Morgunblaðið - 13.11.1992, Side 37

Morgunblaðið - 13.11.1992, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992 Betrumbætum það, sem við gerum best Eflum menntun og rannsóknir í grein- um er tengjast íslenskum matvælaiðnaði eftir dr. Ágústu Guðmundsdóttur OECD-fundur Nýlega voru haldnir tveir fundir samstarfsnefndar Vísindaráðs og Rannsóknaráðs ríkisins. Fjallað var um skýrslu OECD er varðar úttekt stofnunarinnar á vísinda-, tækni- og nýsköpunarstefnu á íslandi. Mat þetta fór fram að beiðni mennta- málaráðherra, Ólafs G. Einarssonar, sem fól Vísindaráði og Rannsókna- ráði ríkisins umsjón málsins fyrir Íslands hönd. Inntak skýrslunnar hefúr þegar fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum, síðast í fréttaþættinum Kastljósi. í því sem hér fer á eftir mun ég einungis fjalla um þá þætti OECD- skýrslunnar er varða framtíð mat- vælaframleiðslu á íslandi og þá í tengslum við menntun og rannsókn- ir í matvælafræði og skyldum grein- um við Háskóla íslands. BS-nám í matvælafræði við Háskóla Islands Meginmarkmið kennslu í mat- vælafræði við Háskóla íslands er og verður fyrst og fremst að styrkja íslenskan matvælaiðnað og tryggja neytendum heilnæm matvæli. Mat- vælafræði hefur verið kennd til BS- prófs við Háskóla Islands síðan árið 1976 og er fjöldi matvælafræðinga frá skólanum nú orðinn um 100. I BS-náminu hefur auk sérgreina matvælafaræðinnar verið lögð rík áhersla á kennslu í undirstöðugrein- um fræðinnar, sem eru efnafræði, eðlisfræði, stærðfræði og ýmsar líf- fræðigreinar. Umtalsverður hluti kennslu á sérsviðum matvælafræð- innar er verklegur og fer stór hluti hennar fram á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Fjölmargir matvælafræðingar hafa unnið lofsvert brautryðjenda- starf á ýmsum sviðum matvælaiðn- aðar hérlendis bæði í fyrirtækjum og á rannsóknastofnunum. Allstór hópur þeirra hefur hlotið framhalds- menntun erlendis á ýmsum sérsvið- um matvælafræðinnar svosem í matvælaverkfræði, -efnafræði, -ör- verufræði, -vinnslu og næringar- fræði. í náminu er innan margra þessara greina lögð áhersla á vöru- þróun, gæðastjórnun og gæðaeftir- lit. Að auki hafa íslenskir matvæla- fræðingar starfað hjá erlendum stór- fyrirtækjum í matvælaiðnaði og snú- ið heim að námi loknu reynslunni ríkari. Undirrituð var í hópi fyrstu mat- vælafræðinganna sem útskrifuðust frá Háskólanum og minnist dræmra undirtekta sumra matvælafyrir- tækja við þessum nýju fræðingum, sem gjarnan voru spurðir við hvað þeir hygðust svo starfa í framtíð- inni. Eins og raunin er sjálfsagt í öllu brauðryðjendastarfí voru fyrstu íslensku matvælafræðingarnir sem hér störfuðu því ekki öfundsverðir. Engu að síður hefur þeim tekist að sanna sig á þann hátt að nú heyrast oftar raddir úr matvælafyrirtækjum um að ekki ljúki nægilega margir matvælafræðingar í Háskólanum námi fyrir matvælaiðnaðinn. Sam- kvæmt upplýsingum frá Matvæla- og næringarfræðifélagi íslands (MNÍ) er ekkert atvinnuleysi í stétt- inni. Efling menntunar og rannsókna í þágu matvælaiðnaðarins Ljóst er að þörfin fyrir fólk með matvælafræðimenntun á enn eftir að aukast. I því sambandi nægir að nefna auknar kröfur um gæði mat- væla frá helstu viðskiptalöndum okkar og þá staðreynd að við hljótum að hverfa frá þeirri stefnu að vera hráefnisútflytjendur og taka upp fullvinnslu matvæla á íslandi eins og reyndar var hvatt til í OECD- skýrslunni. Hvort tveggja krefst íjölgunar sérmenntaðs fólks fyrir matvælaiðnaðinn, aukinnar mennt- unar í matvælafræði og tengdum greinum og ekki síst rannsókna í nánari tengslum við matvælafyrir- tækin í landinu. Stundum hafa heyrst raddir um að BS-námið í matvælafræði við Háskóla