Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÖAR 1993 Napóleon hefði sennilega aldrei orðið bóndi á Sikiley Athugasemdir við skrif Steingerðar Steinarsdóttur Vinnubrögð Þórólfs Þórlindssonar eftir Þorlák Karlsson Mér rennur blóðið til skyldunnar að stinga niður penna þegar ég sé grein sem fyrrum nemandi minn í aðferðafræði við Háskóla Islands, Steingerður Steinarsdóttir blaða- maður, ritaði um rannsóknir Þórólfs Þórlindssonar prófessors í Morgun- blaðið miðvikudaginn 20. janúar 1993. Gagnrýni Steingerðar er að veru- legu leyti aðferðafræðilegs eðlis. Það hvarflaði því að mér við lestur grein- arinnar að mér hefði mistekist kennslan, en oft finnst mönnum að þeir beri að hluta ábyrgð á verkum nemenda sinna. Ég vona þó að ég verði ekki dreginn til ábyrgðar vegna greinar Steingerðar, þótt henni hafi orðið á í messunni í gagnrýni sinni. f grein Steingerðar eru fjölmargar getgátur, m.a. um það hvemig túlka megi niðurstöður rannsókna Þórólfs á aflamuni veiðiskipa, á annan hátt en hann gerir. Margar slíkar getgát- ur hljóta að kallast dylgjur; dylgjur um óvönduð vinnubrögð Þórólfs Þór- lindssonar, svo að vægt sé til orða tekið. Vandi Steingerðar er tvíþættur. Hún virðist hvorki hafa tileinkað sér- undirstöðuatriði rannsóknaraðferða nægilega vel né lesið rannsóknarrit- gerðir Þórólfs Þórlindssonar um aflamenn og íslenska sjómenn. Slíkt verður að teljast ámælisvert þegar niðurstöður og túlkun þeirra er gag- rýnd. í rannsóknum sínum á framlagi skipstjórans notar Þórólfur ýmsar rannsóknarferðir. Það er reynar til mikillar fyrirmyndar að Þórólfur beitir ekki aðeins tölfræðilegum að- ferðum (megindlegar rannsóknir) á aflamagni og þeim þáttum sem hafa áhrif á það, heldur einnig rannsókn- araðferðum þar sem stuðst er við viðtöl og rannsóknir á ferli tiltekinna skipstjóra (eigindlegar rannsóknir). Hér er um að ræða vinnubrögð eins og þau gerast best, þar sem niður- stöður sem eru fengnar með ólíkum rannsóknaraðferðum styrkja hver aðra. Þá dregur það ekki úr gildi rannsóknanna að þær fjalla um rammíslenskt fyrirbæri sem hafa víðtæka skírskotun í mannlegum fræðum. Um aðferðir Þórólfs í þessum rannsóknum má nefna meðal annars að hann setti upp líkan, sem sýndi hvernig afli gæti dreifst á báta ef tilviljun réði, og bar það saman við raunverulega afladreifmgu. Þessi samanburður leiddi í ljós mjög mark- tækan mun á þessum tveimur dreif- ingum. Þannig hafnar Þórólfur þeirri tilgátu að heppni ráði því eingöngu hvemig afli dreifist á báta yfir til- tekna vertíð. Getgátur Steingerðar um að heppni geti skýrt það að skip- stjórar afli mikið eina eða tvær vert- íðir standast þannig alls ekki. Þá sýnir Þórólfur fram á með fylgnisreikningum að sterkt sam- band er á milli aflasældar skipstjóra frá einni vertíð til annarrar. Þannig er sterk tilhneiging í þá átt að sömu skipstjórarnir verði í efstu sætunum vertíð eftir vertíð. Á sama hátt eru aðrir skipstjórar nokkum veginn með meðalafla vertíð eftir vertíð. Þetta samband hélst þegar tillit var tekið til stærðar báta og fjölda út- haldsdaga. Þórólfur kannaði einnig feril ein- stakra skipstjóra meðal annars með það fyrir augum að athuga hvemig þeir flska. Þá hefur Þórólfur tekið viðtöl við sjómenn og skipstjóra til að safna upplýsingum um þann gmnn þekkingar sem þeir byggja á og hvernig þeir taka ákvarðanir. í stuttu máli má segja að rann- sóknir Þórólfs sameini