Morgunblaðið - 13.11.1992, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992
31
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
Ekkí óeðlilegt að gefa lögnm um
stjóm fiskveiða lengri reynslutíma
ÞAÐ ER stefna ríkistjórnarinnar
að marka heildstæða sjávarút-
vegsstefnu og var svonefndri
..tveggja formanna nefnd“ eða
„tvíhöfða nefnd“ ætlað að endur-
skoða lög um sljórn fiskveiða.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra segir að ágreiningur
milli stjórnarflokkanna hafi tafið
starf nefndarinnar. Ráðherrann
segir íhugunarefni hvort núver-
andi kerfi þurfi ekki lengri
reynslutíma.
Sjávarútvegsráðherra sagðist enn
gera sér vonir um að menn gætu
innan ekki langs tíma lokið þessu
nefndastarfi. Og í framhaldi af því
gætu umræður hafist við hagsmuna-
aðila og sjávarútvegsnefnd Alþingis.
Ræðumaður benti á að í þessum
málum væru ýmis tæknileg efni sem
þyrfti að hyggja að, s.s. tvöföldun
línuveiða og reglur um krókaveiðar
smábáta. Þessu næst sagði sjávarút-
vegsráðherra: „Hitt er svo sérstakt
athugunar- og íhugunarefni hvort í
raun þarf ekki mun lengri reynslu-
tíma til að meta árangur af núver-
andi kerfi. í reynd höfum við ekki
í höndum upplýsingar nema frá einu
og hálfu ári sem þetta núverandi
kerfi hefur staðið, þannig að ýmis-
legt mælir auðvitað með því að menn
taki lengri tíma til þess að meta
raunverulega reynslu og árangur af
stjórnkerfinu."
Jóhann Arsælsson sagði það nú
gerast sem menn hefðu óttast í upp-
hafi. Það væri verið að draga þessi
mál; þau væru að komast í eindaga
og nú væri hugmyndinni varpað
fram; lengri reynslutíma. Einmitt
þetta hefðu menn óttast; að teygt
yrði á þessum málum eins lengi og
mögulegt væri; þangað til þau væru
komin í eindaga og að menn myndu
halda svo áfram með sama kerfi án
breytinga. Sjávarútvegsráðherra
ætlaði sér að framlengja kerfið án
þess á því yrðu grundvallarbreyting-
ar. Það væri gjörsamlega óviðunandi
að svona væri staðið að málinu.
Stuttar
þingfréttir
Lög frá Alþingi
Fjögur frumvörp í fyrradag
voru samþykkt sem lög frá Al-
þingi: krumvarp til laga um inn-
flutning, frumvarp til laga um
gjaldeyrismál, frumvarp til
laga um Fiskistofu og frumvarp
til laga um meðferð og eftirlit
sjávarafurða.
Jóhann Ársælsson (Ab-vl) gerði í
gær fyrirspurn til sjávarútvegsráð-
herra um hvernig miðaði athugun á
mismunandi kostum við stjórn fisk-
veiða eins og mælt væri fyrir um í
lögum um stjórn fiskveiða, nr. 38,
15. maí 1990 og hvenær mætti
vænta þess að málið yrði lagt fyrir
Alþingi. Jóhann sagði að endurskoð-
un laganna væri miðuð við næstu
áramót.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra rifjaði upp að það hefði
verið samkomulag stjórnarflokk-
anna að þeir hefðu báðir jafna hlut-
deild varðandi endurskoðun laganna
um stjórn fískveiða. Eins og þing-
mönnum væri kunnugt hefði málum
verið svo skipað, tveir menn voru
valdir til að hafa forystu fyrir þeirri
nefnd sem sem hefði verið falið að
fjalla um þetta mál.
Sjávarútvegsráðherra dró enga
dul á þá skoðun sína að óheppilegt
væri að slíta í sundur stjórnskipulega
ábyrgð með þessum hætti og hefði
vissulega haft nokkur áhrif á störf
nefndarinnar. En hitt væri þó mikil-
vægast að þeir tveir menn sem völd-
ust til forystu, Magnús Gunnarsson
og Þröstur Ólafsson, hefðu haft góð
persónuleg tengsl. Nefndin hefði
unnið mjög örugglega að þeim meg-
inviðfangsefnum sem henni hefði
verið ætlað.