íslands sé of fræðilegt og að leggja beri minni áherslu á undir- stöðugreinarnar. I umræðum á OECD-fundinum var varað sérstak- lega við öllum tilslökunum í undir- stöðumenntun og jafnframt talið æskilegt að tekin verði upp fram- haldsmenntun á MS-stigi, sem tengja beri rannsóknum í þágu at- vinnulífsins. Við sem að kennslu í matvæla- fræði stöndum erum sammála þessu og teljum alls ekki mega slaka á undirstöðumenntun. Hins vegar beri að leggja áherslu á öflugt MS-nám í matvælafræði og tengdum greinum við Háskólann. Þess má reyndar geta að við raun- vísindadeild HÍ var tekin upp kennsla til MS-prófs árið 1989. Ekki hafa fengist aukafjárveitingar til að standa straum af kostnaði vegna námsins og fjárþröng skólans und- anfarin ár endurspeglast í því að MS-námið er meira í orði en á borði. T.d. hefur aðeins einn nemi innritast í MS-nám í matvælafræði á þessum árum og sem stendur er aðgangur að MS-námi í deildinni takmarkaður vegna fjárskorts. Efling MS-náms við Háskóla íslands í tengslum við matvælaiðnaðinn Öflugt og vel skipulagt MS-nám í matvælafræði og tengdum greinum mundi efla verulega rannsóknir og þekkingu jafnt innan Háskólans sem utan hans, sem stuðlað gætu að at- vinnusköpun og aukinni tækniþekk- ingu í landinu. Námið væri í nánum tengslum við matvælafyrirtækin og MS-verkefnin gætu að stórum hluta orðið til að þeirra frumkvæði og þannig nýst þeim. Að sjálfsögðu yrði að gera sömu kröfur til stjórnenda MS-verkefna, sem unnin væru utan Háskólans og til háskólakennara al- mennt. Stjómendur verkefnanna gætu t.d. verið starfsmenn Háskól- ans eða rannsóknastofnana atvinnu- veganna í nánum téngslum við mat- vælafyrirtæki. Einnig mætti hugsa sér að stjómandi MS-verkefnis væri starfsmaður matvælafyrirtækis, sem verkefnið væri unnið fyrir, svo fremi Pétur Tyrfingsson „Spurningin er: Hvað á að ráða þegar við drög- um sjúklingana í dilka? Mannúð eða hagsýni? Hvenær erum við mannúðleg og hvenær hagsýn?“ því að mörg hundmð manns eiga ekki kost á fullri meðferð ár hvert, þurfum við sem störfum á þessum vettvangi að glíma við nýjan vanda. Nú þarf að draga sjúklinga í dilka og velja þá úr sem gefinn er kostur á meðferð. Fram að þessu höfum við ráðið sæmilega við þennan vanda og tekið tillit til mannúðár- og hagsýnissjónarmiða í sömu andrá án mikilla vandræða. Þarfir sjúklingsins hafa gengið fyrir öðm. Verði þessi niðurskurður að veru- leika getum við ekki lengur látið þörf sjúklingsins fyrir meðferð vega þyngst þegar staðan er metin, því mun færri komast að en þurfa. Við hvað á að miða? Læknirinn og starfsfólk hans tel- ur sennilega þá afstöðu að sinna fremur þeim sem veikari eru og harðast hafa orðið úti. Þetta er nú einu sinni eðli vort og inngróin mannúðarhyggja sem við erum mótuð af. Þá er sjálfgefið að niður- skurðurinn kemur harðast niður á þeim sem eru eitthvað heilsubetri en aðrir, þótt þjáðir séu á sál og líkama af áfengis- og vímuefna- sýki. I þessum hópi er auðvitað yngra fólkið okkar. I þessu samhengi má hugleiða tölur: Um 500 manns þarf að úti- loka frá meðferð eftir niðurskurð- inn. Árið 1991 voru um 100 ung- menni yngri en 20 ára í meðferð hjá SÁA. Þeir sem voru yngri en 30 ára voru rúmlega 500. Jafnstór- um hópi verður meinaður aðgangur að fullri meðferð eftir niðurskurð- inn! Kannski er ekki ætlast til þess að þeim veikustu sé sinnt fyrst, heldur að við temjum okkur kald- lynda hagsýni og látum þá ganga fyrir sem hafa meiri batalíkur vegna æsku og betri heilsu. Það eru þeir munu verða drýgstir skatt- greiðendur og líklegastir til að koma sjaldan eða aldrei aftur í meðferð. Ég er hræddur um að starfsfólk í heilbrigðis- og velferð- arkerfinu eigi