tvennt sem góðar rannsóknir byggjast á; traust- ar og vandaðar rannsóknaraðferðir og frumleika í úrvinnslu gagna og kenningasmíð. Rétt er að taka fram að ofan- greindar rannsóknir Þórólfs eru að- eins einn þáttur í víðtækum rann- sóknum hans á íslenskri sjómanns- hefð og kannski ekki sá áhugaverð- asti. Sá þáttur rannsókna Þórólfs þar sem leitast er við að varpa ljósi á þekkingu og framfarir í íslenskum sjávarútvegi er að mínu mati öllu áhugaverðari. Sannleikur og blaðamennska Traust og vönduð blaðamennska í þjóðfélagsumræðu verður seint of- metin. Við eigum mikið undir því að til blaðamennsku veljist hæft fólk. Þeir blaðamenn sem ætla sér að fjalla um tiltekið fræðasvið verða að hafa lágmarkskunnáttu í rann- sóknaraðferðum sviðsins. Ekki verð- ur ráðið af skrifum Steingerðar að hún hafí tileinkað sér þessa lág- markskunnáttu. Öllu alvarlegra er þó þegar blaðamenn hafa ekki einu sinni fyrir því að kynna sér helstu niðurstöður þeirra rannsókna sem þeir fjalla um. Við lestur greinar Steingerðar virðist sem hún hafí hvorugu sinnt. Eitt dæmi um misskilning Stein- gerðar í aðferðafræði er að hún ruglar saman kenningum og niður- stöðum rannsókna. Steingerður skrifar: „Niðurstöður Þórólfs tel ég afturgengnar kenningar um ofur- menni og hetjur." Rannsóknarnið- urstöður eru alls ekki kenningar, allra síst þar sem rannsóknir eru stutt á veg komnar. Kenningar eru stundum settar fram á grundvelli margra rannsókna. Þær má einnig setja fram án nokkurra rannsókna. Gera verður skýran greinarmun á niðurstöðum rannsókna annars veg- ar og kenningum hins vegar. Þessi Þorlákur Karlsson „Má segja að rannsókn- ir Þórólfs sameini tvennt sem góðar rann- sóknir byggjast á; traustar og vandaðar rannsóknaraðferðir og frumleika í úrvinnslu gagna og kenninga- smíð.“ greinarmunur er meðal annars gerð- ur á námskeiði því sem Steingerður tók í aðferðafræðinni við Háskólann. í tilvitnuninni hér að ofan felst meira en hugtakabrengl í aðferða- fræði. í henni felst einnig staðhæf- ing um að Þórólfur haldi fram kenn- ingu um ofurmenni og hetjur. Fyrir því er enginn fótur. Þórólfur hefur sett fram kenningar um mikilvægi hagnýtrar þekkingar sem er óskráð og á sér meðal annars rætur í hvers- dagslegri reynslu manna. Steingerð- ur virðist álykta að þegar leitt er í ljós að menn nái misjöfnum árangri á tilteknum sviðum, sé verið að halda fram kenningum um ofurmenni og hetjur. Þess er ekki þörf, enda gerir Þórólfur það hvergi. Það er ekki nóg með að grein Steingerðar beri vott um þekking- arskort hennar á aðferðafræði og umræddu fræðasviði, heldur gerir hún Þórólfi upp skoðanir og niður- stöður, sem hún síðan gagnrýnir. Til dæmis segir Steingerður „ .. .hvernig er hægt með vísinda- legum rökum og mælingum að færa sönnur á að skipstjórinn sé þar fremstur meðal jafningja". Þama fer Steingerður villur vegar. Þórólfur ber alls ekki saman skipstjóra og Trúarleg viðfangsefni í nútímalistum Ráðstefna í Odda, Háskóla Íslands, 30. janúar 1993 kl. 13.30-18.00 Dagskrá: Ráðstefnan sett: Dr. Björn Björnsson. Dr. Gunnar Kristjánsson: , Að sýna hið ósýnilega. Árni Bergmann, rithöfundur: Helgun og afhelgun bókmenntanna. Pétur H. Ármannsson, arkitekt: Lífssýn og andleg gildi í verkum arkitektsins Le Corbusier. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur: Trúarlegar myndir, spjall um viðhorf Magnúsar Kjartanssonar, myndlistarmanns, til kristni og íslenskrar kirkju. Oddur Albertsson, skólastjóri: íslenskur Pasolini? Um eyðileggingu trúarlegra tákna. Almennar umræður. Stjómandi: Dr. Gunnar Kristjánsson. Ráðstefnustjóri: Dr. Björn Björnsson, prófessor, fræðslustjóri kirkjunnar. Fræðsludeild kirkjunnar. \________________________________________________________________J áhöfn í rannsóknum sínum. Þórólfur ber saman skipstjóra innbyrðis ann- ars vegar og afla báta innbyrðis hins vegar. Hér er því um að ræða alvar- legar dylgjur; dylgjur sem eiga sér enga stoð í rannsóknum Þórólfs Þórlindssonar. Á sama hátt segir Steingerður í lok greinar sinnar „ .. .ætla ég að leyfa mér að halda í þá skoðun mína að vinna um borð í skipi byggist á sameiginlegu átaki margra og hetjan í brúnni sé hvorki stærri né breið- vaxnari en sú sem á dekkinu stend- ur.“ í þessari klausu gefur Stein- gerður í skyn að í rannsóknum Þór- ólfs komi fram að sameiginleg vinna um borð skipti ekki máli. Þá gefur hún og í skyn að borin sé saman frammistaða skipstjóra og háseta í rannsóknum Þórólfs og skipstjóran- um hampað á kostnað háseta. Það er deginum ljósara að góðan mann- skap, samstillta áhöfn og góð tæki þarf til þess að vel gangi á sjónum. Um þetta er ekki deilt. Þórólfur gerir ekki þennan samanburð í rann- sóknum sínum. Inntak rannsókna Þórólfs á aflasæld virðist því alveg hafa farið fram hjá Steingerði. Fleiri dæmi um rangfærslur og mistúlkanir eru í blaðagrein Stein- gerðar. Ég læt þó þessi duga hér. Heiðarleiki og vilji til þess að hafa það sem sannara reynist eru nauð- synlegir þættir í blaðamennsku. Ef hvorugt er fyrir hendi skiptir kunn- átta og þekking jafnvel ekki máli. Því miður vill oft verða misbrestur á þessu. Þannig eru blaðamenn mis- góðir eins og sjómenn. Lokaorð Þórólfur Þórlindsson er virtur fræðimaður í félagsvísindum. Grein- ar eftir hann hafa birst í fjölmörgum viðurkenndum erlendum fræðitíma- ritum þar sem þær hafa verið metn- ar af sérfræðingum á viðkomandi sviði. Þar á meðal eru greinar um rannsóknaniðurstöður þær sem liggja til grundvallar gagnrýni Stein- gerðar. Til verka hans er vitnað meira en flestra íslenskra félagsvís- indamanna. Þannig hefur Þórólfur öðlast alþjóðlega viðurkenningu fyrir fræðistörf sín. Blaðagrein Steingerðar einkennist af því að hún giskar sjálf á rannsókn- aniðurstöður Þórólfs um íslenska sjómenn og túlkanir hans. Síðan gagnrýnir hún eigin ágiskanir af mikilli hörku, en ekki skrif Þórólfs. Steingerði er fijálst að „telja“, „fínnast" eða „halda í“ hvaða skoð- anir sem hún kýs, svo fremi hún kenni þær ekki öðrum. Góð kunn- átta í aðferðafræði hefði forðað henni frá sumum þessara ágiskana. Aðrar getgátur hennar hefðu von- andi ekki komið fram hefði hún kynnt sér rannsóknir Þórólfs á um- ræddu viðfangsefni. Getgátur Steingerðar um rann- sóknir Þórólfs eru lítt trúverðugri en getgátur hennar um að „Napó- leon hefði sennilega endað bóndi á Sikiley..." þótt ekki væri nema vegna þess að Napóleon var fæddur og uppalinn á Korsíku. Höfundur er lektor í aðferðafræði við H&skóla tslands. RKAÐI KAMULAN Flest stærstu bókaforlög landsins halda nú viðamiklar bókaútsölur í húsakynnum sínum í Múlahverfi; vió Ármúla, Síðumúla og Grensósveg. TRYGQÐU ÞÉR GÓÐAR BAKUR Á EINSTÓKU VERÐI SEM ALLRA FYRST ■ . h > :V,. -Æ ’Á '« i t ® -■ - - - -! • f Mól í f9 nu "ðurnúlc, _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.