Sjávarútvegsráðherra sagði
kjarna málsins kunnan þingmönn-
um; að á milli stjórnarflokkanna
hefði verið ágreiningur varðandi
skattheimtu eða gjaldtöku af sjávar-
útveginum. Og sá ágreiningur hefði
tafið nefndarstarfið að undanförnu.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra vildi benda á að innan allra
flokka væru skiptar. skoðanir um
skipan þessara mála.
Stofnlánadeild landbúnaðarins og
Ríkisábyrgðarsjóður gefí eftir skuldir
Samkomulag um aðstoð til loðdýrabænda
HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra tilkynnti í gær um tillögur
sem samkomulag er um í ríkisstjórn og milli stjórnarflokkanna til
lausnar á vanda loðdýrabænda. M.a. er gert ráð fyrir að Stofnlána-
deild landbúnaðarins felli niður verulegan hluta af lánum til loðdýra-
ræktar, getur sú niðurfelling numið allt að helmingi af heildarskuld-
bindingum. Ríkissjóður mun leggja fram fé til greiðsiu á lánum með
ríkisábyrgð.
í fyrirspurnatíma í gær innti Jóna
Valgerður Kristjánsdóttir (Sk-Vf)
landbúnaðarráðherra eftir því hvort
nefnd sú sem skipuð hefði verið til
að skoða stöðu loðdýrabænda hefði
lokið störfum og hveijar tillögur
væru til lausnar á vanda loðdýra-
bænda.
Halldór Blöndal landbúnaðar-
ráðherra sagði að tilgreind nefnd
hefði lokið störfum. Landbúnaðar-
ráðherra taldi sér rétt og skylt að
greina fyrirspyijanda og öðrum
þingmönnum frá tillögum sem sam-
komulag væri um í ríkisstjórn og
milli stjórnarflokkanna.
Lagt væri til að öllum aðilum sem
heimild hefðu til reksturs loðdýrabúa
og og fengið hefðu lán til þeirra hjá
Stofnlánadeild landbúnaðarins yrði
gefinn kostur á að sækja um fyrir-
greiðslu stjórnvalda.
Lagt væri til að stjórnvöld beittu
sér fyrir almennum aðgerðum til
aðstoðar starfandi loðdýrabændum
og þeim loðdýrabændum sem hætt
hefðu starfsemi. Annars vegar yrði
leitað eftir því við Stofnlánadeild
landbúnaðarins og aflað nauðsyn-
legra heimilda til að deildin gæti
fellt niður verulegan hluta af lánum
til loðdýraræktar. Yrðu þessar ráð-
stafanir liður í heildarsamningum
um skuldauppgjör loðdýrabænda.
Miðað væri við að fyrrgreind niður-
felling gæti numið allt að helmingi
af heildarskuldbindingum, sem til
hefði yerið stofnað vegna loðdýra-
ræktar. Hins vegar legði ríkissjóður
fram fé til greiðslu á lánum með
ríkisábyrgð. Yrði það framlag veitt
árlega og svari til greiðslu afborgana
og vaxta af þeim lánum.
Lagt væri til að jöfnunargjald á
loðdýrafóður yrði fellt niður frá og
með 1. janúar. 1994.
Lagt væri til að beina þeim tilmæl-
um til sveitarfélaga um að gefa eft-
ir eða lækka kröfur sínar vegna fast-
eignaskatts og aðstöðugjalds sem
væri í vanskilum hjá loðdýrabænd-
um.
Lagt væri til að um frekari að-
gerðir yrði ekki að ræða að hálfu
Hvalveiðar
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra hafnar þeim sjónarmiðum
að Bandaríkin eða bandarísk sljórnvöld geti einhliða tekið ákvarðanir
um verslun með sjávarafurðir út frá duttlungum sínum um verndun
einstakra tegunda í hafinu. Það sé fráleitt að við beygjum okkur
undir „alþjóðlegt lögregluvald Bandaríkjanna".
í fyrirspurnatíma í gærmorgun
var Ingibjörg Pálmadóttir (F-Vl)
þess mjög hvetjandi að Islendingar
hæfu hvalveiðar hið fyrsta og spurði
eftir því hvenær ríkisstjórnin hygðist
heimila hvalveiðar að nýju? En Ing-
björg var einnig knúin í ræðu sinni
til að benda á að hvalfriðunarsinnum
yxi stöðugt fiskur um hrygg og þeim
hefði orðið mjög ágengt á erlendum
mörkuðum með einhliða áróðri gegn
hvalveiðum og skemmt fyrir sölu á
íslenskum fiski. Það væri augljóst
að áður en hvalveiðar hæfust að
nýju þyrftum við íslendingar að
skýra okkar málstað og áætlanir.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra var fyrirspyijanda fyllilega
sammála um að við yrðum að kynna
okkar málstað í þessu máli. Hann
greindi líka frá því að samstarf
væri hafið við helstu útflutningsfyr-
irtæki til þess að afla sem bestra
upplýsinga um viðhorf seljenda á
erlendum mörkuðum og stöðu okkar
þar.
