Morgunblaðið - 13.11.1992, Side 50
JO
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTBR FÖSTUDAGUR 1,3. NÓVEMBER 1992
HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA
Sveinn Sigfinnsson skorar hér gegn Barcelona í Evrópuleik sl. keppnistímabil. Hann tók þá stöðu Jakobs Sigurðs-
sonar, sem var þá einnig frá vegna meiðsla.
Yrði mikið áfall að
komast ekki áfram
- sagði Geir Sveinsson fyrirliði Valsmanna sem mætir Maistas
Klaipeda frá Litháen í Laugardalshöll í kvöld
■ GENNADI Touretsky frá Rúss-
landi, einn fremsti sundþjálfari
heims, hefur verið ráðinn sem aðal-
þiálfari ástralska sundlandsliðsins.
■ FIMM keppendur undir stjórn
Touretskys unnu til gullverðlauna á
Ólympíuleikunum í Barcelona. Hann
gerði tveggja ára samning við Astr-
ala og byijar í næsta mánuði.
■ ÁSTRALSKA sundsambandið
bauð einnig Rússanum Alexander
Popov, sem sigraði í 50 og 100 m
^jjkriðsundi á ÓL, að æfa með landslið-
inu í óákveðinn tíma og er gert ráð
fyrir að vera Rússanna verði mikil
lyftistöng fyrir íþróttina í landinu.
■ MIKE Keenun sagði stöðu sinni
sem framkvæmdastjóri Chicago
Blackhawks í NHL-deildinni lausri
um helgina. Síðustu tvö ár var hann
bæði framkvæmdastjóri og þjálfari
liðsins og undir stjóm hans komst
liðið í úrslit um Stanley-bikarinn á
síðasta tímabili.
■ DARRYL Sutter tók við þjálf-
arastöðunni í júní s.l. og Keenan
fannst völd sín ekki vera nógu mik-
il. Því sagði hann upp fimm ára
samningi, sem var undirritaður fyrir
tæpum mánuði.
■ ÞRÍR knattspymumenn frá íran
vom úrskurðaðir í árs bann af Knatt-
spymusambandi Asíu vegna rudda-
legrar framkomu gagnvart dómara
í leik íran og Japan í keppni um
Asíubikarinn. Bannið gildir jafnt inn-
anlands sem utan.
■ TAKUYA Takagi tryggði Jap-
an 1:0 sigur gegn Saudi-Arabíu í
úrslitaleik keppninnar í Tókíó á
sunnudag. Saudi-Arabía átti titil að
veija — hafði reyndar sigrað í keppn-
inni tvö ár í röð.
■ HOLLENDINGURINN Hans
^Ooft, þjálfari Japan, sagði að sig-
urinn væri mikilvægt skref fyrir
heimsmeistarakeppnina í Bandaríkj-
unum^ 1994.
■ KÍNA vann Sameinuðu arab-
ísku furstadæmin 4:3 eftir víta-
keppni í leik um 3. sætið.
■ JAPAN, sem hefur sótt um að
halda HM 2002, hafði ekki áður leik-
ið til úrslita um Asíubikarinn. „Lið-
ið hefur tekið miklum framförum,"
sagði Ooft, sem tók við stjóminni
fyrir sjö mánuðum.
■ FU Yubin, markvörður Kína,
varði tvær vítaspymur og innsiglaði
síðan sigurinn — tók síðasta víti
Kína og skoraði, en fyrir vítakeppn-
ina var staðan 1:1.
VALSMENN leika gegn Maist-
as Klaipeda frá Litháen í 16-liða
úrslitum í Evrópukeppni bikar-
hafa í Laugardalshöil um helg-
ina. Fyrri leikurinn verður í
kvöid og sá síðari á sunnu-
dagskvöld og hefjast báðir kl.
20.30. „Þó við þekkjum ekki
mikið til mótherjanna þá yrði
það mikið áfall fyrir okkur ef
við kæmumst ekki áfram í átta
liða úrslit," sagði Geir Sveins-
son, fyrirliði Vals.
