Morgunblaðið - 22.11.1992, Side 6

Morgunblaðið - 22.11.1992, Side 6
6 FRETTIR/JNNLENT - - - MöÁGtrÍillBLAí)í& SONNÓDÁGUIÍ Ú. NtívElwÍÉEÍt Í992 - Póstur og sími kaupir Hótel Vík Skrifstofur verða í hús- inu en það rifið síðar PÓSTUR og sími hefur keypt Vallarstræti 4, Hótel Vík, af Björns- bakaríi fyrir 23 milljónir kr. Ólafur G. Tómasson póst- og síma- málastjóri segir að stofnunin hafi fest kaup á húsinu með framtíðar- hagsmuni í huga. Sennilegt sé að húsið verði rifið eftir nokkur ár en frá næsta hausti og þangað til verði þar skrifstofur og hluti af afgreiðslu símaskrár. Hólar hf. var áður Einar Guðfinnsson hf. Bolungarvík. FYRIRTÆKIÐ Hólar hf. í Bolungarvik, sem synjað var um áfram- haldandi greiðslustöðvun í Héraðsdómi Vestfjarða á fimmtudag, var stofnað 1. janúar 1991 í kjölfar mikillar endurskipulagningar sem átti sér stað þegar rekstrarerfiðleikar höfðu hrjáð útgerðar- fyrirtæki Einars Guðfinnssonar í nokkur ár. Bakaríið hefur húsið á leigu þar til í september á næsta ári. Heildar- gólfflötur þess er 232 fermetrar en lóðin er 239 fermetrar. Ólafur segir að með kaupunum hafi fer- hymingi húsa Pósts- og síma verið Iokað. Þessi lóð sé í beinu fram- haldi af gömlu Sigtúnslóðinni, en til séu teikningar af nýju húsi þar. Hugsanlegt er að sögn Ólafs að byggja nýtt hús í tenglsum við það á Víkurlóðinni, eða selja hana og hafa þá hönd í bagga með nýjum eigendum um hvað rísi þar. Fyrir þann tíma annaðist Einar Guðfinnsson rekstur íshúsfélags Bolungarvíkur, útgerðarfyri$ækj- anna Baldurs og Völusteins, auk þess átti og rak fyrirtækið fiski- mjölsverksmiðju, saltfískverkun og umfangsmikinn verslunarrekstur. Við endurskipulagninguna voru íshúsfélagið, Baldur og Völusteinn sett saman í eitt fyrirtæki og nefnt Einar Guðfinnsson hf. Fyrirtækið Verslun E. Guðfínnssonar hf. var stofnað um verslunarreksturinn. Fyrirtækið Hólar hf. var stofnað um rekstur og eignir fískimjöls- verksmiðju og saltfískverkun, en einnig eru eignir Hóla verslunar- húsnæðið á Vitastíg 1 til 3, skrif- stofuhúsnæði í Aðalstræti 21 auk húsnæðis á Hafnargötu 56 til 8. Hólar er því í raun gamla fyrirtæk- ið Einar Guðfínnsson hf. í dag eru Hólar hf. nánast ekki annað en eignarhaldsfélag því Ein- ar Guðfínnsson hf. leigir og rekur fiskimjölsverksmiðjuna, auk þess að leigja skrifstofuhúsnæðið á Aðalstræti 21. Verslun E. Guð- finnssonar hf. leigir verslunarhús- næðið á Vitastíg 1 til 3, saltfísk- verkun hefur verið aflögð og aðrar fasteignir félagsins eru í leigu. Bókfært eigið fé Hóla hf. var á síðasta ársreikningi neikvætt um 140 milljónir sem lætur nærri að vera í dag um 180 milljónir. Kröf- ur lánardrottna í félagið nema 500-600 milljónum. Stærstu kröfuhafar er Ríkissjóður og Fisk- veiðasjóður. Talsverðar eignir standa augljóslega bak við þetta 52 ÁRA kona var í fyrradag sýknuð í héraðsdómi Reykjaness af ákæru um að hafa orðið eigin- manni sínum að bana með hníf- stungu á heimili þeirra í Kópa- vogi í maí sl. Maðurinn fannst í strætisvagna- skýli í Kópavogi í maímánuði í vor aðframkominn af blóðmissi eftir hnífstungu í bijóst og lést hann á sjúkrahúsi skömmu síðar. Kona mannsins var handtekin samdæg- urs, grunuð um verknaðinn