Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993 Sigurmunda Guð- mundsdóttír, Drangs- nesi - Minning Fædd 11. júlí 1932 Dáin 21. janúar 1993 Sé ég veg og vörður vísa upp í móti. Styrk. þarf til að standa, stikla á eggjagrjóti. Upp í bláu bergi blikar óskalindin. Blessun bíður þeirra, sem bijótast upp á tindinn. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Að kvöldi 21. janúar lést á Borg- arspítalanum tengdamóðir mín, Sig- urmunda Guðmundsdóttir, á sex- tugasta og fyrsta aldursári. Hún hafði þá barist hetjulegri baráttu við illvíga sjúkdóma um nokkurra ára skeið, og dvaldi hún svo að segja samfellt á sjúkrahúsi frá 20. júlí sl. Sú barátta var erfið oft og tíðum, en stundum rofaði til og allir fyllt- ust von, en sú von varð að litlu; maðurinn með ljáinn hafði betur. Simma, eins og hún var kölluð, var fædd á Litlu-Hellu á Hólmavík. Var hún frumburður foreldar sinna Guðmundar Björgvins Bjarnasonar, sem lést fyrir sex árum og eftirlif- andi eiginkonu hans, Guðrúnar ■ Björnsdóttur. Simma ólst að hluta til upp hjá ömmu sinni og afa á Drangsnesi. Á uppvaxtarárum sínum hafði hún mikið samneyti við föðurfólk sitt, þó einkum Ellu og Lárus og þeirra böm, og myndaðist mikil tryggð á milli þeirra sem systkin væru. Á Drangsnesi kynntist hún eftir- lifandi eiginmanni sínum, Magnúsi Guðmundssyni vegaverkstjóra. Hann er sonur Guðmundar Þ. Sig- urgeirssonar, sem látinn er fyrir 16 árum og eftirlifandi eiginkonu hans, Valgerðar Magnúsdóttur. Simma og Maggi settu saman heimili á Drangsnesi og bjuggu þar upp frá því, í bjartsýni og trú á sitt byggðarlag, þó ekki liti ailtaf vel út með atvinnu; en vilji er allt sem þarf. Það var því Simmu til mikillar gleði og ánægju þegar byggð fór að styrkjast á Drangsnesi, er ungt og bjartsýnt fólk fór að nýju að setjast þar að og byggði upp öfluga útgerð og atvinnustarfsemi. Simma og Maggi eignuðust þijú böm, Valgerði Guðmundu, gift Ás- bimi Magnússyni, skipstjóra. Börn þeirra era Sigurmunda Hlín. Unn- usti hennar er Guðjón U. Vilhjálms- son og eiga þau eina dóttur, Hall- dóra; Magnús Ölver og Þuríður; Guðmundur Björgvin útibússtjóri og oddviti, kvæntur Guðrúnu Guðjóns- dóttur. Böm þeirra era Ragnheiður Bima, Drífa og Magnús; Sigríður Bima, gift Arinbimi Bemharðssyni húsasmíðameistara. Börn þeirra era Amar, Bemharð og Tinna. Simma var bömum sínum góð móðir og bar hún mikla umhyggju fyrir þeim, var þeim félagi og ráð- gjafi í hverri raun, enda bera þau merki móður sinnar með sæmd. Hún naut nærvera bamabama sinna, las fyrir þau sögur og glettist við þau í tíma og ótíma. Bamabömin bára mikla virðingu fyrir ömmu sinni og mátti sjá gleðiglampa í augum henn- ar er hún talaði við þau. Simma var mikil fjölskyldumanneskja. Síðast í sumar hélt hún öllum afkomendum sínum veglega veislu í tilefni sex- tugsafmælis síns. Var það afar ánægjuleg stund sem allir nutu vel, þótt heilsa Simmu væri ekki sem skyldi. Heimili þeirra var opið öllum og var þar mikill gestagangur. Kom þar einkum tvennt til. Húsráðendur einkar gestrisnir og störf Magnúsar mörg. Þótt oft gustaði um störf Magnúsar þá sá aldrei á Simmu, hún var jöfn við alla. Hún var ráðs- kona í vegagerðarskúram í um 20 ár. Þar naut húsmóðirin sín vel og kappkostaði að alltaf væri nægur matur og allir fengju nóg. Milli Simmu og sumra vegagerðarmanna myndaðist mikill vinskapur og mátti heyra á orðspori þeirra að ráðskon- an hugsaði vel um sína menn. Það var í því eins og öðru sem ein- kenndi hana að hún gerði miklu meira en heilsan leyfði. Simma lifði góðu einkalífí, átti góðan mann sem hugsaði vel um hana í veikindum hennar sem og í annan tíma. Þau nutu ferðalaga um landið og ekki fannst þeim verra að hafa barnabörnin með í ferð. Börnin líkjast foreldrum sínum, heiðarlegt og gott fólk sem hefur