Morgunblaðið - 22.11.1992, Síða 39
MokGUNBLAÐBD IÞROTTIR !
Wf'
39
þeim til að bæta, eða kalla leikmenn
á séræfmgar. Ég hef stundum farið
austur fyrir fjall tvisvar á dag — til
að vera með séræfingar fyrir leik-
menn í hádeginu og allt liðið síðan
á æfingu um kvöldið. Þetta væri
allt auðveldara ef maður væri á
staðnum."
- Er ekki þreytandi að vera einn-
ig aðstoðarlandsliðsþjálfari?
„Það tekur sinn toll og ég hef
fengið lítið frí frá handknattleiknum
undanfarin ár. Maður er bundinn
handknattleik allt árið. Ég náði að
taka mér frí í tvær vikur í maí, en
síðan kom undirbúningurinn fyrir
Ólympíuleikana. Ég get ekki neitað
því að ég kom þreyttur heim frá
Barcelona, en það var litla hvíld að
fá eftir keppnina þar, því að ég fór
strax á fulla ferð að undirbúa Sel-
fossliðið fyrir keppnistímabilið. Jú,
það er ipjög erfitt að vera bæði með
félagslið og landslið og það kemur
að því að maður verður að skoða
hug sinn.“
Hörð keppni framundan
Nýja fyrirkomulagið í baráttunni
um Islandsmeistaratitilinn heppn-
aðist mjög vel sl. keppnistímabil og
þá sérstaklega úrslitaleikir FH og
Selfoss, en húsfyllir var á leikjum
liðanna. Einar Þorvarðarson sagði
að fyrirkomulagið hafi verið mikil
lyftistöng fyrir handknattleikinn á
Islandi. Það eru margir leikmenn
sem vildu standa í sömu sporum og
við og FH-ingar. Keppnin í 1. deild-
inni í ár er jafnari en sl. keppnistíma-
bil, sem segir að úrslitakeppnin á
eftir að verða geysilega tvísýn og
spennandi."
- Þið ætlið ykkur að sjálfsögðu
alla leið eins og sl. keppnistímabil?
„Það var mikill sigur fyrir okkur
að leika til úrslita síðast og strákam-
ir eru ákveðnir að leggja hart að sér
til að endurtaka leikinn. Við höfum
fengið frábæran stuðning á Selfossi
— frá áhorfendum og bæjarbúum.
Það hjálpar til.“
- Verður þú með í úrslitakeppn-
inni?
„Það er erfitt að segja. Ég hef
alltaf ætlað mér að einbeita mér ein-
göngu að þjálfun. Það er mjög erfitt
fyrir þjálfara að vera markvörður,
því að maður getur misst einbeiting-
una í hita leiksins. Það er langt síð-
an ég lék síðast, en því er ekki
hægt að neita að ég er enn á leik-
skýrslu í leikjum okkar," sagði Einar
Þorvarðarson, sem er greinilega til-
búinn í slaginn ef með þarf.
Einar Gunnar minnir
mig á Frank Wahl
„Einar Gunnar Sigurðsson er orðinn
geysilega öflugur — hreint „náttúru-
tröll." Hann er mjög skotfastur og er
greinilega ákveðinn í að gefa Sigurði
Sveinssyni ekkert eftir. Einar Gunnar
getur skotið knettinum með 130 kíló-
metra hraða og í leik gegn FH á dögun-
um átti besti markvörður landsins,
Bergsveinn Bergsveinsson, ekki mögu-
leika að veija skot hans. Éinar Gunnar
minnir mig óneitanlega á Þjóðveijann
Frank Wahl, sem var einn skotfastasti
leikmaður heims.“
Einar Guðmundsson, leikstjómandi, á fullri ferð að vamarvegg Framara ■
ar Sveinssonar. Markviss og ógnandi hreyfing og snögg sending til hliðar.
Morgunblaðið/Kristinn
og sendir knöttinn eldsnöggt til Sigurð-
I A
Mli
auisMiMa
Einar Þorvarðarson
Sigurður Sveinsson
Gísli Felix Bjarnason
Jón Þórir Jónsson
Sigurjón Bjarnason
Oliver Pálmason
Einar Guðmundsson er ieikstjóm-
andi Selfossliðsins og hefur
hann skilað því hlutverki mjög vel.
Það em ekki mörg ár síðan að Ein-
ar var aðalskytta liðsins og marka-
kóngur ár eftir ár, en nú leikur
hann á milli stórskyttanna Einars
Gunnars Sigurðssonar og Sigurðar
Sveinssonar. Em það ekki von-
brigði fyrir hann að vera ekki leng-
ur í stórskyttuhlutverjdnu?
„Nei, ekki get ég sagt það. Ég
hef fengið nýtt hlutverk og. það er
skemmtilegt að leika Einar Gunnar
og Sigurð uppi, en þeir vilja skjóta
mikið og fast. Maður verður einnig
að dempa þá niður til að knötturinn
fái að ganga.“
LAUGAnVATN
Hermundur Sigurmunds.
