Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 Aðferðir Edgars Willems við tónlistarkennslu ungra barna eftir Ingibjörgv Ólafsdóttur Kennsluaðferðir tónlistarfröm- uðarins Edgar Willems miða að því að leggja grunn að tónlistaruppeldi sem stuðlar að alhliða þroska og gerir einstaklingnum unnt að kynnast tónlist á eðlilegan og auð- veldan hátt, og þó umfram allt með þeirri gleði sem er forsenda þess að unna tónlist. Edgar Willems fæddist árið 1890 í Belgíu og var bamakennari að mennt. Auk þess lauk hann námi frá Listaakademíunni í Brussel og frá Tónlistarháskólan- um í Genf, en í Sviss lifði hann og starfaði æ síðan. Líf sitt helg- aði hann kennslu og rannsóknum á sviði tónlistar. Eftir hann liggur Qöldi rita um uppeldis- og sálar- fræði tónlistar, fagurfræði og fleira. Með tónlistina að leiðarljósi vildi hann stuðla að betri heimi og betra mannlífí. Grein þessi er byggð á fyrir- lestri sem ég hélt á leikskólanum Tjarnarborg vorið 1991, eftir að hafa starfað þar um skeið við tón- listarkennslu samkvæmt kenning- um Edgars Willems. Þessum kennsluaðferðum hafði ég kynnst þegar ég bjó í Frakklandi fyrir áratug. Kenningar Edgars Willems Willems vildi með aðferðum sín- um leitast við að byggja tónlistar- kennsluna á mannlegu eðli. Hann taldi að ekki þyrfti aðeins að kenna frumatriði tónlistarinnar sem slíkr- ar, heldur ekki síður að takast á við það sem liggur sjálfri tónlist- inni til grundvallar. Þar taldi hann að margt mætti ráða af eðlislægum viðbrögðum ungra bama, því að það sýndi sig að grundvallarþættir tónlistar búa innra með einstakl- ingnum, svo sem tilfinning fyrir takti, almenn heymarskynjun o.fl. í tónlist fylst skynjun, tilfínning, skilningur og líkamleg ijáning. Þessa þætti þarf því að mati WiU- ems að nýta, þjálfa og þroska á jákvæðan hátt. Þannig sé hin svo- kallaða tónlistargáfa best kölluð fram, vakin og efld á sama hátt og þegar böm læra móðurmál sitt. Þessi aðferð á að vera aðgengileg öllum bömum og byggist á eðlileg- um tjáningaraðferðum þeirra, skynjun og eðlisávísun. Byijað er á því að vekja áhuga bamsins á hljóðum, tónum og hljóðfalli, og örva um leið löngun þess til að tjá sig. Þær kennsluaðferðir sem hér er lýst á eftir em einmitt ætlaðar til að örva eðlilega og þroska þá eðlislægu hæfileika sem í flestum bömum búa. Willems leggur einmitt áherslu á það í skrifum sínum að böm fæðist með mikla hæfíleika sem því miður fari oft forgörðum. Þessa hæfíleika vildi hann fyrir alla muni nýta. • • FORD-, CITROEN- OG SAAB-EIGENDUR! Nú er vetur genginn í garð og því er tímabært að huga að ástandi bifreiðarinnar. Við bjóðum upp á alhliða ástandsskoðanir, reglubundið eftirlit, vélaviðgerðir, vélastillingar og olíuskipti. Á verkstæði okkar starfa bifvélavirkjar, sem búa yfir mikilli reynslu, eru vel þjálfaðir og hafa það að markmiði að veita viðskiptavinum sínum afburðaþjónustu. Allar nánari upplýsingar veitir móttökustjóri, Friðbjörn Jónsson, í síma 91-681555 Bifreiðaverkstæði Globus, Lágmúla 5 CITROEN Aðferðin Willems telur upphafíð skipta öllu máli því þá greypast í undir- meðvitundina þættir sem búið sé að alla ævi. Sé undirstaðan ekki rétt gjaldi menn þess æ síðan. Hann vill einmitt að tónlistamám felist f því að laða fram það sem einstaklingnum sé eðlislægt. Tón- listin sé ekki einangrað fyrirbæri óháð manninum, eins og t.d. raun- vísindi, heldur sé hún, eins og reyndar aðrar listgreinar, tjáning á eðli manna, tilfínningum og at- gervi. Willems telur einmitt að eðiisþættir eigi að nýta til frekari þroska og að í hjóðunum og hljóð- falli sé svo mikil fjölbreytni að ekki þurfi að grípa til annarra aðferða til að gera kennsluna áhugaverða. Willems ritaði m.a. röð af kennsluleiðbeiningum, og ætlaðist ekki til að þeim væri fylgt blint eftir, heldur vorii þær samdar til að gefa kennumm hugmyndir og auðvelda þeim starf sitt. Hann taldi skipta miklu máli að kennarinn væri sjálfstæður, hugmyndaríkur og skapandi í starfi sínu. Hér á eftir ætla ég að lýsa í stuttu máli hvemig kennslustund eftir aðferðum Edgars Willems gæti farið fram. Henni er þá skipt í ijóra þætti sem skarast að meira eða minna leyti: 1. Hlustun. 