Morgunblaðið - 22.11.1992, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1992
500Z.
'P'J . Qg Gt'ff
öfetí SVkS
_—udart\ega.
----- „ oa eerjast ®',Uarf\ega.
na be»r sar^" °9st slá\wr ,^arf\ega-
i\6an 9an.9® "oar °9 öa'daf6\st b* a' ,d,arf\a9a
menn '' utS'3 séfÆr °ar6.'St, a\\d)arf'e9a
uorna ****'' t &yy!\ t)ar6'sÍ ai\d\arf'e®a
“S^íS^Sk s®
»«sgg§^
HV^nortJ^s^l
v,!n\ia eir'um'_„ he\r 6spe'e"
a\\d)arf'e9ata.2043
pórö 62,6''®
EVrb 2,2062
porSH 2'95&
Grett 11;2039
pórö 4-,957
Grerf 15;'\''36
Gu"P 42;''"'^
a"dter'9'ey;.
SS«S.
:SÍSÍ
eftir Urði Gunnarsdóttur. Mynd: Kristinn Ingvarsson
SPURNIN GUNNI um hvort Snorri
Sturluson sé höfundur Egils sögu
verður líklega ósvarað enn um sinn
en það er hins vegar ljóst að „og“
er algengasta orð fornsagnannaog-
,,„að“ og „að vera“ koma næst á
eftir. Þessar upplýsingar er að finna
í Orðstöðulykli sem unnið hefur
verið að undanfarin fjögur ár. Þrjár
megintegundir texta fornaldar, ís-
lendingasögurnar, Sturlunga og
Heimskringla eru uppistaða Orð-
stöðulykilsins og nú þegar hefur
sitthvað forvitnilegt komið í ljós.
Afjórða ár er síðan vinnan við
Orðstöðulykilinn hófst en hún
hefur ekki verið óslitin. Þau
Eiríkur Rögnvaldsson mál-
fræðingur og bókmenntafræð-
ingarnir Örnólfur Thorsson,
Bergljót Kristjánsdóttir og
Guðrún Ingólfsdóttir hafa
unnið að verkinu fyrir styrk úr Vísindasjóði
en þau hafa fengið vinnuaðstöðu í Háskóla
íslands og Kennaraháskóia íslands.
Unnið er með nýjar útgáfur Svarts á hvítu
á Islendingasögunum og Sturlungu auk út-
gáfu Máls og menningar á Heimskringlu. Þau
sem unnu að Orðstöðulykli voru jafnframt í
hópi þeirra sem unnu að útgáfu fomritanna
og höfðu því aðgang að textanum. Þar sem
hann var þegar lyklaður inn, var þegar hægt
að vinna með hann í erlendu forriti. Hvert
einasta orð var skráð, hvar og hvernig það
kom fyrir í textanum og að lokum sýndir um
það bil 40 stafir fyrir framan og aftan orðið
til að samhengi fengist.
„í mörgum tilfellum var þetta einföld
skráning, hvað varðar þau orð sem ekki
beygjast, svo sem forsetningar og atviksorð.
Hins vegar vandaðist málið með beygjanleg
orð, tölvan greinir ekki hvort um er að ræða
t.d. nafnorð eða sagnorð. Dæmi um þetta er
beygingarmyndin „þakið“ sem getur verið
nafnorð með greini, sagnorð eða lýsingarorð.
Dæmi um orð geta skipt þúsundum, svo að
einnig varð að raða í stafrófsröð innan hvers
orðs, eftir því hvaða orð kom á eftir. Með
því móti kom í ljós tíðni ýmissa orðasam-
banda og orðaruna. Síðasta stigið er síðan
unnið handvirkt, ef svo má segja, en þá steyp-
mr X
Unnið hefur verið að Orðstöðulyklinum
í einu af höfuðvígjum íslenskra fræða,
Árnagarði. F.v.: Guðrún Ingólfsdóttir,
Ornólfur Thorsson, Eiríkur Rögnvalds-
son og Bergljót Kristjánsdóttir.
r
Orðstöðulykill Islendingasagna,
um við saman mismunandi beygingarmynd-
um orða. Það er geysileg vinna,“ segir Eirík-
ur Rögnvaldsson, einn fjórmenningana.
Þegar orðum er raðað upp eftir því hvaða
orð fylgja í kjölfarið, kemur oft ýmislegt í
ljós, sem litlar líkur eru á að tekið væri eftir
við lestur textans í heild. „Við komumst t.d.
að því að orðið alldjarflega er nær alltaf í
samhenginu það að beijast en alldrengilega
STURtUNCU 06 HEIMSKRINGLU
gefur vísbendingar um höfunda
fomritanna og merkingarblæbrigði
í íslensku máli
aftur á móti tengist því að veijast.“
Eiríkur segir það athyglisvert hversu lítill
orðaforði Islendingasagnanna sé í raun og
veru. „Ég er þó alls ekki að segja að íslend-
ingasögurnar séu vondur texti enda fer ekki
endilega saman magn og gæði. Góður texti
þarf ekki að vera orðmargur. Njála sarnan-
stendur t.d. aðeins af 3.200 orðum og í íslend-
ingasögunum eru 12.400 uppflettiorð. Flest
koma oftar en einu sinni fyrir og sé talið frá
orði til orðs, eru þau hátt í 900.000. Þegar
Orðstöðulykillinn hefur verið prentaður eru
skilgreind 100 orð á síðu og síðurnar eru því
um 9.000.