erfitt með að hafa þess háttar hagsýni að leiðarljósi. Spurningin er: Hvað á að ráða þegar við drögum sjúklingana í dilka? Mannúð eða hagsýni? Hve- nær erum við mannúðleg og hvenær hagsýn? — Sparnaðurinn er ekki bara dýrkeyptur í krónum. Hann stefnir okkur í siðferðilega kreppu, sem er öllu dýrari. Stefnubreyting Niðurskurður framlaga til með- ferðarstofnana fyrir áfengis- og vímuefnasjúka, sem fjárlagafrum- varpið gerir ráð fyrir, er miklu meiri en annar niðurskurður. Aug- ljóst er að mikill sparnaður á þessu sviði heilbrigðismála mun einungis auka kostnað annars staðar. Með þessum niðurskurði er einnig vegið alvarlega að þeim mannúðarsjón- armiðum sem siðmenntað fólk á íslandi aðhyllist í heilbrigðis- og félagsmálum. Þessi niðurskurður á því ekkert skylt við sparnaðarstefnu stjórnvalda. Hér er allt önnur og róttækari stefnubreyting á ferðinni. Er eðlilegt að sú stefnubreyting sé gerð með fjárlögum? Höfundur hefur starfað í sjö ár á meðferðarstofnunum SÁA og gegnir nú stöðu dngskrárstjórn Göngudeildar SÁÁí Síðumúla 3-5. Dr. Ágústa Guðmundsdóttir „Ljóst er að þörfin fyrir fólk með matvæla- fræðimenntun á enn eftir að aukast. I því sambandi nægir að nefna auknar kröfur um gæði matvæla frá helstu viðskiptalöndum okkar.“ sem menntun hans leyfði. Slíkt sam- starf háskóla og atvinnufyrirtækja tíðkast víða erlendis og er mér kunn- ugt um að Danir hafa góða reynslu af slíku MS-námi. í OECD-skýrslunni er eindregið hvatt til þess að efld verði MS-fram- haldsmenntun á íslandi með iðnað- artengdum rannsóknaverkefnum. Þar yrði tekist á við séríslensk verk- efni er gagnast bæði nemandanum og iðnaðinum. Ég sé fyrir mér uppbyggingu öflugs MS-náms er tæki til allra þeirra námsbrauta Háskólans, sem gætu með ýmiskonar rannsókna- verkefnum stuðlað að eflingu ís- lensks matvælaiðnaðar í nánu sam- strfí við iðnaðarfyrirtæki. 37 Dæmi um MS-verkefni Verkefni er tengdist fullvinnslu sjávarafla mætti taka sem dæmi. ítarlegt skipulag verkefnisins væri mjög mikilvægt, enda tæki það til allra þátta frá veiðum og vinnslu til markaðsöflunar. Hér væri því um að ræða samvinnuverkefni nokkurra námsbrauta eða deilda Háskólans svo og fyrirtækja utan hans. Aug- ljóslega væri hér á ferðinni rann- sóknarverkefni fyrir fjölda MS-nem- enda. Fullyrða má að stjórnendur slíkra verkefna hefðu náin tengsl við erlenda háskóla og rannsóknastofn- anir, sem leita mætti til þegar þurfa þætti. Ennfremur má hugsa sér að hluti MS-námskeiða væri tekinn í samvinnu við erlenda háskóla. Hver á að borga? Fjárhagslega hliðin á málinu er ef til vill ekki eins erfíð og skipulags- þátturinn og viljinn til að koma á markvissu framhaldsnámi og rann- sóknum í þágu atvinnuveganna. Nú bjóðast fjölmargir styrkir til slíkra rannsóknastarfsemi, bæði Evrópu- og Norðurlandastyrkir. Auk þess mætti vænta styrkja frá innlendum rannsóknasjóðum. í byijun yrði væntanlega erfítt fyrir matvælafyrir- tækin að veita bein fjárframlög til verkefnanna, en þau gætu lagt til efni og aðstöðu að einhverju leyti. Lokaorð Ég vil ljúka þessum hugleiðingum með svari eins OECD-fulltrúans við spumingunni um úrræði í atvinnu- málum og framtíðarhorfur velferðar á íslandi. Svarið var einfaldlega: „Betrumbætið það, sem þið gerið best“! sem að mínu áliti þýðir einfald- lega: Aukið þekkingu með rannsókn- um og menntun í undirstöðufram- leiðslugreinum þjóðarinnar. Höfundur er dósent í matvælaefnafræði við Háskóla íslands. ^imuiess ís agsís, 2\Xiúttengur ssandi. Ótrúlegt verð'. StaöBfeiðsluatslátU Greiöslukortaþiónu: *Jw Á /j-'j r'M ] w ggssH , iVy- A ■ ‘ ‘ i Z'l> . ' ív r si s AIIKLIG4RDUR VIÐ SUND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.