Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993
MORGUNBLAÖÍÐ - LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993
25
fllwgt Útgefandi Árvakur h.f., Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Sóknarfæri í fiskeldi
Saga laxeldis hér á landi er
í raun heldur döpur. Millj-
örðum króna hefur á rúmum
áratug verið varið til uppbygg-
ingar og rekstrar á fjölmörg-
um eldisstöðvum og niðurstað-
an er fjöldi gjaldþrota og millj-
arða tap opinberra lánasjóða
og banka. Framleiðsla er í al-
gjöru lágmarki og eru nokkrar
stöðvar nú á nokkurs konar
opinberu framfæri til að varð-
veita þá þekkingu og reynslu,
sem fengizt hefur. Það má svo
sannarlega segja í þessu til-
efni, „að ekki eru allir pening-
ar til fjár“.
Sú saga er nú að baki og
sóknarfærin eru framundan.
Þekking og reynsla er fyrir
hendi, fasteignir og búnaður
er enn til og markaðssetning
er möguleg. I sérblaði Morgun-
blaðsins um sjávarútveg, Úr
verinu, var fyrir skömmu skýrt
frá því, að Norðmenn hafí á
síðasta ári selt eldislax úr landi
fyrir um 55 milljarða króna,
samtals um 170.000 tonn.
Þetta er bezta árið í norsku
laxeldi frá upphafí, en fram-
leiðsla Norðmanna hefur á
undanförnum árum verið um
150.000 tonn eftir að hún
komst á skrið. Ýmis áföll hafa
dunið á norsku laxeldi, en það
hefur herzt í hverri eldraun,
hvort sem hún hefur falizt í
erfíðleikum á mörkuðum sam-
fara rekstrarvanda, eða físki-
sjúkdómum. Laxeldið er nú
einn stærsti einstaki þátturinn
í útflutningi fískafurða frá
Noregi og veitir það miklum
fjölda fólks atvinnu. Norð-
mönnum hefur þarna tekizt
það, sem ekki hefur tekizt hér
á landi, að gera fískeldí að
arðbærri atvinnugrein og mik-
ilvægri gjaldeyrisöflun. 55
milljarðar króna er mikil upp-
hæð, meðal annars í ljósi þess,
að verðmæti útfluttra sjávar-
afurða héðan frá íslandi á
nýliðnu ári var rúmir 70 millj-
arðar króna.
Fiskeldi í Færeyjum er líka
vaxandi og eru Færeyingar
komnir mun lengra en við hvað
það varðar. Þeir ala meira og
flytja meira utan en við og er
fiskeldið að verða stór þáttur
í útflutningi fískafurða frá
Færeyjum. Fiskeldi er einnig
mikið í Skotlandi og Kanada
og Chile er orðinn stór fram-
leiðandi.
Hér er öldudalnum nú náð
og hljóta menn að hugsa fram
á veginn með sókn í huga í
ljósi árangurs nágranna okkar
í norðri. Við höfum vonandi
lært af reynslunni, en alla
stefnumótun vantaði. Forrann-
sóknir voru í lágmarki enda
litlu sem engu fé varið til
þeirra og stærstu fískeldis-
stöðvar Evrópu hrundu eins
og spilaborgir, nánast ekkert
stóð eftir nema tapið.
Segja má að fiskeldi á ís-
landi sé nú á byrjunarstigi á
ný. Eftir standa nokkrar stöðv-
ar, sem fikra sig áfram í rétta
átt. Þær vinna þá bug á erfið-
leikunum og miðla síðan þekk-
ingu og reynslu til hinna, sem
kunna að vilja hefja laxeldi
síðar meir. Þá verður að
byggja á staðreyndum, en ekki
óskhyggju, og líklega verður
eitthvað af áhættufé að koma
til. Fiskeldi Eyjaíjarðar er fyr-
irtæki, sem menn mættu taka
til fyrirmyndar, en þar hafa
menn farið sér hægt og unnið
áfangasigra sína með þolin-
mæði í stað stóryrða og óraun-
hæfrar uppbyggingar. Fiskeldi
Eyjaíjarðar hefur náð nokkr-
um áfangasigrum í eldi á lúðu
og góðum árangri í steinbíts-
eldi. Ljóst er að vaxtarbroddur
fískeldis í framtíðinni verður
eldi á ýmsum sjávarfískum og
brátt verður vonandi hægt að
byggja á reynslu og þekkingu
Eyfírðinga. Norðmenn og
Danir hafa náð árangri á þessu
sviði og hugsanlega verður
framtíðin meðal annars fólgin
í því að sleppa þorskseiðum í
miklum mæli í eins konar haf-
beit. Menn mega ekki leggja
árar í bát, heldur fínna leiðir
til að nýta þá þekkingu og þau
mannvirki, sem fyrir hendi eru.
