Morgunblaðið - 22.11.1992, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.11.1992, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1992 29 Lausar stöður Skagafjörður skín við sólu, þar er fögur fjalla- sýn og samgöngur góðar til allar átta. Á Sauðárkróki blómstrar fagurt mannlíf í vaxandi bæjarfélagi. Þar er Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra. Nemendur eru á fimmta hundrað og þar starfar samhentur hópur 36 kennara, sem býður góða félaga velkomna til starfa. Nýtt og glæsilegt bóknámshús verður tekið í notkun haustið 1994. Við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki eru lausar til umsóknar eftirtald- ar stöður: 1. Starf kennara í jarðfræði og landafræði. 2. Starf kennara í stærðfræði og eðlisfræði. 3. Starf kennara í sérgreinum tréiðna, aug- lýst vegna ákvæða laga um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum framhalds- skólakennara. Umsóknarfrestur er til 19. desember 1992. Ráðningartími er frá 1. janúar nk. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 95-36400. Verksmiðjustjóri í framleiðsluiðnaði íslenska saltfélagið hf. á Reykjanesi óskar nú þegar að ráða verksmiðjustjóra til þess að annast daglega stjórnun og sjá til þess með frumkvæði sínu að skipulag og rekstur verksmiðjunnar gangi vel. Verksmiðjustjórinn er yfirmaður fyrirtækisins hér á landi. Verksmiðjan framleiðir matarsalt og nýþró- að heilsusalt með eimingu á jarðsjó. Fram- leiðslan er samfelld, 24 klst. á sólarhring 7 daga vikunnar í tærandi umhverfi, sem gerir miklar kröfur um áreiðanlegt fyrirbyggjandi viðhald. Verksmiðjan, sem er ný, samanstendur af rörum, tönkum, eimingarkerfum, dælum, lok- um og stýribúnaði, skilvindum og þurrkurum auk búnaðar til þurrvinnslu á salti. Fram- leiðslan er hafin og unnið er að endanlegri skipulagningu framleiðslunnar og að ná stöð- ugleika í rekstrinum. Starfsmenn eru 20 þar á meðal bæði efna- fræðingur á tilraunastofu og viðhaldsdeild. Viðhaldsdeildin er nýlega tekin til starfa og vinna skal að uppbyggingu á fyrirbyggjandi viðhaldskerfi fyrir verksmiðjuna. Markaðssetning og fjármálastjórnun er unn- in í öðrum fyrirtækjasamsteypum erlendis. Starfið krefst tæknimenntunar á sviði fram- leiðslustjórnunar og a.m.k. 5 ára starfs- reynslu við tilsvarandi störf. Þekking á mat- vælaframleiðslu er æskileg, enskukunnátta nauðsynleg. Við bjóðum sjálfstætt ábyrgðarstarf í ungu og kraftmiklu fyrirtæki sem hefur umtals- verða vaxtarmöguleika. íslenska saltfélagið er dótturfyrirtæki danska fyrirtækisins Saga Food Ingredients A/S, sem er vel skipulagt fjárhagslega sterkt fyrirtæki, eigendur eru danskir lífeyrissjóðir og dönsk og íslensk fyrirtæki. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Farið verður með allar umsóknir og fyrir- spurnir sem trúnaðarmál. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir á dönsku eða ensku til Ráðningarþjónustu Hagvangs hL, merktar „Verksmiðjustjóri 381“ fyrir 1. desember nk. Hagva ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir RÍKISSPÍTALAR Reyklaus vinnustaður LUNGNADEILD VÍFILSSTAÐASPÍTALA HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Hjúkrunarfræðingar óskast til afleysinga í lungnadeild Vífilsstaðaspítala, nú þegar eða eftir samkomulagi. Á deildinni eru 37 rúm fyrir lungnasjúklinga, aðallega bráða lungna- sjúkdóma, einnig fara fram rannsóknir og meðferð á sjúklingum með kæfisvefn. Á lungnadeildinni er mjög góður starfsandi og samvinna í fyrirrúmi. Góð aðlögun, sveigj- anlegur vinnutími, starfshlutfall eftir sam- komulagi. Upplýsingar gefur Bjarney Tryggvadóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 602828. RÍKISSPÍTALAR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi meö starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstótta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með, og leggjum megináherslu á þekkingu og virðingu fyrir einstaklingnum. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæöi þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiöarljósi. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa við Sjúkrahúsið á Hvammstanga frá miðjum janúar ’93 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða 80-100% stöðu á morgun- og kvöldvöktum. Frí aðra hverja helgi. Gott húsnæði. Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í símum 95-12329 og 95-12920. Tæknimaður/ verkstjóri Byggingafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar að ráða tæknimenntaðan mann til starfa sem verkstjóra á byggingarstað. Þarf að geta hafið störf strax eða mjög fljótlega. Áhugasamir leggi inn nafn og stutta lýsingu á fyrri störfum á auglýsingadeild Mbl. merkta: „Tæknimaður - 10118" fyrir 25. nóvember. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. NUD er stofnun sem heyrir undir Norræna ráðherraráð- ið. Helstu verkefni NUD eru að mennta starfsfólk, þekk- ingarmiðlun, þróunarstarf og alþjóðleg samvinna. NUD er með aðsetur í Dronninglund Slot á Norður-Jótlandi í Danmörku og eru starfsmenn sjö talsins. Stofnunin hefur árlega 6 milljónir DKK til ráðstöfunar. Æskileg reynsla: Miklar og margþættar kröfur verða gerðar til nýja forstöðumannsins hvað varðar stjórnun- ar- og samstarfshæfileika. Þar sem NUD starfar að menntun starfsfólks eru auk viðkomandi fræðilegrar þekkingar gerðar kröfur um víð- tæka samfélagslega þekkingu sem og reynslu á sviði starfsþróunar og eftirmenntunar. Þar sem NUD er miðstöð er nauðsyn á reynslu á sviði verkefnastjórnunar/verkefnasamhæfingar og upplýs- ingamiðlunar, auk einhverja reynslu af tölvunotkun. Þar sem NUD er norræn stofnun er reynsla af nor- rænni samvinnu nauðsynleg. Viðkomandi verður einnig að geta tjáð sig á skilmerkilegan hátt, jafnt munnlega sem skriflega á einhverju hinna þriggja tungumála nor- rænu ríkisstjórnasamvinnunnar, en þau eru danska, norska og sænska. Ritari Ritari óskast til sjálfstæðra og krefjandi starfa hjá þekktu fyrirtæki. Starfið er fjölbreytt og felst m.a. í sjálfstæð- um ritarastörfum, samskiptum við viðskipta- vini, eftirliti með áætlunum, kostnaði o.fl. Við ieitum að þjónustuliprum og skipulögð- um aðila, með góða tölvuþekkingu, sem hef- ur áhuga á að starfa með hressum hóp í lif- andi umhverfi. Reynsla af sjálfstæðum ritarastörfum nauðsynleg. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs á eyðublöðum er þar liggja frammi fyrir 8. nóvember nk. merktar: „Ritari 93“. RÁÐGARÐURHE STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 Styrktarfélag vangefinna Styrktarfélag vangefinnar óskar að ráða starfsfólk í eftirtaldar stöður við heimili og hæfingarstöð félagsins: Forstöðumann sambýlis, Blesugróf 29 Um er að ræða fullt starf. Krafist er menntun- ar og reynslu í störfum með fötluðum. Forstöðumann skammtímavistunar, Þykkvabæ 1. Um er að ræða fullt starf. Krafist er menntun- ar og reynslu í störfum með fötluðum. Umsóknarfrestur um ofangreindar stöður er til 1. desember nk. Upplýsingar gefur Kristján Sigurmundsson, þroskaþjálfi, í síma 15622. Bjarkarás, hæfingarstöð, Stjörnugróf 7. Deildarþroskaþjálfa í fullt starf nú þegar eða um áramót á saumastofu stofnunarinnar. Starfið felst í þjálfun við saumaskap (á saumavélar). Möguleikar á leikskólaplássi fyrir hendi. Upplýsingargefurforstöðukona, Gréta Bach- mann, í síma 685330 næstu daga milli kl. 10 og 15. Þar sem NUD starfar fyrir daufblinda er mikil þekking á starfsemi fatlaðra nauðsynleg, gjarnan með höfuðá- herslu á þarfir daufblindra eða annarra mjög fatlaðra. Þar sem NUD hefur mikil alþjóðleg samskipti er góð enskukunnátta nauðsynleg. Ráðningarskilyrði: Ráðningin er tímabundin með samn- ingi til fjögurra ára og er mögulegt að framlengja hana um fjögur ár til viðbótar. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á starfsleyfi meðan á ráðningartímanum stendur. Störf ber að hefja samkvæmt samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Marjaana Suosalmi, menntunarstjóri, í síma 90 45 98 84 34 99. Umsókn ásamt vottuðu yfirliti yfir reynslu og menntun ber að senda ekki síðar en 18. desember 1992 til: Nordisk Uddannelsescenter for Dovblindepersonale, Slotsgade 8, DK-9330 Dronninglund, Danmörk. Forstöðumaður óskast að Nordisk Uddannelsescenter for Dovblindepersonale (NUD)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.