Morgunblaðið - 13.11.1992, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992
----j--f----------j----------J--j--|-----
Fáein orð um Gunnarsholt
eftir Hönnu K.
Jónsdóttur
Mikið hefur verið rætt og ritað
um samdrátt og atvinnuleysi í þjóð-
félaginu að undanförnu og hvernig
beri að bregðast við þessum vanda.
Sparnaður og hagsýni hefur
Iöngum verið talið til dyggða, og
verður að líta á þjóðarbúskapinn
sem heild þ.e.a.s. eitt stórt heimili
byggt upp af mörgum smáum. Rík-
isbúskapurinn er nefnilega byggður
upp af skattborgurum og fjölskyld-
um þeirra. Hagsýni í ríkisfjármál-
um er því hagsýni ríkisborgarans.
Því betur sem ríkisfyrirtæki eru
rekin þeim mun minni skattáálagn-
ing eða þannig ætti það að vera.
Nú hafa verið uppi raddir um það,
að kannski megi fækka ríkisrekn-
um stofnunum og fyrirtækjum..
Leggja meira í hendur einstak-
linga og félagssamtaka. Eitthvað
er um að svo hafi verið gert og
telja hinir hagfróðu það vera hag
heildarbúsins. Eflaust er það rétt
að vissu marki. Þetta verður þó að
gerast með varfærni. Huga verður
vel að því að ekki sé verið að kasta
krónunni og spara aurana. Gunn-
arsholt er eitt þeirra heimila sem
farið hefur fyrir bijóstið á fjáp/eit-
ingavaldinu þessa dagana. Það er
tilefni þess að mér fínnst ástæða
til að taka upp penna og segja
mitt álit á þessum málum nú.
Ég er nefnilega ein þeirra sem
hef í raun kynnst starfsemi sem
þar fer fram. Ég hef átt notaleg
samskipti við það ágæta fólk sem
þar starfar. Ég vill gefa því mín
bestu meðmæli. Mér finnst starf
og heimilishald allt á Gunnarsholti
vera starfsmönnum þess og þjóð-
inni til mikils sóma.
Reynt hefur verið að gera aðbún-
að sem heimilislegastan og hlýleg-
astan. Það hefur tekist svo vel að
manni finnst maður koma inn á
stórt notalegt einkaheimili þegar
maður kemur þangað. Það er ekki
lítils virði þegar á það er litið að
vistun fólks þar er langtímavistun
a.m.k. allmargra sem þangað vist-
ast. Margir hveijir heimilislausir
sem hafa misst jafnvel ættingja og
vini sína alla.
Reynt er að líkja heimilishaldi
sem næst því að um stóra kjarna-
fjölskyldu væri að ræða. Ég veit
að hagsýni húsmóðurinnar gætir í
heimilisrekstri en nú nýlega tók
hún 150 slátur, kjöt í stórum stíl
til söltunar o.fl. sem hagsýn hús-
móðir lítils heimilis gerir heimili
sínu til búbóta á haustin.
Hvað heilsufars- og félagslega
þáttinn varðar veit ég að þarna
starfar vel menntað og þjálfað
starfsfólk. Því hefur tekist vel að
mæta þörfum skjólstæðinga sinna
og komið inn í meðvitund þeirra
að allir menn eru mikils virði þó
að þeir hafi stigið skrefið út af
réttri lífslínu þá sé hægt að kom-
ast inn á hana aftur. Vistmenn
hafa fengið þarna verkefni við sitt
hæfi þ.e.a.s. þeir sem vilja vinna
skapandi störf. Iðnverkstæði er á
•heimilinu t.d. hellusteypa og ein-
hver annar smá iðnaður. Þessi störf
skapa verðmæti. Varan selst vel
sem framleidd er þarna. Starfið
styrkir svo sjálfsmeðvitund vist-
manna og einnig vitundina um að
einhver hafi þörf fyrir þá og verk
þeirra. Þessi þáttur er mjög mikil-
vægur sálfræðilega séð að maður
sé látinn finna að maður sé ein-
hveijum einhvers virði og maður
geti verið gagnlegur. Þetta er að
hluta til það starf sem unnið er að
í Gunnarsholti og hefur tekist vel.
Fagleg þjónusta, læknisfræðileg
og hjúkrunarfræðiþjónusta hefur
verið í góðum höndum faglærðs
fólks ríkisspítalanna. Við megum
ekki horfa framhjá því að sá þáttur
„Sannfæring mín er sú
að við samdrátt í varn-
arstarfi áfengis- og
fíkniefnaneytenda sé
raunverulega verið að
kasta krónunni en
spara aurana.“
er mjög mikilvægur fyrir þá ein-
staklinga sem vistast að Gunnars-
holti.
Áfengis- og fíkniefnaneytendur
eru í þeim hópi fólks sem gætir
lítt heilsu sinnar. ' Heilsufarsleg
vanræksla þessa einstaklinga er oft
gífurleg. Fólk er fársjúkt bæði lík-
amlega og andlega þegar því dettur
í hug að fara að leita sér hjálpar
vegna fíkniefnaneyslu. Þessi þáttur
í þjónustunni er mjög mikilvægur.