Páll Gíslason
Einar Guðmundsson
Davíð Ketilsson
Leikmenn á fullrí ferð
Einar, sem hefur mjög næmt
auga fyrir leikfléttum, er lykilmað-
ur í Selfossliðinu þó að hann hafi
oft viljað falla í skugga Einars
Gunnars og Sigurðar. Það vakti
mikla athygli í úrslitabaráttunni
gegn FH að hann var jafnvígur á
báðar hendur og skoraði mörk utan
af velli bæði með hægri og vinstri.
Æfði hann og þjálfaði vinstrihand-
arskot sérstaklega fyrir úrslita-
keppnina?
„Nei, ég hafði skorað mörg mörk
með vinstri hendinni áður, en það
tók bara enginn eftir því. Ég fór
að æfa vinstrihandarskot þegar ég
lék með BK Söder í Svíþjóð 1988,
þar sem ég lærði mikið. Strákamir
í liðinu æfðu mikið ýmsar brellur,
eins og að skjóta með vinstri hendi
og gera ýmsa boltasnúninga."
Selfyssingar hafa sýnt mikla bar-
áttu í leikjum sínum. Þolið þið elcki
að tapa?
„Það sættir sig enginn við tap.
Við emm ákveðnir að gera betur
en síðastliðið keppnistímabil og
tryggja okkur Evrópusæti. Það er
bijálað keppnisskap í liðinu, eins
og kom fram í leiknum gegn FH á
dögunum þegar við náðum að
tryggja okkur sigur undir lokin. Það
var erfiður leikur, en æfingar hjá
okkur em oft miklu erfiðari. Leik-
menn leggja mikið á sig og þegar
skipt er í tvö lið á æfingum er tek-
ið hraustlega á. Það þolir enginn
að tapa og er þjálfarinn Einar Þor-
varðarson þar fremstur í flokki.
Eftir þannig æfingar er maður
hreinlega búinn og að niðurlotum
kominn. Þessi hamagangur á æf-
ingum hefur skilað sér í leikjum,"
sagði Einar Guðmundsson.
Fimm hafa leikið
í útlöndum
Þó svo Selfossliðið sé ungt
hafa nokkrir leikmenn liðsins
reynslu af því að leika með
erlendum félagsliðum. Sig-
urður Sveinsson, aldursforset-
inn, lék með Olympia í Sví-
þjóð, þýsku liðunum Nett-
elstedt og Lemgo og spánska
liðinu Atletico Madrid. Einar
Þorvarðarsson, þjálfari, lék
með Tres de Mayo á Spáni,
Gísli Felix Bjamason með
Ribe í Danmörku, Einar Guð-
mundsson með BK Söder í
Svíþjóð og Hermundur Sig-
mundsson með félagsliðum í
Noregi.
Setfyssingar leika nátlúrubolta
Selfoss er spútniklið sem hefur
skotist fram í sviðsljósið á
tveimur ámm. Árangurinn er
vegna markvissrar uppbyggingar
Selfyssinga, en sú uppbygging
byijaði með sterkum árgangi
ungra leikmanna og síðan hefur
sá hópur styrkts jafnt og þétt.
Stóra skrefið var svo stigið þegar
Selfyssingar fengu Sigurð Sveins-
son til iiðs við sig. Hann er leik-
maður sem lyftir hvaða félagsliði
sem er um tvö til fjögur sæti eins
og hann leikur og leikurinn þró-
ast í kringum hann,“ sagði Jóhann
Ingi Gunnarsson, þjálfari Hauka
og fyrrnrn landsliðsþjálfari, þegar
hann var beðinn að segja álit sitt
á liði Selfyssinga.
„Margir töldu það tilviljun að
Selfoss lék til úrslita gegn FH um
íslandsmeistaratitilinn síðastliðið
keppnistímabil, en nú hefur komið
í ljós að svo var ekki. Selfyssing-
ar hafa eignast eitt besta félagsl-
ið landsins; lið sem lagði meistar-
alið FH að velli í Hafnarfirði á
dögunum og tók stig af Valsliðinu
að Hlíðarenda. Leikmenn liðsins
hafa i vetur komið reynslunni rik-
ari frá úrslitaviðureigninni við FH
og ljóst er að þeir hafa þroskast
og styrkst. Ekki hefur það
skemmt fyrir að yngri leikmenn
liðsins hafa verið kallaðir í landsl-
iðshópinn þar sem þeir hafa feng-
ið reynslu og kynnst alþjóðlegum
handknattleik.
Selfossliðið hefur á að skipa
mjög góðum einstaklingum, sem
leika fjölbreyttan handknattleik —
hraðan, sem byggist upp á því
að ná þvf besta út úr leikmönnum
sem einstaklingum. Þetta er svo-
kallaður „náttúrubolti" þar sem
leikmenn leika ekki eftir fastmót-
uðum leikkerfum, heldur „með
lijartanu“. Sem betur fer hefur
þessi þróun aukist í íslenskum
handknattleik, að leikmenn bijót-
ist út úr kerfisboltanum og fái
að njóta sín sem einstaklingar.
