- lega mætti ýmislegt fleira til telja. Rétt er að geta þessa að fleiri stofnanir en Þjóðminjasafnið sinna vörslu og viðhaldi menningarminja af töluverðum þrótti. Nokkur fjöldi byggðasafna hefur tekið gömul og merk hús til varðveislu, hús sem teljast safngripir og eru flest höfð gestum til sýnis. Einnig er skylt að geta allra þeirra húsa sem friðuð eru hér á landi samkvæmt þjóð- minjalögum, en þau eru á fjórða hundrað talsins. Þau eru reyndar langflest í notkun ennþá og er því

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.