Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993 Bravó Helga! eftir Elínu K. Thorarensen Um jólaleytið barst mér í hend- ur bók Helgu Siguijónsdóttur, námsráðgjafa, sem útgefín er af Náms- og foreldraráðgjöfinni og las hana með athygli. Bókin heitir Skóli í kreppu. Hana ættu sem flestir að lesa, alla vega þeir, sem hafa áhuga á menntun og skóla- haldi á þessu landi. Bókin fæst hjá Námsgagnastofnun og á að fást hjá Bóksölu stúdenta. " Áður hafði ég lesið í Morgun- blaðið og DV sinn hvorn ritdóminn um bókina, sem birtust seinni part nóvember í sitt hvoru blaðinu með tveggja daga millibili. Hvorki voru þessir ritdómar tengdir faglegri úttekt né örlar á nokkrum þeim skilningi á því viðkvæma vanda- máli, sem hér er á ferðinni, sem sé 25% fall nemenda í hinum al- menna grunnskóla, enda þótt báð- ir ritdómendur tengist skóla og menntun. Það er ekki rétt, að samkvæmt skoðunum Helgu sé sá skóli beztur sem sinnir þessum nemendum (25% fall, innskot höfundar) mest. Það sem Helga á við, er það, að grunnskóli, sem er skyldunám og sem vill standa undir nafni, sinnir einnig þeim löku og reynir að finna ástæðuna fyrir því, að þeir standa sig ekki betur. En ástæður fyrir slíku geta verið margvíslegar, eins og allir vita. Þá er engin ástæða fyrir því að láta fara fyrir bijóstið á sér, að Helga skuli gefa bók sína út sjálf né það sem verra sé, að hún hafi orðið til á 6 sl. árum en „ekki löngum starfsferli". En í því felst misskilningurinn. Bókin Skóli í kreppu byijaði að verða til árið 1957, þegar Helga byijaði sem ungur kennari í Kópavogsskóla. Ef við drögum árið 1957 frá árinu 1993, koma út 36 ár, -5 ár (sem seinna kemur skýring á), þá fáum við út 31 ár, sem ég held að flest- ir verði mér sámmála um, að sé þó nokkuð langur starfsferill. Það er heldur ekki rétt, að bókin sé morandi af ritvillum. Slíkur dómur er ótrúlega ófyrirleitinn, þótt skoð- anaskipti séu mismunandi ogjaðr- ar við atvinnuróg. Að kennari, sem er búinn að vera 30 ár í starfi, skuli vera sakaður um að vera ekki sendibréfsfær, og ekki nóg með það, hann er með BA-próf í íslensku frá HÍ. Stafsetning er ágæt og bókin ekki með fleiri vill- um en almennt gerist í útgáfu. Prentvillupúkinn fer ekki í mann- greinarálit. Stundum hafa stafir fallið brott í endingu eða innan í orði. Hlutir sem alltaf geta gerzt. Helga reynir hvorki að gerast rit- höfundur né fræðimaður. Hún er nefnilega hvort tveggja. Hún berst fyrir málstað sem hinn íslenzki almenni grunnskóli hefur hvorki hirt um né verið fær um að með- höndla, sakir fordóma. Helga er lengi búin að beijast fyrir réttindum þessara nemenda, sem hafa hingað til verið flokkað- ir „of heimskir til að læra“. Sú er þó ekki raunin. Misjafnir nem- endur eru misheppnir með kennara og heimilisástæður. Þeir, sem lenda hjá færum og samvizkusöm- um kennara, t.d. allt frá byijun, hafa geysilegt forskot á hina, sem lenda tíðum á kennaraskiptum og mishæfum kennurum. Þá er Helga sökuð um, að hún hafí ekki tamið sér sjálfsaga. í sambandi við sjálf- sagann er rétt að líta á feril Helgu, allt frá því að hún byijaði að kenna í Kópavogsskóla 1957, þá nýlega orðin 21 árs. Þar kennir hún í 15 ár til ársins 1972. Síðan koma 5 ár, sem hún eyðir í háskólanám, sem Iýkur með BA-prófí í þremur fögum frá HÍ, í íslenzku, sálfræði og sögu 1979, og takið eftir, hún byijar kennslu 1977 við Víghóla- skóla, sem sé_ hún vinnur með námi sínu í HÍ í tvö ár. Hún er stúdent frá MR 1956, og með kennarapróf frá Kennaraskóla ís- lands 1957. Hún hefur stundað nám í námsráðgjöf við HÍ og al- mennri bókmenntafræði við há- skólann í Gautaborg. Hún kennir við Víghólaskóla til ársins 1982 og við Menntaskólann í Kópavogi frá 1982, þar sem hún hefur verið námsráðgjafí einnig frá 1983. Auk þess hefur hún verið stundakenn- ari í nokkur ár við Háskóla íslands og Kennaraháskóla íslands og kennt kennslufræði, íslenzku og kennslu seinfærra nemenda á