Morgunblaðið - 13.11.1992, Page 52
MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
t
Halim A1 úrskurðað forræði dætranna tveggja í undirrétti
Reuter
Halim A1 borinn á háliesti og
hylltur fyrir framan dómshús-
ið í Istanbul eftir að honum
hafði verið úrskurðað forræði
dætra þeirra Sophiu. Á minni
myndinni yfírgefur Sophia
dómshúsið í fylgd öryggis-
varða. Með Sophiu eru lög-
mennirnir Hasíp Kaplan og
Gunnar Guðmundsson og
Gunnar H. Guðmundsson
bróðir Sophiu.
Held áfram af enn meiri krafti
- segir Sophia Hansen, sem hyggst áfrýja til hæstaréttar í Tyrklandi
Istanbúl í Tyrklandi, frá Önnu G. Ólafsdúttur, blaðamanni Morgunblaðsins
HALIM Al, fyrrverandi eiginmanni Sophiu Hansen, var í gær úr-
skurðað forræði dætra þeirra fyrir rétti í Istanbul. Samkvæmt
úrskurði dómarans fær Sophia rétt til að hafa stúlkurnar allan
júlímánuð ár hvert. Sophia hefur ákveðið að áfrýja málinu til
hæstaréttar Tyrklands. „Ég held áfram af enn meiri krafti og
gefst ekki upp meðan ég held andlegri og líkamlegri heilsu en það
þarf mikla náð til að halda henni við þessar aðstæður," sagði Sophia
í samtali við Morgunblaðið eftir að úrskurðurinn var kveðinn upp.
Dómarinn í málinu kallaði Sop- sem þú hefur kramið í dag,“ sagði
hiu inn á skrifstofu sína eftir að
úrskurðurinn féll og spurði hvort
hún hefði tekið niðurstöðuna nærri
sér. „Ég er móðir og hef hjarta,
Sophia.
Halim A1 gekk fagnandi út úr
skrifstofu dómarans þegar úr-
skurðurinn féll honum í vil. Hann
þakkaði lögmönnum sínum og
tyrknesku þjóðinni stuðninginn.
Síðdegis sagði hann blaðamanni
að dætur hans hefðu fagnað niður-
stöðunni. Þá sagðist hann ekki
hafa ákveðið hvort stúlkumar færu
til móður sinnar í júlí.
Tyrkneskir og íslenskir lögmenn
Sophiu gagnrýna dómarann og
úrskurð hans harðlega. Segja þeir
að hann hafi bmgðist skyldu sinni,
meðal annars með því að neita
upplýsingum um ástand stúlkn-
anna. Þá gagnrýna þeir viðveru
vopnaðs þingmanns öfgasinnaðra
múslíma í réttinum. Ingvi S. Ing-
varsson sendiherra, sem afhendir
forseta Tyrklands trúnaðarbréf sitt
í næstu viku, segir útilokað að
reka forræðismálið við þær að-
stæður sem vom í réttarsalnum í
gær, meðal annars vegna þing-
mannsins. Hann segist ætla að
ræða forræðismálið við ráðherra í
Ankara
Sjá fréttir á bls. 22-23.
Hugmyndir í atviniiumálanefnd um kostnaðarlækkun atvinnulífsins
Níu milljarða kr. gjöld
færð yfír á einstaklinga
Andstaða við hátekjuskatt og hækkun útsvars í miðstjóm Sjálfstæðisflokksins
HUGMYNDIR eru uppi í atvinnumálanefnd aðila vinnumarkaðarins
og ríkisins um að tæplega níu milljarða króna opinber gjöld alls verði
færð af atvinnufyrirtækjum og sömu upphæð náð £ ríkissjóð rneð
hækkun beinna og óbeinna skatta á einstaklinga. Davíð Oddsson for-
sætisráðherra kynnti ýmsar þessara hugmynda á fundi í miðstjóm
Sjálfstæðisflokksins í gær. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kom
fram veruleg andstaða í miðstjóminni við hugmyndir um hátekju-
skatt og fulltrúar Reykjavíkur í stjórninni lögðust gegn hugmyndum
um hækkun útsvars.
Hugmyndir aðila-vinnumarkaðar-
ins ganga út á það að afnema að-
stöðugjald, lækka tryggingargjald
ttm 2,5% og afnema hafnargjöld að
mestu. Talið er að afnám aðstöðu-
gjaldsins geti þýtt 1,5% í lækkun
verðlags og lækkun tryggingar-
gjaldsins 1%. Til að afla tekna á
móti er rætt um að hækka virðis-
aukaskatt um hálft prósentustig,
sem er talið gefa 750-800 milljónir
í tekjur og hækka útsvarsprósentuna
um eitt prósentustig, en tekjur af
pví ættu að vera rúmir 2 milljarðar.
Þá er rætt um að hækka bensín-
gjald og bifreiðagjöid og samtals er
áætlað að tekjuauki vegna þess sé
um 1.400 milljónir, 750 mílljónir
vegna hækkunar bensíngjaldsins og
650 milljónir vegna hækkunar bif-
reiðagjaldanna. Þá er rætt um að
ná inn 1.100 milljóna skatttekjum
með 7,5% hátekjuskatti á tekjur yfir
160 þúsund hjá einstaklingi og 320
þúsund krónur hjá hjónum. Hug-
myndir eru uppi um að þegar þessu
tekjumarki sé náð, verði persónuaf-
sláttur einnig að fullu millifæranleg-
ur milli hjóna. Flatur 15% skattur
kemur á allar vaxtatekjur, sem skila
á 1.500 milljónum króna, og skatt-
eftirlit á að stórherða. Tekjuviðmið
einyrkja eða þeirra sem eru með
sjálfstæðan atvinnurekstur er rætt
um að hækka um 40-50%, þannig
að mánaðartekjur þeirra sem til
dæmis eru faglærðir þurfa að mið-
ast við að verða 120 þúsund í stað
80 þúsunda eins og það er nú. Talið
er að þetta geti skilað í auknum
skatttekjum sömu upphæð og ríkis-
sjóður tapar með lækkun trygginga-
gjaldsins.