Markaðssetning afurðanna
hefur gengið vel. Hátt verð
hefur fengizt fyrir laxinn,
einkum þó hafbeitarlax í Evr-
ópu, og vel gengur að selja
reyktan lax í Bandaríkjunum.
Við höfum yfír að ráða ein-
hveijum öflugustu físksölu-
samtökum á Norðurlöndunum
og vel hefur verið staðið að
sölumálum, bæði af þeirra
hálfu og annarra smærri út-
flytjenda. íslenzkar sjávaraf-
urðir hafa mjög gott orð á sér
og liðkar sú staðreynd fyrir
sÖlu á afurðum af eldisfíski.
Möguleikarnir í fiskeldi eru
fyrir hendi, það sjáum við af
55 milljarða gjaldeyristekjum
Norðmanna. Fiskeldið gæti
orðið að stóriðju, ef marka má
reynslu Norðmanna, sem ekki
hafa gefízt upp eins og við
höfum gert. Tækifærin heima
fyrir virðast oft gleymast. Það
er ábyrgðarhluti verði þessir
möguleikar ekki nýttir eða
þeim klúðrað á nýjan leik.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
Einn risi eða
margir dvergar
BREYTING Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda (SÍF)
yfir í hlutafélagsform, sem ákveðin var síðastliðinn þriðju-
dag, hefur hleypt af stokkunum umræðu um félagsskipulag
hagsmunasamtaka og sölusamtaka innan sjávarútvegsins.
Þannig fór ítarleg umræða fram um það á stjórnarfundi
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna nú á miðvikudag og
fimmtudag, sem haldinn var á Hótel Örk í Hveragerði, hvort
ekki væri tímabært að SH hyrfí frá samvinnufélagsforminu
yfír í hlutafélagsformið, þótt málið væri engan veginn útklj-
áð á þeim fundi. A fundinum kom fram að fylgi við slíkar
breytingar hefur aukist, eins og Jón Ingvarsson, sljórnarfor-
maður SH greindi frá hér í blaðinu í gær. íslenskar sjávaraf-
urðir hf. hafa eins og kunnugt er verið hlutafélag, frá því
að endurskipulagning og uppstokkun fór fram hjá Sambandi
Ekki er eining innan stjórnar
SHum að breyta Sölumiðstöðinni í
hlutafélag, samkvæmt mínum upp-
lýsingum. Á fundi stjórnarinnar nú
í vikunni mun það hafa komið fram
að stjómarmennimir Jón Páll Hall-
dórsson, ísafírði, Rakel Ólsen,
Stykkishólmi og Pétur Þorsteins-
son, Tálknafirði eru slíkri breytingu
mjög andvígir. Stjómarmennimir
Finnbogi Jónsson, Neskaupstað,
Sighvatur Bjamason, Vestmanna-
eyjum, Brynjólfur Bjamason,
Granda hf. Reykjavík, Einar Oddur
Kristjánsson, Flateyri, og Haraldur
Sturlaugsson, Akranesi munu
skipulagsbreytingunni hlynntir,
þótt umræðan sé enn á því stigi,
að menn hafa ekki gert endanlega
upp hug sinn. Sumir þessara stjórn-
armanna munu eindregið vilja slíka
breytingu, en aðrir em „hálfvolgir",
eins og einn stjómarmaður orðaði
það.
Óljóst er um afstöðu Lárasar
Ægis Guðmundssonar, Skaga-
strönd, Malsteins Jónssonar, Eski-
fírði, Ólafs Baldurs Ólafs'sonar,
Sandgerði og Svavars Magnússon-
ar, Ölafsfirði. Gunnar Ragnars,
Akureyri mun ekki áfjáður í að
hrinda slíkri breytingu í fram-
kvæmd og reynist hann vera henni
ákveðið andsnúinn, er talið að mál-
inu seinki til muna, þar sem ÚA
er stærsti einstaki eigandi Sölumið-
stöðvarinnar, með tæplega 10%
eignarhlut.
