Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ l^AUGARDAGUR 80. JANÚAR 1993
Lászlö Deseö, sendiherra Ungveijalands, segir kenningar um þjóðríkið úreltar
Setja þarf reglur um
rétt mínnihlutahópa
LÁSZLÖ Deseö, sendiherra Ungveijalands á íslandi, er
nú staddur hér á landi, en hann hefur aðsetur í Stokk-
hólmi. Deseö, sem tók við sendiherraembættinu í ágúst-
mánuði á síðasta ári, afhenti í vikunni Vigdís Finnboga-
dóttur, forseta Islands, boð frá Arbad Göncz, forseta
Ungveijalands, um opinbera heimsókn til Ungveija-
lands. Þá afhenti hann einnig boð frá utanríkisráðherra
Ungveijalands til utanríkisráðherra íslands um opinbera
heimsókn. Deseö segir að enn eigi eftir að ákveða tíma-
setningu heimsóknarinnar en að hann geri fastlega ráð
fyrir því að af henni verði á þessu ári.
Lászlö Deseö er hagfræðingur
að mennt og starfaði til skamms
tíma í viðskiptalífinu. Hefur hann
gegnt stjómunarstöðu í ýmsum
fyrirtækjum og rak einnig um
skeið ráðgjafarfyrirtæki sem tók
mikinn þátt í einkavæðingaráætl-
un ungversku ríkisstjómarinnar.
Hann hóf afskipti af stjórnmálum
eftir að hið sósíalíska kerfi hmndi
og var í forystusveit Lýðræðis-
fýlkingarinnar, stærsta borgara-
lega flokks Ungveijalands. í byij-
un síðasta árs var hann svo beð-
inn af utanríkisráðherra landsins
að taka við embætti sendiherra í
Svíþjóð. Segir Deseö að það hafí
m.a. verið vegna ríkisstjómar-
skiptanna í Svíþjóð, en sú borg-
araíega stjóm, sem þar fari nú
með völd, sé um margt áþekk
samsteypustjórninni í Ungveija-
landi. Hann hafí líka gegnum al-
þjóðasamskipti flokks síns kynnst
persónulega ýmsum forystu-
mönnum sænska Hægriflokksins,
sem nú sitja í ríkisstjóm, s.s.
Margaretha af Ugglas utanríkis-
ráðherra. Þá hafí hann lært
sænsku á sínum yngri ámm er
hann stundaði ratleik, en vinsæld-
ir þeirrar íþróttar em að mestu
bundnar við Norðurlöndin. „Þetta
kom snöggt upp á en ég tel þetta
vera mjög spennandi tækifæri,"
segir Deseö.
Ungveijar fara aðra leið
en Tékkar
Ungveijar hófu aðlögun sína
að markaðskerfí mun fyrr en
önnur ríki Austur-Evrópu, eða
fýrir um tíu áram síðan.
Aðspurður hvort þetta forskot
nýtist þeim enn segir Deseö að
eina ríkið, sem ógni stöðu þeirra,
sé Tékkía. Þar séu miklir
möguleikar til staðar á
efnahagssviðinu. Það kæmi þó
ekki í ljós fyrr en eftir eitt til tvö
ár hvort þeir myndu ógna stöðu
Ungveija.
Tékkar hefðu hins vegar farið
allt aðra leið en Ungveijar. „Við
höfum ekki einkavætt með því
að gefa ávísanir á hlutabréf held-
ur hafa öll hlutabréf verið seld.
Það var m.a. gert til þess að leysa
fjármagn úr læðingi og hins veg-
ar til að koma í veg fyrir að eftir-
markaður myndi myndast fyrir
ungversk hlutabréf þar sem út-
lendingar gætu keypt þau á lágu
verði. Nú þurfa erlendir fjárfestar
að greiða raunverð fyrir. Þá höf-
um við lagt mikla áherslu á hina
lagalegu hlið og það ríkir sam-
staða um nauðsyn þess að byggja
upp hið lagalega umhverfí sem
markaðshagkerfí er nauðsynlegt.
Það starf hófst reyndar þegar
með síðustu ríkisstjórn sósíalista.
Sá trausti grandvöllur sem er til
staðar hefur líka gert það að
verkum að rúmlega 50% erlendr-
ar fjárfestingar í Austur-Evrópu-
ríkjunum era í Ungverjalandi og
fjárfestingar halda enn áfram að
aukast. Búið er að breyta rúmlega
helmingi allra ríkisfyrirtækja í
hlutafélög og rúmlega 30% er
búið að selja. Sum ríki, s.s. Rúss-
land, hafa einfaldlega gefíð hluta-
bréfín sem hefur gert það að
verkum að fólk fær enga tilfinn-
ingu fyrir eignarhaldinu. Hluta-
bréfín eiga enn eftir að komast
í hendur hinna raunveralegu eig-
enda sem vilja reka fyrirtækin.“
Það sem erlenda fjárfesta óar
helst fyrir er óstöðugleikinn á
Morgunblaðið/Kristinn
Sendiherrann
László Deseö, sendiherra Ung-
veijalands á íslandi, en hann hef-
ur aðsetur í Stokkhólmi.
