Morgunblaðið - 22.11.1992, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1992
HANDKNATTLE1KUR
SEGJA má að eldingu hafi slegið niður á Selfossi rétt fyrir mið-
nætti 15. júlí 1991 — eldingu semátti eftir aðtendra mikinn eld,
sem blossaði upp f óstöðvandi áhuga á handknattleik á Suður-
landi. Þetta kvöld ákvað vinsælasti handknattleiksmaður landsins,
vinstrihandarskyttan Sigurður Sveinsson, að ganga til liðs við hið
unga lið Selfyssinga, en hann hafði þá leikið með Atletico Madrid
á Spáni. Þessa ákvörðun tók Sigurður nokkrum mínútum áður en
lokað var fyrir félagaskipti leikmanna, en hann var þá orðaður við
Akureyrarfélagið KA. Morgunblaðið sagði frá þessari ákvörðun
Sigurðar og síðan barst fréttin eins og eldur í sinu um Selfoss
og nágrenni.
Uppskrift að sigurliði
1. deild 1990
Einar Guðmundsson
Gústaf Bjarnason
Einar G. Sigurðsson
Sverrir Einarsson
1990-1991
Léku í 2.deild
1989-1990
__________* •
Stefán Haldórsson (farinn til Víkings)
Gísli Felix Bjarnason (KR)*
Sigurjón Bjarnason (Stjörnunni)
Er Selyssingur, bróðir Gústafs
1991-1992
Einar Þorvarðarson (Val) •
Jón Þórir Jónsson (Breiðabliki)#
Sigurður Sveinsson (A. Madrid) •
1992-1993
Hermundur Sigurmundsson (Noregi)»
Páll Gíslason (Þór Ak.) •
Oliver Pálmason (Val) •
Davíð Ketilsson (Breiðabliki) • • Nýir
Mér líst ágætlega á þetta. Þetta
gæti verið spennandi dæmi
— enda erum við með góðan og stór-
an þjálfara,“ sagði
skrifar átti við Einar Þor-
varðarson, félaga
sinn í landsliðinu, sem var ráðinn
þjálfari til Selfoss stuttu áður. „Við
bindum miklar vonir við Sigga og
teljum að hann eigi eftir að breyta
miklu hjá okkur,“ sagði Einar Þor-
varðarson. Þessir tveir gamalkunnu
refir áttu síðan eftir að gera krafta-
verk á Selfossi — aðeins sextán árum
eftir að handknattleikur var fyrst
keppnisíþrótt þar í bæ eignuðust
Selfyssingar eitt skemmtilegasta og
besta lið landsins, sem lék til úrslita
um íslandsmeistaratitilinn við FH,
liðið úr handknattleiksbænum
Hafnarfirði. Einar náði að byggja
upp mjög heilsteypt lið, sem hefur
hugmyndaríka einstaklinga í her-
búðum sínum. Leikmenn sem gengu
í gegnum mikla reynslu á stuttum
tíma. Selfyssingar eru með tvo
snjalla hornamenn sem eru þeir Sig-
utjón Bjarnason og Jón Þórir Jóns-
son. Þá er línumaður þeirra, Gústaf
Bjarnason, góður og út á vellinum
eru tvær öflugustu skyttur landsins
— Sigurður Sveinsson og Einar
Gunnar Sigurðsson. Leikstjórnandi
og lykilmaður liðsins er Einar Guð-
mundsson, sem hefur hefur ótrúlega
næmt auga fyrir að stjórna sóknar-
leik liðsins. Gísli Felix Bjarnason
hefur leikið vel í markinu og Einar
Þorvarðarson er tilbúinn ef með þarf.