Litháiska liðið vann fínnska liðið,
Vanta frá Helsinki, í 1. umferð
keppninnar. Fyrri leikurinn sem
fram fór í Litháen endaði 34:18 en
liðið tapaði síðan seinni leiknum í
Helsinki með fjögurra marka mun,
29:25. Valsmenn vita ekki mikið
um þetta lið en hafa fengið upplýs-
ingar um liðið frá þjálfara fínnska
liðsins.
Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals,
sagði að þetta væri reynslumikið lið
sem leikur sterkan vamarleik og
agaðan sóknarleik. „Liðið lék í
sovésku fyrstu deildinni en náði
aldrei á meðal þeirra allra bestu.
Einn landsliðsmaður er í liðinu,
Raimondas Valuauskas, sem er
vinstrihandar skytta. Hann var i
sovéska landsliðinu til 1988 eða þar
til Alexander Tutschkin tók við
hlutverki hans í landsliðinu. Finnski
þjálfarinn sagði mér að það væru
þrír öflugir leikmenn í liðinu sem
þyrfti að hafa sérstakar gætur á.
Þeir eru Valuauskas, Malakauskas
sem er leikstjómandi og línumaður-
inn Gudziunas," sagði Þorbjörn.
Valdimar Grímsson, sem hefur
leikið um 350 meistaraflokksleiki
með Val og 26 Evrópuleiki, var
bjartsýnn fyrir leikinn. „Við rennum
nokkuð blint í sjóinn með þetta lið.
BRODDI Kristjánsson og Birna
Petersen mæta heimsmeistur-
unum Thomas Lund og Parnille
Dupont frá Danmörku ítvennd-
arleik á Norðurlandamótinu í
badminton, sem verður í
Malmö í Svíþjóð um helgina.
Mike Brown, landsliðsþjálfari
íslands, valdi fimm keppendur
til að leika fyrir hönd íslands á
mótinu.
Birna Petersen, Elsa Nielsen,
Broddi Kristjánsson og Jón
Pétur Zimsen úr TBR fóru héðan
og einnig keppir Ása Pálsdóttir, sem
býr og æfir í Danmörku í vetur, á
mótinu. Jón Pétur og Elsa leika
einnig gegn sterkum mótheijum í
tvenndarleik - Dönunum Henrik
Svarrer og M. Thomsen.
í tvenndarleik leika Broddi og
Jón Pétur gegn Svíunum J.E. Ant-
onsson og Stellan Osterberg, sem
er par nr. tvö í Svíþjóð og Elsa og
Ása fá einnig sænskt par, M.
En íslenskur handknattleikur á að
vera betri en sá litháíski. Það er
engin launung að við ætlum okkur
áfram. Við vonumst því til að áhorf-
endur komi og styðji vel við bakið
á okkur.“
Jakob Sigurðsson, hornamaður,
verður illa fjarri góðu gamni þar
sem hann er meiddur í hné. Það
kann að veikja liðið en Þorbjörn
sagði að Sveinn Sigfínnsson hefði
sýnt að hann gæti leyst þetta hlut-
verk vel „og ég treysti honum til
þess,“ sagði Þorbjöm.
Litháiska liðið kom til landsins á
miðvikudag. Valsmenn greiða allan
kostnað liðsins; flug, gistingu og
uppihald.
Fyrri leikurinn í kvöld telst úti-
leikur Vals og hefst hann kl. 20.30
í Laugardalshöll. Dómararnir eru
sænskir og heita Berndtsson og
Hansson.
Bengtsson og M. Borg. Ekki er enn
ljóst hvaða mótheijar íslensku
keppendurnir fá í einliðaleik.
■ KARL Valtýsson, blakmaður,
hefur skipt úr ÍS í Þrótt Reykjavík
og verður löglegur með nýja félaginu
í byijun janúar. Hann er sjötti leik-
maðurinn, sem hefur farið frá liði
íslandsmeistaranna í haust.
■ BLÍ átti 20 ára afmæli sl. mið-
vikudag og ætla blakmenn að minn-
ast tímamótanna með því að gefa
út afmælisblað á næstunni.
■ FRAMKVÆMDARAÐILAR
Ólympíuleikanna í Atlanta 1996
hafa óskað eftir að golf verði sýning-
argrein á leikunum og verði óskin
tekin til greina fer keppnin fram á
Augusta-vellinum.