nú misst mikið, en eftir lifir minning um góða móður. Bamabömin syrgja ömmu sína sem gaf þeim svo mikið af sér og miðlaði af reynslu sinni. Undirritað- ur getur vitnað um að það var gott að vera tengdasonur á þeirra heim- ili, léttleiki og hlýja sem henni var í blóð borin og aðstoð í blíðu og stríðu. Simma sagði mér það oft að hún myndi ekki hræaðst dauðann, því að hún kvaðst þess fullviss hvað tæki við og það væri bjartara fram- undan. Ég vil fyrir hönd bama hennar þakka þeim sem glöddu hana með heimsóknum á sjúkrahúsið svo og starfsfólki deildar A6 á Borgarspít- alanum, sem annaðist hana með einstakri umhyggju og alúð. Móður hennar, eiginmanni, böm- um, bamabömum, barnabama- bami, tengdabömum, systkinum og öðram aðstandendum votta ég mín- ar dýpstu samúð. Minningin um mannbætandi sæmdarkonu mun lifa með okkur öllum. Guð blessi minningu Sigur- mundu Guðmundsdóttur. Arínbjöm. Hún amma er dáin! Fregnin um andlát ömmu okkar kom eins og reiðarslag yfír okkur og vildum við ekki trúa því að amma á Borg væri dáin. Þó vissum við að amma var búin að vera mikið veik. Við skynjuðum þó aldrei nálægð dauðans í heimsóknum okkar til ömmu, því hún talaði alltaf meira um okkar hagi en veikindi sín. Við sem áttum því láni að fagna að alast upp í nábýli við ömmu og afa minnumst með mikilli gleði allra samverastundanna á Borg. Það var notalegt að geta hvenær sem er hlaupið inn til ömmu, hvort heldur var í gleði eða sorg, og notið henn- ar ráða, því alltaf var hún tilbúin að leysa vanda okkar. Og stundum þegar okkur leið illa benti hún okk- ur á að setja okkur í spor annarra. Ailtaf átti amma eitthvert góðgæti handa okkur og gætti þess vel að enginn færi út með tóman maga. Amma var lagin og dugleg við pijóna- og saumaskap og ófáar flík- urnar gaf hún okkur. Amma hafði mikla gleði af öllum samverastundum með fjölskyldunni. í sumar þegar hún varð sextug vildi hún minnast þeirra tímamóta í faðmi fjölskyldunnar og var það dýrmæt stund fyrir okkur öll. Alltaf á aðfangadag var öll fjölskyldan saman og ætíð var sama tilhlökkun- in að vera með ömmu og afa á Borg, og ekki var laust við að okk- ur fyndist tómlegt á jólum þegar heilsan hjá ömmu leyfði ekki lengur svo viðamikið jólahald. í sumar þegar veikindi ömmu vora orðin mjög alvarleg og séð varð að amma gæti ekki verið heima á Drangsnesi yfír veturinn, réðust þau afí, Sigga og Arinbjörn í það að kaupa íbúð í raðhúsi þar sem amma gæti verið undir verndar- væng Siggu og Arinbjöms, meðan afi væri fyrir norðan. Okkur leið vel við tilhugsunina um að amma væri í öraggum höndum þegar afí væri ekki heima, en ekki auðnaðist henni að flytjast í nýja húsið. Kallið kom og nú er hún amma hjá Guði. Með þessum fáu línum viljum við þakka ömmu fýrir þau ár sem við fengum að njóta með henni. Elsku afí, Guð gefi þér styrk í sorg þinni. Guð blessi minningu ömmu okk- ar. Ommubörnin. Sigurmunda S. Guðmundsdóttir var fædd 11. júlí 1932. Hún var elsta bam Guðrúnar Björnsdóttur, sem lifír dóttur sína og bróður okk- ar, Guðmundar Björgvins Bjama- sonar. Fanný Sigríður Lár- usdóttír - Minning Fædd 3. janúar 1898 Dáin 18. janúar 1993 Ömmusystir mín, Fanney Sigríður Lárasdóttir, andaðist á dvalarheimil- inu Garðvangi í Garði 18. janúar sl., 95 ára að aldri. Hún fæddist í Skarði í Gönguskörðum 3. janúar 1898, dóttir Lárusar Jóns Stefáns- sonar og seinni konu hans Sigríðar Bjargar Sveinsdóttur, sem bjuggu í Skarði um fjöratíu ára skeið og áttu saman tólf böm, en auk þess eignað- ist Lárus átta böm með öðram kon- um. Af bömum þeirra Lárusar og Sigríðar eru þijú á iífi: Emelía á Sauðárkróki, ekkja Brynjólfs Daniv- alssonar í Árbæ á Sauðárkróki, Guð- mundur í Reykjavík, kvæntur Jófríði Jónsdóttur og Klara á Sauðárkróki, ekkja Guðmundar Halldórssonar húsgagnabólstrara í