framhaldsskólastigi. Hún er núna í magistemámi í málfræði og bók- menntum við Háskóla íslands. Eftir hana liggja 3 bækur um kennslumál og ein um kvenfrelsi og -baráttu. Hún hefur fengið styrk frá HÍ til að skrifa sögu Rauðsokkahreyfingarinnar á Is- landi. Er líklegt að slík kona hafí ekki tamið sér aga? Svari hver fyrir sig. Þá hefur hún tekið.virk- an þátt í félagsmálum og verið bæjarfulltrúi í Kópavogi í 5 ár og setið í ýmsum nefndum og ráðum. Árið 1975 á kvennaári SÞ hafði hún frumkvæði um stofnun jafn- réttisnefndar í Kópavogi, hinnar fyrstu á landinu. Nei, ritdómendur létu alveg sitt eigið agaleysi fara með sig með því að annaðhvort lesa ekki blaðsíðu 5 í bókinni eða láta sem þeir vissu ekki af henni, en á henni er náms- og starfsfer- ill Helgu rakinn. Af honum má sjá, að hér er einstök úrvalskona á ferð. Sömuleiðis hefur ritdómara yfírsést hvað Helga segir um les- blinduna, og eru ummæli hennar þó á bókarkápu, þar sem hann sakar Helgu um, „að bók hennar beri þó ekki merki, að hún sé í þjónustu við lesblint fólk“. Á bók- arkápu segir: „Á fræðimáli er tal- að um „dyslexíu“ en er í daglegu tali nefnt lesblinda eða stafblinda. Hvorugt orðið þykir nógu gott, af því að hér er um að ræða smávægi- legt þroskafrávik, sem hvorki á skylt við eiginlega blindu né hefur í för með sér útilokun frá námi almennt eða í einstökum náms- greinum." Þá fer mikið í taugarnar á rit- dómara, „hið óbilandi sjálfstraust Helgu, offsetfjölritun hennar og það, að Helga skuli hafa gefíð hana út sjálf“. Hvers vegna skyldi hún ekki vinna verkið á sem hag- kvæmastan hátt? Alla vega veltir hún ekki kostnaði yfir á aðra. Ef kona sýnir fjármálavit, þá er oft erfítt að kyngja því, sérstaklega fyrir litlar sálir. Þá kem ég að sjálfri bókinni. í formála verður Helgu tíðrætt um dreng árið 1957, sem varð ekki vel læs fyrr en eftir fermingu. í dag er hann atvinnurekandi, vand- aður fagmaður og umhyggjusam- ur fjölskyldufaðir. Ég skil Helgu vel í þessari frásögn. Hvaða kenn- ari hefur ekki áhyggjur af illa læsum nemanda sínum? Vegna einstakrar lagni og aðstoðar Helgu þurfti þessi drengur ekki að sitja eftir í bekk (innsk. höf.). Þá giltu fræðslulög frá 1946. Þá minnist Helga á grunnskólalögin, sem samþykkt voru 1974, þar sem hætt var að raða í bekki eftir eink- unum, skólar opnuðu dyr sínar fyrir foreldrum og sérkennsla var aukin. Nú varð ekkert fall í 12 ára bekk né neins staðar í skyldu- námi. En raunin varð þó önnur. Tossar eru ennþá í skólum og þeim líður illa, af því að skólanum hefur ekki tekizt að koma þeim heilum í höfn. í dag keppast framhalds- skólarnir við að sveija þá af sér vegna fordóma, að þessir nemend- ur geti ekki lært! Helga varð margs vísari, er hún auglýsti ráð- gjöf á eigin vegum vorið 1992. Þá kom í ljós, að virkileg þörf var að líta nánar á þessi mál. Ég á það sammerkt með Helgu að mér leið alltaf ákaflega vel í skóla, með smáundantekningu, og hafði góða kennara. Hins vegar, eins og Helga komst að raun um, eftir að hún fór að kenna, leið ekki öllum nemendum eins vel og okkur. Ég kannast vel við eins og hún að fá litla áheyrn hjá sam- kennurum okkar í því, sem okkur fannst fara aflaga. En Helga kem- ur víða við. Hún rekur réttarbót þá, sem landsprófið með fræðslu- lögum frá 1946 var, einkum fyrir alþýðufólk sem minni tekjur höfðu og jafnaði aðstöðu þeirra nemenda sem vildu komast í menntaskólana og sýnir fram á þá kaldhæðni, að einmitt landsprófið var gagnrýnt seinna og talið standa í vegi fyrir frekari skólagöngu margra ungl- inga. Þá rekur Helga, að almennt hafí harka og einstrengingsskapur gagnvart nemendum minnkað og umburðarlyndi aukizt með grunn- skólalögunum 1974. Nýjamennta- kerfíð sé sveigjanlegra en hið fLÍSABÓNUS Veggflísar 20x25 kr. 1.495, JcFt-2t2 00 Gólfflísar 20x20 kr. 1.395, Jtc^OOO Gólfflísar 30x30 kr. 1.495, -kfr-S.iOO- Flísalím 25 kg. kr. 2.490, Jcr- ^éQQ' Baúskápar meó 20-35% aíslætti. Eldtiusifuiréttingar 20% afsláttur trá góúu verói. Nýborg c§5 Skútuvogi 4 Sími 812470 „Ég leggþvítil, að Helga Sig-urjónsdóttir verði gerð að skóla- stjóra skóla fyrir sein- fær börn alls staðar af landinu.