„Tók við góðu búi“
Einar Þorvarðarson tók við Sel-
fossliðinu eftir að hann varð íslands-
meistari með Val 1991, en þá hafði
hann verið aðstoðarlandsliðsþjálfari
eitt keppnistímabil. „Ég hafði gælt
við að draga mig í hlé sem leikmað-
.ur og snúa mér alfarið að þjálfun
og eftir að mér bauðst starf með
landsliðinu kom hitt í kjölfarið. Sel-
fyssingar höfðu samband við mig
og eftir tveggja vikna umhugsun
ákvað ég að slá til. Selfossliðið hafði
þá leikið eitt keppnistímabil í 1. deild
undir stjórn Björgvins Björgvinsson-
ar og í liðinu voru margir ungir og
efnilegir leikmenn. Verkefnið var
spennandi og ég tók víð góðu búi
frá Björgvini. Ég vissi að til að ná
betri árangri með liðið yrði að stýrkja
það og fékk ég Jón Þóri Jónsson,
sem hafði verið frá vegna meiðsla,
til liðs við mig. Ég hafði leikið gegn
Jóni Þóri er hann lék með Breiða-
bliki og vissi að hann var góður leik-
maður. Það var mikið happdrætti
fyrir mig þegar Sigurður Sveinsson
ákvað að ganga til liðs við okkur.
Við Sigurður vorum góðir félagar
og höfðum leikið saman með landsl-
iðinu og Val. Sigurður var maðurinn
sem okkur vantaði — öflug vinstri-
handarskytta og jafnframt einn vin-
sælasti handknattleiksmaður lands-
ins. Fyrir voru Einar Gunnar Sig-
urðsson, sem átti eftir að bæta sig,
Gústaf Bjamason, Siguijón Bjama-
son, Einar Guðmundsson og Gísli
Felix Bjarnason. Sigurður féll vel inn
í þennan hóp leikmanna — það má
segja að hann hafi orðið ungur í
annað sinn. Við náðum að skipu-
leggja leik okkar og sprungum út
þegar á leið.“
„Hrífnastur af frjálsum hand-
knattleik"
Selfyssingar vöktu strax athygli
fyrir íjölbreyttan og skemmtilegan
sóknarleik. Leikur liðsins var ekki
eingöngu bundinn við ákveðin leik-
kerfi, enda kannski eðlilegt — Sig-
urður Sveinsson, sem er frægur fyr-
ir að fara éigin leiðir sem listamaður
og skemmtikraftur, hefði ekki feng-
ið að njóta sín. „Ég er hrifnastur
af því að leyfa leikmönnum að njóta
sín í sóknarleik. Það er gott að
blanda leikkerfum og leikfléttum
saman við fijálsan handknattleik.
Það er staðreynd að við emm með
tvær af bestu skyttum landsins í
herbúðum okkar og leikstjórnanda
sem er ólíkur öðrum miðjumönnum.
Einar Guðmundsson er mjög útsjón-
arsamur. Hann getur skotið að
marki á ýmsan hátt, leikið aðra úti-
spilara fría og bmgðið sér inn á lín-
una þegar við á. Hann er mjög mikil-
vægur fyrir liðið. Þó svo að við séum
með tvær af bestu skyttum landsins
em allir leikmennimir sex sem taka
þátt í sóknarleiknum mjög mikilvæg-
ir hver fyrir annan og þeir vita það
sjálfir manna best.“
- Hvað með varnarleikinn. Ertu
ánægður með hann?
„Við höfum átt í ákveðnum vand-
ræðum með vamarleikinn og það er
ekki hægt að segja að við séum
sterkt vamarlið á pappímum. Við
höfum þó náð að bæta varnarleikinn
mikið fá síðasta keppnistímabili, en
eigum eftir að styrkja hann enn
betur.“
„Náöum betri árangri en reikn-
að var með“
Selfyssingar náðu mjög góðum
árangri á síðasta kejipnistímabili og
léku til úrslita um Islandsmeistara-
liðið frá
Selfossi
Spútnik
Morgunblaðið/Kristinn
Hvað eru þið
að hugsa,
strákar?