Hvert skyldi svo vera algengasta orðið í
fornsögunum? Engan þarf að undra að það
er samtengingin „og“. Sögnin að „vera“ og
smáorðið „að“ eru einnig ofarlega á vinsælda-
listanum. Algengasta nafnorðið er „maður“,
algengasta lýsingarorðið „mikill" og algeng-
asta forsetning/atviksorðið er „í“. Þrátt fyrir
að skráð hafi verið tíðni orða í nokkrum
nútímatextum, segir Eiríkur að hafa verði
fyrirvara á samanburði við fommálið þar sem
tíðni orða sé háð umfjöllunarefninu hveiju
sinni. Þetta eigi sérstaklega við um nafnorð.
Orðstöðulykillinn er þegar kominn í notk-
un, í tölvu og útprentaður. Þá segir Eiríkur
það ósk margra að orðstöðulykillinn verði
gefinn út á geisladiski enda sé það eina skyn-
samlega útgáfuformið. Upphaflega hug-
myndin var hins vegar að gefa út valinn
orðaforða á bók. „Við töldum það vonda lausn
er frá leið. Við hefðum þurft að sleppa algeng-
ustu orðunum en töldum þau ekki síður at-
hygliSverð en hin sjaldgæfu. Nú er hugmynd-
in að hafa aðgengileg eintök af orðstöðujykl-
inum á nokkrum stöðum, t.d. Stofnun Áma
Magnússonar, Orðabók Háskólans og Málvís-
indastofnun."
Að sögn Eiríks eru þeir orðnir ijölmargir
sem vita af vinnunni við Orðstöðulykilinn.
„Við fáum fyrirspurnir bæði frá lærðum og
leikum. Orðstöðulykillinn gagnast á ýmsum
sviðum, svo sem í samfélagsfræði, félags-
fræði, mannfræði, lögfræði og svo að sjálf-
sögðu sagnfræði, málfræði og bókmennta-
fræði. Meðal þess sem athugað hefur verið
með aðstoð Orðstöðulykilsins er hvaða vís-
bendingar orðanotkun í íslendingasögunum
gefur um stöðu kvenna, orðasamstæður í
Islendingasögunum og hvaða orð og orðatil-
tæki voru til um glímu.“
En hvers vegna var Orðstöðulykillinn gerð-
ur? „Við töldum að hann myndi auðvelda
ýmis konar rannsóknir, eins og raunin hefur
orðið. Orðstöðulykillinn getur þó ekki veitt
okkur tæmandi svör við öllum þeim spurning-
um sem óneitanlega koma upp í hugann. Það
er t.d. ekki hægt að nota hann til að skil-
greina höfunda fornritanna svo að öruggt sé.“
Spurningunni um hvort Snorri Sturluson
hafi skrifað Egils sögu er sem sagt áfram
ósvarað? „Já, við höfum reyndar kannað
hana litillega með Orðstöðulyklinum en get-
um ekki gefið nein óyggjandi svör. Orðstöðu-
lykillinn gefur okkur þó vissulega vísbending-
ar, t.d. um tengsl einstakra sagna. Meðal
þess sem við getum velt fyrir okkur er hvort
höfundur einnar sögu hefur heyrt eða lesið
aðra, hvaðan af landinu hann hafi verið,
o.s.frv. Það verður að hafa í huga að fornsög-
urnar lýsa mikið til sömu hlutunum, þær
gerast á svipuðum tíma og lýsa svipuðum
athöfnum. Beri maður saman Islendingasög-
unar 40 og 40 nútímaskáldsögur, kemur í
ljós geysilegur munur á orðafjölda enda efn-
ið miklu fjölbreyttara nú.
Eiríkur segir erfitt um vik að kanna aldur
orða með Orðstöðulyklinum en mun auðveld-
ara sé að sjá breytilega þýðingu orða en ella,
merkingarblæbrigði o.fl. með tilkomu Orð-
stöðulykilsins. Þá hafi það komið höfundum
hans á óvart hversu mikið er hægt að sjá
um orðarunur, hvemig þær koma fyrir o.s.frv.
Vinnunni við Orðstöðulykil Islendinga-
sagna verður senn lokið, Orðstöðulyklar
Heimskringlu og Sturlungu eru skemmra á
veg komnir. Þau sem að verkinu hafa unnið
munu sleppa af því hondinni en munu að
sjálfsögðu notfæra sér Orðstöðulykilinn rétt
eins og aðrir. Og niðurstöðurnar verða án
efa forvitnilegar, jafnvel þótt hulunni verði
ekki svipt af höfundi Egils sögu enn um sinn.