2. Hljóðfall. 3. Söngur. 4. Líkamshreyfingar með tón- list. Hlustun Byijað er á-að reyna að vekja og þroska heymarskynjun bams- ins með því að láta það greina alls kyns hljóð og örva þannig áhuga þess á tónlist. Nota má ýmis konar hljóðgögn, svo sem alls kyns bjöll- ur, málmgjöll, ýmiss konar áslátt- artæki, xýlófón, flautur af ólíku tagi, svo sem fuglaflautur, og auð- vitað margt fleira. Bömin sýna þessu almennt mikinn áhuga, enda má nota þessi hljóðgögn á marga vegu. Inn í þetta má sfðan í leik flétta fleiri þáttum, tónbilum, lag- hendingum, leik að laghendingum (improvisation), o.s.frv. Willems hvetur einmitt til þess að stimda slíkan leik að laghend- ingum eða spuna allt frá upphafí. Slíkur spuni sé ævinlega persónu- legur og geti þess vegna hjálpað til við að öðlast persónulega túlkun síðar meir. í upphafí geti hann verið stuttar, einfaldar laghending- ar sem þurfi ekki að vera fullburða eða réttar, heldur er aðalatriðið að einstaklingurinn opni sig og sýni fmmkvæði. Hér er um ein- falda Ijáningu að ræða fremur en einhveija lagasmíð. Hljoðfall Annar þáttur er þjálfun í hljóð- falli. Willems heldur fram að sumir hafí góða eðlistilfínningu fyrir hjóðfalli þótt flestir þurfí á góðri þjálfun að halda. Yfírleitt nái menn ekki góðu valdi á hljóðfalli með vitsmunum einum saman heldur þurfí að þjálfa það með líkams- hreyfíngu. Fyrst og fremst séu það hendumar sem best ráði við hljóð- fall og því sé best að þjálfa þær með alls kyns klappi og áslætti. Það sé að vísu ekki alltaf auðvelt, því að böm skorti oft hreyfíþroska til að vinna úr hljóðfallinu. Því verður kennarinn að geta verið eins og bam með bömum, fær um að laga sig eftir getu þeirra og þeim anda sem í hópnum ríkir hveiju sinni. Alls ekki má krefjast af bömunum þess sem þau era ekki fær um. Kennslan þarf að byggjast upp skref fyrir skref, svo að nemendanum fínnist námið alls Ingibjörg Ólafsdóttir „Willems vildi með að- ferðum sínum leitast við að byggja tónlistar- kennsluna á mannlegu eðli.“ ekki erfítt. Öllu máli skiptir að leið- beina ekki ofan af háum stalli kennarans, heldur að setja sig í fótspor bamanna, því auðvitað skynja þau best hvað þeim er sjálf- um eðlilegt. Það er hægt að fara í ýmsa leiki með hljóðfall, þannig má t.d. slá með hendi eða áhaldi á borð, ýmist fast eða laust, með auknum eða minnkandi styrk, hægt eða hratt og svo framvegis. Eins og hægt er að gera hljóðlíkingar um leið og klappað er eða slegið. Það má slá taktinn t.d. í vísum eða þulum og leika sér með mál og hljóðfall á ýmsan veg. Þannig er t.d. hægt að koma bömunum smám saman upp á lagið með að slá íjóra mis- munandi þætti hljóðfalls um leið og lag er sungið: 1. Hrynjandi (rythma). 2. Takt (tempó). 3. Ifyrsta slags takts. 4. Skiptingu í áttunduparta og sextánduparta. Söngur Tónskáldið Joseph Haydn á ein- hvem tíma að hafa sagt: „Finnið tónlist yðar fallega laglínu og þá mun hún gleðja, hvemig sem hún er, því hún er sál tónlistarinnar, líf og andi.