Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993 23 Reuter Nýjar rúblur sjá dagsins ljós BANKAMÆR hjá rússneska seðlabankanum með nýja tegund rúbluseðla. Helsta breytingin frá gömlu seðlun- um er að á nú er ekki lengur mynd af Vladímír Lenín, stofnanda Sovétríkjanna sálugu, á seðlunum. Bill Clinton afléttir hommabanni hersins Strangar skorður settar við kynlífsiðkun í hernum Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að héðan í frá gætu hommar og lesbíur gegnt herþjónustu þar sem samkomulag hefði tekist við þingleiðtoga og yfir- menn hersins um að hætt yrði þegar í stað við að krefja nýliða upplýsinga um kynferðishneigð þeirra. Clinton kom sjálfur fyrir blaða- menn í Hvíta húsinu í gærkvöldi og skýrði þar frá málamiðlun sem hann sagðist hafa komist að við herráðið og leiðtoga demókrata á þingi. Sagði hann ráðstöfun sína gilda til bráðabirgða og fengi þing- ið sex mánaða frest til þess að láta fara fram ítarlega rannsókn á kostum þess og göllum, að af- nema 50 ára bann við því að sam- kynhneigt fólk gegni herþjcnustu. Clinton sagði að hann hvikaði hvergi frá þeirri fyrirætlan sinni að afnema bannið og væri miðað væri við að tilskipun þar að lút- andi yrði gefin út 15. júlí næst- komandi. Hann sagði að jafnframt yrðu gefnar út strangar siðareglur er settu skorður við kynlífsiðkun hermanna og -kvenna. Dómsúrskurður Úrskurður svæðisdómstóls í Kaliforníu í gær kom sér vel fyrir Clinton. Terry Hatter dómari úr- skurðaði að hommabannið bryti í bága við bandarísku stjórnar- skrána. Fyrirskipaði hann varnar- málaráðuneytinu að hætta að framfylgja því. Margir nemend- ur kikna undan álaginu í Oxford Oxford. Reuter. OXFORD-háskóli er nú í kastljósi breskra fjölmiðla vegna sjálfsmorða tveggja stúdenta og hörmulegs dauðdaga þriðja námsmannsins á þremur mánuðum. Svo virðist sem æ fleiri námsmenn í þessum fornfræga háskóla séu að kikna undan andlegu álagi, áhyggjum af námi, félagslífi og hugsanlegu atvinnuleysi í framtíðinni. Tvær námsstúlkur, sem báðar stóðu sig vel í námi, hafa hengt sig og ungur stúdent beðið bana eftir að hafa fallið niður af glugga á annarri hæð. Talið er að hann hafi tekið inn banvænan skammt af eiturlyfjum og alkóhóli áður en hann féll. Samkvæmt könnun, sem gerð var fyrir heilbrigðisnefnd skólans, eru þó sjálfsmorð ekki algengari á meðal skólafólksins en annarra ungmenna í Bretlandi. Könnunin leiddi í ljós að 21 námsmaður í Oxford framdi sjálfsmorð milli ár- anna 1976 og 1990. 216 náms- menn gerðu 254 misheppnaðar til- raunir til sjálfsvígs. Þrátt fyrir dauðsföllin að undanförnu hefur sjálfsmorðum stúdenta ekki fjölgað í Oxford. Andlega álagið er hins vegar meira í Oxford og Cambridge en öðrum breskum háskólum, enda þurfa námsmennimir þar að leggja harðar að sér. Embættismenn í Oxford segja það mikið áhyggju- efni að æ fleiri námsmenn óski eftir sálfræðiaðstoð ráðgjafarþjón- ustu skólans. 396 námsmenn fengu þar aðstoð fyrir þremur árum, 528 fyrir tveimur árum og 595 í fyrra. Námsmennimir kvarta æ meira undan námsálagi, ótta við atvinnu- leysi og áhyggjum af einkalífinu, svo sem skilnaði foreldra. Yfirvöld skólans hafa fallist á að auka ráð- gjafarþjónustuna og leita nú leiða til að draga úr námsálaginu og hjálpa námsmönnunum að laga sig betur að félagslífinu í háskólanum. Sjálfsblekkingar „Það er ljóst að mikil samkeppni ríkir í Oxford, bæði hvað varðar félagslífið og námið,“ sagði Ann Taylor, formaður heilbrigðisnefnd- ar skólans. Hún segir að það bæti ekki úr að stúdentarnir telji sig ekki aðeins verða að ná góðum námsárangri, heldur líka þannig að svo líti út fyrir að þeir þurfi ekki að hafa mikið fyrir því. Þeir leggi mikið upp úr vinsældum meðal skólafélaga sinna og ekki sé óalgengt að þeir, sem ekki eru boðnir í veislur, sitji í herbergjum sínum á laugardagskvöldum og slökkvi ljósin svo enginn taki eftir því að þeir séu einir heima. KEYPJI SUMARBU5TAÐ fyrir eina HAPPAÞRENNU HAPPAþRENNAN hcfatirinnwginn! Stáltollar [ kunna að \ verðaend- i urskoðaðir : ■ Washington, Ottawa. Reuter. a TALSMENN utanríkis- og ■ viðskiptaráðuneytanna í Washington sögðu i gær að ■ sú ákvörðun að setja refsi- ■ tolla á stál frá 19 löndum ■ væri bráðabirgðaráðstöfun ■ sem kynni að verða endur- skoðuð fljótlega. PARKETTILBOD I FEBRU þtobd gegnheilt mmikjmrket! Ákvörðunin um stáltollanna hef- ur mælst mjög illa iyrir í Evrópu- ríkjum. Hafa þau mótmælt henni harkalega og var jafnvel óttast að viðskiptastríð væri yfirvofandi. Yf- irlýsing embættismanna í Washing- ton í gær um að hugsanlega yrði ákvörðunin endurskoðuð þótti hins vegar til þess fallin að draga úr hættu á viðskiptastríði. Kanadísk yfirvöld fóru að for- dæmi Bandaríkjamanna og settu refsitolla á stál frá sex löndum í gær. Af hálfu beggja landa er því haldið fram að óeðlileg undirboð hafi verið í gangi; stál verið flutt í stórum stíl til landanna á verði sem væri undir framleiðslukostnaði. Magnafsláttur at öílu stafaparketh 20 40 fermetrar 7% 41 - 60 10% 61 - 100 - 13% 101 - 150 15% 151 200 yftr 200 fermetrar 20% 16% Pallmann parketlím -ódýrt og frábær gæði! einnig: spartl, lökk, parketolia, viðarfyllir i túpum, bón og hreinsiefni Allt frá Pallmann ■^^■1 tTTMfc paumaiin ■ ZUKUNFTSSICHERE QUALITAT Suðurlandsbraut 4a 68 57 58 wa b n n œ m m œ ■ B B R B ' ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■u■■■■■■■■■■■■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.