Morgunblaðið - 22.11.1992, Qupperneq 21
Það var í tísku að vera bóhem í
Reykjavík. Elías Mar í dyrunum
á Laugavegi 11.
hennar til að ná sambandi og verða
meðtekin hafa misheppnast hrapal-
lega. Þótt allt gengi vel í fyrstu er
fallið hafíð. Hún nýtur ekki lengur
sama álits og áður. Mörgum er far-
ið að fínnast að hún drekki of mik-
ið og vilja hana ekki nálægt sér
þegar hún er drukkin. Áfengi fer
illa í hana, hún veit það. Hún verð-
ur ýmist döpur eða æst og á erfítt
með að stjórna framkomu sinni. En
hún þarfnast styrksins sem áfengið
veitir. Kjarksins og kæruleysisins.
Oðruvísi getur hún ekki tekist á við
heiminn.
Og þrátt fyrir góðan ásetning
leitar hún á náðir Bakkusar aftur
og aftur. Og fólk talar. Kjaftar
endalaust fram og til baka um hluti
Geir Reginn, sonur Ástu og Jó-
hannesar Geirs, á barnsaldri.
sem koma því ekkert við.
Hún verður enn hvassari á brún-
ina þegar hún hugsar um illgimi
fólksins. Af hvetju getur það ekki
látið hana í friði?
Dymar opnast og inn kemur lítill
drengur. Hann lætur fara lítið fyrir
sér, en mænir upp á hana stómm
móbrúnum augum. Augum hennar
sjálfrar. Hann þekkir hana auðvitað
strax. Hafði þekkt rauðu og gulu
peysuna hennar um leið og hann
sá hana í gegnum gluggann. Hann
man þegar hún sat heima í kampin-
um og pijónaði þessa peysu. Þá
hafði hún rætt við hann um lífíð og
tilveruna og leyst greiðlega úr öllum
spumingum. Núna sér hún hann
ekki. Vill ekki sjá hann.
Drengurinn verður hræddur. Er
hún hætt að vilja vera mamma hans?
Amma og afi em auðvitað góð við
hann þótt amma sé ströng og hræði
hann með ljóta kallinum. En hann
vill samt helst vera hjá mömmu.
Þegar hún er glöð er hún best af
öllum. En hann þorir ekki að nálg-
ast hana. Stendur bara auðmjúkur
og bíður þess að hún taki eftir hon-
um. Hann veit hvað hún getur orðið
reið. Og þorir ekki að styggja hana.
Það geisar stríð í sex ára huganum.
Hann hefur alltaf granað að hún
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1992 21
vilji ekki eiga hann. Að það sé þess
vegna sem hann á heima hjá ömmu.
Og núna virðist það augljóst. Kökk-
urinn í hálsi hans magnast. En hann
þorir ekki að fara _að gráta. Þorir
ekki að hreyfa sig. Óskaplega lang-
ar hann í súkkulaði.
Dyrnar opnast aftur og miðaldra
kona gengur inn. í þetta skipti virð-
ist Ásta verða vör við umganginn.
Hún hrekkur upp úr hugleiðingum
sínum og lítur beint fram fyrir sig.
Beint inn í brúnu augun sem mæna
á hana í lotningu. „Geir minn, ert
þú héma,“ segir hún og brosir.
Og það er eins og sólin hafí kom-
ið upp. Farginu er létt af bijósti
drengsins.
„Nú skal ég fylgja þér heim,“
segir hún, og rennir um leið niður
síðasta bita súkkulaðsins. Drengur-
inn andvarpar. Hann fær víst ekk-
ert súkkulaði, en hann á þó 'allavega
mömmu.
Þeir ætla að taka
börnin hennar
Þeir ætla að taka bömin hennar.
Senda þau upp í sveit. Bömin henn-
ar. Þessar skepnur. Hún á þessi
böm. Hvað halda þeir að þeir séu.
Krökkunum líður vel hjá henni. Hún
hugsar vel um þau. Þegar hún á
aur. Ef þeir vildu í raun og vem
þjálpa mundu þeir láta hana hafa
peninga. Og húsnæði. En þeir vilja
ekki hjálpa. Þeir hata hana. Reyna
með öllum ráðum að klekkja á henni.
Eins og þeir hafa alltaf gert. Bara
af því að hún þorir. Er ekki bundin
á klafa hræsninnar eins og þeir.
Og þeir drekka líka. Auðvitað
drekka þeir. Það drekka allir. Það
er bara hún sem ekki má drekka.
Hefur aldrei mátt hreyfa sig. Alltaf
allir að vasast í hennar málum. En
bömin hennar skulu þeir ekki taka.
Þessir djöflar. Það er ömgglega
Þorsteinn sem stendur á bak við
þetta. Hann er að reyna að klekkja
á henni. Þessi ræfíll. Sem stakk af
og skildi hana eina eftir. Bjargar-
lausa með fímm smáböm. Skepnan.
En honum skal ekki verða kápan
úr því klæðinu. Hún skal beijast.
Eins og ungamamman sem hún er.
Enginn skal fá að skipta sér af
hennar lífí. Enginn. Heiftin ólgar í
henni og hún þrífur til brennslu-
sprittsins. Mikið væri nú gott að
eiga brennivín. En það er lúxus sem
hún getur sjaldan veitt sér. Kogginn
er líka ágætur. Auðvitað klígjar
mann dálítið við fyrstu sopunum.