Balkanskaga og átökin í Júgó-
slavíu. Deseö segir þessi átök
skapa ákveðna hættu. Á vissan
hátt þjappaði samstaðan með
þeim fjölda flóttamanna sem
hefði streymt til iandsins Ung-
veijum saman. Óbeint gætu þessi
átök hins vegar orðið til að kynda
undir öfgasinnaðri þjóðemis-
kennd, en slík þjóðemiskennd
væri einmitt rót átakanna í Júgó-
slavíu fyrrverandi. „Þetta er mjög
slæmt fordæmi og jafnvel í lönd-
um þar sem meiri stöðugleiki rík-
ir, s.s. Rúmeníu og Slóvakíu, er
hætta á að menn fari að riija upp
gamlar deilur og leita hefnda. Það
ríkir um það pólitísk samstaða í
Ungveijalandi að nauðsynlegt er
að setja alþjóðlegar reglur um
réttindi minnihlutahópa. Hinar
gömlu kenningar um þjóðríkið
eiga ekki lengur við. Þær geta
ekki orðið grundvöllur friðsam-
legrar sambúðar á þessum slóð-
um.“
Ungversk þjóðarbrot
í öðrum löndum
Sendiherrann segir að það sé
ekki síður mikilvægt að tryggja
réttindi minnihlutahópa í ljósi
þess að Evrópa sé að sameinast.
Þetta væri mál sem ríkisstjóm
Ungveijalands legði mikla
áherslu á t.d. á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna,
Evrópuráðsins og RÖSE.
Fjölmargir Ungveijar búa utan
Ungveijalands eða um þijár millj-
ónir og er Ungveijum mjög annt
um hagsmuni þessa ungversku
minnihluta í t.d. Rúmeníu,
Slóvakíu og Serbíu. „Við teljum
að minnihlutahópum beri að veita
sjálfstjóm af einhveiju tagi. Á
svasðum þar sem hópur er í minni-
hluta ber að veita honum rétt til
sjálfstjómar t.d. á sviði menning-
ar, trúarbragða og menntunar.
Þessum minnihluta ber síðan að
axla þann kostnað sem slíkt hefði
í för með sér.“
Þá ættu minnihlutar einnig að
eiga kost á pólitískri sjálfsfjóm
t.d. með því að geta boðið fram
eigin flokka sem hefðu áhrif á
þingi viðkomandi ríkis. Deseö
segir óhjákvæmilegt að setja al-
þjóðlegar reglur um þessi mál t.d.
af SÞ. „Ef engar reglur eru til
staðar getum við ekki haft eftir-
lit með að ekki sé gengið á rétt
þjóðemisminnihluta. Nú era t.d.
eftirlitsmenn á vegum RÖSE í
Kosovo-héraði í Serbíu en þeir
hafa enga staðla til að meta hvað
sé rétt og hvað sé rangt."
í héraðinu Vojvodina í Serbíu
er fjölmennur ungverskur minni-
hluti og segir Deseö þar vera að
fínna gott dæmi um hvernig níðst
sé á minnihluta. Ungverskir piltar
væra kvaddir í her Serbíu og síð-
an sendir í óeðlilega ríkum mæli
til þeirra staða þar sem líklegast
væri að árás yrði gerð. „Ef Sam-
einuðu þjóðimar gera innrás til
að stöðva átökin þá verða það
Ungveijar sem fyrst munu falla.
Þessir ungu menn hafa engin tök
á að segja að þessi deila Serba
og Króata komi þeim ekki við.
Það eina sem þeir geta gert er
að flýja land. Þetta er mjög gott
dæmi um að níðst sé á þjóðemis-
minnihluta."
Dvojris
siffrar á
svæðamóti
Rússlands
Pétursborg. Frá Lárusi Jóhannessyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
RÚSSNESKA svæðamótinu í
skák lauk seint á þriðjudags-
kvöld með sigri stórmeistar-
ans Dvojris sem hlaut 6V2
vinning af 9 mögulegum. Mót-
ið var mjög jafnt og skemmti-
legt en það sem vakti kannski
meiri athygli var léleg fram-
kvæmd mótsins.
í 2.-4. sæti urðu Svesnijkov,
Drejev og Pigusov með 6 vinninga
og halda þessir áfram á millisvæða-
mót ásamt sigurvegaranum Dvojris.
Enginn fékkst tii að halda svæðamót-
ið fyrr en á síðustu stundu að Hótel
Rossíja hér í Pétursborg hljóp undir
bagga með skáksambandinu. Ekki
tókst þó betur til en svo að salar-
kynni voru með öllu óviðunandi.
