Morgunblaðið - 30.01.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993
29
SJONARHORN
Góð kunnátta í erlendum
málum er nauðsynleg
Málanám er auðveldast á æskuárum
Því yngri sem börn eru þegar
þau hefja nám í erlendum mál-
um reynist þeim auðveldara að
ná góðum tökum á tungumálun-
um. Þetta fyrirbrigði er löngu
þekkt
Tungumálakennslan
hér umdeild
Hér á landi hefur lengi verið
umdeilt í kennarastétt hversu
snemma á skólaferlinum nemend-
ur eigi að hefja tungumálanám.
Margir kennarar hafa haldið því
fram, að bömin verði fyrst að
hafa náð góðu valdi á móðurmál-
inu áður en þau fái að læra erlent
tungumál. Aðrir hafa þó bent á
að böm og unglingar haldi málum
aðskildum, þ.e. blanda þeim ekki
saman, svo lengi sem þau nái
góðum tökum á erlenda málinu.
Síðan hefur þriðji hópurinn látið
til sín heyra. Talsmenn úr þeim
hópi halda því fram að margir
unglingar geti ekki lært erlend
tungumál, þess vegna sé mála-
kennslan tímaeyðsla og best
sleppa henni.
Meiri kröfur gerðar
til aðfluttra
Það er ákveðin þversögn í þess-
um rökum, því að á sama tíma
og þessu er haldið fram, þykir
sjálfsagt að bæði böm og ungling-
ar sem koma til landsins erlends
frá og setjast hér á skólabekk,
læri íslenskuna helst strax og
hnökralaust, þrátt fyrir að að ís-
lenskan sé fyrir flest þeirra erlent
tungumál (og bæði þrælsnúið og
erfitt). Mörgum ungmennum hef-
ur þó tekist ótrúlega vel að ná
tökum á íslenskunni, árangurinn
fer oft eftir aldri þeirra þegar þau
koma inn í íslenska skólakerfið
og móttökunum sem þau fá þar.
En það verður að segjast eins og
er, að oft hefur þessum nemend-
um verið sýndur lítill skilningur.
Vera má að þar hafí komi til viss
þekkingarskortur á því hvernig
nemendur nema erlend tungumál
yfírleitt.
Tungumálanám auðveldast
á æskuárum
Á undanfömum ámm hafa
aukist rannsóknir á þroska og
starfsemi heilans en hann fer í
gegnum ákveðin þroskaskeið. Á
fyrstu 15 árunum fara börn í
gegnum marga mjög örlagaríka
þroskaferla, þar sem ákveðnar
taugafmmur ná að þroskast eðli-
lega, ef þær fá rétta örvun, ann-
ars missa þær mikilvæg tengsl
sem hafa bein áhrif á starfsemi
heilans.
Helen J. Neville sérfræðingur
á tauga-vitsmunasviði, við Salk
Institute í La Jolla í Kalifornínu,
og samstarfsmenn hennar hafa
rannsakað þennan feril sérstak-
lega. Vísindamennimir gerðu
rannsóknir á rafbylgjum í heila
fólks sem fæðst hefur heyrnar-
iaust og fólki með eðlilega heyrn
sem annað hvort var innflytjendur
eða sem hafði lært ensku sem
annað tungumál, og svo inn-
fæddra Bandaríkjamanna sem
aðeins töluðu eitt tungumál
þ.e.a.s. ensku. Rafbylgjumar vom
mældar með sérstöku mælitæki
sem sett var á höfuð fólksins, síð-
an vom lagðar fyrir fólkið setn-
ingar á ensku og það beðið um
að svara hvort setningar sem oft
innihéldu röng orð eða ranga setn-
ingaskipan, væru skiljanlegar.
Niðurstöðumar sannfærðu vís-
indamennina um að á uppvaxtar-
ámnum geti allir lært að nota
nafnorð og sagnir á réttan hátt.
Aftur móti virðist tímaskeiðið sem
fólk hefur til að læra að beita
málkerfinu á réttan hátt., þ.e.
rétt notkun greinis, sagnbeyginga
og forsetningar, vera mun styttra.