Keflavík. Fanný var sú fímmta í röðinni af alsystkinunum, Hún ólst upp hjá foreldrum sínum og vandist ung við öll þau störf sem leysa þurfti af hendi á stóru sveitaheimili. Þó böm- in væra mörg og efni fremur af skomum skammti, komst heimilið undra vel af, enda fjölskyldan sam- hent í besta lagi og lífsgleði og bjart- sýni mjög einkennandi fyrir Skarðs- heimilið. Föður sinn missti Fanney árið 1929, en móðir hennar bjó ekkja í Skarði 1929-1936, að sonur hennar Ólafur Lárasson tók þar við búsforr- áðum og átti hann síðar eftir að gera þann garð allfrægan. Öll þessi ár vann Fanný heimilinu í Skarði og eftir að Ólafur bróðir hennar tók við búinu, var hún ráðskona hjá honum 1936-1947, en fluttist þá um vorið suður í Keflavík til Klöru syst- ur sinnar og Guðmundar manns hennar. Hafði móðir hennar flust þangað tveimur eða þremur árum áður, en þær mæðgur voru alla tíð mjög samrýndar. Fanný átti heimili hjá Klöru og Guðmundi 1947-1979, en dvaldist stundum í Reykjavík hjá bræðram sínum Guðmundi og Jó- hanni. Hinn 1. júlí 1979 fluttist hún á öldranarheimilið Garðvang og var þar síðan til æviloka. Hvorki giftist hún né eignaðist bam, en mörg börn nutu samt hennar móðurlegu um- hyggju þegar hún var í Skarði, eink- um systkinabörn hennar, Jóhann Guðmundsson og Sigríður Vilhelms- dóttir, sem ólust þar upp að mestu leyti. Þau era nú bæði búsett í Kefla- vík. Fanný var lítil kona vexti og grannholda, gráeygð, með mikið og fallegt rautt hár á yngri árum, en hærðist með aldrinum. Hún var talin myndar- og fríðleikskona þegar hún var upp á sitt besta, og stjórnsöm í betra lagi. Hún var skapkona tölu- verð og afar tilfinninganæm, trygg- lynd og artarleg þeim er hún tók, en gat verið afar langrækin ef út í það fór. Hún var allsæmilega gefín, en mjög sérsinna og kom það fram á ýmsan hátt. Hún átti til léttan húmor og komst oft hnyttilega að orði. Hún var jafnan neyslugrönn og voru nautnir hennar fremur af andlegum en veraldlegum toga. Hún var sterktrúuð og mjög kirkjurækin og bænrækin, barnslega einlæg og heil í trú sinni. Hún var löngum heilsuveil og næstum alblind síðustu árin, en bar krankleika sinn með þolinmæði og trúarstyrk. Síðustu mánuðina vissi hún lítið eða ekkert í þennan heim. Mínar fyrstu bemskuminningar eru að öðrum þræði bundnar við Fönnu frænku, en allar mína barn- æsku og reyndar lengi síðan var hún fjölskyldumeðlimur á heimili því, sem ég sleit bamsskónum á, hjá föðurforeldram mínum Guðmundi Halldórssyni og Klöru Lárusdóttur í Kefiavík, þar sem hún hafði sérher- bergi út af fyrir sig. Hún hafði nokk- urn veg og vanda af mínu uppeldi og innprentaði mér guðsótta og góða siði, reyndar með misjöfnum árangri. Hún fór með mig í gönguferðir þeg- ar ég var krakki, sagði mér margt frá gamalli tíð, kenndi mér bænir og vers og líka eitthvað af veraldleg- um kveðskap. Og hún skrifaði upp fyrir mig stafróf sem varð undirstað- an að lestrar- og skriftarkunnáttu minni. Ég ætla að í Fönnu frænku hafi búið talsvert fræðimannaeðli, a.m.k. hélt hún til haga ýmsum fróð- leik, t.d. blaðaúrklippum um hin og þessi efni, og fæðingardögum ættar- meðlima. Meðan þrek og kraftar leyfðu gerði hún mikið að því að pijóna og hekla alls kyns flíkur, einkum sokkaplögg og vettlinga, sem hún gaf hinum og þessum, og einnig heklaði hún ungbamaskó með margs konar munstri úr hvítu garni, en skó þessa keyptu barnafataversl- anir í Reykjavík af henni. Var sú handavinna réttnefndur listiðnaður. í endurminningunni stendur gamla konan mér ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum sitjandi á rúminu sínu, með pijónana eða heklunálina, raulandi fyrir munni sér. Einnig eru mér minnisstæðar móttökurnar hjá henni eftir að hún fluttist á Garðvang. Var hún þá óþreytandi á að traktera gesti sína á kexi, sælgæti