Þröngt var um keppendur, varla gert
ráð fyrir áhorfendum, engin sýning-
artöfl, engar skýringar og marraði í
gólfinu við minnstu hreyfingu. Mörg-
um blöskraði, jafnvel svo að einn
sjónvarpsfréttamaður hér sagði að
verið væri að færa aðstæður aftur
um öld og spurði hvort næsta skref-
ið væri að tefla á kaffíhúsi.
Annars var fréttaflutningur af
mótinu sáralítill og áhorfendur mjög
fáir og töldu margir viðmælendur
að þetta væri vísir að því sem koma
skal. Skákin ætti undir högg að
sækja og rússneskt stórveldi í skák
væri ekki sjálfgefið. Aðrir taka ekki
svo sterkt til orða, segja að hér sé
um tímabundna erfíðleika að ræða.
Þetta var t.d. mat eins stórmeistar-
ans á mótinu í samtali við fréttarit-
ara en svo bætti hann við að fram-
kvæmd þessa svæðamóts væri nátt-
úralega hneyksli.
-----» --------
Þýskaland
60árfrávalda-
töku Hítlers
Beriin. Frá Hrönn Marinósdóttur, frétta-
ritara Morgunblaðsins.
ÞESS verður minnst í dag í Þýska-
landi að 60 ár eru liðin frá því að
nasistaflokkurinn komst til valda, en
Hitler var skipaður ríkiskanslari
þann 30. janúar 1933. Nýnasistar
halda upp á daginn með mikilli blys-
för í Berlín. Til að minnast ógnarár-
anna hafa samtök gegn útlendinga-
hatri og félög gyðinga í Þýskalandi,
ákveðið að kveikja á kertum viðs
vegar um landið undir kjörorðinu:
„Aldrei aftur". Kertaloginn á að vera
tákn um andúð á útlendingahatri og
kynþáttamisrétti.
Saurkólibakteríur í hamborgurum í borginni Seattle
BREÍl lR KdMNÍR 1 Pt RUCA iVí íÍ i
Tvö smábörn deyja af
völdum matareitnmar
TVÖ börn, drengur og stúlka, hafa dáið með nokkurra
daga millibili af völdum matareitrunar í borginni Seattle
á vesturströnd Bandaríkjanna. Er eitrunin rakin til saur-
kólibakteríu, escherichia coli 0157:H7, og lést drengurinn
rétt eftir að hafa borðað hamborgara á veitingahúsi, að
sögn Reuíers-fréttastofunnar.
Heilbrigðisyfírvöld í Seattle gáfu
út viðvöran í gær þar sem fólk var
hvatt til þess að gæta fyllsta hrein-
lætis og þvo sér sérstaklega vel
um hendur. Bakterían illskeytta var
sögð geta borist milli manna við
snertingu handa hefði viðkomandi
ekki þvegið sér eftir að hafa kom-
ist í snertingu við mengaðan mat
eða saur.
Viðvöranin var gefín út til þess
að reyna koma í veg fyrir frekari
útbreiðslu magakveisu sem hijáð
hefur um 250 manns í Seattle und-
anfarna daga. Hefur eitrunin í
flestum tilvikum verið rakin til
neyslu hamborgara á hamborgara-
stöðum sem ganga undir nafninu
Jack-in-the Box. Saurkólibakteríur
hafa fundist í sýnum hamborgara-
kjöts.
Hreinlæti nauðsynlegt
Samkvæmt upplýsingum Karls
Kristinssonar læknis, sérfræðings á
rannsóknarstofu Háskólans í sýkla-
fræði, er frekar sjaldgæft að saur-
kólibakteríur leiði menn til dauða.
Eðlilegt hreinlæti og rétt meðferð
matvæla ætti að koma í veg fyrir
veikindi af þeirra völdum. Sumir
stofnar hennar væru þó eitraðri en
aðrir og virtist sem þessi sérstaka
tegund bakteríunnar væri af þeim
flokki. Sagði Karl að hér á landi
hefði verið árangurslaust leitað að
henni í rúmt ár í fólki sem þjáðst
hefði af steinsmugu. Þó hefði í einu
tilviki fundist stofn sem eftir væri
að staðfesta hver væri.
Peruca- stíflan byrjaði að gefa sig f gær.
Allt að 20.000 manns eru í hættu.
Cetina
ZagrebS
Kariovac
®
Pemca-yaln
Peruca- stíflan
(ekki í réttum kvaröa)
65 metra há
Vrlika ®'
KRAJINA
KRÓATÍA
Otisic ®
BOSNÍA
:RZEGÓVÍNA
KRÓATÍA^-j
Celina-é J
Obrovac
Sinjski
Zelovo Hrvace
Fyrrum
Júgóslavía
Brnaze'
REUTER
HERSVEITIR Króata og Serba hafa tekist á um stóra
stíflu í Króatíu síðustu daga og hefur verið óttast að
Serbar myndu reyna sprengja hana í loft upp en gerðist
það yrði byggð neðan stíflunnar í stórhættu.