Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 .‘.‘f—“ ‘ f ; jf • f ■ V": i' i ?,'- 13 íslenskir gullsmiðir List og hönnun Bragi Ásgeirsson Þessa dagana og fram til 14. nóvember kynna íslenskir gull- smiðir smíðisgripi sína í Perlunni. Það munu fimm ár síðan þeir efndu til slíkrar sýningar síðast, sem þá var haldin á Kjarvalsstöð- um, og telst það full langur tími á milli sýninga. Sýningin í Perlunni er ali viða- mikil, en það eru 26 gullsmiðir sem taka þátt í henni. Og það er eftir öðru að fjölgað hefur í stéttinni og breiddin er sífellt að verða meiri og fagleg kunnátta fullkomn- ari. Um leið verður það meira mál að hanna frumlega gripi, og víst eigum við ennþá enga menn eins og Sigvard Bernadotte eðaHenn- ing Koppel svo einungis tveir nafn- kenndir og sígildir norrænir meist- arar séu nefndir. í flestum tilvikum er gullsmíða- nám faggrein, en einstaka gull- smiður hefur þó byijað í myndlist- arskólum og jafnvel útskrifast úr höggmyndadeild fagurlistaskóla eins og t.d. nefndur Henning Kopp- el. Slík undirstaða, sem byggist á þjálfun form- og snertiskynsins eins og slíkt nám var áður fyrr, er ótvírætt af hinu góða svo og einnig hönnunarnám, og í það heila allt nám sem byggist á skapandi mótun. Hér er á engan hátt gert lítið úr sjálfu gullsmíðafaginu, því að hreinir gullsmiðir hafa oftar en ekki verið völundar í sínu fagi og frumlegir skapendur smíðisgripa. Þessar hugleiðingar eru til komnar fyrir þá sök, að ég hef á þessu ári skoðað margt verka heimsþekktra hönnuða í gullsmíð- afaginu. Annars vegar á Victoria og Albert-safninu í London og hins vegar á listiðnaðarsafninu í París (Musée d’la Art Decorativs). Eink- um var samsafnið á Victoria og Albert-safninu mikilsháttar, en hér var sýnd þróun nútímahönnunar í gullsmíði á þessari öld. Báru marg- ir gripirnir vott um ótrúlega hug- kvæmni í hönnun og tæknilegri útfærslu. Þegar ég svo skoðaði sýninguna í Perlunni bar ég hana ósjálfrátt, þótt óréttlátt væri, saman við það sem ég hafði séð í útlandinu, og það sem varð mér helst til ásteyt- ingar var, að uppsetningu hennar er nokkuð ábótavant. Perlan er erfitt sýningarhúsnæði, en hitt truflaði mig þó öllu meira hve sýn- ingarkassarnir voru margir og því erfitt að gera samanburð. Sýningin í heild er þá mun óaðgengilegri en t.d. ef gripunum er raðað sam- an undir gler eftir ákveðnu kerfi. I sjálfu sér voru einstakir sýn- ingarkassar prýðilegir og mikil áhersla lögð á uppsetningu hvers fyrir sig og umbúðir allar, en það var nú einmitt þetta sem raskaði heildarmyndinni, því að þá er sem um margar einkasýningar sé að ræða. Mikið var um vel formaða gripi í sígildri hönnun, en minna um að menn tækju áhættu og það voru þá helst sem fyrr feðginin Jens og Hansína, en bæði hafa þau sér- stæða formtilfinningu. Þá eru grip- ir Katrínar Didriksen hinir at- hyglisverðustu og má gera miklar væntingar til hennar. Nú eru tilraunir hvorki einhlítar né algildar og þannig dái ég ekki síður sígilda gripi. Af þeim var nóg á sýningunni og margt þeiri-a voru vel gerðir og hugvitsamlega form- aðir, einkum varð mér starsýnt á mjög vel formuð föt, en það er hægara sagt en gert að ná þeim árangri er við blasir í