og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan og þar til henni var sleppt úr haldi félag, til að mynda er vátrygginga- verðmæti fískimjölsverksmiðjunn- ar 912 milljónir og er ljóst að komi til uppboðs á þessum eignum Hóla hf. fæst eingöngu lítið upp í kröfur þar sem fasteignaverð á lánds- byggðinni hefur lækkað niður úr öllu valdi. Það er því mikið og vandasamt verk sem bíður stjómenda fyrir- tækisins nú í kjölfar synjunar um greiðslustöðvun. — Gunnar. eftir að dómur var upp kveðinn í fyrrakvöld. í niðurstöðum dómsins segir að ljóst sé að rétt fyrir andlát sitt hafi maðurinn sagt sjúkraflutn- ingsmönnum að stungusárið væri af völdum konunnar en hann hafí ekki nánar lýst hvemig það hafi atvikast. Leggja verði til grund- vallar framburð konunnar og rann- sóknargögn þar sem engum vitn- um sé til að dreifa. Þá segir að leiddar hafi verið að því líkur í málinu að til stimp- inga hafí komið með fólkinu eftir deilur um eignaskipti en þau vom að skilja að skiptum og hafí maður- inn þá verið með hníf í hendi. I ryskingum þeirra á milli hafi konan fallið og tekið manninn með sér í fallinu og hafí hnífurinn þá rekist í kvið hans. Ekki sé útilokað að bæði hafí haldið um hnífínn í fall- inu. Konan var því sýknuð af ákæru um manndráp af ásetningi og vara- kröfu um líkamsárás þar sem beitt er hættulegri aðferð eða hættulegu tæki og leiðir til dauða. í dómi Guðmundar L. Jóhannes- sonar héraðsdómara kemur einnig fram að allur sakarkostnaður, þar á meðal laun veijanda konunnar, Amar Clausens, skuli greiðast úr ríkissjóði. ------» ♦ ♦----- Borgarstjórn Ráðstefna um félags- legt húsnæði TILLÖGU Kristínar Ólafsdótt- ur, Alþýðubandalagi, uin að borgarstjórn samþykkti að boða til ráðstefnu um húsnæðismál, var vísað til nánari umfjöllunar í félagsmálaráði og húsnæðis- nefnd á fundi borgarsljórnar í fyrrakvöld. Á ráðstefnunni yrði fjallað um þörf fyrir félagslegt húsnæði í Reykjavík, þar með talið húsnæði ætlað öldruðum og leiðir til að mæta þörfinni. Kristín sagði að markmið ráð- stefnunnar ættu að vera að fá heildarsýn yfir húsnæðisþörf sem leysa þyrfti á félagslegum grunni, að stuðla að frekari samvinnu borgaryfírvalda og annarra aðila sem vinna að félagslegum hús- næðislausnum og að endurmeta þá leið sem farin hefur verið í uppbyggingu húsnæðis fyrir aldr- aða. Árni Sigfússon sagði að tillagan væri áhugaverð og lagði til að hún yrði send félagsmálaráði og hús- næðisnefnd til nánari umfjöllunar. Pétur Sveinsson rannsóknarlögreglumaður Er í þessu starfi af áhuga LÖGREGLAN í Breiðholti hefur verið mikið í fréttum undanfar- ið og leikið stórt hlutverk í að upplýsa hvert bruggmálið á fætur öðru. Alls eru bruggmálin sem Breiðholtslögreglan hefur leitt til lykta farin að nálgast tuttugu. Lögreglustöðin í Breið- holti er líka sérstæð á allt annan og skemmtilegri hátt, þvi sam- skiptin milli lögreglumannanna þriggja sem þar starfa og íbú- anna í hverfinu eru með miklum ágætum og á margan hátt sérstök. Á föstudagskvöldum koma unglingar í hverfinu í heim- sókn í spjall og kaffisopa, eða taka lagið við gítarundirleik, og ávarpa lögreglumennina kumpánlega með nafni. Pétur Sveins- son rannsóknarlögreglumaður