Jón Ingvarsson, stjórnarformað-
ur SH mun hafa greint frá þeirri
skoðun sinni á stjómarfundinum í
Hveragerði í vikunni, að hann teldi
að slík breyting yrði ákveðin fyrr
eða síðar. Hann er hins vegar í
þeirri stöðu, sem formaður SH,-að
verða að reyna að ná fram sem
víðtækastri samstöðu um það fram-
tíðarfyrirkomulag sem ákveðið
verður, að hann hefur ekki reynt,
samkvæmt mínum upplýsingum, að
knýja fram neina niðurstöðu í mál-
inu. Enda mun samstaða um það,
innan stjómar SH að hvað svo sem
ákveðið verður, þá ætli öll stjómin
að standa sameiginlega að þeirri
ákvörðun.
Kaupfélagsformið úrelt
Þeir sem hvað hlynntastir eru því
innan SH að Sölumiðstöðinni verði
breytt í hlutafélag, benda á að
íslenskra samvinnufélaga og einstökum deildum SÍS var
breytt í hlutafélög. Nú mun vera í undirbúningi að afnema
allar hömlur á viðskiptum með hlutabréf í ísienskum sjávaraf-
urðum, sem felur það í sér að hlutabréfin verða væntanlega
á markaði innan tíðar. Því kann á næstunni að vera komin
upp ný og gjörbreytt staða hjá þessum þremur stærstu físk-
sölusamtökum íslendinga. Það er, að þau verði öll orðin að
hlutafélögum, og þá spyija framsýnir menn, hvort ekki hafi
þar með skapast grundvöllur fyrir nýju og breyttu grundvall-
arskipulagi físksölumála á erlendri grund og hvort ekki sé
tímabært að stofna ein stór og öflug sölusamtök úr þessum
þremur sölukerfum. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
hleypti þessari hugmynd þegar af stokkunum á aðalfundi
Samtaka fiskvinnslustöðva á Akureyri haustið 1991.
eigin sölusamtaka kynnu að þverra
til muna. Þeir telja að slík þróun
stríði gjörsamlega gegn því mark-
miði, sem fiskframleiðendur eigi að
hafa að leiðarljósi, þ.e. að sem styst
sé á milli framleiðenda og neytenda
á mörkuðum erlendis.
Nálægð framleiðenda
og neytenda
Gagnröksemd talsmanna breyt-
inganna við þessum sjónarmiðum
er á hinn bóginn sú, að hveijir sem
verða stórir eða smáir eigendur í
hlutafélagi um Sölumiðstöðina, eig-
endur með beina eða óbeina hags-
muni að baki eignarhluta sínum,
þá muni þeir ávallt kappkosta að
hafa samband við framleiðendur
sem nánast og beintengja þá við
markaði eftir megni, - því ella séu
sölusamtök sem þessi einskis virði.
Enginn einn stór eigandi myndi að
þeirra mati geta séð sér hag í því
að ráðast í einhveijar þær aðgerðir,
sem kynnu að rýra verðgildi fyrir-
tækisins og möguleika þess á að
færa út kvíarnar og skapa arð.
Benda þeir einnig á að þótt aðil-
ar gerðust hluthafar í Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna eftir að hún væri
orðin hlutafélag en væru ekki sjálf-
ir í fiskframleiðslu, heldur að leita
eftir fýsilegum fjárfestingarkosti,
þá væri slíkt einnig af hinu góða
fýrir sölusamtökin sem slík. Ein-
faldlega til þess að geta haldið uppi
öflugu sölu-, markaðs- og þróunar-
starfi, þyrfti mikla peninga, og það
gæti því verið slíku starfi til efling-
ar fremur en hitt, að breyta sölu-
samtökunum í almenningshlutafé-
lag, þar sem aflað yrði aukins hluta-
ijár með almennum hlutafjárútboð-
um. Þannig mætti ímynda sér að
hinir fjársterkari aðilar, sjóðir og
fyrirtæki vildu verða hluthafar í
slíkum sölusamtökum.