“ gamla og það auðveldi fólki að taka upp þráðinn að nýju eftir hlé á námi og stöðugt fleiri taki stúd- entspróf. Einnig að námskröfur hafi aukizt á seinni árum. Að skóladagurinn í dag sé meira og minna sundurslitinn, þar sem við- vera í skóla, rúmlega 30 árum fyrr, var frá kl. 8-13.30. Yfirferð námsefnis miklu meiri í dag, og oft þar af leiðandi farið yfir það á hundavaði. Helga minnist á, að blöndun í bekki geti orðið til að viðhalda flokkun, þ.e. að sú hugs- un, að ákveðinn hópur heilbrigðra bama geti ekki lært, þá sé það flokkun af því tagi, sem kúgun og misrétti byggist á. Of Iangt yrði að telja allt það upp, sem Helga réttilega rekur í þessari ágætu og umfram allt vel fram settu bók sinni. Það hefur nefni- lega enginn skrifað ennþá um galla og kosti hins íslenzka skóla- kerfís nema hún. Og búast mátti við óhljóðum af minna tilefni. Ef ég á að finna eitthvað að bókinni, þá líkar mér ekki orðið „vænting- ar“ á bls. 19. Það orðskrípi er búið að búa alltof vel um sig í ís- lenzku máli. Betur færi að nota „vonir“ eða „eftirvænting“. Þá eru ekki kaflar alveg í tímaröð. Bókin er einstök stoð fyrir foreldra og þá kennara, sem vilja vanda sig. Þá er spurningin: Höfum við efni á að setja 25% nemenda í atvinnuleysi, af því þeir hafa ekki tilskilin próf? Er þá ekki stutt leið- in í afbrotin og fíkniefnin? Fyrir 10-15 árum var blaðaviðtal við fíkniefnasala, náttúrlega ekki und- ir nafni. Hann taldi markaðinn hér á landi slæman „vegna almennrar velsældar og góðra heimilishaga“. Ég er hrædd um, að margt hafi breytzt síðan. Eg legg því til, að Helga Sigur- jónsdóttir verði gerð að skólastjóra skóla fyrir seinfær börn alls staðar af landinu. Hún hefði algjört úr- slitavald, hvaða kennara hún veldi til samstarfs. íslenzki grunnskól- inn h'efur verið ódýr til þessa, og líta má á, að samfélagið skuldi þessum nemendum eitthvað. Þess vegna þarf hið opinbera að greiða uppihald og fæði þessara nemenda að fullu utan af landi. Undir for- ystu Helgu og samverkamanna hennar næðist farsæl lausn, sem myndi skila sér margfalt aftur til þjóðarbúsins. Mikið af þessum nemendum færu annars forgörð- um. „Og fyrsta afbrot er ákall um hjálp.“ Grein Margrétar Þorvalds- dóttur í Morgunblaðinu 12. nóvember 1992. Grein Siglaugs Brynleifssonar í Morgunblaðinu 1. desember 1992, „Skuggahliðar nýskólastefnunnar,“ er einnig prýðileg. Báðum þessum höfund- um þakka ég margar góðar grein- ar og les allt, sem þau skrifa með athygli. Bílstjóra utanríkisráð- herra, Kristni T. Haraldssyni, grein hans í Morgunblaðinu 15. desember „Erum við vakandi,“ í sambandi við fíkniefni, Hörpu Hreinsdóttur í Morgunblaðinu 24. desember 1992, réttmætar at- hugasemdir hennar við grein Hjálmars Árnasonar 8. desember og Unni Halldórsdóttur í Morgun- blaðinu 1. desember 1992, grein hennar um náms- og starfsval, þakka ég góðar greinar. Að lokum vil ég segja þetta: Helga Siguijónsdóttir er algjör brautryðjandi í þessum málum. Hún hefur vitið, viljann og dugnaðinn. Við hin, sem héldum að okkur höndum, þökkum henni í auðmýkt. Höfundur er kennari. ARNAÐ HEILLA (Ljósm. Rut) HJÓNABAND. 3. janúar sl. voru gefín saman í hjónaband Magnea Lena Bjömsdóttir og Pétur Gunnar Þjóðólfsson í Aðventkirkjunni af sr. Þórsteini Ragnarssyni. Heimili þeirra er á Hjallabraut 2, Kópavogi. . (Ljósm. Rut) HJONABAND. NÝLEGA voru gefín saman í hjónaband Guðnín Tómasdóttir og Guðmundur Örn Hansson í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni. Heimili þeirra er á Víðiteig 4, Mosfellsbæ. HAFNFIRDINGAR! ÚTSALA! Mikið úrval af íþróttavörum og fatnaói fró NIKE og VENICE BEACH. Opió í dag frá kl. 10-4. FjÖlsporf, Lækjargötu 34c, Hafn., s. 65 25 92.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.