Morgunblaðið - 13.11.1992, Síða 33

Morgunblaðið - 13.11.1992, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992 33 Ljósmyndir af Breiðfirðingum, Strandamönnum og fleirum ÞJÓÐMINJASAFNIÐ gengst fyrir sýningu á óþekktum ljósmyndum úr ljósmyndasafni feðganna Jóns Guðmundssonar (1870-1944) og Guðmundar Jónssonar (1900- 1974) frá Ljárskógum í Dölum. Sýningin verður haldin í Bogasal safnsins dagana 14.-22. nóvember á almennum opnunartíma þess. Opið er laugardaga til sunnudaga, þriðju- Ein þeirra mynda sem sýnd er í Bogasal Þjóðminjasafnsins. daga og fímmtudaga frá kl. 12-16. Jón Guðmundsson lærði ljósmynd- un hjá Sigfúsi Eymundssyni í lok síðustu aldar og stundaði ljósmyndun frá því rétt fyrir aldamót og fram eftir öldinni. Hann starfaði fyrst og fremst í Dalasýslu en ferðaðist einn- ig víða um Vesturland og Vestfírði og tók myndir. Þegar Jón hætti myndatökum skömmu eftir 1925 tók sonur hans Guðmundur við en hann lærði ljósmyndun hjá bæði föður sín- um og Jóni Kaldal. Myndasafn þeirra feðga var afhent Þjóðminjasafni ís- lands árið 1968. Það kom óskráð til safnsins og því er brýrit að allir þeir sem telja sig geta veitt upplýsingar um myndefnið leggi leið sína í safnið og kanni hvort þeir geti borið kennsl á þau andlit sem þar eru sýnd. (Fréttatilkynning) Vopnið snýst í hendi Tveir glaðbeittir um stund. Leikstjóri og stjarna Boomerang, Reginald Hudlin og Eddie Murphy. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Boomerang. Leik- stjóri Reginald Hudlin. Handrit Barry Blaustein og David Sheffi- eld. Tónlist Marcus Miller. Aðal- leikendur Eddie Murphy, Robin Givens, Halle Berry, David Alan Grier, Grace Jones, Ertha Kitt. Bandarísk. Paramount 1992. Kastvopnið sem nýjasta mynd gamanleikarans Eddie Murphy dregur nafn sitt af (og nefnist bjúg- verpill á því ylhýra, og ekki orð meira um það) býr yfír þeim ágæta eiginleika að sveigja aftur á vit kastarans ef það missir marks. Þá sjálfsagt eins gott að verða ekki fyrir höggi. Og þetta er inntakið í myndinni og árangur stjörnunnar. Því hér segir frá hinu ómótstæði- lega kvennagulli, stertimenni og markaðssnillingi sem vefur hverri konu um hvem sinn fíngur uns hann kynnist nýja yfirmanninum sínum (Givens). Hún tekur nefni- lega framann fram yfír ástina og kemur fram við Murphy á sama hátt og hann hefur afgreitt vinkon- ur sínar til þessa. Hér hefur Murphy ætlað að breyta ímynd sinni, í það minnsta sýna á sér nýjar hliðar. En vopnið missir marks og kemur höggi á kastarann sem fyrr segir. Því Murphy breytist lítið. Hann er sami strokni, ofursvali fímmaurabrand- arakarlinn og í síðustu myndum sínum. Hann má vissulega gæta sín. Þó svo að enginn efíst um ágæti hans á góðum degi sem gam- anleikara þá eru það fyrstu þijár myndir hans sem bera nafn hans uppi í dag í kvikmyndaheiminum. Það eru „48 Hours“, „Trading Plac- es“ og „Beverly Hills Cop“, en það er liðinn tæpur áratugur síðan sú ágæta mynd var frumsýnd. Síðan hefur hver meðalmyndin (og þaðan af slakari) rekið aðra; „Another 48 Hours“, „Beverly Hills Cop II“, „Best Defense", „Coming To Am- erica“, „The Golden Child“, „Harl- em Nights". Ekki er listinn gæfu- legur og engin furða þótt stjarnan reyni nú að fá fersk tromp á hendi. En hann brennir sig á tvennu: Bæði er framkoma hans á sömu nótum og í fyrri myndunum, glað- beittur rembingurinn er farinn að fara fyrir bijóstið á almenningi sem og þessi dýrðarljómi sem hann bað- ar sig orðið í hvað snertir búninga og sviðsmyndir, orðagjálfur og fé- lagsskap. En öllu verri þáttur er handritið sem er lítið meira en þokkaleg hugmynd og örfáar með- alskrýtlur. Því það smáþynnist út í sápuóperú af því tagi sem ber fyrir augu sjónvarpsgláparans á hveiju kvöldi. Þá er leikstjórnin ósköp hugmyndasnauð en leikkon- umar stela senunni frá nöglunum. Hættulegur heimilisvinur Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Friðhelgin