Morgunblaðið - 22.11.1992, Page 13
mmmm
SI13
Anita Blake og Þórður Stefánsson hótelstjóri í Bláa lóninu.
Heilun við Bláa lónið
Grindavík.
Malasía - Austurlönd í hnotskum
Á NÆSTUNNI geta þeir sem
gista í hótelinu við Bláa lónið
notið handa Anitu Blake, breskr-
ar konu sem leggur stund á heil-
un.
Anita Blake kom nýlega til lands-
ins í boði Þórðar Stefánssonar hót-
elstjórá við Bláa lónið sem kvaðst
hafa kynnst henni á ráðstefnu um
heilsumál í London fyrr á þessu
ári. Hann sagðist sjálfur hafa notið
umönnunar hennar og liðið vel á
eftir. Þórður sagði að hún myndi
dvelja á hótelinu fram í desember
og gestum gæfist kostur á að láta
hana beita læknisaðferð sem á ís-
lensku hefur verið kölluð heilun,
sem er þýðing á orðinu „spiritual
healing",
Anita Blake leggur hendur yfír
sjúklinga sína og lætur þær líða
eftir líkamanum án þess að snerta
þá og með því segir hún að þreyta,
sem er samfarandi streitu, líði úr
líkamanum. Hún sagði í samtali við
Morgunblaðið að umhverfið við
Bláa lónið hentaði vel fyrir hana
því það væri rólegt og kyrrlátt og
sjúklingar slökuðu vel á, sem væri
mikið atriði.
Anita Blake sagðist fá styrk sinn
frá guði en tók fram að fólk þyrfti
ekki að vera trúað til þess að þiggja
lækningu frá henni því aðeins þyrfti
að vera jákvæður. Hún sagði einnig
að læknar hefðu sent sjúklinga til
hennar sem þjáðust af streitu og
ráðlegðu þeir sjúklingum að leita
til hennar.
Eins og fyrr segir dvelur Blake
í hótelinu við Bláa lónið fram í des-
ember og boðið verður upp á ódýra
Neskaupstaður
Lífeyris-
sjóður gefur
spilagjafara
Neskaupstað.
VIÐ setningu Austurlandsmóts-
ins í tvímenningi í brids sem
nýlega var haldið í Egilsbúð
afhenti Gísli Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs
Austurlands, Bridssambandi
Austurlands peningagjöf frá
Lifeyrissjóðnum til kaupa á spi-
lagjafara og spilum.
Það var Ina Gísladóttir, forseti
BSA, sem tók á móti gjöfinni. Það
kom fram í máli Inu við afhend-
ingu gjafanna að bridsspilarar á
Austurlandi gerðu sér jafnvel ekki
grein fyrir því hve mikil lyftistöng
það yrði fyrir félögin að hafa slík
tæki í fjórðungnum. Þess má geta
að þetta er í fyrsta skipti sem
Austurlandsmót í brids er haldið
á Neskaupstað.
- Ágúst.
-----» ♦ ♦----
Jólakort Hrings-
ins komið út
Hringurinn hefur gefið út jólakort
sitt í ár og fer ágóðinn af sölunni
sem áður til styrktar Bamaspítala-
sjóði Hringsins. Kortin eru hönnuð
af glerlistakonunni Höllu Haralds-
dóttur og eru seld 10 í pakka, sem
kosta 600 krónur.
gistingu í tilefni dvalar hennar hér,
að sögn Þórðar hótelstjóra.
- FÓ
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi frá Heimsklúbbi
Ingólfs:
Senn líður að ferðalokum í
heimsreisu um Malasíu, sem stað:
ið hefur í tæpar þtjár vikur. í
gærkvöldi var mikil veisla haldin
að austurlenskum sið í glæsilega
skreyttum veislusal Mutiara hót-
elsins á Penang eyju en þar dvelst
hópurinn í viku til hvíldar og
hressingar og skemmtunar fýrir
heimferð. Sú dvöl hefur verið
undur og ævintýri eins og ferðin
öll og er það mál manna að hvergi
hafí þeir áður á ferðum sínum um
heiminn notið slíkrar þjónustu.
Þátttakendur í ferðinni em
margs vísari um mannlíf og þjóð-
hætti í þessum heimshluta eftir
að hafa dvalist í höfuðborginni
Kuala Lumpur, heimsótt nýlend-
urborgina Malacca, Austur-Mal-
asíuríkið Sabah á eynni Borneo,
með elstu frumskóga heimsins,
og einstaka töfra náttúrunnar,
síðan dvalist í heimskaupstaðnum
Singapore og nú í lokin á besta
hótelinu á Penangeyju sem kölluð
er „Perla Austurlanda". Malasía
hefur sannarlega komið fólki á
óvart ekki síst háþróaðir atvinnu-
hættir, kraftur og samheldni þjóð-
arinnar sem í raun og vera eru
þó íjórar ólíkar þjóðir með fjöl-
þætta menningu og siði svo að
kalla má Malasíu „Austurlönd í
hnotskurn".
Veðurfar hefur verið hið ákjós-
anlegasta í allri ferðinni, samstill-
ing farþega með eindæmum góð,
einróma gleði og ánægja ríkjandi,
og hefur engan skugga borið á.
Eftir margar heimsreisur komast
margir svo að orði að þessari hefði
þeir síst viljað sleppa. En nú er
önnur Malasíuferð afráðin á
næsta ári, auk nokkurra annarra,
s.s. Tæland í febrúar, Suður-
Ameríka um næstu páska, undur
Kína og ferð kringum hnöttinn
næsta haust.
Allir eru við góða heilsu, og
glaðvær og hressilegur hópur 83
heimsreisufara sendir bestu
kveðjur heim.
UEffiMST ®>ÉR
ÞINGSJÁ?
...EKKI í PHILIPS SJÓNVARPSTÆKI!
í Philips sjónvarpstækjum opnast þér nýjar
víddir og allar línur verða skýrari. Skerpan
er það sem skiptir máli og þegar þú hefur
valið sjónvarpið frá Philips, þá sérðu líka
hinar hliðarnar á málunum. Það eru jú fleiri
en ein hlið á hverju máli!
• BLACK LINE S myndlampi eykur skerp-
una um 30%.
• NICAM STEREO búnaður er í öllum
Matchline sjónvörpum.
• íslenskt textavarp er sjálfsagður útbún-
aður í öllum gæðatækjum frá Philips.
Komdu og sjáðu með eigin augum.
Gerðu samanburð og veldu það besta!
PHILIPS
þegar skerpan skiptir mdlil
Heimilistæki
SÆTÚNI 8 • SÍMI: 69 15 15 • KRINGLUNNI • SÍIÖII: 69 15 20