Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993 F élagsleg einangnin algengt vandamál aldraðra og öryrkja Rætt við Hallberu Friðriksdóttur forstöðu- mann Múlabæjar um starfsemina þar „MEGINTILGANGURINN með rekstri Múlabæjar er að rjúfa fé- lagslega eingangrun aldraðra og öryrkja í heimahúsum og efla þá til þátttöku í daglegri umsýslan," sagði Hallbera Friðriksdóttir, forstöðumaður Múlabæjar, í samtali við Morgunblaðið. „Einnig er hlutverk okkar að stuðla að því að aldraðir og öryrlgar geti sem lengst búið í heimahúsum í stað langdvalarstofnana. Við léttum líka álagi af dagspítaladeiiduin sjúkrastofnana og greiðum fyrir útskriftum sjúklinga af sjúkrastofnunum.“ Múlabær, dagvistun aldraðra og öryrkja, sem er til húsa í Ármúla 34 í Reykjavík, tók formlega til starfa 27. janúar 1983. Aðdrag- andinn að stofnun Múlabæjar var að Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands, SÍBS og Samtök aldraðra tóku höndum saman á ári aldr- aðra, 1982, um að stofnsetja dag- vistun fyrir aldraða og öryrkja. Varð úr að SÍBS lagði til húsnæði þar sem Múlalundur hafði áður sína starfsemi. Var hafist handa við endurnýjun þessi húsnæðis og öll hönnun miðuð við þá starfsemi sem nú fer þar fram. Brýn þörf Starfsemin fór hægt af stað. í byijun var leyfi veitt fyrir vistun 24 einstaklinga, en frá 1. júní 1983 fékkst leyfi fyrir 48 einstakl- ingum á dag sem er núverandi fiöldi vistmanna. Fljótlega eftir opnun Múlabæjar kom í Ijós að þörfin fyrir starfsemi af þessu tagi var mjög brýn, því á sex mánuðum jókst fjöldi einstaklinga sem þjón- ustuna sóttu um helming. Biðlisti hefur verið frá upphafi og um nokkurt skeið hafa um 20 manns verið á biðlista. Að jafnaði dvelja 48 einstakling- ar á dag í Múlabæ og er algeng- ast að hver og einn dvelji tvo til þijá daga í viku, með þessu fyrir- komulagi nær þjónustan til mun fleiri. Venjulega eru innritaðir u.þ.b. 110-115 einstaklingar á mánuði. í byijun er áætlað að fólk fái dagvist í þijá mánuði en að þeim tíma liðnum er metið að nýju hvort þörf sé fyrir þetta form að- stoðar. Aðstæður hvers og eins eru þannig metnar með reglulegu millibili af lækni heimilisins, for- stöðumanni og hjúkrunarfræðingi. Náin samvinna er milli Múlabæjar og öldrunarlækningadeildar Land- spítalans. Félagsleg einangrun Hallbera var spurð hvort al- gengt væri að aldraðir og öryrkjar hafi einangrast í þjóðfélaginu. „Já, því miður virðist það vera raunin. Við erum aðeins hlekkur í stærra kerfi og fáum ábendingar víða að. Félagsmálastofnun og starfsfólk sjúkrahúsa veit af þess- um öryggisventli og erum við látin vita af einstaklingum sem eiga í erfiðleikum. Margt fólk sem hing- að hefur komið var orðið illa hald- ið af einangrunartilfinningu, svo illa að það bar þess bæði líkamleg og andleg merki. Þetta getur verið mikið vandamál, ekki síst fyrir þá sem misst hafa maka sinn. Þessir einstaklingar hafa oft myndað um sig skel sem erfítt getur verið að bijóta niður en starfsemin hér miðar markvist að því að endur- hæfa fólk í félagslegu tilliti." — Er efnahagur afgerandi þáttur varðandi félagslega ein- angrun? „Nei, fólk getur átt góða íbúð og haft rúm fjárráð en einangrast engu að síður. Oft er orsökin ekki síst sú að það á erfitt með að kom- ast leiðar sinna. Við höfum þijá leigubílstjóra í fullu starfi við að flytja fólkið fram og til baka. Þar sem þess er þörf fara þeir inn í íbúðir til fólks og aðstoða það út í bílana. Þetta er mjög þýðingar- mikil þjónusta því margir ejga erf- itt með að komast út í bflana hjálpalaust. Margir væru ekki fær- ir um að búa heima hjá sér og yrðu að flytjast á langdvalarstofn- anir ef þessi þjónusta væri ekki fyrir hendi.“ Morgunblaðið/Þorkell Blóðþrýstingnr mældur Hólmfríður Guðjónsdóttir vistmaður og Ragnheiður H. Jónhannsdóttir hjúkrunarfræðingur. Morgunblaðið/Júlíus Hallbera Friðriksdóttir for- stöðumaður. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Forsetinn í heimsókn Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, heimsótti Múlabæ sl. þriðju- dag og kynnti sér starfsemina þar. Á myndinni heilsar hún Guðríði Jóns- dóttur, sem er einn af vistmönnum Múlabæjar. Margskonar þjónusta „Við greiðum líka fyrir útskrift- Morgunblaðið/Þorkell Föndur Á myndinni eru réttsælis við borðið: Sigríður Einarsdóttir, Ingibjörg Lárusdóttir, Kristín Bjamadóttir, Gissur Guðmundsson, Jóna Björnsdótt- ir, Svava Tryggvadóttir og Kristín Ingvarsdóttir. þeirra og gerðar einfaldar rann- sóknir s.s. blóðþrýstingsmælingar. Einnig er fylgst með lyfjagjöfum og skipt um sáraumbúðir Hér em vinnustofur þar sem fengist er við ýmis verkefni. Við miðum að því að flétta saman starfsánægju og þjálfunarlegu gildi vinnunnar. Daglega er efnt til hópleikfimi sem sniðin er að getu vistfólksins þannig að sem flestir geti verið með. Einnig sinn- um við einstaklingsmeðferð þar sem sérstaklega er lögð áhersla á það sem þjálfa þarf hjá viðkom- andi einstaklingi. Hitameðferð er mjög vinsæl og ávallt fullsetið þar. Öll þjálfun fer fram í samráði við sjúkraþjálfa og hjúkrunarfræðing. Við bjóðum uppá alhliða hár- snyrtingu, bæði fyrir dömur og herra, og er hún veitt af hár- greiðslumeistara. Einnig kemur fótaaðgerðafræðingur tvo daga í viku og veitir þeim þjónustu sem þess óska. Þá er aðstoðað við böðun sem kemur sér vel fyrir þá sem ekki hafa getu til að baða sig sjálfir eða hafa ófullnægjandi aðstöðu til þess heima fyrir. um sjúklinga af sjúkrastofnunum með því að annast eftirmeðferð. Fylgst er með almennu heilsufari Fyrirlestur um lögsókn stríðs- glæpamamia EFRAIM Zuroff, forstöðumaður Simon Wiesenthal-stofnunarinnar í ísrael, heldur opinberan fyrir- Iestur á vegum Rannsóknarstofn- unar háskólans í siðfræði mánu- daginn 1. febrúar nk. í fyrirlestr- inum mun hann fjalla um tilraunir til að lögsaikja stríðsglæpamenn nasista í ýmsum löndum heims, sem er eitt af meginverkefnum Simon Wiesenthal-stofnunarinn- ar. Efraim Zuroff kemur til landsins á vegum stofnunar sinnar til að ræða við íslenska embættismenn og bauðst til að halda fyrirlestur um ofangreint efni. Rannsóknarstofnun háskólans í siðfræði telur mikilvægt að skiln- ingur fólks vaxi á málum af þessum toga en tekur fram að fyrirlesari talar í nafni Wiesenthal-stofnunar- innar en ekki Siðfræðistofnunar. Fyrirlesturinn verður haldinn í Odda, stofu 101 og hefst stundvís- lega kl. 20. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Árni Sæbcrg Nýir eigendur Eigendur að Plúsnum f.v. Ólafur Lúðvíksson, Guðmundína Kolbeinsdótt- ir, Kolbrún Guðmundsdóttir og Gunnar Steinn Almarsson. Plúsinn, nýr tónleikabar OPNAÐUR hefur verið nýr tónleikabar, Plúsinn að Vita- stíg 3, þar sem Púlsinn var áður til húsa. Plúsinn tekur að sér árshátíðir og þorrablót fyrir allt að 70 manns. Eigendur eru Ólafur Lúðvíksson, Guðmundína Kolbeinsdóttir, Gunnar Steinn Almarsson og Kolbrún Guðmundsdóttir. Menningarvika á dval- arheimilinu í Seljahlíð MENNINGARVIKA verður haldin dagana 1. til 6. febrúar á dvalarheimili aldraðra í Seljahlíð og er þetta 3. menningarvik- an sem haldin er með vistmönnum og starfsmönnum heimilisins. Mörg erindi verða flutt þessa viku og má þar nefna hugleiðingu Helga Seljan um ár aldraðra, er- indi Bjöms Einarssonar sérfræð- ings í öldmnarlækningum um svefn og svefnvenjur. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræð- ingur mun ræða um næringu og heilsu, Helgi Valdimarsson læknir og prófessor ræðir um ofnæmi og ónæmiskerfi, Páll Skúlason pró- fessor ræðir um tilgang lífsins og síðasta dag menningarvikunnar munu Bára Siguijónsdóttir og Ing- ólfur Margeirsson rithöfundur lesa úr bókinni Hjá Bám. Undanfarin tvö ár hafa menn- ingardagar af þessu tagi verið fjöl- sóttir af hálfu vistmanna ekki sið- ur en starfsfólks, en frá upphafi starfseminnar í Seljahlíð hefur vistmannaráð íbúanna unnið með starfsmönnum að margvíslegri starfsemi á heimilinu. Vistmanna- ráð skipa nú eftirtaldir aðilar: Agnes Kragh, Arinbjöm Árnason, Axel Ólafsson, Björnfríður Sigurð- ardóttir, Guðrún Möller, Oddur Thorarensen og Rósa Blöndal. Fyrirspumir og umræður Á eftir hveiju erindi verða leyfð- ar fyrirspumir og umræður og hafa oft spunnist hinar fjömgustu umræður um ólík efni enda er margt fólk til staðar sem hefur langa reynslu og mikla þekkingu sem áhugavert er að gefa mikinn gaum. Þá má einnig geta þess að í tengslum við menningarvikuna verður starfsfólk með sýningu á ýmsum listaverkum. Forstöðumaður Seljahlíðar er María Gísladóttir hjúkmnarfræð- ingur. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.