Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3& JANÚAR 1993
Á fáki fráum
Afmælisblað í bókarformi
Bækur
Valdimar Kristinsson
Síðasti áfanginn í afmælishaldi
hestamannafélagsins Fáks á síð-
asta ári í tilefni sjötugsafmælisins
var útgáfa afmælisrits sem kallast
„Á fáki fráum“. Ritið mun víst
kallast bók þar sem það eða hún
er innbundin í harða kápu en
þegar henni er flett er hún líkust
Margrét Birgisdóttir með eina mynd sina.
Formanir landsins
Myndlist
Bragi Asgeirsson
í Listhúsinu Úmbru, Amt-
mannsstíg 1, sýnir fram til 3. febr-
úar Margrét Birgisdóttir 11 litlar
myndir, sem flestar eru unnar í
blandaðri tækni en nokkur í æt-
ingu/þurmál.
Margrét útskrifaðist úr grafík-
deild MHÍ 1985, og er þetta fyrsta
einkasýning hennar, en hún hefur
tekið þátt í ýmsum samsýningum
heima og erlendis.
Það hefur færst í vöxt á undan-
fömum ámm að ungt fólk leiti tii
náttúmfyrirbæra i listsköpun
sinni og þá einkum einfaldra lína
i annars stórbrotnu landslagi.
Smáatriðin em þurrkuð út og ein-
ungis nakið landið hlykkjast um
myndflötinn, en einnig ís- og
joklaformanir að ógleymdum foss-
unum. Áhrifin markast þá helst
af yfirstærðum myndverkanna,
en miklar stærðir em í móð í
núlistaheiminum.
Og stundum er mjög hressilega
gengið til verks og mikil umbrot
og átök merkjanleg.
Margét Birgisdóttir vinnur hins
vegar á mjög einfaldan hátt í litl-
um stærðum, svo að hún notar
ekki yfirstærðirnar né sjónrænar
blekkingar til að ná fram áhrifum.
Hér er mikið látleysi og helst til
um of, því að maður saknar ein-
hvem veginn ungæðislegs metn-
aðar og áræðis. Ekki er ég á neinn
hátt að biðja um stærri myndir,
heldur átök svo sem helst kemur
fram í myndinni „Svartur jökull"
(8), sem er unnin í ætingu/þurr-
nál og sækir fram styrk sinn í
dýpt og áhrifamátt. Meginveigur-
inn gengur út á að tengja ferlið
innri lífæðum myndflatarins, en
að öðru leyti em myndverkin á
sýningunni sndturlega útfærð, en
það er einfaldlega ekki nóg. List-
aspírur eiga síður að leita að
þægilegum lausnum, en að taka
áhættu og vera í hvers konar
þreifíngum, þó viðkomandi kunni
fyrir vikið að kallast ósamstæðir.
Ungt fólk á einfaldlega að þora
að vinna samkvæmt eigin sann-
færingu og það er fyrir mestu.
Hvað blandaða tsekni áhrærir
sker myndin „Saman — í fjar-
lægð“ (1) sig úr fyrir umbúðalaus
og ábúðarmikil vinnubrögð.
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri
KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL, löggiltur fasteignasali
Nýtt á söluskrá meðal annarra eigna:
í tvíbýlishúsi við Karfavog
3ja herb. lítil niðurgr. íb. um 80 fm. Sólrík. Glæsilegur trjágarður.
40 ára húsnæðislán kr. 3,5 millj.
Steinhús við Skriðustekk
Ein hæð, 130 fm. Bílskúr um 30 fm. Vel meðfarið. Stór ræktuð lóð.
Gott verð.
Við Stóragerði - góð lán
4ra herb. íbúð um 100 fm á 1. hæð í vesturenda. Nýleg eldhúsinnr.
Sérhiti. Tvennar svalir. Góð sameign. Útsýni.
Glæsilegt endaraðhús - eignaskipti
Ný endurbyggt raðhús, 160 fm að grunnfl., auk kjallara. Sérbyggður
bílskúr. Húsið er í syðstu röð i Fellahverfi. Eignaskipti möguleg.
Nýtt glæsilegt einbýlishús
við Þingás með 6 herb. rúmg. íbúð á tveimur hæðum. Innb. bílskúr i
kjallara með góðu verkstæðisrými. Nettó grunnflötur alls 226 fm. Hús-
ið er íbúðarhæft, ekki fullgert. Mikil og góð lán fylgja.
í gamla góða vesturbænum
Lítil vel skipulögð 3ja herb. íbúð við Hofsvallagötu. Föndurherb. og
geymsla í kj. Nýtt parket á gólfum.