Þá er í framhaldi þessarar um-
ræðu, rætt um hvort ekki þurfi
markvisst að vinna að því að sam-
eina SH, SÍF og íslenskar sjávaraf-
urðir hf. í ein öflug sölusamtök, sem
væru þá með deildaskiptu formi.
Þau væru meira og minna með tvö-
falt eða jafnvel þrefalt söluskrif-
stofukerfí víða um heim og nær
væri að sameina og samhæfa starf-
semi þeirra. Viðmælendur mínir era
þó þeirrar skoðunar að þau sölu-
kerfi sem fyrirtækin þijú eru með
í Evrópu séu mjög vel nýtt og verk-
Ottast röskun á
valdahlutföllum
Þeir sem eru andvígir slíkri breyt-
ingu á félagsforminu óttast það
einnig að valdahlutföll innan SH
■Verða fisksölumál okkar íslendinga
stokkuð upp á næstunni, þannig að
hér rísi einn fisksölurisi?
■Eða brotna sölusamtökin upp í
margar örsmáar einingar?
■Eða er núverandi fyrirkomulag hið
ákjósanlega framtíðarfyrirkomulag?
hlutafélagsformið sé mun nútíma-
legra form, en samvinnufélags-
formið, en andstæðingar þess forms
lýsa því sem úreltu kaupfélaga-
skipulagi. „Ég held að nauðsynlegt
sé, til þess að halda uppi styrk sam-
takanna, að breyta SH í hlutafélag.
Þannig yrði inneignum eigenda í
sjóðum SH breytt í hlutafé og sam-
tökin sem slík væru sjálf tryggð.
Með úrsögnum væri ekki verið að
rýra eigið fé sjóða SH heldur myndu
hlutabréf einfaldlega ganga kaup-
um og sölum, en hlutaféð í fyrirtæk-
inu yrði alltaf það sama,“ sagði einn
stjómarmaður SH er ég ræddi við
hann í vikunni. Hann sagði að ef
svo héldi fram sem horfði, þá
myndu æ fleiri eigendur í SH líta
til þeirra fjárapphæða sem lægju
að baki eignarhluta þeirra í SH, og
í fíárþröng segðu þeir sig úr Sölu-
miðstöðinni, sem hefði það í för
með sér að greiða þyrfti þeim út
eignarhiuta þeirra á ákveðnum ára-
fjölda. Þannig yrði jafnt og þétt
gengið á sjóði SH sem gæti orðið
upphafíð að hrani fyrirtækisins, eða
að minnsta kosti myndi slíkt veikja
stórlega undirstöður þess sem
öflugs markaðs- og sölufyrirtækis.
Nú era ekki allir sammála því
að nauðsynlegt sé að breyta SH í
hlutafélag og þeir sem vilja óbreytt
félagsform benda á að núverandi
form hafí gagnast hagsmunaaðilum
ágætlega í gegnum tíðina. Það sem
meira er, ekki mun á dagskrá að
breyta SH í hlutafélag, nema allir,
eða a.m.k. þorri eigenda Sölumið-
stöðvarinnar sé því samþykkur.
komi til með að raskast veralega
frá því sem nú er, jafnframt því sem
heyrst hafa raddir í þá vera að stór
og sterk fyrirtæki komi til með að
kaupa hluta hinna á markaði, og
þar með að sölsa undir sig sölusam-
tökin sem slík.
Svo er að heyra sem þetta séu
sjónarmið ýmissa fiskframleiðenda
á landsbyggðinni, en þó síður en
svo allra. Þeir sem eru andvígir því
að breyta SH í hlutafélag virðast
einfaldlega óttast að áhrifa lands-
byggðarinnar, þar sem öll þessi
verðmætasköpun fer fram, yrðu
minni eftir slíka skipulagsbreyt-
ingu. Þeir nefna þá gjarnan að við
slíka breytingu, kvnni Reykjavíkur-
valdið að eflast enn frekar, á kostn-
að landsbyggðarinnar. Framleið-
endur úti á landi hafa gjarnan litið
á Sölumiðstöðina sem það fyrir-
tæki, þar sem þeir hefðu þó áhrif
og undirtök, í slqóli þess að þeir
ættu meirihlutann í fyrirtækinu.
