Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 .... Þessi hopur hefur unnið 1 samtals um 1000 ár fyrir Héðinn, f.v.Sverrir Sveinsson, Gunnar Magnússon, Gunnar Gunnarsson, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Maríusson, Signrjón Guðnason, Aðalsteinn Ingi- mundarson, Stefán Olafsson, Pétur Sigurbjörnsson, Guðmundur Sigurðsson, Ágúst Pálsson, Ketill Björns- son, Axel Sigurðsson, Sveinn Jónatansson, Óskar Jónsson, Gísli Guðlaugsson, Ólafur Kristjánsson, Sig- rún Markúsdóttir, Valtýr Gíslason, Guðjón Emilsson, Þorgeir Jónsson, Sigurður Gíslason og Þorsteinn Stefánsson. HÉÐINN Fjöldi heiðraður á afmæli Héðins Fyrir stuttu var haldin 70 ára afmælisveisla Héðins hf. á Hótel Sögu sem 250 sóttu. Við það tæki- færi voru margir núverandi og fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins heiðraðir. Gullmerki Héðins fengu þeir sem eiga 50 ára starf að baki eða meira. Af þeim eru þrír starfandi enn við fyrirtækið., en alls á sá hópur að baki samtals um 1000 starfsár fyrir Héðinn! Silfur- merki fengu hins vegar þeir sem lokið hafa 25 til 40 árum í þágu fyrirtækisins. Allir eru þeir starfandi við fyrirtækið enn þann dag í dag. Þetta fólk hefur 25 til 40 ára starfsferil að baki hjá Héðni, f.v. Markús Sveinsson, Sverrir Sveinsson, Haukur Júlíusson, Elías Hergeirsson, Friðjón Friðjónsson, Sigríður Friðriksdóttir, Tómas Tómasson, Júlíus Sigmarsson, Gísli Jóhannsson, Guðni Marelsson, Þórarinn Öfjörð, Elísabet Bjarnadóttir, Halldór Vigfússon, Jóhann Guðmundsson og Einar Brynjólfsson. 6AFLARA- & EYJAKVÖLD MEÐ VÍKINCAÍVAFI HALLI & LAPDIVERPA HEIPUR5VÍKINCAR N.K. FÖSTUD.KVÖLD ATHUGID AD UPP5ELT HEFUR VERIÐ Á HIN VINSÆLU CAFLARA- OC EYJAKVÖLD SÍÐUSTU HELCAR. VIÐ MINNUMÁAP NÚ ERU AÐEINS EFTIR TVÆR HELCAR: FÖS. 13. NÓV. LAUS BORÐ LAU. 14. NÓV. uppseit FÖ5. 20. NÓV. UPPSELT LAU. 21. NÓV. LAUS BORP FÖS. 27. NÓV. LAUS BORO LAU. 28. NÓV. laus borð FIORUCARÐURINN ER TILVALINN STAÐUR FYRIR HÓPA SEM VILJA REYNA EITTHVAE2 NÝTT. ÞRÍRÉTTUÐ MÁLTÍÐ FYRIR KR.2600,- CÓMSÆTIR CRILL- RÉTTIR FRAMREIDDIR AF SYNCJANDI CENCILBEINUM OC VfKINCUM. LÍFLEC TÓNLIST OC STEMNINC SEM ENCU ER LÍK. JÖRUKRAIN FJORUGARÐURINN Sími 651213 - 651890 STRÍÐSHETJA Svarthöfði skrifar bók Hetjan úr Flóabardaga, hers- höfðinginn Norman Schwarzkopf (sem merkir Svart- höfði), er nýbúin að gefa út end- urminningabók sem heitir It Do- esn’t Take a Hero - Það þarf ekki hetju til. Bókarheitið er sótt í orð hershöfðingjans þegar hann sagði að það þyrfti ekki hetju til að skipa mönnum til orrustu, en það þyrfti hetju til að vera í hópi þeirra sem leggðu til orrustu. Bókin geymir bæði minningar frá uppvaxtarárunum og herförinni miklu gegn Saddam Hussein. Norman Schwarzkopf átti erf- iða æsku og ólst upp í fjölskyldu sem leið mikið fyrir áfengissýki húsmóðurinnar. „Oft á tíðum átti ég í miklu tilfinningastríði við ritun bókarinnar. Drykkja mömmu átti ekki minnstan þátt f að móta mig í uppvextinum, ég vona að aðrir skilji að þeir eru ekki einir í kringumstæðum sfn- um og að þeirra getur beðið dá- samleg framtíð," segir hershöfð- inginn. Norman dvaldi mikið hjá föður sínum, sem var atvinnuher- maður, og fylgdi honum á milli staða. „Ég tel hermennskuferil- inn hafa byijað þegar ég flutti 12 ára gamall með föður mínum til íran. Eftir þá reynslu átti við um mig það sem oft er sagt, að það er hægt að taka hermann úr hemum, en herinn tekur þú aldrei úr hermanninum." Leiðin lá víðar á vegum hersins, til West Point herskólans og til Evr- ópu. „Stríðsævintýri pabba urðu næsta óraunveruleg samanborið við orrusturnar heima. Mamma var oft orðin drukkin fyrir kvöld- mat, þá jagaðist hún í systrum mínum þangað til þær fóru að gráta og ég lét mig hverfa inn í herbergi.1' Norman Schwarzkopf er ham- Hershöfðinginn úr Flóabar- daga, Norman Scwartzkopf, hefur nú ritað endurminning- ar sínar. ingjusamlega giftur og á tvær dætur og einn son. Hann kann Saddam Hussein litlar þakkir fyr- ir að hafa rænt sig tíma méð ijöl- skyldunni. „Þegar ég fór að heim- an var sonur minn að komast á unglingsaldur. Þegar ég kom heim aftur, níu mánuðum síðar, hafði hann vaxið um heilt fet og kominn í mútur. Ég missti af þessum umskiptum." Sem vænta má var heimkoman úr Flóabar- daga eftirminnileg. „Daginn sem ég kom heim ríkti algjör ringul- reið. Fjölskyldan hafði geymt all- ar jólagjafirnar og ég opnaði þær í apríl. Hundurinn var alveg að tapa sér, það var endalaus straumur af gestum og síminn stoppaði ekki. I miðri hringiðunni bar konan mín í mig mat, líkt og ég væri nýsnúinn úr fangabúð- um. Þetta var einn af þessum dásamlegu dögum sem orð fá ekki lýst.“ Hershöfðingj- anum barst fjöldi gjafa frá aðdáend- um um víða veröld. Hann geymir gjaf- irnar í sér- stöku her- bergi. Norman Schwarzkopf í faðmi fjölskyldunnar. 1 efstu röð eru sonurinn Christian og eiginkonan Brenda, dæturnar Cindy og Jessica eru sín til hvorrar handar föður sínum og fremstur er hundurinn Bangsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.