þeirri hreinu og kláru mótunarglímu. Dregið saman í hnotskurn er niðurstaðan sú, að þessi sýning sé mikið augnayndi, og að við eigum margt prýðilegra fagmanna, en hvað frumlega hönnun snertir mætti úrvalið vera meira. Sýningarskráin hefði mátt vera þægilegri á milli handanna og auk þess hefðu skýringar á einstaka gripum verið vel þegnar. Ingibjörg Guðjóns- dóttir á ljóðatón- leikum Gerðubergs AÐRIR Ljóðatónleikar Gerðu- bergs í vetur verða haldnir laug- ardaginn 14. nóvember kl. 17. Þá syngur Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran, Ijóðasöngva m.a. eftir Hjálmar H. Ragnarsson, J. Tur- ina, L. Bernstein, Ravel og V. Bellini. Meðleikari verður Jónas Ingimundarson, píanóleikari. Tónleikarnir verða endurteknir mánudaginn 16. nóvember kl. 20.30. Ingibjörg Guðjónsdóttir lauk burtfaraprófi frá Tónlistarskóla Garðabæjar vorið 1986. Kennari hennar var Snæbjörg Snæbjarnar- dóttir. Aðeins 19 ára gömul sigraði Ingibjörg í Söngkeppni Sjónvarpsins og tók þátt í alþjóðlegri keppni ungra söngvara í Cardiff í Wales 1985. Framhaldsnám stundaði Ingibjörg í Bandaríkjunum og lauk BM-prófi frá Indiana University. Þar naut hún leiðsagnar m.a. hinnar virtu rúm- ensku söngkonu Virginiu Zeani og pr. Roy Samuelsen. Ingibjörg hélt sína fyrstu sjálfstæðu tónleika í febr- úar 1991 í Garðabæ. í apríl 1992 söng Ingibjörg hlutverk Mimiar í óperunni La Boheme í uppfærslu Óperusmiðjunnar í Borgarleikhús- inu. Ingibjörg hefur sungið við hin ýmsu tækifæri, hér á landi og erlend- is, m.a. söng hún sópranhlutverkið í Carmina Burana í Færeyjum fyrr á þessu ári. Ingibjörg hefur hlotið styrki og viðurkenningar, m.a. úr Listasjóði Garðabæjar og frá Félagi íslenskra leikara. Ingibjörg hefur kennt við Tónlistarskóla Garðabæjar og við Tónlistarskólann á Sauðár- króki. Ljóðatónleikar Gerðubergs eru nú á sínu fimmta starfsári. í vetur Ingibjörg Guðjónsdóttir, sópran. syngja, auk Ingibjargar Guðjóns- dóttur, Garðar Cortes, tenór, Kol- beinn J. Ketilsson, tenór, Unnur A. Wilhelmssen, sópran og Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran. Elsa Waage hefur þegar komið fram á Ljóðatón- leikum Gerðubergs. Reynir Axelsson þýðir erlendu ljóðin sem verða flutt og eru þýðingar hans ásamt frum- texta birtar í efnisskrá. Hægt er að kaupa áskriftarskírteini sem gilda á alla tónleikana. VIÐSKIPTI í AU STUR-E VRÓPU Félag íslenskra stórkaupmanna boðar til haustfundar í dag, fimmtudaginn 12. nóvember, kl. 12:00 í Skálanum, Hótel Sögu. Gestur fundarins verður Þórir Gunnarsson, veitingamaður í Tékkóslóvakíu. Þórir hefur um nokkurt skeið rekið veitingastaðinn Restaurant Reykjavík í Prag og mun hann skýra frá reynslu sinni af viðskiptum í Austur-Evrópu og segja frá þeim tækifærum, sem bjóðast mönnum í inn- og útflutningsviðskiptum. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 678910. FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN 15% AFSLÁTTUR af tvískiptum kjólum Pöntunarsími 91 -S7 37 18 JOHS-SOd ÍMl Opiðvirka dagafrá kl. 10-18og laugard. frá kl. 10-14 SVANNI Stangarhy/ 5 Pósthó/f 10210 ■ 130 Reykjavik Simi 91-67 37 18 ■ Telafax 67 37 32 ÁLEIÐ TIL LAIMDSINS V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.