■ SAMKVÆMT reglum goíf-
klúbbsins geta hvorki blökkumenn
né konur verið meðlimir í klúbbnum
og fá því ekki að leika á vellinum
(reyndar er einn meðlimur blökku-
maður), en Alþjóða ólympíunefndin,
IOC, segir að reglur klúbbsins komi
sér ekki við og hafí ekkert með
Ólympíuleikana að gera. Verði golf
á leikunum sitji allir við sama borð.
■ IOC fundaði um helgina og var
deilt um hvernig hægt væri að við-
halda þátttöku fámennari þjóða, sem
ættu ekki íþróttamenn í fremstu röð.
Samaranch, forseti IOC, sagði að
unnið yrði að málinu, „en mikilvæg-
ast er að keppendur verði ekki fleiri
en 10.000 og verði fulltrúar allra
þjóða."
■ SAMARANCH sagði að koma
yrði í veg fyrir að keppendur væru
á Ólympíuleikum til þess eins að
njóta lífsins. „Allar þjóðir eiga rétt
á að senda keppendur, en þeir verða
líka að standa undir nafni. Það þýðir
ekki að senda sundmann, sem kann
ekki að synda.“
■ SAMARANCH sagði að einum
„skíðamanni" hefði verið meinuð
þátttaka á Vetrarleikunum í Albert-
ville, þegar í ljós hefði komið að við-
komandi hafði aldrei stigið á skíði.
„Okkur var sagt að hann myndi læra
á skíðum síðustu tvær vikumar fyrir
leikana."
■ „MAGIC" Johnson var á dög-
unum ákærður fyrir að hafa sam-
rekkt fyrrum eiginkonu þjálfara
nokkurs í NBA-deildinni. Konan seg-
ir „Magic“ hafa smitað sig af HIV-
veirunni. Hann viðurkennir hið fyrr-
nefnda en segir óljóst hvort hafi
smitað hvort.
■ BLÖÐ og tímarit í Michigan í
Bandaríkjununm fóru á dögunum
í mál við saksóknaraembættið, þar
sem saksóknari vildi ekki gefa upp
nafn konunnar. Dómur féll um helg-
ina á þá leið að nafnið skuli ekki gert
opinbert.
FELAGSLIF
Herrakvöld Gróttu
Grótta heldur árlegt herrakvöld sitt í kvöld
i Félagsheimili Seltjarnaness. Húsið verður
opnað kl. 20. Ræðumaður kvöldsins er
Júlíus Sólnes.
Aðalfundur hjá UBK
Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks
verður haldinn laugardaginn 14. nóvember
kl. 14 í félagsheimili Kópavogs. Venjuleg
aðalfundarstörf. Minnt er á aðalfund Stuð-
blika er heldinn verður um kvöldið í sal
Sjálfstæðisflokksins í Hamraborg.
PUMA DISK SKOR
TILBOÐ: VERÐ AÐEINS KR. 6.900,-
mmuTiuFFmm
GLÆSIBÆ - SÍMI 812922
GETRAUNASPA MORGUNBLAÐSINS
46- Ellefu fyrstu leikirnir á seðlinum eru úr ensku
víka —/A*— 1 X 2
Bristol R. - Derby 1 2 1. deildinni og tveir þeir síðustu úr bikarkeppninni. Giskað er á 144 raða opin seðil, sem kostar 1.440 krónur. Tveir
Cambridge - Bamsley 1
Charlton - Newcastle X 2
Grimsby - Bristol C. 1
Millwall - West Ham 1 X 2
Notts County - Wolves X leikir eru þrítryggðir,
Oxford - Luton X fjórir tvítryggðir og sjö þar af leiðandi fastir - með einu merki. Frí er í úrvalsdeildinni um
Sunderland - Leicester 1 2
Swindon - Southend 1
Tranmere - Brentford 1 helgina vegna leiks
Watford - Portsmouth 1 2 Englands og Tyrklands
Reading - Birmingham 2 f undankeppni HM á
York - Stockport 1 X 2 miðvikudaginn.
BADMINTON / NM-MOTIÐ
Broddi og Bima
mæta heims-
meistumnum