og gos- drykkjum, einkum ef að börn vora þar með í för. Er árin færðust yfír Fannýju fyllt- ist hún ákafri löngun til að flytjast norður til átthaganna í Skagafírði. Voru gerðar ítrekaðar tilraunir til að fá fyrir hana pláss á ellideild Sjúkrahúss Skagfirðinga, en þegar það ioks var til reiðu var heilsu henn- ar svo komið að ekki þótti ráðlegt að flytja hana norður. Mörgum áram fyrir dauða sinn hafði hún gert ráð- Þau hjón, Guðmundur og Guðrún, bjuggu þá ásamt með foreldram okkar á Hafnarhólmi. Þegar Simma, en svo var Sigurmunda oftast köll- uð, er fimm ára gömul hættu fjöl- skyldumar að búa á Hafnarhólmi. Við fluttumst á Dranganes en fjöl- skylda Guðmundar til Hólmavíkur. Þau bönd sem bundin vora á Hafn- arhólmi héldu og fór svo að Simma var langdvölum á Drangsnesi hjá ömmu sinni og afa. Þegar bátur kom frá Hólmavík yfír fjörðinn til Drangsness og Simma var með þá sagði hún gjaman: „Böggullinn þinn er kominn, amma.“ Þessar samverar á Hafnarhólmi og síðar á heimili foreldra okkar á Drangsnesi valda því að Simma var okkur frekar sem systir en frænka. Vetuma 1947 til 1948 var Simma í húsmæðraskóla á Löngumýri í Skagafírði. Það nám átti eftir að nýtast henni vel síðar þegar hún vann sem matráðskona hjá Vega- gerðinni. Simma giftist Magnúsi Guðmundssyni frá Ásbjarnarstöðum fyrir nær 40 áram eða 1953. Hjóna- band þeirra var gæfuríkt og gott. Magnús hefur lengst af sambúð þeirra starfað sem verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins. Simma og Maggi hafa alla tíð átt heima á Drangs- nesi. Þau eignuðust þijú böm, Val- gerði, Guðmund og Sigríði, og níu era barnabömin. Simma var félagslynd, tók þátt í starfi kvenfélagsins á Drangsnesi og hefur staðið með fjölskyldu sinni í því að vinna að framfaramálum á Drangsnesi. Það var gaman að koma í nýja félagsheimilið á Drangsnesi 1991, þegar við í upp- hafí ættarmóts í Bjamarfirði kom- um og þáðum kaffi þar, og sjá hveiju samstillt og duglegt fólk á Drangsnesi hafði fengið áorkað. Hin erfíðu veikindi settu sinn svip á líf Simmu síðustu ár. Fjölskyldan sýndi í þeim veikindum samstöðu sína og styrk og reyndist henni ómetanlega. Þótt mikið reyndi á Simmu heyrðist hún aldrei kvarta. Nú er hún horfín á braut yfir í annan heim. Við „systur" hennar geymum minningarnar um glettnis- fulla ljúflinginn sem aldrei skipti skapi og yljum okkur við þær um leið og við þökkum fyrir samveru- stundirnar, gleðina og gestrisnina. Við biðjum góðan guð að varð- veita minningu þína og styðja móð- ur þína, Magnús og börnin þín nú á sorgarstund og um alla framtíð. Polla og Ella. stafanir til þess að hún mætti l'éggj- ast til hinstu hvíldar í skagfirskri mold og verður hún jarðsett við hlið foreldra sinna í Sauðárkrókskirkju- garði laugardaginn 30. janúar nk. Ég kveð Fönnu frænku með þökk fyrir þá góðvild og hlýju sem hún sýndi mér alla tíð og vona að henn verði að trú sinni hinum megin graf- ar. Guðmundur Sigurður Jóhannsson. Hún Fanna okkar er farin. í bijósti okkar berum við söknuð frek- ar en sorg. Við vitum nefnilega að henni líður betur núna. Fanna var mjög gjafmild kona. Ávallt þegar við komum í heimsókn var tekið á móti okkur með brosi og opnum örmum. Sama hversu stutt heimsóknin var, hún var ávallt þakklát. Það þurfti svo lítið til að gera hana ánægða. Við vitum að hún fylgist með okkur núna og styður okkur. Hún er ekki farin þó hún sé dáin, því minningin um hana mun ávallt lifa. Við munum hugsa til Fönnu á hveij- um degi, því okkur þótti svo vænt um hana. Líf hennar snerist um að gera öðram gott og þannig munum við minnast hennar. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið. Gleddu’ og blessaðu þá sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Sigríður og Fanný. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.