Einar Þorvarðar-
son hrópar til
sinna manna í
leik gegn Fram á
miðvikudaginn.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsspn
Landsliðsmenn Selfoss ásamt Einari Þorvarðarsyni.
Siguijón, Gústaf, Sigurður, Einar Þ. og Einar Gunnar.
Ekki árennilegur hópur.
titilinn gegn FH, sem frægt varð.
Strákarnir skutust upp á stjömuhim-
ininn og spurningar vöknuðu um
hvort Selfossliðið væri komið til að
vera eða aðeins flugeldur sem kæmi
fljótt niður. Steig velgengni liðsins
leikmönnunum til höfuðs?
„Við náðum miklu betri árangri
en reiknað var með og komum Sel-
fossi á landakortið sem handknatt-
leiksbæ. Það kostaði mikla baráttu
og nú vitum við að það er borin virð-
ing fyrir okkur sem mótheijum. Það
er ljóst að við erum ekki lengur
spútnikar heldur mjög góð liðsheild
sem myndar sterkt lið. Strákarnir
hafa ekki ofmetnast því að þeir vita
fullkomlega að allir verða að gefa
allt sem þeir eiga til að við höldum
okkar striki. Því hugsum við aðeins
um einn leik í einu, enda er annað
ekki hægt. Deildarkeppnin er mjög
jöfn og við fengum ákveðið bakslag
á dögunum og töpuðum þremur stig-
um á heimavelli í leikjum gegn HK
og ÍBV, en eftir það hefur liðið ver-
ið á uppleið. Auðvitað skilaði úrslita-
keppnin síðastliðið keppnistímabil
okkur mikilli reynslu og leikmenn-
imir fengu meirá sjálfstraust. Það
er mitt verkefni að leikmennirnir
missi ekki einbeitinguna, því ef við
sofnum á verðinum bjóðum við hætt-
unni heim.“
„Meiri breidd“
Margir vilja halda því fram að
Selfyssingar hafí tapað meistaratitl-
inum til FH sl. keppnistímabil á því
að FH-ingar tóku Sigurð Sveinsson
úr umferð í öllum úrslitaleikjunum.
Er Einar á sama máli?
„Já, ég hef oft hugsað um þetta.
Það er alltaf sárt þegar klippt er á
eins góða leikmenn og Sigurður er
og ef til vill hafa FH-ingar tryggt
sér meistaratitilinn á þessari leikað-
ferð. Með Sigurð á fullri ferð vomm
við betri aðilinn. Okkur var ljóst að
okkur skorti breidd í leikmannahóp-
inn til að svara þessu herbragði
mótheijanna. Til að auka breidd
okkar í sóknarleiknum fékk ég Oliv-
er Pálmarsson til liðs við okkur, en
hann var búinn að vera í ársfríi frá
handknattleik eftir að hafa leikið
með Val. Olíver er að ná sér á strik
og styrkir sóknarleik okkar.“
- Ér ekki erfitt að vera búsettur
í Reykjavík og starfa sem þjálfari
,1. deildarliðs á Selfossi?
„Jú, svo sannarlega. Maður er
einangraður frá mannskapnum og
því mjög erfítt að nálgast leikmenn
ef ég þarf að fara yfir eitthvað með
Sigurður
einsog
gott
rauðvín
Verður betri og
betri með árunum
„Sigurður Sveinsson lék stór-
kostlega með Selfossliðinu
síðastliðið keppnistímabil og
nú bætir hann sig með hveij-
um leik. Sigurður hefur verið
að leika eins og hann gerði
best í Þýskalandi og var þá í
hópi bestu manna þar. Hann
er eins og gott rauðvín —
verður betri og betri með ár-
unum.“
Jóhann Ingi Gunnarsson sem
var þjálfari hjá Kiel og Ess-
en þegar Sigurður Sveinsson
lék með Nettelstedt og
Lemgo um Sigurð.