Selfoss er fyrst og fremst sókn-
arlið, en til að styrkja liðið enn
meira mætti vamarleikurinn vera
sterkari. Það hefur oft loðað við
íslenskan handknattleik að þau lið
sem leika góðan sóknarleik hafa
ekki leikið nægilega góðan vam-
arleik. Mesta púðrið fer i sókna-
raðgerðir.
Það er stórkostlegt að sjá
hvemig Sigurður Sveinsson hefur
náð að aðlagast liðinu og liðið
Sigurði. Það er hreint ótrúlegt að
sjá hvernig Sigurður getur komið
sér í æfingu með leikjum — leik-
gleði hans virðist verða meiri og
meiri með hveijum leik. Ég tel á
ekkert lið hallað þegar ég segi
að Selfossliðið sé besta félagslið
íslands ( dag og það lið sem
skemmtir áhorfendum best með
leik sínum. Selfyssingar leika
handknattleik sem áhorfendur
kunna að meta. Leikmenn liðsins
eru óhræddir við það sem þeir eru
að fást við hveiju sinni og það
er styrkur.
Fyrir utan liðið sjálft er öll
umgjörðin kringum það til fyrir-
myndar og sú umgjörð hefur orð-
ið til að styrkja liðið. Selfyssingar
hafa eignast sterkan heimavöll.
Þegar er rætt um árangur Sel-
fossliðsins má ekki gleyma þætti
Einars Þorvarðarsonar, þjálfara
liðsins. Einar hefur gefið liðinu
góðan stimpil með reynslu sinni
og ekki 8kemmir það að hann
starfar með landsliðinu sem að-
stoðarþjálfari Þorbergs Aðal-
steinssonar, landsliðsþjálfara,“
sagði Jóhann Ingi Gunnarsson.
■ STUÐNINGSMENN Selfoss-
liðsins eru geysilega öflugir. Þegar
Selfoss og FH léku til úrslita um
meistaratitilinn sl. keppnistímabil
komu stuðningsmenn liðsins saman
tveimur tímum fyrir leik til að æfa
söng undir stjórn rakarans Ævars
Österby.
■ ÞEGAR Selfossliðið leikur á
útivöllum koma tólf trommuleikarar
með liðinu frá Selfossi — til að gefa
taktinn.
■ MIKIL spennaer á áhorfenda-
pöllunum þegar Selfoss leikur á
heimavelli og bergmálar hávaðinn
frá íþróttahúsinu út í bæ.
■ GÁRUNGARNIR á Selfossi
segja að það eigi að setja’ stórt skilti
utan á íþróttahúsið þegar leikir fara
þar fram, sem á stendur; Háspenna,
lífahaattnl
■ SELFYSSINGAR eru einnig í
sviðsljósinu í norskum handknatt-
leik, þar sem bræðurnir Þórir og
Grímur Hergeirssynir eru í her-
búðum 1. deildarliðsins Elverun.
Þórir er þjálfari og Grímur leik-
maður. Þórir þjálfaði marga leik-
menn Selfoss í yngri flokkunum
áður en hann hélt til Noregs.
■ FYRIR utan Sigurð Sveinsson
hafa þrír ungir leikmenn Selfoss-
liðsins leikið með landsliðinu und-
anfarin ár. Bræðurnir Gústaf og
Sigurjón Bjamasynir og Einar
Gunnar Sigurðsson, sem eiga það
allir sameiginlegt að hafa byijað
landsleikjaferil sinn í sigurleik.
■ EINAR Gunnar 1990 gegn
Tékkóslóvakíu, Gústaf 1991 gegn
Litháen og Sigurjón gegn Egypta-
landi á dögunum.
■ EINN landsliðsmaður frá Ak-
ureyri, sem er leikmaður með Þór,
fær að æfa með Seifyssingum. Það
er Sigurpáll Ami Aðalsteinsson,
sem stundar nám við íþróttakennar-
skólann að Laugarvatni. Hann byij-
aði að æfa með liðinu strax eftir að
Selfoss hafði leikið gegn Þór á
Akureyri.
■ SIGURPÁLL Árni varð fyrir
því óhappi á fyrstu æfingu sinni á
Selfossi, að hann fór af henni á
sjúkrahús — fékk högg á munninn.
H SELFYSSINGAR eru ánægðir
með að nemendur við íþróttakenn-
araskólann að Laugarvatni hafa skil-
að sér til þeirra. Það eru þeir Her-
mundur Sigmundsson, sem reynd-
ar er kennari þar, Davíð Ketílsson
og Páll Gíslason.
■ EINAR Guðmundsson, sem
einnig stundar nám í íþróttakenn-
araskólanum, hefur tvisvar verið
skorinn upp fyrir meiðslum í báðum
hnjám en ekkert látið það á sig fá.
■ FJÓRIR kunnir handknattleiks-
menn þjálfuðu á Selfossi áður en
Einar Þorvarðarson kom þangað.
Steindór Gunnarsson, Val, Helgi
Ragnarsson, FH, Guðmundur
Magnússon, FH og Björgvin
Björgvinsson, Fram/Víkingi, en
hann kom Selfossi í 1. deild.
■ SELFYSSINGAR voru með
danska vinstrihandarskyttu undir
smásjánni áður en Sigurður Sveins-
son ákvað að leika með þeim.