Morgunblaðið - 21.11.1992, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992
Baldvin Þorsteinsson
EA til heimahafnar
NÝR frystitogarí Samherja hf. Baldvin Þorsteinsson EA-10 kom til
heimahafnar á Akureyri um hádegisbilið í gær. Skipið lagðist að
Oddeyrarbryggju og tók mikið fjölmenni á móti því. í gær var al-
menningi boðið að skoða skipið og verður það einnig opið í dag.
Samheiji áformaði að láta byggja
nýtt fiystiskip á Spáni en ekki varð
af því. Á síðasta ári var samið við
skipasmíðastöðina í Flekkefjord í
Noregi um byggingu skipsins og
hófust framkvæmdir um síðustu
áramót. Skipið var afhenti í vikunni
og kom síðan til heimahafnar í gær.
Baldvin Þorsteinsson EA er 66
metra langt skip, um 13 m breitt
og um 1.500 tonn að stærð. Það
er sérstaklega styrkt til veiða í ís.
Skipið er búið fullvinnslulínu sem
smíðuð er hjá Þorgeiri og Ellert hf.
á Akranesi með viktakerfí frá Mar-
el. Baldvin Þorsteinsson EA er
stærsta og fullkomnasta frystiskip
landsins ásamt Vigra sem nýkom-
inn er til landsins.
Skipstjóri er Þorsteinn Vilhelms-
son, Amgrímur Brynjólfsson er
fyrsti stýrimaður, Hákon Þröstur
Guðmundsson annar stýrimaður og
Baldvin Loftsson yfírvélstjóri. Skip-
ið heitir eftir Baldvin Þorsteinssyni,
föður Þorsteins Más framkvæmda-
stjóra Samheija. Baldvin var lengi
skipstjóri og síðar hafnarvörður á
Akureyri en hann lést í lok síðasta
árs.
Ætlunin er að úrelda fjögur skip
á móti Baldvin Þorsteinssyni, þar á
meðal Þorstein EA sem skemmdist
mikið í ís fýrir nokkrum árum og
hefur síðan legið við bryggju á
Akureyri.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Fjöldi fólks tók á móti nýja Samheijaskipinu á Oddeyrarbryggju
og blómakörfumar streymdu um borð.
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs á þriðjudag
Gert ráð fyrir að veija
Slippstöð-
in40ára
STARFSMENN Slippstöðvarinn-
ar og fjölskyldur þeirra halda
upp á 40 ára afmæli Slippstöðv-
arinnar á morgun, sunnudag.
„Þetta verður fjölskylduhátíð og
markmiðið er að menn skemmti
sjálfum sér og öðrum," sagði Sig-
urður Ringsted, framkvæmdastjóri
Slippstöðvarinnar. Þátttakendum í
afmælishátíðinni verður boðið í sigl-
ingu með Fagranesinu, farið verður
í leiki og löggumar úr Línu lang-
sokk heilsa upp á krakkana. Þá
verður boðið upp á kaffíveitingar
og að lokum verður flugeidasýning
og kveikt verður upp í brennu.
meira fé til félagsmála
FYRRI umræða fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs Akureyrar, raf- hita-
og vatnsveitu, Akureyrarhafnar og Framkvæmdasjóðs Akureyrar
verður á bæjarstjómarfundi á þriðjudag. Stefnt er að því að seinni
umræða fari fram á fundi bæjarstjómar um miðjan desember. Þetta
mun vera í fyrsta sinn sem gengið er frá fjárhagsáætlun fyrir áramót.
Sigurður J. Sigurðsson formaður
bæjarráðs sagði að gert væri ráð
fyrir að tekjur bæjarsjóðs yrðu um
1,3 milljarðar. Ekki væri búið að
skipta fjármunum sem til ráðstöfun-
ar eru á milli gjaldfærðrar og eign-
færðrar fjárfestingar, en frá því yrði
gengið á milli umræðna.
Meginmarkmið áætlunarinnar eru
þau sömu og fram koma í þriggja
ára áætlun um rekstur og fram-
kvæmdir á vegum bæjarfélagsins,
en þar kemur m.a. fram að tekju-
stofnum er haldið óbreyttum og eins
er að því stefnt að rekstrargjöld
bæjarsjóðs fari ekki yfir 71% af
rekstrartekjum. „Það er reynt að
hvika ekki frá þeim áætlunum sem
gerðar hafa verið til næstu þriggja
ára og þeim markmiðum sem sett
eru það fram,“ sagði Sigurður.
Helstu breytingar á áætlunni milli
ára, sagði Sigurður m.a. vera á sviði
félagsþjónustu og væri gert ráð fyr-
ir nokkru meiri fjármunum til þess
málaflokks en í síðustu áætlun,
bæði kæmu þar til breytingar á lög-
um um slíka þjónustu við ýmsa þjóð-
félagshópa og eins væru erfíðleikar
í atvinnumálum um þessar mundir
sem gerði að verkum að ákveðið
hefði verið að halda áfram atvinnu-
átaksverkefni sem hófst nú í haust.