Oft þarf að byija á því að byggja
einstakinginn upp heilsufarslega
með ýmsum rannsóknum og lyfja-
meðferð áður en tekist er á við fíkn-
ina.
Nú hafa verið uppi raddir um
tilboð Hvítasunnumanna til að taka
við rekstri og væntanlega meðferð
þeirra sem að vistast á Gunnars-
holti, þar skal reka hallalausa starf-
semi. Ekki veit ég hvort einhver
halli er á heimilinu í núverandi
formi eða hversu mikill hallinn er
ef hann er einhver, en ég vil benda
á að varan sem framleidd er þar
er vel seljanleg, verðmætasköpun
sem kemur þá á móti.
Ekki hef ég heyrt neinar raddir
um það með hvaða hætti heimilið
verður rekið ef um breytt fyrir-
komulag verður að ræða eða hvaða
þjónusta er í boði til að bæta líkam-
legt og sálarlegt heilsufarstjón
þeirra sem þar dvelja.
Raddir hafa verið uppi um meiri
samdrátt innan heilsugæslu fíkni-
efnaneytenda svo sem eins og að
Hanna K. Jónsdóttir
loka þurfi vist- og meðferðarheimil-
inu að Vífilstöðum sem hýsir þó
ekki nema rúmlega 20 einstaklinga
til meðferðar.
Það er skaði skeður þegar svona
er ástatt i velferðarþjóðfélagi þar
sem þörfin er brýn fyrir þjónustu
þeirra einstaklinga sem mörgum
fínnst vera olnbogabörn lífsins og
BRÆÐUR í Hafnarfirði, annar
fimmtugur en hinn 46 ára, hafa
verið kærðir til Rannsóknalög-
reglu ríkisins fyrir meint kyn-
ferðisafbrot gegn nokkrum pilt-
um, 15 til 17 ára. Kæran var lögð
fram í síðasta mánuði og er rann-
sókn málsins vel á veg komin en
engar játningar um brot liggja
fyrir, samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins. Hinir kærðu
hafa ekki setið í gæsluvarðhald
undir rannsókn málsins.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins munu kærurnar einkum
lítils mega sín í mannlegu samfé-
lagi.
Sannfæring mín er sú að við
samdrátt í varnarstarfi áfengis- og
fíkniefnaneytenda sé raunverulega
verið að kasta krónunni en spara
aurana og kemur það þá fram í
því að fleiri einstaklingar ráfa um
götur ráðvilltir án þess að gera
neitt raunhæft í sínum málum.
Þeir vita ekki hvað þeir eiga að
gera eða hvar þeir eiga að vera,
innbrotum fjölgar o.fl. í þeim dúr.
Það er vitað að afbrot og ofbeldi
tengist oftast vímuefnum. Heimilið
að Gunnarsholti er vel rekið og
nauðsyn er á því að starfsemin
verði áfram og einnig að Vífilstöð-
um.
Vona ég því að fjárveitingavaldið
beri gæfu til þess að finna leiðir
til þess að reka Vífilstaði áfram
sem meðferðarstofnun vímuefna-
neytenda. Einnig er það von mín
að sú tillaga sem nú liggur fyrir á
Alþingi um breytingar á rekstri
heimilisins að Gunnarsholti nái ekki
að fara í gegn. Reksturinn þar
verði sá sami og verið hefur. Ann-
að væri óraunhæft.
Höfundur er lýúkrunarfræöingur.
beiriast gegn öðrum bræðranna sem
talinn er í einhveijum tilvikanna
hafa veitt piltum, sem flestir munu
búa við erfiðar aðstæður, húsaskjól
til að stunda drykkju gegn kynferð-
islegu sambandi af einhveiju tagi.
Að minnsta kosti einn piltanna sem
við sögu koma hefur ekki fullan
andlegan þroska, að því er heimild-
ir Morgunblaðsins herma. Fleiri en
einn aðili hefur lagt fram kærur í
þessu máli, þar á meðal mun ein
þeirra eiga rætur að rekja til félags-
málayfirvalda í Hafnarfírði.
Bræður sakaðir um brot
gegn unglingspiltum
...BÆTA TM TRYGGINGAR TJÓNIÐ!
4
Tryggingamiðstöðin hefur starfað
á íslenskum vátryggingamarkaði í
áratugi og er nú þriðja stærsta vá-
tryggingafélag landsins. Félagið er
leiðandi í fiskiskipatryggingum
landsmanna, en býður einnig allar
almennar vátryggingar fyrir
einstaklinga svo sem bifreiða-,
fasteigna- og fjölskyldutryggingar.
í nýlegri könnun kom fram sterk
staða Tryggingamiðstöðvarinnar í
allri þjónustu við viðskiptavini
sína, t.d. símaþjónustu, upplýsinga-
gjöf og persónulegri þjónustu.
Við erum sveigjanleg í samningum,
bjóðum góð greiðslukjör og sann-
gjarna verðlagningu.
Hafðu samband við sölumenn
Tryggingamiðstöðvarinnar í nýjum
húsakynnum í Aðalstræti 8,
sími 91-26466 eða næsta umboðs-
mann og kynntu þér góð kjör á
TM tryggingum.
TRYGGINGA
MIÐSTÖÐIN HF.
Aöalstræti 6-8, sími 91-26466
4
YDDA F16.3/SÍA