Sem hlutafélag, þar sem hluta-
bréf gengju kaupum og sölu, það
er að segja ef um almenningshluta-
félag yrði að ræða, væri opnað fyr-
ir þann möguleika að fjársterkir
aðilar í Reykjavík, hvort sem um
fiskframleiðendur væri að ræða,
eða aðra sem ekki hefðu beinna
hagsmuna að gæta, sem eigendur
físksölusamtaka, en mikilla óbeinna
hagsmuna, kynnu að reyna að eign-
ast stóran hlut í fyrirtækinu, með
kaupum á hlutabréfum. í þeim efn-
um benda þeir á aðila eins og skipa-
félög, sem annast jú flutninga á
afurðunum, tryggingafélög og
hugsanlega lífeyrissjóði, sem kynnu
að sjá vænlegan fjárfestingakost í
slíkum hlutabréfakaupum.
Ef sú yrði þróunin, telja framleið-
endur margir hveijir af landsbyggð-
inni, að ítök þeirra og áhrif innan
svið þeirra skarist lítið sem ekkert.
Öðra máli gegni á hinn bóginn með
hið tvöfalda verksmiðju- og sölu-
kerfí í Bandaríkjunum hjá dóttur-
fyrirtækjum SH og íslenskum sjáv-
arafurðum; Coldwater og Iceland
Seafood. Flestir virðast þeirrar
skoðunar að annað fyrirtækið gæti
vel afkastað verkefnum beggja.
Stór og öflug sölusamtök gætu að
margra mati náð mun betri og
markvissari árangri í sölustarfinu,
fært út kvíarnar og aflað nýrri og
stærri markaða.
Engar fjárfúlgur myndu
sparast með sameiningu
Ekki er þar með sagt að fylgjend-
ur sameiningar íslenskra sjávaraf-
urða, SH og SÍF telji að hægt sé
að spara stórar fúlgur á sameining-
unni, þar sem menn séu að greiða
um og innan við 2% sölulaun til
samtakanna. Til þess að efla starf-
semi, markaðsrannsóknir og þróun-
arstarf, komist sölusamtök ekki af
með minni þóknun. Miklu fremur
virðast fylgjendur slíkrar samein-
ingar sjá fyrir sér öflugra, skipu-
lagðara og samhæfðara starf sem
fælist í deildaskiptum, stóram sölu-
samtökum.
Færeyjar ekki spennandi
fordæmi
Skiptar skoðanir eru um það
meðal fiskframleiðenda, hvort rétt
sé að reyna að sameina þau þijú
físksölufyrirtæki sem hér eru
stærst, í eitt. Efasemdarmenn vfsa
til Færeyja og hversu hörmulega
tekist hafí til hjá Færeyingum með
fisksölumál sín, eftir að allri físk-
sölu var steypt saman í Föröyja
Fiskasöla. Eru þeir á því að ef slík
sameining yrði ofan á, þá myndi
það leiða til þess að minni, sjálf-
stæðum fiskútflytjendum myndi
fjölga til muna. Margir myndu
fremur vilja starfa sjálfstætt að
markaðsmálum og þar með selja
sinn hlut í stóram fisksölusamtök-
um. Þeir virðast ýmsir vera þeirrar
skoðunar, að samkeppni hér innan-
lands, á milli tveggja eða þriggja
físksölufyrirtækja um fiskafurðirn-
ar sé nauðsynleg og af hinu góða.
Án samkeppni um útflutningsvör-
una, sé sú hætta fyrir hendi, að
markaðssókn erlendis koðni niður.
Vísa þeir meðal annars til úttektar
sem Japanir gerðu á útflutnings-
málum sínum fyrir nokkram áram.
Þar segja þeir að fram hafí komið
að fyrirtæki sem vora í samkeppni
heima fyrir á Japansmarkaði um
útflutningsvöruna, stóðu sig jafn-
framt best á alþjóðlegum mörkuð-
um. Þeir telja að það sama geti
gilt um ísienska fískútflytjendur,
að það að þurfa að keppa við fyrir-
tæki innan eigin þjóðlands, efli þá
til frekari dáða og samkeppni á
erlendri grund.
