Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992
37
Mimnhörpu-
hetja í Púlsinum
ÞEIR týna tölunni smám saman blúsmennirnir sem settu svið sinn
á Chicagoblús sjöunda áratugarins, sem flestir blúsfróðir telja
blómaskeið hans. Einn þeirra fáu sem eftir lifa frá þeim tíma
og enn fást við tónlist, er munnhörpuleikarinn snjalli Billy Boy
Arnold. Hann er kominn hingað til lands og heldur fyrstu tón-
leika af fernum í Púlsinum í kvöld með Vini Dóra sér til halds
og trausts.
Munnhörpuleikur Billys Boys
er í beinu framhaldi af helsta
frumkvöðli munnhörpublúsins,
John Lee Sonny Boy Williamson.
Sá lagði grunninn að nútíma blús-
munnhörpuleik á fimmta áratugn-
um, en Billy, sem fæddist 1935 í
Georgíu, kynntist Sonny Boy
stuttu áður en Sonny Boy var
myrtur, en þá var Billy tólf ára.
Billy auðnaðist ekki að fá nema
tvær kennslustundir með Sonny
Boy, sem var helsta fyrirmynd
hans allt frá barnsaldri, en áhrif
Sonnys Boys má heyra í munn-
hörpuleik Billys allt til dagsins í
dag. Síðar átti Billy Boy eftir að
nema af Little Walter og Junior
Wells, en sextán ára var hann
farinn að spila með Bo Diddley á
götum Chicago. Sama ár fékk
hann færi á að taka upp í fyrsta
sinn og fékk þá viðurnefnið Billy
Boy, því mönnum þótti hann full
ungur að vera að taka upp. Eftir
þetta lék Billy með ýmsum helstu
stjömum Chicagoblúsins, og listi
yfir þá sem hann hefur spilað með
er eins og upptalning á öllum
helstu blúsmönnum Chicago: Otis
Rush, Johnny Shines og Otis
Spann svo einhverjir séu nefndir.
Billy Boy komst á samning hjá
VeeJay Records, sem meðal ann-
arra var með á sínum snærum
Jimmy Reed, en eftir því sem á
þann samning leið minnkaði áhugi
VJ-eigenda á listamönnunum sem
störfuðu þar og Billy Boy hefði
líklega farnast betur hefði hann
verið á mála hjá Chess-útgáfunni.
Hann tók þó upp sitthvað ágætt
á VJ-árunum, en upptökur hans
á áttunda og níunda áratugnum
þykja öllu betri, því þá hefur hann
fengið almennilegan stuðning og
svigrúm til að gera það sem hann
vill.
Ekki verður saga Billys Boys
Arnolds rakin hér frekar, en það
ítrekað að koma hans hingað til
tónleikahalds er hvalreki fyrir
blúsáhugamenn, því eins og áður
sagði þá fækkar þeim óðfluga sem
William „Billy Boy“ Arnold.
námu Chicagoblúsinn á frumbýl-
ingsárum hans. Billy Boy Amold
leikur með Vinum Dóra í kvöld,
fimmtudagskvöld, og síðan á
föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld, en á föstudags-
kvöld leikur tríó Povls Dissings
fyrr um kvöldið. Tónleikarnir í
kvöld verða sendir beint út á
Bylgjunni, én þeir verða líka fest-
ir á myndband til sýninga í sjón-
varpi síðar.
Arni Matthíasson tók saman
NÝ DÖGUN, samtök um
sorg og sorgarviðbrögð í
Rvík. Samtökin standa fyrir
fræðslufundi í kvöld kl. 20.30
í safnaðarheimili Grensás-
kirkju. Bragi Skúlason
sjúkrahúsprestur Ríkisspítal-
anna mun ij'alla um efnið
„Sorg foreldra og bama“.
BASAR heldur Kristniboðs-
félag kvenna á laugardaginn
kemur í kristniboðssalnum,
Háaleitisbraut 58, til ágóða
fyrir starf kristniboðsins.
Hefst hann kl. 14. Jafnframt
verður kaffi selt ásamt
heimabökuðum kökum.
REIKIHEILUN. Opið hús í
kvöld í Bolholti 4 kl. 20.
FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði,
félagsstarf aldraðra. Opið hús
í dag kl. 14-16.
KÓPAVOGUR. Félag eldri
borgara efnirtil bingós í kvöld
á Digranesvegi 12 kl. 20.