En það venst. Lyktin er verst. Mað-
ur lyktar eins og eitthvert helvítis
apótek. En henni er sama. Það und-
irstrikar aðeins einangran hennar
og vonsku heimsins. Að hún, Ásta
Sigurðardóttir, skuli ekki hafa ráð
á almennilegum sjúss. Svona hefur
heimurinn leikið hana. Alveg frá
fyrstu tíð hafa allir verið á móti
henni. Og nú hafa þeir náð fram
vijja sínum. Hún er varnarlaus fyrir
ofsóknum þeirra. Það vill enginn
leggja henni lið. Vinkonur hennar
fara undan í flæmingi þegar hún
biður þær að fínna fyrir sig lögfræð-
ing sem getur hjálpað henni að veija
bömin sín fyrir ágangi þessara svo-
kölluðu bamavemdara. Sér er nú
hver vemdin. Að rífa börn úr móður-
faðmi og setja þau til vandalausra.
Sem auðvitað er alveg sama um
þau. Það má örugglega þakka fyrir
ef þau fá að borða. Nei, hún lætur
ekki bömin sín í hendumar á svo-
leiðis fólki. Aldrei í lífinu. Eins og
það sé ekki nóg sem á hana er lagt.
Svona er að vera einstæðingur. Það
álíta allir skyldu sína að sparka í
aumingjann. í bræðinni grípur hún
hálffullt glasið og þeytir því í vegg-
inn. Það splundrast og bláleitur vök-
vinn lekur í taumum niður á gólfíð.
0g þetta var síðasta sprittið. Hvað
hefur hún gert? Hvemig á hún nú
að verða sér úti um meira að drekka?
Pakki frá Reykjavík
Armur bamaverndamefndar er
langur. Lengri en Ástu órar fyrir.
Jafnvel á Hvammstanga er henni
ekki óhætt. Þegar líður á sumarið
hafa borist fregnir af drykkjuskap
hennar til bamavemdamefndar í
Reykjavík, sem hótar enn á ný að
svipta hana bömunum.
Ásta flýr. Leitar á náðir Margrét-
ar í Dalsmynni með bömin þijú.
Er velkomin eins og alltaf, þótt
þröng sé fyrir. Margrét er gift Guð-
mundi móðurbróður Ástu og þar
hefur hún oft átt innhlaup. Hefur
stundum dvalið þar á sumrin í tvær,
þijár vikur, en aldrei áður komið
þangað með bömin sín.
Hún er reið og æst yfir óréttlæti
þjóðfélagsins og grátbiður Margréti
að hjálpa sér að ná til sín hinum
bömunum tveimur. Margrét telur
það ekki tímabært. Fyrst þurfí hún
að sanna að hún geti séð fyrir þess-
um þremur.
„Þú með þína hæfileika,“ segir
hún, „af hveiju skrifarðu ekki eitt-
hvað sem þú getur grætt á?“
Ásta á ekki orð til að lýsa fyrir-
litningu sinni. Að skrifa til að
græða. Selja sál sína á markaðs-
torgi peningahyggjunnar. Aldrei í
lífinu. Hún er alvöm skáld. Enginn
leigupenni.
Og hún og Margrét hrista höfuð-
in í takt yfír heimsku hinnar.
Dagamir líða og mæðginin úna
sér vel í Dalsmynni. Þau hafa til
afnota lítið herbergi með einu rúmi
og drengimir sofa á dýnu á gólfínu.
Oftast eru þeir þó skriðnir upp í hjá
mömmu sinni á morgnana og þar
vakna þeir eins og ungar í hreiðri,
kúrandi undir vængjum mömmu.
Svo kemur pakki frá Reykjavík.
Pakki til Ástu frá vinum hennar.
Og í einni svipan breytist ungamam-
man. Verður sljó og afundin og
endar í hálfgerðu dái á gólfínu.
Innihald pakkans reynist vera
einhveijar töflur sem em fólkinu í
Dalsmynni ókunnugar. Það er skot-
ið á ráðstefnu og Svava, dóttir
Margrétar, kveður upp úr með það
að þau verði að taka töflurnar af
Ástu. Þegar það er gert verður
Ásta óð. Segist fara burt með böm-
in og koma aldrei aftur.
Margrét hefur ábyrgst krakkana
og tekur ekki í mál að sleppa af
þeim hendinni.
„Þú getur farið," segir hún,
„börnin verða hér.“
Og Ásta fer. Rekin áfram af eit-
urþörfinni fer hún suður án bam-
anna. Svo líða nokkrir dagar.
Margrét hrekkur upp við eitt-
hvert þmsk um miðja nótt. Þegar
hún kemur fram situr Þórir Jökull
ferðbúinn á stól en inni í herberginu
er Ásta að klæða minni krakkana.
Hún er komin á leigubíl frá Reykja-
vík að sækja þau. Hún er drakkin
og útkeyrð og gefur fljótlega eftir
þegar Margrét og bílstjórinn leggj-
ast á eitt við að biðja hana að vera
kyrra. Hún er of þrekuð til að standa
uppi í hárinu á þeim. Útslagið gerir
þó þegar Margrét spyr Kolbein hvort
hann vilji fara með mömmu sinni.
„Ég vil vera hjá þér á meðan
mamma er svona,“ segir þessi fjög-
urra ára gutti, „en þegar mamma
er orðin góð, þá vil ég vera hjá
henni.“
En Ásta unir sér ekki lengi í sveit-
inni. Hún hringir í móður sína og
fær hana til að ábyrgjast Guðnýju
Ásu við barnavemdamefndina.
Drengimir verða eftir hjá Margréti.
En um haustið koma þeir líka suður
til mömmu.