“ í einradda laglínu geta komið fram allir grandvallar- þættir tónlistar og því þarf söngur- inn að vera snar þáttur í náminu frá upphafi. Hann er auðvitað raunhæfasta leiðin til að þroska eyra bamsins. Gott er að byija á litlum auðveldum laghendingum, gjaman þeim sem bömin þekkja og vilja sjálf syngja. Síðan þarf að kynna þeim lög sem höfða sterkt til skynjunar á hljóðfaili og eins lög sem henta vel til þjálfunar á tónbilum og hljómum. Gott er að gera sér lista yfír þau lög sem unnið er með og kennslan miðuð við getu og þroska bamanna. Will- ems hvetur kennarann til að syngja afslappað og eðlilega með bömun- um og gæða tónana lífi og fegurð. Ekki síst þarf að fá bömin sjálf til að syngja afslappað og eðlilega. Willems bendir á að þótt radd- böndin framleiði hljóð eftir boðum frá heilanum verði nákvæm tón- myndun til með tilfínningalegu næmi, sem þroskað er með skynjun og skilningi á hlustun. Það er ekki síst tilfinningin fyrir sambandi tón- anna sem hér er um að ræða. Eðlilegar líkamshreyfingar með tónlist Fjórði þátturinn er að fá bömin til að hreyfa sig á eðlilegan hátt eftir tónlist, ýmist ganga, hlaupa, valhoppa, vagga sér og sveifla, eða hreyfa sig á annan hátt sem böm- unum er eðlilegt. Þannig era þau fengin til að upplifa með líkaman- um taktinn í lögum sem spiluð era. Tónlistin má gjaman vera á segulbandi, svo að kennarinn geti gert hreyfingamar með bömunum. Aríðandi er að fá þau fyrst og fremst til að hreyfa sig í samræmi við taktinn í laginu. Þannig má t.d. taka lag í tvískiptum takti, fá þau til að ragga sér frá öðrum fæti yfir á hinn og fínna hvemig þunginn flyst af vinstra fæti yfír á þann hægri og til baka í sam- ræmi við takt lagsins. Með þessu er líka hægt að fá þau til að tjá með líkamanum mismunandi hugarástand, t.d. gleði, ró, ákafa, spennu og svo framvegis. Lokaorð Hljóðfall — laglína — samhljóm- ur, þessi þijú atriði mynda þrenn- ingu eða samhverfu sem er undir- staða allrar tónlistar. Þessi sam- hverfa fellur að eðli manna, jafnt í atferli, tilfínningum, skynjun og skilningi. I einu rita sinna kemst Willems svo að orði: „Tónlistariðkun felur í sér samræmda virkni. því þarf frá unga aldri að þjálfa heymar- skynjun og tilfínningu fyrir hljóð- falli, þannig að einstaklingurinn upplifír þessi atriði áður en hann verður sér meðvitaður um þau.“ Það er ekki nóg að hafa vitsmuna- lega þekkingu á tónlist, heldur þurfa menn að geta bragðist við henni af eðlisávísun, og því þarf að örva þá þætti sem lúta að skynj- un og tilfinningu eins og kostur er. Fræðileg atriði eiga engan rétt á sér nema sem framhald af þvi sem menn hafa áður öðlast með skynjun og upplifun. Þetta ferli er undirstöðuatriði í listum og auðvit- að mjög mikilvægt í kennslu. Því má lýsa með þremur þrepum: 1. Að upplifa eitthvað. 2. Að fá tilfinningu fyrir því. 3. Að öðlast skilning á því. Hljóðfæranám byggir á sömu grandvallarreglum. Tónlistin hefur forgang á undan hljóðfærinu og lifandi þátttaka skiptir fyrr máli en formleg fullkomnun. Höfundur er píanókennari. Fundur um viðskipti Taiwans og Íslands NÆSTI morgunverðarfundur Verslunarráðs Islands verður i Átt- hagasal Hótels Sögu föstudaginn 13. nóvember kl. 8-9.30 um við- skipti Taiwan við Evrópulönd á sviði iðnaðar, verslunar í víðtæk- asta skilningi og fjárfestingar. Gestur fundarins og frummælandi verður C.P. Chang forsljóri Euro—Asian Trade Organization á Taiw- an. Frummælandinn mun flytja er- indi og svara fyrirspumum fundar- manna. Síðan 1980 hefur C.P. Chang starfað hjá EATO sem hefur það hlutverk að auka og treysta milli- ríkjaverslun og viðskipti Taiwan og Evrópulanda. EATO era sjálfstæð samtök studd af ýmsum hagsmuna- samtökum athafnalífsins, hátækni- iðnaði Taiwan og ríkinu. C.P. Chang er þekktur á sviði alþjóðavið- skipta og eftirsóttur fyrirlesari. Morgunverðarfundurinn með C.P. Chang er opinn, en tilkynna verður þátttöku fyrirfram til Versl- unarráðsins. (Úr fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.