HRAUNBÆR 105, félags-
starf aldraðra. í dag kl. 14
spiluð félagsvist,, spilaverð-
laun og kaffi.
H AFN ARFJÖRÐUR, fé-
lagsstaf 60 ára og eldri.
Dansað á vegum Félags eldri
borgara í samkomusalnum á
Bæjarhrauni 2 kl. 20-23.30
föstudagskvöld.
JÓLABASAR kvennadeildar
Rauða krossins verður á
sunnudaginn kemur í Fóst-
bræðraheimilinu á Langholts-
vegi og hefst kl. 14.
KIRKJUSTARF___________
ÁSKIRKJA: Opið hús fyrir
alla aldurshópa í dag kl.
10-12 og 13-16. Biblíulestur
í safnaðarheimilinu í kvöld
kl. 20.30. Opinberun Jóhann-
esar.
HÁTEIGSKIRKJA: Kvöld-
söngur með Taizé-tónlist kl.
21. Kyrrð, íhugun og endur-
næring.
LANGHOLTSKIRKJA: Aft-
ansöngur alla virka daga kl.
18.
LAUGARNESKIRKJA:
Kyrrðarstund kl. 12. Orgel-
leikur, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í
safnaðarheimilinu að stund-
inni lokinni.
NESKIRKJA: Biblíulestur í
kvöld kl. 20 í safnaðarheimil-
inu í umsjá sr. Franks M.
Halldórssonar. Farið verður í
Matteusarguðspjall.
SELTJARNARNES-
KIRKJA: Samkoma í kvöld
kl. 20.30 á vegum Seltjarnar-
neskirkju og Sönghópsins
„Án skilyrða“ undir stjórn
Þorvaldar Halldórssonar. Sr.
Solveig Lára Guðmundsdóttir
prédikar. Fyrirbænir.
KÁRSNESSÓKN: Starf með
öldruðum í dag frá kl.
14-16.30.
GRINDAVÍKURKIRKJA:
Starf 14-16 ára í kvöld kl.
20. Helgistund.
Ráðstefna um
útflutning á orku
með rafstreng
í tilefni af 80 ára afmæli Verkfræðingafélags íslands
stendur Rafmagnsverkfræðideild fyrir hálfsdagsráð-
stefnu um möguleika á að flytja út orku með rafstreng.
Ráðstefnan verður haldin á Holiday Inn þann 13. nóvem-
ber og verður dagskrá eftirfarandi:
Kl. 12:30 Skráning þátttnkendo
Kl. 13:00 Ráðstefnan sett: Vífill Oddsson, formaður VFÍ.
Fundarstjóri: Gunnar Ingimundarson, formoður RVFÍ.
Kl. 13:05 Stefnumörkun stjórnvalda:
Dr. Geir A. Gunnlaugsson, stjórnorformoður Markaðsskrifstofu iðnaðar-
ráðuneytis og Landsvirkjunar.
Kl. 13:30 Reglur EB með tilliti til raforkuútflutnings:
Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri iðnaðarráðuneytis.
Kl. 13:55 Ný viðhorf í orkuviðskiptum:
Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri Rafmagnsveitna ríkisins.
Kl. 14:20 Útflutningur á roforku:
Halldór Jónatonsson, forstjóri Londsvirkjunar.
Kl. 14:45 Orkuframleiðsla vegna útflutnings:
Jóhonn Már Maríusson, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
Kl. 15:10 Kaffihlé.
Kl. 15:25 Strengjaverksmiðja á íslandi:
Egill Skúli Ingibergsson, ráðgjafaverkfræðingur, Rafteikningu hf.
Kl. 15:50 Efnahagsleg áhrif sæstrengs:
Dr. Friðrik Már Baldursson, stærðfræðingur, Þjóðhagsstofnun.
Kl. 16:15 Tæknileg vondamál við raforkuflutning með jafnstroumi:
Egill B. Hreinsson, prófessor í raforkuverkfræði við Hóskólo íslands.
Kl. 16:40 Pallborðsumræður:
Stjórnandi: Sigurður G. Tómasson, dagskrárstjóri Rásar 2.
Kl. 18:30 Ráðstefnuslit
Ráðstefnan er öllum opin, en þátttökugjald er
kr. 1.000,-.
Þátttaka tilkynnist til skrifstofu VFÍ í síma 688511.
MERKISMENN HF