Gert væri ráð fyrir að greiddar yrðu
í Atvinnuleysistryggingasjóð um 24
miHjónir króna og þá kæmi til viðbót-
ar sjálfstæð fjárveiting bæjarins til
verkefnisins upp á 8 milljónir króna.
Sigurður sagði að forráðamenn
sveitarfélaga við Eyjafjörð ættu nú
í viðræðum varðandi sorphirðumál
sem og móttöku spilliefna. Sorp-
hirðugjöld væru ekki innheimt á
Akureyri, en það væri gert í ýmsum
af nágrannasveitarfélögunum og
yrði á milli umræðna um fjárhags-
áætlun rætt um þau mál sem og
hvemig leyst yrði úr málum varð-
andi sorphirðu almennt og móttöku
spilliefna.
Stórtónleik-
ar í Gryfjunni
UM 120 til 130 flytjendur koma
fram á tónleikum sem haldnir eru
til styrktar Kammerhljómsveit
Akureyrar í Gryfjunni, sal Verk-
menntaskólans á Akureyri, á
morgun, sunnudaginn 22. nóvem-
ber, kl. 16.
Margir tónlistarmenn, kórar,
hljóðfæraflokkar og einstaklingar
leggja Kammerhljómsveit Akureyrar
lið á tónleikunum og verður leitast
við að höfða til breiðs áhorfendahóps.
Kynnir og upplesari verður Sig-
urður Hallmarsson, leikarinn góð-
kunni frá Húsavík.
Tónleikar í
minningn Olafs
Tryggvasonar
TÓNLEIKAR verða haldnir til
minningar um Ólaf Tryggvason
huglækni frá Akureyri mánudag-
inn 23. nóvember kl. 20.30. Tón-
leikarnir verða í Akureyrar-
kirkju.
Flytjendur verða Haukur Guð-
laugsson organleikari og Gunnar
Kvaran sellóleikari. Flutt verður tón-
list eftir Bach, Reger, Mozart, Vi-
valdi, Puitte og Pablo Casals. Einnig
verður lesið úr verkum Ólafs
Tryggvasonar. Aðgangur er ókeypis
og öllum heimill.
♦ ♦ ♦----
Leitarráðstefna
haldin í Hrafnagili
Leitarráðstefna sem haldin er
í tengslum við átaksverkefni sem
nú stendur yfir í fjórum sveitar-
félögum, Eyjafjarðarsveit, Sval-
barðsstrandarhreppi, Grýtu-
bakkahreppi og Hálshreppi,
verður í Hrafnagili um helgina.
Hefst hún klukkan 10 i dag.
Elín Antonsdóttir er verkefnis-
stjóri átaksverkefnisins. Tilgangur
þess er að sögn Elínar að stuðla
að nýsköpun í atvinnulífí í sveitarfé-
lögunum sem og að styrkja þá starf-
semi sem fyrir er.
ÞJÓÐMÁL
STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Tvöföldun Reykjanesbrautar
Framkvæmd sem styðst
_____við arðsemi,_
öryggiskröfur og atvinnuþörf
Reykjanesbrautin — frá
Reykjavík að Flugstöð Leifs
Eiríkssonar — hefur sérstöðu í
þjóðvegakerfinu. Hún tengir
höfuðborgina við eina alþjóða-
flugvöllinn í áætlunarflugi milli
landa og liggur gegnum þrjá
af fjölmennustu kaupstöðum
landsins. Brautin fullnægir á
hinn bóginn hvergi nærri þeim
kröfum sem gera verður til
yegar með jafn mikla umferð.
Á þessum vegi, sem er 0,6% af
þjóðvegum landsins, verða
12,3% allra umferðarslysa. Það
er því eldd að ástæðulausu að
Árni R. Árnason og fjórir aðrir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins
hafa lagt fram tillögu um tvö-
földun Reykjanesbrautar frá
Hafnarfirði að flugstöðinni.
I
Sem fyrr segir tengir Reykja-
nesbrautin höfuðborgina við eina
millilandaflugvöll landsins. Braut-
in liggur um þijá ijölmennustu
kaupstaði landsins. Nær allir
millilandafarþegar, frá landinu og
til þess, aka þennan yeg. Nítján
þúsund íbúar Suðumesja nýta
hann að sjálfsögðu meira og
minna. Þá er talið að nærfellt eitt
þúsund manns, búsettir á höfuð-
borgarsvæðinu, aki brautina dag-
lega til og frá vinnu, langmest til
Keflavíkurflugvallar. Flugrútur
og stórir farmbílar, m.a. benzín-
bílar, eru þar á ferð nánast allan
sólarhringinn.