rofin („Unlawful Entry“). Sýnd í Bíóborginni. Leikstjóri: Jonathan Kaplan. Framleiðandi: Charles Gordon. Aðalhlutverk: Kurt Russell, Madeleine Stowe, Ray Liotta og Roger Mosley. Þegar brotist er inn hjá hjónun- um Kurt Russell og Madeleine Stowe í spennumyndinni Friðhelgin rofín koma hjálplegir lögreglumenn á vettvang og róa þau. Einn þeirra, leikinn af Ray Liotta, gerist upp úr því heimilisvinur þeirra. Hann er einmana einstæðingur sem hjón- in hálft í hvoru sjá aumur á. Þegar hann tekur að sýna eiginkonunni meiri áhuga en gott þykir sýður upp úr en í stað þess að hverfa tekur hann að ásækja hjónin og 'gera þeim allt til miska. Og hann er snjall, honum tekst næstum að snúa eiginkonunni gegn manninum, gerir hann mjög tor- tryggilegan í hópi kaupsýslumanna sem eiginmaðurinn skiptir við og gerir hann jafnvel að glæpamanni. Og hvað eiga hjónin að gera? Hringja í lögguna? Hann er lögg- an, hefur verið heiðraður og er sérstaklega fær í starfí sínu. Það virðist engin leið að gera hann óvirkan. Klikkun; úr myndinni Friðhelg- in rofin. Ray Liotta er fantagóður sem illmennið í þessum vel gerða, ágæt- lega leikna og á endanum afar spennandi ofsóknartrylli, sem Jon- athan Kaplan („The Accused") leik- stýrir. Liotta hefur áður fengist við óþokka kvikmyndanna og hefur náð frábæru taki á þeirri tegund sem eina stundina er besti vinur manns og innilegheitin uppmáluð en þá næstu morðóður bijálæðing- ur. Hann á jafnauðvelt með að heilla Stowe upp úr skónum með sakleysislegu yfirbragði og að sýna í sér geðsýkislegan ofbeldismann- inn í viðskiptum sínum við Russell. Á líkan hátt og Michael Keaton tryllti hjónin í „Pacifíc Heights" og áhorfendur með, gengur Liotta fram af áhorfandanum þangað til hann óskar honum alls hiris versta. Myndin fer aldrei út í að skýra hvað gert hefur persónu Liotta að því sem hún er. Spennumyndir dagsins virðast hafa alið áhorfend- ur upp þannig að hægt er að stytta sér leið að þessu leyti; menn gleypa alla klikkun hráa eða þá að hraðinn er svo mikill að áhorfandinn fær aldrei tækifæri til að líta til baka fyrr en hann er kominn út á götu aftur. Russell og Stowe eru einnig ágæt í hlutverkum hjónanna sem brenna sig á því að vingast við mann sem er þeim fullkomlega ókunnugur og vara sig ekki á tor- tryggninni sem hann sáir á milli þeirra. Kaplan sleppir aldrei hé?id- inni af spennugjafanum og byggir upp stigmagnandi átök persónanna með sífellt hraðari klippingum og æ meira ógnvekjandi lýsingu og myndatöku. Allt er hér mjög fag- mannlega af hendi leyst til að tryggja góða og vandaða afþrey- ingu. Það vantar kannski dýpt í Friðhelgin rofín en hún er spennu- mynd í gæðaflokki og dregur mann fram á sætisbrúnina áður en maður veit af. Basar Kvennadeild- ar Rauða krossins Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins heldur hinn árlega basar sinn í Félagsheimili Fóst- bræðra á Langholtsvegi 109-111 sunnudaginn 15. nóvember og hefst hann kl. 2 e.h. Þar verða konur með á boðstólum handavinnu, heimabak- aðar kökur og fleira. Allur ágóðinn rennur til bókakaupa fyrir sjúklinga- bókasöfn spítalanna. Flóamarkaður Lions- klúbbsins Engeyjar UM helgina mun Lionsklúbburinn Engey halda sinn árlega flóamarkað í Lionsheimilinu við Sigtún 9 í Reykjavík. Vegna mikillar aðsóknar undanfarin ár, en þetta hefur verið árlegur viðburður frá 1985, mun flóamarkaðurinn standa bæði laugardaginn 14. og sunnudaginn 15. frá kl. 14-17 báða dagana. Á boðstólum verður aðallega fatn- varið til styrktar Blindrabókasafn- aður, bæði notaður og nýr. Allur inu, Endurhæfíngarstöð hjarta- og ágóði af flóamarkaðinum rennur til lungnasjúklinga, Gigtarfélagsins, líknarmála og má nefna að ágóða Krýsuvíkursamtakanna o.fl. af flóamarkaði síðasta árs var m.a. (Úr fréttatiikynningu) yMIKUGlRDUR VIÐ SUND HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.