Það var skoðun sjávarútvegsráð-
herra að æskilegt væri að hefja veið-
ar á næsta ári. En eins og sakir nú
stæðu treysti ráðherrann sér ekki
til að fullyrða að það tækist.
Guðjón Guðmundsson (S-Vl) tók
undir herhvöt Ingibjargar um að
he§a hvalveiðar. Ef hótanir og við-
skiptaþvinganir fylgdu „væri það
slagur sem við yrðum að taka“.
Alþjóðleg sjónarmið
Kristín Ástgeirsdóttir (SK-Rv)
kvaðst vera á þveröfugri skoðun við
fyrra ræðumann. Við yrðum að fara
afar varlega og okkar heildarhags-
munir hlytu að ráða. Hún benti á
að fyrir örfáum dögum hefðu borist
af því fréttir að í Bandaríkjunum
væri nú rætt um að setja bann á
norskan eldisfisk vegna óverulegra
hvalveiða Norðmanna. Þetta væri
stjórnvalda.
Landbúnaðarráðherra sagði að
þau veð sem Ríkisábyrgðarsjóður
hefði vegna lána sem hann hefði
veitt loðdýrabændum væru í flestum
tilvikum einskis virði og ríkisstjómin
mæti það svo að það væri eðlilegast
og hreinskilnast að Ríkisábyrgðar-
sjóður tæki þessi lán á sig.
Guðni Ágústsson (F-Sl), stjórn-
arformaður Stofnlánadeildar land-
búnaðarins, þótti landbúnaðarráð-
herra færa þingmönnum nokkrar
fréttir af vettvangi ríkisstjórnarinn-
ar. Hann honum var það efni undr-
unar og harms að ráðherra hefði
ekki hafa leitað eftir samráðsfundi
með stjórn Stofnlánadeildarinnar.
Hér væri gerð tillaga um „flatan
niðurskurð á skuldum". Hann vildi
einnig benda á að jöfnunargjöld eða
niðurgreiðslur ríkissjóðs til fóður-
stöðvanna næmu 35 milljónum
króna og þegar þær féllu niður færu
fóðurstöðvarnar á hausinn og bænd-
umir með.
Jóna Valgerður Krisljánsdóttir
taldi þessar tillögur vera til mikilla
bóta þótt bankalán stæðu eftir. Hún
vonaði og vænti þess að gott sam-
starf gæti tekist milli ríkisstjórnar
og Stofnlánadeildarinnar.
Duttlungar bandarískra
stjómvalda eiga ekki að ráða
miklu stærra mál en eitthvert smá-
stríð okkar við umhverfisverndar-
menn. Þetta væru ákveðin sjónarmið
sem væru ríkjandi og næðu inn í
stjórnkerfi margra landa.
Aðrir þingmenn voru á öndverðum
meiði og vildu hefja hvalveiðar, Jóna
Valgerður Kristjánsdóttir (Sk-
Vf), Matthías Bjarnason (S-Vf),
Sturla Böðvarsson (S-Vl). Auk þess
að hvetja til hvalveiða var ræðumað-
ur knúinn til að vekja athygli við-
staddra á að Kvennalistinn væri
klofinn í afstöðu sinni.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra furðaði sig á ræðu Kristín-
ar Ástgeirsdóttur. Sjávarútvegsráð-
herra sagðist hafa haldið að ekki
þyrfti að ræða það á Alþingi „að við
eigum að taka tillit til þeirra sjónar-
miða að Bandaríkin og bandarísk
stjórnvöld geti einhliða tekið ákvarð-
anir varðandi viðskipti með sjávaraf-
urðir, út frá eigin duttlungum um
hvernig eigi að standa að verndun
einstakra tegunda í sjónum.“ Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
sagði það fráleitt að við færum að
beygja okkur undir „alþjóðlegt lög-
regluvald Bandaríkjanna."
Nú er lag lyrir jólabakstunnn.
Verðið hvergi iægra!
/HIKLIG4RDUR
VIÐ SUND