Morgunblaðið - 22.11.1992, Page 19

Morgunblaðið - 22.11.1992, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1992 19 að hún frjósi ekki í hel. Á þessu eru margar hliðar, en kjarni málsins er þessi: Það er blömleg milliríkjaversl- un sem leggur grunninn að góðri afkomu íbúa einstakra landa. Það er því óskandi að okkur beri gæfa til að utanríkisverslun hér megi blómgast í framtíðinni." Annað sjónarmið í Ferðabæ ræður Birgir Sumarliða- son ríkjum. Hann tekur undir orð Kjartans, en segir að á meðan unn- ið sé við slíkar kringumstæður sem þessar verði að berjast um á hæl og hnakka. Lykillinn sé að sverma fyrir þeim ferðamönnum sem eiga peninga og kaupa af íslendingum þjónustu. Hann telur markaðssetn- ingu hafa að einhveiju leyti brugð- ist, ef marka mætti mikinn fjölda ferðamanna sem litlar eða engar tekjur væri hafandi af. „Hvergi nokkurs staðar er það leyfílegt að tjalda bara í vegarkantinum, eins og algengt er hér á landi. Það er greinilegt að markaðassetning hér- lendrar ferðaþjónustu hefur að miklu leyti náð best til þeirra sem eyða litlu,“ segir Birgir. Og hann teflir fram tveimur þáttum sem hann telur að taka verði á og geti orðið til bóta. í fyrsta lagi vill Birgir markaðs- setja ísland með nýjum hætti. Hann er í þann mund a.ð senda frá sér blað sem kynnir ísland sem land Við verðum að leggja áherslu á að nýta betur það gistirými, þau flugvéla- og rútusæti, þá veitingastaði og fleira, sem til er ævintýranna. Það hefur svo sem heyrst áður. En lögð er áhersla á að skipulagðar verði sérferðir fyrir einstaklinga eða litla hópa í lax- og silungsveiði, hvers konar skytterí sem hérlendis er að hafa, jeppa- og vélsleðamennsku, dorgveiði á vetr- um inni á öræfum, hestaferðir, sjó- stangaveiði, að ekki sé minnst á heilsuparadísina ísland. Flest hefur þetta verið hér og þar og í smáum stíl innan um hefðbundnari mark- aðssetningu. En Birgir -setur þetta á oddinn og er markhópurinn auð- ugir einstaklingar og hópar beggja vegna Atlantsála. Hann segir okkur frá hinum þættinum: „Eins og staðan er tel ég að það geti orðið mjög farsælt ef þeir sem flytja út vöru og þeir sem flytja inn ferðamenn geta náð saman. Þess vegna er ég byijaður að skipuleggja tvær hátíðir sem ég ætla að geti orðið árleg og skemmtileg fyrirbæri og markaðssetning þeirra er hafin erlendis. Fyrst er að nefna það sem við getum kallað til bráðabirgða „fjallalambshátíðina", sem við ætl- um að halda næsta haust. Ætlunin er að gera réttarstemmninguna eft- irsóknarverða og athyglisverða. Þetta verður þriggja daga matar- og skemmtihátíð sem fer að miklu leyti fram í gamla miðbænum, en einnig utanbæjar j tengslum við göngur og réttir. í kjölfarið er í undirbúningi hátíð sem við getum kennt við tóna hafsins. í grundvall- aratriðum svipað fyrirbæri og lambahátíðin nema að í þessu tilviki snýst allt saman um sjávarfang. í báðum tilvikum verða innlendir og erlendir stórkokkar að störfum og skemmtiatriði af mörgum toga, auk þess sem þátttakendum mun standa til boða að upplifa öflun hráefnis- ins,“ segir Birgir. Og hann leggur enn á það áherslu að undirbúningur sé allur kominn af stað, hann sé aldrei í rónni nema hann láti reyna á hugmyndir sínar. Cterkarog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! ÞEGAR VEUA'1 í ÞAÐ BESTA ^ Borgarkringlunni - Simi 67/820 j gervihnattadiskur og móttökutæki SR-500 1,2 m sporöskjulaga aiskur, stereo móttakari m/þráöl. fjarstýringu, pólfesting, pólskiptir og lágsuosmagnari (LNB 0,8 dB) M: 66.810,- Stgr.ver&: 59.790,- 25% útborgun: 16.703,-kr.ogaöeins kr. á mán. í 18 mán. m/Munaláni Yfir 30 stöbvar meb fjölbreyttu efni á ýmsum tungumálum V Skíða- og vetrarfatnaður í sérflokki. Hlýr, vatnsheldur og þægilegur. HHS útilJf: Hfflm Glæsibæ, sími 812922. i Lausu SÆTIN TIL DUBLIN ERU 29. NÓVEMBER OG 4. DESEMBER! VERÐ FRA 22. 515 KR. Síðasta tækifærið til að skreppa til Dublin á þessu ári. Borgin er núna í jólaskrúða. Fjögurra nátta ferðir á frábæru verði - frá 22. 515 kr. Samviiwulerðir-Laiiilsýii _ Rsykjavfk: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Slmbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 Hótel Sögu vlð HagatorQ • S. 91 - 62 22 77 • Slmbréf 91 - 62 24 60 Akureyri: Ráðhustorgl 1 • S. 96 - 27 200 • Slmbréf 96 -1 10 35 Ksflavfk: HafnargÖtu 35 • S. 92 -13 400 • Símbréf 92 - 1 34 90

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.