Samkeppni óþörf?
Talsmenn skipulagsbreytingar
og jafnvel sameiningar SH, ís-
lenskra sjávarafurða hf. og SÍF
gefa lítið fyrir þá röksemd að hér
þurfi að ríkja samkeppni á milli
sölusamtaka um fískframleiðendur
hér á landi. Þeir eru fremur þeirrar
skoðunar að samkeppnin eigi að
beinast að mörkuðunum og að ís-
lenskir fiskframleiðendur eigi að
standa saman um að ná sem mestri
og bestri hlutdeild á þeim mörkuð-
um. Að því leyti til séu orð Ólafs
heitins Thors enn í fullu gildi. Ekki
eru þessir menn þar með að mæla
einokun bót, því hver og einn eigi
að hafa frelsi til þess að selja sína
afurð, á þann veg sem honum best
líkar. En gæfa íslenskra fiskfram-
leiðenda og gengi á erlendum mörk-
uðum hljóti þó fyrst og fremst að
vera undir samstöðu komin.
Þróunin í Evrópu
Þróunin í Evrópu og víðar hefur
orðið sú, að kaupendumir sem hafa
verið að kaupa okkar framleiðslu,
sem annarra, þeir eru alltaf að
stækka og af þeim sökum fer þeim
fækkandi. Eða með öðram orðum,
samsteypur og öflugar innkaupa-
keðjur era hvarvetna að taka við
og þar af leiðandi hefur smásölu-
dreifíngin verið að færast á æ færri
og stærri hendur. Stærsta einstaka
verslunarkeðjan í Evrópu árið 1990
hafði veltu upp á 1.850 milljarða
íslenskra króna, eða um 17 sinnum
íslensku fjárlögin. Um 15 risa inn-
kaupakeðjur í Evrópu stunda í dag
sameiginleg innkaup fyrir verslun-
arkeðjur. Eitt af þessum samtökum
er AMS (Associated Marketing
Service AG) sem hefur aðsetur í
Sviss. Árið 1990 var velta AMS
3.750 milljarðar íslenskra króna,
sem jafngildir því að hún hafí velt
sem svarar 34 sinnum íslensku fjár-
lögin. Önnur innkaupasamtök era
BIGS, en innan þeirra era 11 versl-
unarkeðjur, með um 26.000 versl-
anir innan sinna vébanda. BIGS
velti árið 1990 3.200 milljörðum
króna, eða 29 sinnum íslensku fjár-
lögunum.
Tíu stærstu innkaupasamtök
Evrópu árið 1990 veltu samtals
28.360 milljörðum króna, eða 260
sinnum íslensku fjárlögunum. Til
samanburðar má geta þess að heild-
arsmásölumarkaðurinn í EB er 350
milljónir neytenda, smásöluverslan-
irnar voru árið 1990 um 650.000
talsins og velta þeirra var upp á
36.000 milljarða króna, eða 327
sinnum íslensku fjárlögin.
Þarf risa til að þjóna
Evrópurisum?
Sjónarmið þeirra sem trúa því
að íslenskum hagsmunum verði
best borgið í einum öflugum físk-
sölusamtökum era þau, að æ öflugri
aðila þurfí til þess að þjóna við-
skiptaaðilunum erlendis, eigi ná-
lægðin við markaðina á annað borð
að haldast. Þessu þurfi íslendingar
ekki hvað síst að huga að, nú þeg-
ar líkast til styttist óðum í að hið
evrópska efnahagssvæði verði að
veruleika.
Framtíðarsýn þeirra sem sjá hér
rísa ein öflug físksölusamtök úr
þeim þremur sem nú starfa, felur
það meðal annars í sér að fískselj-
endur þurfí að efla mjög starfsemi
sína á erlendum mörkuðum. íslend-
ingar þurfí að fjárfesta í fyrirtækj-
um erlendis, þar á meðal í fyrirtækj-
um sem eigi ákveðin vöramerki og
dreifínet. Til þess að geta hrint
þessu í framkvæmd í ríkara mæli
en hingað til, telja þeir að hlutafé-
lagaformið. verði að koma til. Það
opni möguleika íslenskra fjárfesta
til þess að leggja slíkri markaðssókn
til nauðsynlegt fjármagn. Með því
að vinna markaði erlendis verði
vinnan færð í auknum mæli inn í
landið og hér verði það unnið sem
markaðurinn vill.