Nauðsynlegt að hefja
tungumálanám fyrir
11 ára aldur
Vísindamennirnir segja að ef
einstaklingar nái að læra tungu-
málið á þessu örlagaríka tíma-
skeiði, þrói hægri helmingur heil-
ans sérstakt kerfi til að vinna úr
þessum upplýsingum málkerfis-
ins. Þetta kom fram við mælingar
á rafsviðsbylgjum í heila þeirra
einstaklinga sem aðeins töluðu
enskuna og hjá þeim sem höfðu
komið sem innflytjendur til lands-
ins fyrir þriggja ára aldur.
En í heila heymarlausra sem
venjulega læra ekki uppbygginu
málsins fyrr en þeir læra að lesa
í barnaskóla, og hjá þeim sem
gerst höfðu innflytjendur á full-
orðinsárum reyndist engin raf-
bylgjustarfsemi vera mælanleg í
þeim hluta heilans sem sýndi svör-
un við málfræðilegum uppiýsing-
um í ensku.
Neville segir að ef dregið sé
of lengi að hefja kennslu í tungu-
málum, nái þessar ákveðnu mál-
stöðvar í heilanum ekki að þrosk-
ast eðlilega. Hún leggur til að
tungumálanám hefjist fyrir 11 ára
aldur ef takast á að ná góðum
tökum á málinu.
Góð málkunnátta er
grundvöllur eðlilegra
samskipta við aðrar þjóðir
Þessar rannsóknir eru mjög
athyglisverðar, ekki síst fyrir okk-
ur Islendinga þar sem fyrirsjáan-
legt er að við munum í næstu
framtíð tengjast öðrum þjóðum
mun fastari böndum en áður á
stjómunar- og viðskiptasviðum.
Við tölum fágæta tungu, sem
öðrum þjóðum er óskiljanleg,
þessvegna verður að leggja mun
meiri áherslu á það en nú er gert,
að fólk geti lært til hlítar tungu-
mál helstu viðskiptaþjóða. Góð
kunnátta og fæmi í erlendum
tungumálum getur ráðið úrslitum
um það hvort þjóðin nái að eiga
eðlileg samskipti við aðrar þjóðir
á jafnréttisgrundvelli. Fólk verður
að geta tjáð sig á erlendum málum
á þann veg að ekki komi upp
misskilningur þegar gæta þarf
hags lands og þjóðar á erlendum
vettvangi. Það er ástæðulaust að
vera hlunnfarinn vegna ónógrar
tungumálakunnáttu, eins og mörg
dæmi munu vera um á liðum
árum.
M. Þorv.
seljuna vel. Skerið hvort tveggja
í sneiðar og sjóðið með í 5 mínút-
ur. Hafíð hægan hita. Setjið tóm-
atana og soðið úr dósinni ásamt
súputening saman við.
6. Setjið baunimar út í, látið
sjóða.
7. Hrærið síaða súrmjólkina út
í. .
Baunir kr.: 110,00
Beikon kr.: 100,00
Hálfdós niðurs. tómatar: Kr.
37,00
Gulrætur kr. 40,00
Blaðlaukur kr. 30,00
Blaðselja kr. 20,00
Súrmjólk kr. 9,00
Gróft brauð
2 dl heilhveiti
Léttmeti
aþorra
Þorrinn er árviss eins og jól-
in, en hver segir að við þurfum
að kýla vömbina á þorra. Þorr-
inn er gamalt mánaðarheiti og
er heldur líklegt að oftar en
ekki hafi kostur Islendinga ver-
ið rýr á þorranum. Þorramat-
ur, hvað er það? Spyijið börnin
ykkar. Þau vita fæst hvað
þorramatur er. Þorramatur er
bara ekta íslenskur matur, sá
matur sem var á borðum fólks
hér áður fyrr, ekki bara á þorr-
anum. Margir borða þennan
svokallaðan þorramat aðeins á
þorrablótum, en aðrir hafa
hann oftar á borðum, einkum
á þorranum. Líklega eru þeir
ekki margir, sem borða hann
daglega.
Eg ætla að láta þorramatinn
lönd og leið í þetta skipti og
vona að ég geti afgreitt þorr-
ann eins, en eins og veðrið hef-
ur verið undanfarið lofar það
ekki góðu með þorraveðrið.