Daglega leita til okkar
fjársterkir kaupendur m. margskonar óskir um fasteignaviðskipti.
Sérstaklega óskast góð hæð við Safamýri, Stóragerði og nágr.
Ennfremur góð 4ra-5 herb. íbúð við Álftamýri eða nágr.
• • •
Opiðídag kl. 10-16.
Margskonar eignask. mögul.
Almenna fasteignasalan sf.
varstofnuð 12.JÚIÍ1944.
ALMENNA
FASTEIGHASALAW
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
tímariti eða blaði því mikið er af
auglýsingum og uppsetning efnis
er með þeim hætti.
Vera kann að einhveijum þyki
þessi samsetning furðuleg þegar
gefíð er út virðulegt afmælisrit. Að
sjálfsögðu er tilgangur auglýsing-
anna fyrst og fremst að fjármagna
útgáfuna en ekki er víst að allir
geri sér grein fyrir því að seinna
meir verða auglýsingarnar skemmti-
legar heimildir um tíðarandann og
ýmsa hluti sem hestamenn notuðu
á árinu 1992. Heidur eru auglýsing-
amar hvimleiðar en ekki er hægt
að horfa framhjá því að þær geta
verið nauðsynlegar peninganna
vegna og svo hafa þær heimildagildi
þegar fram í sækir eins og áður var
getið.
Eins og lög gera ráð fyrir er stikl-
að á sögu félagsins, ýmsum viðburð-
um í sögu þess, stuttar greinar eða
frásagnir eftir nokkra af formönnum
félagsins. Þá er rakin saga íþrótta-
deildar Fáks og birtar myndir af
öllum stjórnarmönnum Fáks og
íþróttadeildar. í ritinu má fínna
margan fróðleikinn um framsókn
hestamennskunnar í höfuðborginni
sem á fullt erindi við hestamenn og
sér í lagi þá af yngri kynslóðinni eða
eru til þess að gera nýbyijaðir að
stunda hestamennsku. Ritið er ríku-
lega skreytt myndum og eru margar
þeirra prýðilegar og þá sérstaklega
þessar eldri. Ritstjóri er Valdimar
H. Jóhannesson.
Brag-i Ásgeirsson gestur Listhússins
í Listhúsinu í Laugardal verður opnuð í dag, laugardag klukkan 14,
sýning á 11 málverkum eftir gest Listhússins, sem er Bragi Ásgeirs-
son. Átta málverkanna eru nýkomin frá Japan, þar sem þau voru á
listkynningu í Osaka og Tokyo. „Svo bæti ég við fjórum málverkum
af dansandi fólki,“ sagði Bragi við Morgunblaðið og á myndinni er
Bragi einmitt að hengja upp eina slíka í Listhúsinu.
ÉDndMináD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
Ég er ekki alveg búinn að
gleyma beygingafræðinni. En
frá henni hljóp ég í miðjum klíð-
um fyrir löngu, var með V. flokk
sterkra nafnorða, Oreglulega
beygingu. Ég var kominn að
orðunum mað(u)r, vet(u)r og
nagl (nögl).
I orðinu maður er ð-hljóðið
merkilegast, hvort sem við mið-
um við aukaföllin í íslensku eða
nefnifallið í skyldustum tungu-
málum, svo sem dönsku, ensku
og þýsku. Gömul beyging orðs-
ins hefur haldist vel: maðr -
mann - manni - manns; menn
- menn - mönnum - manna.
í nefnifalli eint. höfum við skot-
ið inn u-hljóði til þess að auð-
velda framburð, enda er það
afar algeng breyting. En af
hverju ð-ið? Því veldur nefni-
falls-r-ið sem ekki er í hinum
föllunum. Hugsum okkur gömlu
myndina mannr. Hún breyttist
í maðr, því að ð-ið líkist r-i
meira en tvöfalt (langt) n. En
breytingin varð ekki algjör, ekki
mannr > *marr. Svipað átti
sér stað í fjölda annarra orða,
en það flækir málið, að breyting-
in gekk tii baka í mörgum þeirra.
Sjáum dæmi af því: sannr >
saðr > sannur; munnr >
muðr > munnur. Kunnur (ekki
,,kuður“) var þó Ólafur muður;
Finnr > Fiðr > Finnur. Má
þar heppilegt kallast að nafnið
breyttist ekki í *Fiður. En
stundum gekk áhrifsbreytingin
ekki til baka. Sunnr > suðr >
suður (af sunna=sól); minnr >
miðr > miður.
Áhrifsbreytingar gátu komið
öðru til leiðar en nú var skýil
frá. Þannig er til fleirtölumyndin
meðr í fornu máli, þar sem við
segjum menn.