Reykjanesbraut er mikilvægur
tengiliður milli byggðanna á Suð-
umesjum og höfuðborgarsvæðis-
ins sem em að þróast í eitt at-
vinnusvæði. Það er nauðsynlegt,
m.a. vegna þessarar þróunar, að
tengja enn betur saman atvinnulíf
á Reylqanes-Reykjavíkursvæðinu
með bættum samgöngum, eins og
tvöföldun Reykjanesbrautar.
Ef fríiðnaðarsvæði, tollfijálst
atvinnusvæði, verður að veruleika
í grennd Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar í kjölfar aðildar að EES,
eða ef álver rís á Keilisnesi, eykst
enn umferð um Reykjanesbraut.
II
Reykjanesbrautin er réttkölluð
þjóðbraut allra landsmanna, sem
ferðast utan og heim. Hún er jafn-
framt fyrsti og síðasti áfangi í
ferð flestra erlendra ferðamanna
til landsins. Það er að sjálfsögðu
mikilvægt að tryggja öryggi
þeirra og annarra vegfárenda eins
og kostur er. Á það skortir, því
miður.
í greinargerð með þingsálykt-
unartillögu um tvöföldun brautar-
innar segir:
„Einkenni umferðar um
Reykjanesbraut er hin mikla næt-
urumferð allan ársins hring, svo
og tímatakmörk sem næturferð-
irnar eru bundnar við, þ.e. upphaf
vinnudags eða morgunvaktar og
brottfarartíma áætlunarflugs.
Vaxandi atvinnusókn um Reykja-
nesbraut mundi auka næturum-
ferðina. Akstursskilyrði á braut-
inni eru oft mjög slæm og versna
oft mjög skyndilega vegna tíðra
og snöggra umhleypinga með
miklum sveiflum i hita og úr-
komu. í rigningu og þoku eru
umferðaróhöpp tíð. Á veturnar
myndast oft mikil hálka á ör-
skammri stund. Umferðarslys má
oft rekja til þessara skyndibreyt-
inga á akstursskilyrðum, svo og
orsakast þau af framúrakstri og
útafakstri vegna þess að á vegin-
um er umferð í báðar áttir. Á
þessum 50 km af 8.300 km þjóð-
vegakerfi íslands, þ.e. á 0,6% allra
þjóðvega landsins, verða 12,3%
allra umferðarslysa, enda hefur
Reykjanesbrautin verið nefnd
svartasti vegarkaflinn á íslandi
U
III
í greinargerð er m.a. vitnað til
erindis Láru Margrétar Ragnars-
dóttur, alþingsmanns og hagfræð-
ings, á umferðarþingi 1990:
„Þar kemur fram að telja megi
að um 4.000 manns hafí slasast
í umferðinni 1980 en 28 létust.
Niðurstöður hennar, einnig birtar
í skýrslunni, eru að samtals hafí
kostnaður þjóðfélagsins numið
5.239 m.kr. Samkvæmt upplýs-
ingum Vegagerðar ríkisins voru
umferðarslys á Reykjanesbraut
12,3% allra umferðarslysa á árinu
1987, síðasta heila árið sem lög-
regluskýrslur voru gerðar um öll
umferðaróhöpp. 12,3% af fyrr-
greindri fjárhæð framreiknaðri til
verðlags ársins 1991 (meðaltal)
eru um 695 m.kr. Sú fjárhæð er
óyggjandi vísbending um kostað
þjóðfélagsins af umferðarslysum
á Reykjanesbraut á ári hveiju
meðan ekki er bætt öryggi um-
ferðar og vegfarenda um hana
og um þann ávinning sem þjóðfé-
lagið getur vænst af þeirri fram-
kvæmd ...“
Kostnaður við tvöföldun
Reykjanesbrautar var í janúar
1992 gróflega áætlaður um 1.500
m.kr.
Síðustu vikur hefur verið talað
um að flýta vegaframkvæmdum
til að vinna gegn vaxandi atvinnu-
leysi, sem er hlutfallslega mest á
Suðurnesjum. Tvöföldun Reykja-
nesbrautar (aðskildar einstefnu-
akreinar) er í senn arðbær fram-
kvæmd, samanber framansagt,
og framkvæmd sem felur í sér
stóraukið umferðaröryggi. Fram-
kvæmdin þjónar og atvinnulegum,
efnahagslegum og félagslegum
hagsmunum fólksins í þeim
byggðarlögum sem vegurinn
tengir.
Ef staðreyndir af þessu tagi
eiga að ráða ferð í ákvörðunum
og framkvæmdum ætti tillagan
um tvóföldun Reykjanesbrautar,
sem nú er flutt í fímmta sinnið,
að eiga greiða leið gegnum þingið.