Morgunblaðið - 13.11.1992, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992
Ráðstefna um jafnrétti kynjanna
Menntaðar konur
eru láglaunahópur
SAMSTARFSHÓPUR kvenna í ungliðahreyfingum stjórnmála-
flokkanna gengst fyrir ráðstefnu um jafnrétti kynjanna á morg-
un, laugardaginn 14. nóvember, kl. 13 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja-
víkur. Samstarfshópurinn var stofnaður í mars síðastliðnum, og
eru konurnar í þessum hópi allar úr forystusveit sinna hreyfinga.
Markmið hópsins er að beijast fyrir jafnrétti kyiyanna, en hópur-
inn telur að í því efni halli á konur.
Samstarfshópur kvenna í ung-
liðahreyfíngum stjómmálaflokk-
anna telur að því fari fjarri að
aukin menntun íslenskra kvenna
hafí fært þeim hærri tekjur eða
stórkostleg áhrif í íslensku at-
hafnalífí, og með sanni megi segja
að vel menntaðar konur séu lág-
launastétt á íslandi. Þær benda á
að í umræðunni um dagvistarmál
sé sýknt og heilagt látið í það skína
að viðunandi dagvist fyrir böm sé
eir.kamál mæðra þeirra, og sjálf-
sögð mannréttindi feðra, svo sem
fæðingarorlof, séu ekki álitin raun-
hæfur kostur og meðhöndluð sem
um stórhættulega hugmynd sé að
ræða. Þá vegni konum ekki heldur
vel á framboðslistum gömlu stjórn-
málaflokkanna, en þær hafí löng-
um prýtt uppfýllingarsætin fremur
en þau sem þykja ávísun á þing-
mennsku eða setu í bæjar- og sveit-
arstjórnum. Segist samstarfshóp-
urinn ekki una því að konur sitji
lengnr á varamannabekk íslenskra
stjómmála.
Á ráðstefnunni sem ber yfír-
skriftina „Konur á barmi jafnrétt-
is“ verða flutt erindi um menntun
og atvinnulíf, jafnréttislög í sýnd
og reynd, og stjómmál og konur,
en fyrirspumum úr sal verður svar-
að að loknum flutningi erinda í
hveijum málaflokki. Með ráðstefn-
unni vonast samstarfshópurinn til
þess að vekja sem flesta til um-
hugsunar og góðra verka í þágu
íslenskrar jafnréttisbaráttu.
Samstarfshópur kvenna í ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna, sem gengst fyrir ráðstefnu um jafn-
rétti kynjanna í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun.
Fjármálaráðherrar Norðurlanda
Fé renni til innri uppbygg-
ingar fremur en millifærslu
Árósum. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins.
Fjármálaráðherrar Norðurlandanna eru sammála um að samsetn-
ing útgjalda ríkisins verði að miða að því að auka hagvöxt og at-
vinnu. I því skyni verði að beina ríkisútgjöldum til fjárfestinga í
innri uppbyggingu, svo sem samgöngukerfi, orkukerfi og menntun.
Hins vegar beri að draga hlutfallslega úr millifærslum, svo sem niður-
greiðslum, tryggingabótum og styrkjum. Ráðherrarnir hvetja til
þess að á næsta ári verði haldinn ráðherrafundur EFTA og EB, sem
hafi það verkefni að ræða leiðir til að auka hagvöxt og atvinnu.
Þetta eru meðal annars niðurstöður fundar ráðherranna, sem hald-
inn var í Árósum á mánudag í tengslum við þing Norðurlandaráðs.
Er fjármálaráðherramir kynntu
niðurstöðu fundar síns á blaða-
mannafundi skýrðu þeir frá því að
SKIÐAPAKKAR
FYRIR BÖRN
lookIr
bindingar
tiÖRDKA
skór
Skíði, bindingar, sknr og stafir
70- 90 cm skíðapakki
100-130 cm skíðapakki
140-160 cm skíðapakki
165-175 cm skíðapakki
kr. 12.429,-stgr.
kr. 14.103,-stgr.
kr. 14.931 ,-stgr.
kr. 15.318,-stgr.
m gúra/Fígffl
Glæsibæ, sími 812922.
efnahagsástandið á Norðurlöndum
hefði verið verra en að meðaltali í
Vestur-Evrópu síðan um miðjan síð-
asta áratug. Efnahagsstarfsemi
dróst "saman um meira en 1% á
Norðurlöndunum öllum í fyrra og
ekki er útlit fyrir neinn bata í ár.
Á næsta ári sjá ráðherramir þó
fram á örlítinn hagvöxt, en búizt
er Við að atvinnuleysi verði áfram
mikið.
í yfirlýsingu, sem gefin var út í
fundarlok, fögnuðu ráðherrarnir
fmmkvæði norsku stjórnarinnar um
að hvetja til sameiginlegs fundar
fjármálaráðherra Evrópubanda-
lagsins og EFTA-ríkjanna á næsta
. ári, sem á að ræða leiðir til að auka
hagvöxt og atvinnu. Danir taka
brátt við formennsku í EB og Norð-
menn í EFTA. Norðurlöndin geta
því gegnt lykilhlutverki í skipulagn-
■ ingu ráðherrafundarins. Ráðherr-
amir lýstu yfír að þeir myndu í
sameiningu vinna að því á ýmsum
alþjóðlegum vettvangi að fylgt yrði
efnahagsstefnu, sem leiddi til lægri
vaxta, og að samsetning ríkisút-
gjalda iegði grunn að hagvexti í
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Sonja ísafold ásamt börnum sínum, frá vinstri til hægri eru: Jóhann
Valur Jóhannsson, Sonja ísafold, Jónína Jóhannsdóttir, Silja Björg
Jóhannsdóttir, Sólveig Ásta Jóhannsdóttir og Anna Kristjana Jó-
hannsdóttir.
