Morgunblaðið - 22.11.1992, Side 1

Morgunblaðið - 22.11.1992, Side 1
72 SIÐUR B 268. tbl. 80. árg. SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1992 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Samkomulagi um landbúnaðarmálin fagnað víðast hvar Ovíst hvort Frakkar beita neitunarvaldi innan EB ÞJÓÐARLEIÐTOGAR á Vesturlöndum, að Frakklandi undanskildu, fögnuðu í gær samkomulagi Bandaríkjanna og Evrópubandalagsins, EB, um landbúnaðarkafla GATT- viðræðnanna sem óhjákvæmilegri forsendu fyrir auknum heimsviðskiptum og nýju hagvaxtarskeiði. Talsmenn franskra bænda vísuðu því hins vegar á bug sem „rýt- ingsstungu í bakið“ og hvöttu til mótmæla um allt Frakkland. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sem nú er í forsæti í ráðherraráði EB, sagði í fyrradag, að samkomulagið vekti nýja bjart- sýni á framtíðina og Dieter Vogel, talsmaður þýsku stjómarinnar, sagði, að efnahagslífið í heiminum hefði þurft á góðum tíðindum að halda. „Hagur Þýskalands og annarra Evrópubandalagsríkja er fyrst og síðast kom- inn undir ftjálsum viðskiptum og opnum mörkuðum," sagði Vogel og bætti því við, að þýska stjórnin fagnaði því sérstaklega, að komist hefði verið hjá viðskiptastríði, sem hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir evr- ópskt efnahagslíf og evrópskan landbúnað. í París kvað við annan tón og Jean-Pierre Soisson, landbúnaðarráðherra Frakklands, kvað stjóm sína ekki geta fallist á samkomu- lagið eins og það blasti við. Taldi hann ólík- legt, að franska þingið samþykkti að skera niður útflutningsbætur á landbúnaðarvömr um 21% og takmarka ræktun olíurepju frá því, sem nú væri. Þótt hart væri að honum gengið vildi hann samt ekki láta uppi hvort franska stjómin ætlaði að beita neitunarvaldi en til þess hafa einstök EB-ríki heimild séu miklir þjóðarhagsmunir í veði. Frakkar eru mestu framleiðendur landbúnaðarvara í EB og þeir hafa lengi fengið í sinn hlut bróður- partinn af niðurgreiðslum og öðrum framlög- um til Iandbúnaðarmála I bandalaginu. Talsmenn franskra bænda hvöttu í gær til „almennrar uppreisnar" gegn samkomu- laginu og strax í fyrrakvöld kom til mótmæla- aðgerða í nokkmm borgum. Vom þær aðeins taldar forsmekkurinn að því, sem í vændum væri. Bændur í Þýskalandi hafa einnig for- dæmt samkomulagið um landbúnaðarmálin og saka þeir EB um að hafa gefist upp fyr- ir miklum þrýstingi frá Bandaríkjastjórn. Landbúnaðarráðherrar og stjórnvöld í öðr- um Evrópubandalagsríkjum hafa yfírleitt lýst fegjnleik sínum með samkomulagið og þeir minna á, að Bandaríkjamenn hafi einnig sleg- ið vemlega af sínum kröfum. Þeir fóru fram á miklu meiri niðurskurð útflutningsuppbóta en um var samið og þeir féllust einnig á, að land, sem tekið er úr ræktun, megi samt sem áður nýta svo fremi framleiðslan fari ekki á almennan matvælamarkað. Þá er átt við, að fræolían til dæmis verði notuð til eldsneytis eða annarra hluta. Þá eru engar takmarkan- ir við útflutningi óniðurgreiddra landbúnað- arvara frá EB-ríkjunum og er búist við, að hann muni aukast vemlega. STAÐIÐ I HOM Morgunblaðið/RAX Kynhvötin vex með kaloríunum ÞAÐ er gömul trú, að matarástin sé oft látin koma í staðinn fyrir lítið kynlíf en nú hafa vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu, að þeir, sem taka hressilega til matar sins, séu líklegri til að stunda ástalífið af krafti en þeir, sem horfa með angistá hvern bita, sem þeir láta ofan í sig. Áhyggjulausu átvöglin hafa meiri orku og þjást síður af þunglyndi, þreytu og streitu en þeir, sem eru sífellt að hugsa um vigtina. Vísindamennirnir staðfestu einnig fyrri rannsóknir, sem sýna, að þeir síðarnefndu eru haldnir stöðugri sektarkennd og óánægja þeirra með sjálfa sig vex en minnkar ekki hvað sem líður holdafarinu. Fundu konumar upp tungumálið? MANNLEGT mál þróaðist til að gera formæðrum okkar kleift að spjalla sam- an og slúðra kannski dálítið hver um aðra ef marka má nýja kenningu, sem mannfræðingurinn Robin Dunbar, pró- fessor við University College í London, hefur sett fram. Til þessa hefur verið talið, að það hafi sprottið upp úr þörf veiðimanna til að miðla upplýsingum sín í milli en Dunbar segir, að veiðimennska sé einmanaleg iðja, sem krefjist lítilla tjáskipta. Hins vegar hafi komið í ljós við rannsóknir á síðustu tveimur áratug- um, að kjarninn i öllum samfélögum prímata eða fremdardýra, sem maðurinn telst til, sé kvendýrið. „Það er engin ástæða til að ætla, að mönnunum sé öðru- vísi farið,“ segir Dunbar og telur kenn- ingu sína skýra áhuga okkar á fjölmiðla- slúðri og mannlegum samskiptum í öllum sínum myndum. Segir hann, að upphafið að þessari félagslegu tjáningu, sem mál- ið er, sé að finna í þeim sið prímata, t.d. sjimpansa, að snyrta hver aniian en til þess veija þeir um 20% af tíma sínum. Átthagafélag opnar „sendiráð“ Átthagafélag Borgundarhólmsbúa I Kaupmannahöfn hefur ákveðið að opna „sendiráð" á eyjunni og er j>egar búið að safna um 15 miiyónum ISK. í sjóð, sem notaðar verða til húsakaupa. Jens Otto Pedersen, formaður sjóðsins, segir, að brottfluttir Borgundarhólmarar voni, að „sendiráðið" geti kornið átthögunum að ýmsu gagni en þar eru nú erfiðir tímar vegna ördeyðunnar í Eystrasalti. í „sendiráðinu“ verður efnt til alls konar sýninga og það verður nokkurs konar miðstöð fyrir þá, sem flust hafa á brott en eru á ferð um æskuslóðirnar. Þá ætla hinir brottfluttu að taka mikinn þátt í að kynna eyjuna í núverandi heimkynn- um sínum í því skyni að auka ferða- mannastrauminn þangað. 37 ÞIIMG ASÍ ÁIÖK UM ARFTAKA ÁSMUNDAR UNDUR 06 ÓGNIR HIMINGCIMSINS Tyrkneska forræðismálið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.