Morgunblaðið - 22.11.1992, Side 28
Jfte rgtittfrlafrfö
ATVINNU/RAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
Sjálfboðaliðar óskast
Blindrafélagið hefur áhuga á að komast í
samband við fólk, sem getur hugsað sér að
aðstoða blinda og sjónskerta við ýmsar er-
indagjörðir, s.s. innkaup, útréttingar o.fl. Um
er að ræða ákveðinn stundafjölda í máriuði
eftir nánara samkomulagi.
Þeir, sem hafa áhuga og óska eftir frekari
upplýsingum, vinsamlega hafi samband við
skrifstofu Blindrafélagsins í síma 687333
næstu daga.
Staða aðstoðar-
landlæknis
Staða aðstoðarlandlæknis er laus til umsóknar.
Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu
skal aðstoðarlandlæknir vera landlækni til
aðstoðar og staðgengill hans. Hann skal
vera sérmenntaður embættislæknir eða hafa
jafngilda menntun til starfsins.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun
og fyrri störf, skal senda landlækni á þar til
gerðum eyðublöðum, sem fást hjá landlækni
og í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytinu.
Umsóknarfrestur er til 21. desember.
Nánari upplýsingar um starfið gefur
landlaaknir.
Reykjavík, 16. nóvember 1992.
Landlæknir.
Hugbúnaðar-
fyrirtæki
Símavarsla
Okkur vantar hressan og jákvæðan starfs-
mann í símavörslu og til að sinna tilfallandi
störfum.
Umsækjendur leggi inn umsókn á auglýs-
ingadeild Mbl. merkta: „H - 4989“ fyrir 27.
nóvember.
Þjónustumaður
Við leitum að starfsmanni með viðskipta-
fræðimenntun og eða góða reynslu á þessu
sviði til að þjónusta TOK notendur. Viðkom-
andi þarf að hafa góða tölvuþekkingu, hann
þarf að vera fljótur að tileinka sér nýjungar
og geta unnið sjálfstætt.
Umsækjendur leggi inn umsókn á auglýs-
ingadeild Mbl. merkta: „H - 2990“ fyrir
27. nóvember.
Um er að ræða framtíðarstörf á reyklausum
vinnustað.
Ekki verða veittar upplýsingar í síma.
IiL_______________________________
föLVUVINNSlA 0G KERFISHÖNNUN HF
fWuCKWJ
m mix nu is
IMRCYIUWK latAM)
Sölumenn óskast
Vantar vana sölumenn í heils- og hálfsdags-
störf. Mikil vinna. Góð laun. Einnig vantar
okkur símasölufólk á kvöldin. Góð verkefni.
Vinsamlegast sendið inn umsóknir á auglýs-
ingadeild Mbl. fyrir þriðjudagskvöld 24/11,
merktar: „I - 10368“.
Málmiðnaðarmaður
Málmiðnaðarmaður óskast til afgreiðslu-
starfa.
Starfið felst í afgreiðslu og þjónustu við við-
skiptavini.
Við leitum aðfagmanni með góða þekkingu
á rafsuðu og logsuðuvörum, sem hefur
áhuga á að veita fyrsta flokks þjónustu.
Æskilegur aldur 30-45 ára.
Reyklaus vinnustaður.
í boði er framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðgarðs á eyðublöðum er þar liggja frammi
merktar: „Málmiðnaðarmaður" fyrir 28.
nóvember nk.
RÁÐGARÐURHE
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88
Hótel
- ferðaþjónusta
24 ára maður sem lokið hefur 3ja ára námi
í hótelstjórnun við skóla í Sviss óskar eftir
starfi við hótel- eða veitingarekstur eða í
ferðaþjónustu.
Upplýsingar í síma 31233.
Starf smannastjóri
Starf starfsmannastjóra, sem hefur umsjón
og eftirlit með fjármálum og starfsmannahaldi
embættisins, er laust til umsóknar.
Umsækjandi þarf að vera háskólamenntaður,
eiga auðvelt með mannleg samskipti og hafa
reynslu á sviði fjármálastjórnunar og starfs-
mannahalds. Tölvukunnátta er æskileg.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun,
fyrri störf, meðmælendur og annað sem
umsækjandi vill taka fram, þurfa að berast
fyrir 30. nóvember nk.
Skrifstofustjóri stjórnunarskrifstofu embætt-
isins veitir nánari upplýsingar um starfið og
tekur á móti umsóknum.
22. nóvember 1992.
Skattstjórinn íReykjavík,
Tryggvagötu 19,
sími 603600.
Yfirsálfræðingur
Geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
óskar eftir að ráða sérfræðing í klínískri sálar-
fræði í stöðu yfirsálfræðings.
Um er að ræða afleysingastöðu til eins árs
frá 1. janúar 1993.
Viðfangsefni deildarinnar eru fjölbreytt.
Áhersla er lögð á samstarf fagmenntaðs
starfsfólks að greiningu, meðferð og endur-
hæfingu vegna geðtruflana af ýmsum toga.
Sérkennsla er veitt sjúklingum á deildinni.
Umsóknir um starfið, með upplýsingum um
menntun og fyrri störf, óskast sendar Sig-
mundi Sigfússyni, yfirlækni geðdeildar F.S.A.
Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir
í síma 96-22100.
Yfiriðjuþjálfi
Geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
óskar eftir að ráða iðjuþjálfa. Um er að ræða
afleysingu í leyfi yfiriðjuþjálfa deildarinnar til
1. september 1993.
Iðjuþjálfun er mikilvægur hluti af greiningu
og meðferð sjúklinga deildarinnar, og fer hún
að mestu fram í sérstöku húsi á Skólastíg 7
á Akureyri. Hjúkrunarstarfsfólk deildarinnar
aðstoðar við iðjuþjálfun sjúklinga.
Umsóknir um starfið, með upplýsingum um
menntun og fyrri störf, óskast sendar Sig-
mundi Sigfússyni, yfirlækni geðdeildar
F.S.A., sem veitir nánari upplýsingar
í síma 96-22100.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYBI
Lausar stöður við
HEILSUGÆSLUNA
í REYKJAVÍK
(Heilsugæslustöðvarnar og Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur).
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður
við heilsugæsluna í Reykjavík.
1. Hjúkrunardeildarstjóri við mæðradeild
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur.
Staðan veitist frá 1. febrúar 1993. Gerð
er krafa um hjúkrunar- og Ijósmóður-
menntun.
2. Hjúkrunardeildarstjóri við Heilsugæslu-
stöð Miðbæjar, Vesturgötu 7 (hálf
staða). Staðan veitist frá 1. janúar 1993.
Gerð er krafa um hjúkrunar- og Ijósmóður-
menntun.
3. Staða læknaritara við Heilsugæslustöð
Miðbæjar, Vesturgötu 7, (allt að 75%
starf). Staðan er laus nú þegar.
Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um
menntun og störf, sendist starfsmanna-
stjóra, Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, Bar-
ónsstíg 47, 101 Reykjavík, á sérstökum
umsóknareyðublöðum, sem þar fást fyrir 18.
desember nk. Nánari upplýsingar um stöður
hjúkrunardeildarstjóra gefa viðkomandi
hjúkrunarforstjórar, í síma 22400 varðandi
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og í síma
625070 varðandi Miðbæjarstöð.
Heilsugæslan í Reykjavík,
stjórnsýsla.
19. nóvemher 1992.