Heim að húsinu mínu eru allt
að 2 m há snjógöng og bíllinn
minn hvarf alveg í skafl aðfara-
nótt 7. janúar sl. En ég bý í
skóglendi á Garðaholti þar sem
snjórinn af Álftanesinu fýkur
upp á hæðina og bókstaflega
dettur ofan á trén. Gott er að
ylja sér við góðan heitan bauna-
rétt, nýbakað brauð og kakó-
súpu eftir að hafa mokað bílinn
upp.
Smj örbaunaréttur með
beikoni (Limabaunir)
5 dl soðnar hvita baunir (stórar
flatar)
5 meðalstórar sneiðar beikon
1 hálfdós niðursoðnir tómatar
1 kjúklingasúputeningur
4 meðalstórar gulrætur
1 meðalstór blaðlaukur
2 stiklar blaðselja (sellerí) má
sleppa
,'/4
tsk.
salt
1 dl
súr-
mjólk
1. Leggið
baunimar í
bleyti í l‘/2
klst. látið vatn
svo að fljóti yfír
þær og sjóðið í \'h
klst. Hellið þá vatn-
inu af.
2. Síið súrmjókina í
kaffípappírspoka.
3. Skerð beikonið í litla
bita, setjið í pott og sjóðið við
hægan hita í 5 mínútur. Ef lítil
fíta rennur úr beikoninu má bæta
1 msk. af matarolíu út í.
. 4. Þvoið blaðlaukinn og stilk-
6 dl hveiti
1 dl hveitiklíð
1 msk. fínt þurrger (‘/2
poki)
'h tsk. salt
1 msk. matarolía
1 msk. hunang
2 'h dl heitt vatn úr
krananum
2 dl köld mjólk
1. Setjið heilhveiti,
hveiti, hveitiklíð, þurr-
ger og salt í skál.
2. Setjið matarolíu
út í, notið sömu skeið,
penslið með matarol-
íunni, takið síðan hun-
angið upp með skeið, (matarolían
vamar því að hunangið klessist
við skeiðina), setjið út í.
3. Blandið saman heitu vatni
og kaldri mjólk, þetta á að vera
fingurvolgt. Setjið út í. Hrærið
saman með sleif, setjið síðan á
borðið, fletjið örlítið út með köku-
kefli, vefjið síðan upp. Setjið á
bökunarpappír á bökunarplötu,
samskeytin snúi niður. Leggið
stykki yfír og látið lyfta sér í
minnst 30 mínútur.
4. Hitið bakaraofninn í 200°C,
blástursofn í 180°C, setjið í miðj-
an ofninn og bakið í 20-25 mínút-
ur.
Heilhveiti, hveiti og hveitiklíð.
Sólblómafræ kr. 5,00
Þurrger kr. 12,00
Hunang, olía, salt kr. 10,00
Mjólk kr. 13,00
Kakósúpa
1 lítri nýmjólk
'h léttmjólk
2 msk. kakó
2 'h — 3 msk. sykur
1 msk. kartöflumjöl
Setjið mjólk og léttmjólk í pott,
takið 2 dl af mjókurblöndinni frá
og geymið.
2. Setjið mjólkina sem þið tókuð
frá í hristiglas ásamt kakó og
sykri. Hristið og setjið út í. Hitið
þar til sýður. Athugið að þetta
er fljótt að sjóða upp úr.
3. Setjð 'h dl af vatni í hristi-
glasið ásamt kartölfumjöli. Hrist-
ið. Takið pottinn af hellunni og
hrærið kartöflumjölsblöndunni út
í.
Bera má tvíbökur með, en þær
eru mjög dýrar. Meðalverð í bak-
aríi er 120-130 kr. 20 stk. og enn
dýrara í búðum. Erfítt er að fá
uppgefið, hvaða þyngd er í pokan-
um. Þurrka má brauð í bakara-
ofni eða rista brauð og borða
með. í næsta tíma gef ég upp-
skrift af tvíbökum, en plássið í
blaðinu leyfír það ekki núna. En
nýbakaða brauðið er mjög gott
með kakósúpunni.
Mjólk og léttmjólk kr. 100,00
Kakó, sykur og kartöflumjöl kr.
10,00.
Samtals kostar þessi undir-
stöðugóða máltíð kr. 546,00, segj-
um 550,00, en hún er ætluð 5,
þ.e. 110,00 kr. á mann.