Arfur - samsýning í Risinu í Keflavík
Móðir og fimm börn
saman á listsýningu
Keflavík.
Um síðustu helgi var opnuð samsýning 6 listamanna í Risinu við
Tjarnargötu 12 í Keflavík. Að sýningunni, sem nefnist Arfur, standa
Sonja ísafold, sem búsett er í Keflavík, og fimm börn hennar og
verður sýningin opin um þessa helgi og einnig þá næstu.
Sonja sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hún hefði lengi átt þann
draum að geta haldið samsýningu
með bömum sínum en það hefði
verð erfitt í farmkvæmd þar sem
þau væm búsett bæði úti á landi
og erlendis. „Ein dóttir mín er bú-
sett í Danmörku þar sem hún vinn-
ur sem listamaður og þegar hún
ákvað að koma í heimsókn var
ákveðið að nota tækifærið til að
þessi draumur gæti ræst,“ sagði
Sonja.
Sonja ísafold er fædd í Dan-
mörku en búsett í Keflavík og sýn-
ir hún skúlptúra úr málmi og text-
fl, Anna Kristjana Jóhannsdóttir
sýnir keramikskúlptúr o.fl., Jónína
Jóhannsdóttir sýnir málverk sem
hún hefur málað með ýmislegri
tækni, Jóhann Valur Jóhannsson
sýnir hluti úr málmi, Sólveig Ásta
Jóhannsdóttir sýnir blýantsteikn-
ingar og Silja Björg Jóhannsdóttir
leggur sýningunni til ljóð. Sýningin
verður opin frá kl. 14-18 um þessa
og næstu helgi, frá föstudegi til
sunnudags. - BB
framtíðinni. Ráðherrarnir telja lága
vexti forsendu fyrir auknum fjár-
festingum og þar með meiri hag-
vexti og atvinnu.
Ráðherrarnir telja brýnt að grípa
til aðgerða í ríkisfjármálum Norður-
landanna. Þeir telja að ekki megi
hrófla við þeirri efnahagsstefnu,
sem miðar að lágri verðbólgu og
öruggum hagvexti. í yfirlýsingu
sinni hvetja þeir til að ríkisútgjöldin
verði samsett með þeim hætti að
stuðli að aukinni atvinnu og hag-
vexti, með öðrum orðum að féð
renni til fjárfestingar í innri upp-
byggingu, en ýtrasta aðhalds verði
gætt í félagslegum millifærslum og
samneyzlu.
Sigbjöm Johansen, fjármálaráð-
herra Noregs, sagði á blaðamanna-
fundinum að það yrði afar erfitt
pólitískt verkefni að draga úr milli-
færslunum, þar sem þær væru oft
af toga félagslegrar aðstoðar, en
það væri verkefni sem takast yrði
á við. Friðrik Sophusson fjármála-
ráðherra tók í sama streng og sagði
að markmiðið væri ekki að auka
heildarútgjöld hins opinbera, heldur
að endurskipuleggja ríkisfjármálin
og setja meira fé í varanlegar fjár-
festingar. Ann Wibble, Qármálaráð-
herra Svíþjóðar, lagði á það áherzlu
að fjárfestingar í t.d. samgöngu-
kerfí skiluðu sér í því að erlend
fyrirtæki teldu fýsilegra að fjárfesta
á Norðurlöndum í framtíðinni og
þannig væri búið í haginn fyrir
hagvöxt á næstu árum.
Fjármálaráðherrarnir sögðu að
hætta væri á að fjárfestingar í innri
uppbyggingu drægjust mjög sam-
an, þegar efnahagsástand væri erf-
itt. Það bæri að forðast, því að sam-
dráttur í fjárfestingum hefði áhrif
til hins verra. Ráðherrarnir ræddu
á fundi sínum ýmis fjárfestingar-
verkefni, sem til greina kæmu, en
vildu ekki skýra frá einstökum við-
fangsefnum. Þeir ræddu meðal ann-
ars möguleika á að Norræni fjár-
festingarbankinn tæki í auknum
mæli þátt í fjármögnun slíkra verk-
efn.
Friðrik Sophusson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið eftir fund
ráðherranna að tillögur um ráð-
herrafund Evrópubandalagsins og
EFTA til að sporna gegn atvinnu-
leysi ættu sér meðal annar rætur í
því að menn óttuðust að það mikla
atvinnuleysi, sem væri innan Evr-
ópubandalagsins, yrði viðvarandi
þegar Norðurlönd gengju í banda-
lagið. Hann sagði að tillögur um
aukna áherzlu á varanlegar fjár-
festingar væru í anda stefnu ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar, sem hefði
ákveðið að leggja aukið fé í vega-
og byggingarframkvæmdir á veg-
um hins opinbera en skera niður
sjálfvirkar millifærslur í velferðar-
kerfinu.