Atvinnuleysis-
tryggingasj óður
Hægt að
veita styrki
til að auka
atvinmi
GEFNAR hafa verið út reglur um
úthlutun styrkja úr Atvinnuleysis-
tryggingasjóði á þessi ári sem
heimilt er að veita til sérstakra
verkefna á ábyrgð sveitarfélaga
til að fjölga atvinnutækifærum.
Samkvæmt lögum sem sett voru
á síðasta ári munu sveitarfélögin
greiða 500 mil(jónir króna til At-
vinnuleysistryggingasjóðs á þessu
ári, og þannig greiða sveitarfélög
með 300 íbúa eða fleiri 1.950 krón-
ur fyrir hvern íbúa, en sveitarfé-
lög með færri en 300 íbúa greiða
1.700 kr. á hvern íbúa.
Samkvæmt reglunum sem Sig-
hvatur Björgvinsson heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra hefur und-
irritað skal fjárhæð styrks sem veitt-
ur er úr Atvinnuleysistryggingasjóði
vera jafnhá þeim atvinnuleysisbótum
sem ella hefðu verið greiddar þeim
einstaklingum sem falla af atvinnu -
leysisskrá vegna þátttöku í verkefn-
inu, en til viðbótar koma bamaálag
og lífeyrissjóðsgreiðsla. Allur kostn-
aður við verkefnið skal vera borinn
af viðkomandi sveitarfélagi eða vera
á ábyrgð þess.
Til að verkefni teljist styrkhæft
þarf það m.a. að uppfylla þau skil-
yrði að vera til fjölgunar atvinnu-
tækifæram í viðkomandi sveitarfé-
lagi og vera skýrt afmarkað og tíma-
bundið, en verkefnið skal að jafnaði
ekki ná yfir lengri tima en sex mán-
uði. Um nýtt viðfangsefni eða verk-
efni umfram venjuleg umsvif þarf
að vera að ræða, en hefðbundin verk-
efni sveitarfélaga era ekki styrkhæf
nema um sérstakt tíma- og stað-
bundið átaksverkefni sé að ræða.
Heimilt er að styrkja verkefni þar
sem samþætt er fræðsla og vinna.
Nota á vinnuafl sem er á atvinnuleys-
isskrá í viðkomandi sveitarfélagi, og
skulu þeir sem lengst hafa verið á
atvinnuleysisskrá hafa forgang að
stafí við verkefnið. Verkefni við at-
vinnusköpun fyrir fólk sem ekki á
bótarétt úr Atvinnuleysistrygginga-
sjóði era ekki styrkhæf.
Hafnarfjörður
Undirskrifta-
söfnun gegn
byggingu
FÉLAGIÐ Byggðavemd í Hafnar-
firði hyggst gangast fyrir undir-
skriftasöfnun meðal Hafnfirðinga
þar sem skorað verður á bæjaryfir-
völd að beita sér fyrir því að fyrir-
huguð stórbygging við Fjarðargötu
falli sem best að umhverfi sínu og
verði ekki hærri en þau hús sem
fyrir em á miðbæjarsvæðinu.
Samkvæmt teikningum verður
þama reist 8 hæða verslunarhús.
Kristján Bersi Ólafsson, sem sæti á í
bráðabirgðastjóm Byggðavemdar,
segir að það sé talið jafngilda 10-12
hæða íbúðabyggingu.
„Undirskriftasöfnunin er í undir-
búningi og það getur verið að við
kynnum málið betur áður en við hefj-
umst handa. Ég held að það sé þörf
á því að kynna málið betur íbúunum.
Hins vegar má þetta ekki dragast
mjög lengi,“ sagði Kristján Bersi.
„Textinn sem lagður verður fyrir
íbúana verður á þá leið að skorað
verður á yfírvöld bæjarins að stuðla
að því að byggingin falli sem best inn
í umhverfíð og verði ekki hærri en
húsin sem þar eru fyrir. Krafan er sem
sagt sú að húsið verði lækkað, þannig
að ásýnd bæjarins raskist ekki jafn
gífurlega og þama er áformað."