Talið er að hagur manns með 80
þúsund krónur í tekjur muni batna
lítillega við þessar aðgerðir og mað-
ur með 120 þúsund krónur í tekjur
standi jafnréttur eftir, þar sem verð-
lækkunaráhrif aðgerðanna verði
meiri en nemur skattahækkunum
sem þær fela í sér fyrir láglaunafólk.
Einnig er rætt um að það þurfi
að ná niður vöxtum og nefnt í því
sambandi að lækka bindiskyldu
bankanna eða erlenda lántöku. Þá
er rætt um að veita 2-3 milljörðum
króna til framkvæmda til að minnka
atvinnuleysi og talað um að afla
tekna til þess með erlendri lántöku.
Þá hefur verið rætt um að gefa
út stefnumörkun eða stefnuyfirlýs-
ingu í tengslum við efnahagsaðgerð-
irnar um að kjarasamningar verði
lausir út næsta ár en þeir verða laus-
ir í byijun mars.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
kynnti hugmyndir þær, sem verið
er að ræða um í atvinnumálanefnd-
inni, fyrir miðstjórn Sjálfstæðis-
flokksins í gær. Samkvæmt upplýs-
ingunr Morgunblaðsins kom fram
mikil andstaða við hækkun útsvars,
einkum frá borgarfulltrúum Reykja-
víkur, en aðstöðugjöld nema um 20%
af tekjum borgarinnar.
Rúmtvöárað
meðaltalí frá
kæru til dóms
Hæstaréttar
SAMKVÆMT lauslegri könnun
tók að meðaltali tvö ár og fjóra
mánuði að afgreiða refsimál frá
því að kæra var lögð fram og þar
til dómur Hæstaréttar lá fyrir á
árunum 1987 og 1990. Þorleifur
Pálsson, sýslumaður í Kópavogi,
greindi frá þessu á dómsmála-
þingi í gær. Hallvarður Einvarðs-
son ríkissaksóknari sagðist á
dómsmálaþinginu hallast ein-
dregið að því að rannsókn alvar-
legra fíkniefnabrota verði færð
til Rannsóknarlögreglu ríkisins
þannig að yfirstjórn rannsókna
slíkra mála, sem tengdust yfirleitt
fleiri alvarlegum brotum, væri á
einni hendi þeirra sem færu með
rannsókn annarra alvarlegra
hegningarlagabrota.
Þorleifur Pálsson kvaðst telja að
lögreglustjórar, ákæruvald, dómstól-
ar og ráðuneyti ættu að setja sér
sameiginleg markmið um aukna
skilvirkni í réttarfarskerfmu og ætti
hver stofnun að auka innra eftirlit
og ráðuneyti og ákæruvald að ann-
ast eftirlitshlutverk í þessum efnum.
Hallvarður Einvarðsson sagði að
við stofnun RLR hefði það verið vilji
löggjafans að rannsóknarlögreglan
færi einnig með rannsóknir fíkni-
efnamála. Sú hefði þó ekki orðið
raunin og meginrannsóknarþunginn
hefði hvílt á fíkniefnalögreglunni í
Reykjavík á undanförnum árum.
„Ég held að það eigi erindi í dag,
hvort ekki sé ástæða til að taka
þetta málefni til sérstakrar endur-
skoðunar," sagði Hallvarður. Gat
hann þess að þetta mál hefði borið
á góma I sérstakri nefnd sem væri
að fjalla um yfirstjóm lögreglumála
í landinu. Sagðist hann telja að þessi
breyting væri betur til þess fallin
að sameina og gefa meiri yfirsýn
yfír rannsókn allra sakarefna en við
núverandi fyrirkomulag.
Sjá frásögn af umræðum á
dómsmálaþingi á miðopnu.
Verðlækkun
nautakjöts
skilar sér ekki
til neytenda
LÆKKUN bænda á naut-
gripakjöti hefur ekki skilað
sér að fullu til neytenda, að
mati Verðlagsstofnunar.
Ástæður þessa hafa ekki verið
skýrðar.
Vegna offramboðs á naut-
gripakjöti var verð þess lækkað
til framleiðenda tvisvar á þessu
ári. Bændur fá nú 14-15%
lægra verð fyrir helstu flokkana
en í fyrravetur. Bent hefur verið
á dæmi þess að verðlækkunin
hafi ekki skilað sér að fullu í
gegnum sölukerfið og ákvað
Verðlagsstofnun að kanna mál-
ið.
Meginniðurstöður Verðlags-
stofnunar eru, að sögn Guð-
mundar Sigurðssonar, yfírvið-
skiptafræðings stofnunarinnar,
þær að sú 14-15% verðlækkun
sem bændur hafi tekið á sig
hafi ekki skilað sér að fullu á
stykkjuðu nautakjöti, hvorki í
heildsölu né smásölu. Hann
sagði að þetta hefði ekki verið
skýrt.