Hrís það ið mæra
er meðr Myrkvið kalia,
trúi ég standi í Atlakviðu.
Og áhrifsbreytingarnar eru
ekki búnar í sambandi við mann-
inn. Þar sem fleirtalan er menn,
en ekki mennir, eins og mörg
börn segja eðlilega, ætti orð-
myndin með greini að vera
menninir (sbr. hinir góðu
menn, ekki *hirnir), og þannig
tala sumir Árnesingar, heyri ég.
En gestir er með greini gestirn-
ir o.s.frv., og fyrr en varir, hef-
ur r-ið troðið sér inn í fleirtöluna
af orðinu maður, og við segjum
mennirnir. Vel kann ég hins
vegar hinu, að heyra Ámesinga
segja menninir, sem auðvitað
er hárrétt.
Orðið vetur hefur viljað verða
breytilegt í fleirtölu. En beyging
sú, sem rétt kallast, er svo: vet-
ur - vetur - vetri - vetrar;
vetur - vetur - vetrum -
vetra. Mörgum hefur þótt
snubbótt að hafa eintölu og fleir-
tölu eins í nefnifalli og búið til
fleirtöluna vetrar, þolf. vetra.
Grímur Thomsen leyfði sér að
yrkja:
Áin hljóp, sem oft til ber
eftir milda vetra.
(Sveinn Pálsson og Kópur, 2.)
En ætli við leyfum okkur það
sem stórskáldin leyfa sér? Eða
hvað. Fréttamaður á Stöð 2 tók
enga beygingaráhættu og sagði
bara: „... í ríki vetur konungs"!
Og þá er það nagl (á fingri
eða tá). Það var karlkyns og
beygðist eins og maður, nema
endinguna vantaði: nagl - nagl
- nagli - nagls; negl - negl
- nöglum - nagla. Lítið eimir'
eftir af þessari bráðskemmtilegu
beygingu, nema kannski í sam-
setningum eins og naglsrót.
Orðið hefur breytt um kyn og
mynd og beygist nú sem tönn.
Kemur að því síðar, og látum
þetta nægja um beygingafræði
í bili.
Þá er hér önnur grein úr
Málfregnum, sjá síðasta þátt:
„Spurning: Þegar menn þykj-
ast sjá erfiðleika fram undan er
ýmist sagt að (mörg) ljón séu
„á“ veginum eða „í“ veginum.
Hvort er réttara?
Svar: Ljónin eru á veginum
(en ekki í honum).
677. þáttur
Fljótt á litið kann að þykja
einkennilegt að íslendingar skuli
sjá fyrir sér ljón á vegi, þegar
vandi er fyrir höndum, þjóð sem
hefir aldrei haft neitt af ljónum
að segja. En það er með þetta
eins og ýmislegt annað sem náð
hefir fótfestu í íslensku, þótt
upptök eigi í fjarlægum iöndum,
að það er komið úr Biblíunni.
Gunnlaugur Ingólfsson orða-
bókarritstjóri gerði mér þann
greiða að hyggja að dæmum
Orðabókar Háskólans um ljón
og veg. Elsta dæmi sem þar
hefír komist á skrá er úr máls-
háttasafni sr. Guðmundar Jóns-
sonar, sem út kom 1830, og er
þannig: „Letinginn segir: ljón
er þar á veginum". Næsta dæmi
er úr Viðeyjarbiblíu (1841). Þar
stendur í Orðskviðunum (26,13):
„Sá lati segir: þar er grenjandi
(ljón) á veginum, ljón á strætun-
um“. Ég tel víst að í Orðskviðum
Salómons sé upptökin að fínna.
Gunnlaugur bætir því við að um
þetta orðalag séu fleiri dæmi í
blöðum og tímaritum á 19. öld
og þar einatt talað um „ljón á
veginum“. Frá þessari öld eru
fá dæmi í safni Orðabókarinnar
og ekkert þeirra með forsetning-
unni „í“.
Við segjum stundum að eitt-
hvað sé eða standi „f vegi“ fyrir
einhvetju. Og höfum það orðalag
eflaust úr dönsku (t.d. hvad er
der i vejen? stá en i vejerí). Lík-
legast er að það leiti inn í orðtak-
ið sem um er spurt.“
★
í síðasta þætti misfórst nafn,
Snorradóttir varð „Smáradótt-
ir“. Beðist er velvirðingar á
þessu.
★
Steindór Steindórsson frá
Hlöðum kvað níræður á daglegri
göngu sinni í des. 1992 (sam-
henda):
Nú er hríðarhragiandi,
hörkufrost og sveljandi;
gott er ekki gangandi
gomium, illa sjáandi.