veitir stöðinni forstöðu og sagði hann í spjalli við Morgunblaðið að hann væri í þessu starfi af áhuga. Pétur er fæddur í Svefneyjum í Breiðafirði og alinn upp í Hval- látrum til átta ára aldurs. Hann fór til sjós þegar hann var fimmt- án ára og sótti sjóinn frá 1956 til 1974. Þá réði hann sig sem lögreglumann á Patreksfjörð og starfaði þar í tíu ár. 1984 gerðist hann lögreglumaður í Reykjavík og hefur starfað í fíkniefnadeild og rannsóknadeild. „Starfíð á Patreksfírði var ekki ósvipað því sem það er hérna hjá okkur. Við kynnumst fólkinu náið. Það þekkjast allir héma, sumum fínnst betra að tala við þennan lögreglumann heldur en hinn, en samskiptin eru öll mjög góð. Við erum hér þrír og við vinnum þetta allt saman og þó ég eigi að heita yfírmaður þá byggist starfíð alfarið á sam- vinnu. Við erum meira en vinnu- félagar, því við erum líka vinir. Við hittumst af og til og fáum okkur kannski eins og einn bjór saman,“ sagði Pétur. Auk Péturs eru á lögreglustöðinni í Breið- holti Einar Ásbjömsson og Am- þór H. Bjarnason. Lögreglustöð var sett á lag- gimar í Breiðholti í ágústmánuði 1989 og á lögreglan gott sam- starf við unglingadeild félags- málastofnunar í Breiðholti, skól- ana og æskulýðsmiðstöðina Fellahelli. Pétur segir að ekki séu meiri vandamál í Breiðholti en annars staðar. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að hér býr þriðjungur borgarbúa og hér em margir unglingar. Ég held að tölfræðilega séu hér ekki meiri vándamál en annars staðar í borginni. Við fáum unglingana í lið með okkur og þeir sitja hér í kaffí hjá okkur og spjalla. Ungl- ingamir koma hingað með sínar námsbækur og læra fyrir skól- ann. Hér er fullt út úr dyrum á kvöldin. Við stjómum ekki unglingunum en við getum kannski aðeins stýrt þeim,“ sagði Pétur. Hann sagði að umræðan um Breiðholtið hefði breyst að undanfömu. Neikvæð umræða hér áður fyrr hefði e.t.v. stafað af þekkingarleysi þeirra sem um málefni hverfísins fjölluðu, þekk- ingarleysi á því hvemig að upp- byggingu hverfísins hefði • verið staðið. „Hér býr gott fólk, en það eru alls staðar vandamál í öllum bæjarhlutum." Uppi á vegg í lögreglustöðinni Morgunblaðið/Júlíus Breiðholtslögreglan við skyldustörf. Frá vinstri Arnþór H. Bjarnason, Pétur Sveinsson og Einar Ásbjörnsson. er viðurkenningarskjöldur frá yfírlögregluþjóni í tilefni af því að lögreglustöðin í Breiðholti hafði upplýst 13 bmggmál um mitt þetta ár. Pétur sagði að þeir fylgdust með því hvort mikið áfengi væri í gangi á meðal ungl- inga í hverfinu og þeir reyndu að stöðva það flæði. Út frá því bærust miklar upplýsingar frá íbúum sem þeir ynnu úr. Af þess- um sökum hefur lögreglan í Breiðholti oft verið viðriðin mál sem em í öðmm umdæmum. Hún tók m.a. þátt í aðgerðum vegna bmggunar áfengis á Hvolsvelli fyrr á þessu ári og sömuleiðis á Vatnsleysuströnd. Síðast gerðu lögreglumenn af Breiðholtsstöð upptækt mikið magn af braggi oig tækjum á Laugavegi. „Mín von er sú að það verði svona lögreglustöð í öllum hverf- um borgarinnar. Ég held að þessi stöð hafí sannað sig,“ sagði Pét- ur. Héraðsdómur Reykjaness Sýknuð af ákæru um manndráp

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.